Fótbolti

Tveir í röð á Old Traf­ford í fyrsta sinn

Siggeir Ævarsson skrifar
Það hefur hingað til ekki skipt miklu máli hvort United hefur spilað heima eða að heiman, úrslitin hafa látið á sér standa
Það hefur hingað til ekki skipt miklu máli hvort United hefur spilað heima eða að heiman, úrslitin hafa látið á sér standa EPA/ADAM VAUGHAN

Manchester United hefur ekki beinlínis raðað inn sigrum undir stjórn Ruben Amorim hingað til en í gær náði hann þó ákveðnum áfanga með því að vinna tvo heimaleiki í röð.

United lagði Chelsea 2-1 í skrautlegum leik þar sem Robert Sánchez, markvörður Chelsea, fékk að líta rauða spjaldið strax í upphafi leiks og Casemiro lét svo reka sig út af undir lok fyrri hálfleiks þar sem hann nældi sér í sitt annað gula spjald.

Sigurinn þýðir þó ekki að United sé búið að vinna tvo leiki í röð, þar sem liðið tapaði á útivelli gegn Manchester City um liðna helgi. Það eru því að allra minnsta kosti fjórir leikir enn í að Frank Illett komist í klippingu. Fyrir þá sem þekkja ekki til kauða þá er hann stuðningsmaður United sem sór þess eið að fara ekki í klippingu aftur fyrr en liðið næði fimm sigrum í röð. Hann fór síðast í klippingu 5. október 2024.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×