Róbert hættir hjá HSÍ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 18. september 2025 12:27 Róbert Geir Gíslason hefur starfað hjá HSÍ í rúma tvo áratugi. vísir/baldur hrafnkell Róbert Geir Gíslason lætur af störfum sem framkvæmdastjóri Handknattleikssambands Íslands samkvæmt heimildum fréttastofu. Ekki liggur fyrir hver tekur við starfi framkvæmdastjóra af Róberti sem hefur unnið lengi hjá HSÍ. Hvorki hefur náðst í Róbert né Jón Halldórsson, formann HSÍ. Róbert tók við stöðu framkvæmdastjóra HSÍ af Einari Þorvarðarsyni 2017 en hann tók fyrst til starfa á skrifstofu sambandsins 2003. Róbert gegndi lengi starfi mótastjóra HSÍ. Erfið staða HSÍ Í viðtali í kvöldfréttum Sýnar í síðustu viku ræddi formaður HSÍ um fjárhagsstöðu sambandsins sem hann sagði vera grafalvarlega. „Það er stóra áskorunin fyrir Handknattleikssambandið. Hún er stærri en ég átti von á, staðan er erfiðari og hún er alveg grafalvarleg. Við erum að róa öllum árum að finna leiðir hvernig við getum haldið áfram þessu afreksstarfi sem við höfum haldið úti undanfarin ár. Til að halda íslenskum handbolta á heimsmælikvarða. En það er ekkert sjálfgefið að það gerist,“ sagði Jón í Sportpakkanum á Sýn. Að sögn Jóns hefur kostar árangur landsliða Íslands í handbolta sitt. „Það er kannski skrýtið að segja það – það sem háir okkur er árangur. Við höfum náð frábærum árangri á undanförnum árum. Við erum á stórmótum ár eftir ár með karlaliðið, nú eru stelpurnar búnar að vera á stórmótum undanfarin ár og eru að fara á HM í desember og yngri landsliðin hafa náð frábærum árangri.“ Uppfært 13:20 Í tilkynningu á heimasíðu sinni staðfestir HSÍ að Róbert láti af störfum hjá sambandinu um áramótin. „Ég tel þetta vera góðan tíma til að stíga frá borði og bjóða nýjum og ferskum vindum að koma inn í starfsemi HSÍ. Það hefur verið mikill heiður að fá að starfa fyrir sambandið í öll þessi ár og er ég þakklátur öllu því fólki sem ég hef starfað með í þennan tíma. Það eru forréttindi að hafa fengið að upplifa þessar stóru stundir með landsliðunum, þátttöku í stórmótum í blíðu og stríðu,“ segir Róbert í tilkynningunni. „Það er eitthvað sem ég verð alla tíð þakklátur fyrir og mun minnast. Ég finn jafnframt að er nú rétti tíminn til breytinga fyrir mig. Ég hef nýverið lokið MBA námi og er spenntur að stíga inn á annan vettvang og þróast enn frekar sem einstaklingur og stjórnandi.“ HSÍ Mest lesið Var eins svalur og þú býst við hjá manni frá Íslandi Fótbolti Sagði fögnuð Norðmanna „aumkunarverðan“ Fótbolti Robbie Keane syngjandi glaður, þökk sé Heimi og strákunum hans Fótbolti Heimir hylltur og beðinn afsökunar á Twitter Fótbolti Brjálaður fögnuður, nafni flugvallar breytt og T vantaði í tattú Fótbolti Liðsfélagi Fanneyjar máluð öll í gulli Fótbolti Sendi Bellingham tóninn: Verður að sætta sig við og virða ákvarðanir mínar Fótbolti Loksins hægt að kaupa landsliðstreyjuna Handbolti Kane náði Pele og var líka yfirlýsingaglaður eftir leik Fótbolti Jake Paul mætir Joshua og biður Breta afsökunar fyrir fram Sport Fleiri fréttir Loksins hægt að kaupa landsliðstreyjuna Sveinar Guðjóns Vals aftur á sigurbraut Matthildur Lilja kölluð inn í HM hópinn Donni og félagar höfðu ekki erindi sem erfiði „Þetta er allt annað dæmi“ „Skrýtið að spila þennan leik“ „Hrikalega stoltur af stelpunum“ Valur - Blomberg-Lippe 22-22 | Valur kveður Evrópudeildina með jafntefli Arnór hafði betur í Íslendingaslagnum Ágúst laus úr frystikistu í Danmörku Tumi Rúnarsson með fjögur mörk í sigri Haukar úr leik í Evrópubikar kvenna ÍBV með öruggan sigur í Garðabænum Misjafnt gengi Íslendinga í skandinavískum handbolta Selfoss lagði KA/Þór fyrir norðan Úti er ævintýri hjá Elínu Klöru en HM tekur við Einar Baldvin kom í veg fyrir frábæran sigur Þórs Eyjamaðurinn vann öflugan Framara í Svíþjóð Fram fagnaði eftir flókna ferðaviku Gidsel kom í veg fyrir gleði Orra en Viktor varði víti sem Íslendingar dæmdu Haukar einir á toppnum og ÍR rétt missti af fyrsta sigrinum Fékk tíu í einkunn í „sturluðum“ sigri á Íslandsmeisturunum Sjö íslensk mörk í sjöunda sigri meistaranna Uppgjörið: Valur - ÍR 24-25| ÍR tók toppslaginn með minnsta mun Vissi ekki að hann hafði ekki klikkað á skoti: „Það er bara geggjað“ „Margar góðar hendur í Krikanum komið að verki“ „Þetta var bara skita“ FH - KA 45-32 | KA-menn kjöldregnir í Kaplakrika Bjarki Már minnti rækilega á sig í Meistaradeildinni Afleit tíðindi: Andrea í kapphlaupi við tímann fyrir HM Sjá meira
