Innlent

For­dæma­laust kyn­ferðis­brota­mál og við­bragð NATO við brölti Rússa

Vésteinn Örn Pétursson skrifar
Hádegisfréttir Bylgjunnar eru á sínum stað, á slaginu 12.
Hádegisfréttir Bylgjunnar eru á sínum stað, á slaginu 12.

Afbrotafræðingur segir skiljanlegt að fólki blöskri að maður gangi laus sem sé grunaður um kynferðisbrot gegn barni á grunnskólaaldri. Maðurinn var látinn laus að loknu þriggja daga gæsluvarðhaldi og fór lögregla ekki fram á lengra varhald yfir honum.

Fjallað verður um málið í hádegisfréttum Bylgjunnar, en afbrotafræðingurinn Margrét Valdimarsdóttir segist ekki muna eftir öðru eins máli.

Fjallað verður um ögranir Rússa í lofthelgi Eistlands í gær, en sérfræðingur í öryggis- og varnarmálum telur einsýnt að NATO þurfi, fyrr en síðar, að bregðast við þeim með einjverjum hætti.

Þá heyrum við frá menntamálaráðherra, sem telur vert að skoða hvort stytta eigi sumarfrí grunnskólabarna, hann segist þó ekki hafa afgerandi skoðun á málinu að svo stöddu.

Þetta og fleira í hádegisfréttum Bylgjunnar á slaginu 12 á Bylgjunni og hér á Vísi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×