Fótbolti

Mikael Egill opnaði marka­reikning sinn hjá Genoa

Siggeir Ævarsson skrifar
Mikael Egill fagnar markinu í dag
Mikael Egill fagnar markinu í dag Vísir/Getty

Mikael Egill Ellertsson átti góðan leik og skoraði sitt fyrsta mark fyrir Genoa í Seríu A í dag þegar liðið sótti Bologna heim.

Mikael kom gestunum yfir á 63. mínútu en það dugði skammt þar sem Santiago Castro jafnaði metin tíu mínútum síðar. Allt leit út fyrir að jafntefli yrði niðurstaðan en þegar uppgefinn uppbótartími var liðinn fengu heimamenn víti eftir VAR-skoðun og Riccardo Orsolini skoraði sigurmark Bologna úr spyrnunni þegar 99 mínútur voru komnar á leikklukkuna.

Þetta var eins og áður sagði fyrsta mark Mikaels fyrir Genoa en hann gekk í raðir liðsins í vor frá Venezia.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×