Ekki liggur fyrir hver tekur við starfi framkvæmdastjóra af Róberti sem hefur unnið lengi hjá HSÍ. Hvorki hefur náðst í Róbert né Jón Halldórsson, formann HSÍ. Róbert tók við stöðu framkvæmdastjóra HSÍ af Einari Þorvarðarsyni 2017 en hann tók fyrst til starfa á skrifstofu sambandsins 2003. Róbert gegndi lengi starfi mótastjóra HSÍ. Erfið staða HSÍ Í viðtali í kvöldfréttum Sýnar í síðustu viku ræddi formaður HSÍ um fjárhagsstöðu sambandsins sem hann sagði vera grafalvarlega. „Það er stóra áskorunin fyrir Handknattleikssambandið. Hún er stærri en ég átti von á, staðan er erfiðari og hún er alveg grafalvarleg. Við erum að róa öllum árum að finna leiðir hvernig við getum haldið áfram þessu afreksstarfi sem við höfum haldið úti undanfarin ár. Til að halda íslenskum handbolta á heimsmælikvarða. En það er ekkert sjálfgefið að það gerist,“ sagði Jón í Sportpakkanum á Sýn. Að sögn Jóns hefur kostar árangur landsliða Íslands í handbolta sitt. „Það er kannski skrýtið að segja það – það sem háir okkur er árangur. Við höfum náð frábærum árangri á undanförnum árum. Við erum á stórmótum ár eftir ár með karlaliðið, nú eru stelpurnar búnar að vera á stórmótum undanfarin ár og eru að fara á HM í desember og yngri landsliðin hafa náð frábærum árangri.“ Uppfært 13:20 Í tilkynningu á heimasíðu sinni staðfestir HSÍ að Róbert láti af störfum hjá sambandinu um áramótin. „Ég tel þetta vera góðan tíma til að stíga frá borði og bjóða nýjum og ferskum vindum að koma inn í starfsemi HSÍ. Það hefur verið mikill heiður að fá að starfa fyrir sambandið í öll þessi ár og er ég þakklátur öllu því fólki sem ég hef starfað með í þennan tíma. Það eru forréttindi að hafa fengið að upplifa þessar stóru stundir með landsliðunum, þátttöku í stórmótum í blíðu og stríðu,“ segir Róbert í tilkynningunni. „Það er eitthvað sem ég verð alla tíð þakklátur fyrir og mun minnast. Ég finn jafnframt að er nú rétti tíminn til breytinga fyrir mig. Ég hef nýverið lokið MBA námi og er spenntur að stíga inn á annan vettvang og þróast enn frekar sem einstaklingur og stjórnandi.“
HSÍ Mest lesið Var eins svalur og þú býst við hjá manni frá Íslandi Fótbolti Sagði fögnuð Norðmanna „aumkunarverðan“ Fótbolti Robbie Keane syngjandi glaður, þökk sé Heimi og strákunum hans Fótbolti Heimir hylltur og beðinn afsökunar á Twitter Fótbolti Brjálaður fögnuður, nafni flugvallar breytt og T vantaði í tattú Fótbolti Liðsfélagi Fanneyjar máluð öll í gulli Fótbolti Sendi Bellingham tóninn: Verður að sætta sig við og virða ákvarðanir mínar Fótbolti Loksins hægt að kaupa landsliðstreyjuna Handbolti Kane náði Pele og var líka yfirlýsingaglaður eftir leik Fótbolti Jake Paul mætir Joshua og biður Breta afsökunar fyrir fram Sport Fleiri fréttir Loksins hægt að kaupa landsliðstreyjuna Sveinar Guðjóns Vals aftur á sigurbraut Matthildur Lilja kölluð inn í HM hópinn Donni og félagar höfðu ekki erindi sem erfiði „Þetta er allt annað dæmi“ „Skrýtið að spila þennan leik“ „Hrikalega stoltur af stelpunum“ Valur - Blomberg-Lippe 22-22 | Valur kveður Evrópudeildina með jafntefli Arnór hafði betur í Íslendingaslagnum Ágúst laus úr frystikistu í Danmörku Tumi Rúnarsson með fjögur mörk í sigri Haukar úr leik í Evrópubikar kvenna ÍBV með öruggan sigur í Garðabænum Misjafnt gengi Íslendinga í skandinavískum handbolta Selfoss lagði KA/Þór fyrir norðan Úti er ævintýri hjá Elínu Klöru en HM tekur við Einar Baldvin kom í veg fyrir frábæran sigur Þórs Eyjamaðurinn vann öflugan Framara í Svíþjóð Fram fagnaði eftir flókna ferðaviku Gidsel kom í veg fyrir gleði Orra en Viktor varði víti sem Íslendingar dæmdu Haukar einir á toppnum og ÍR rétt missti af fyrsta sigrinum Fékk tíu í einkunn í „sturluðum“ sigri á Íslandsmeisturunum Sjö íslensk mörk í sjöunda sigri meistaranna Uppgjörið: Valur - ÍR 24-25| ