Innlent

Bátar sviptir haf­færis­skír­teini og Kourani sækir um náðun

Gunnar Reynir Valþórsson skrifar
Hádegismynd

Í hádegisfréttum fjöllum við um þá ákvörðun Samgöngustofu að svipta á annað hundrað skip og báta haffæriskírteinum sínum. 

Þjónustuaðili sem bar ábyrgð á að skoða gúmmbjörgunarbáta skipanna hefur nú skilað inn starfsleyfi sínu eftir að ljós kom að pottur var brotinn í eftirliti hans.

Þá fjöllum við um mál refsifangans Mohammeds Kourani en svokölluð náðunarnefnd er nú með til umfjöllunar umsókn hans um náðun á grundvelli heilsufars.

Að auki verður rætt við forstjóra Umhverfis- og orkustofnunar sem segir best að stofnunin ljúki við að yfirfara gögn frá því síðast var leitað að olíu við Íslandsstrendur áður frekari ákvarðanir um leit verða teknar. 

Og í sportpakka dagsins fjöllum við um Meistaradeild Evrópu í kvennaboltanum og segjum frá meti sem Norðmaðurinn Erling Haaland sló í gær.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×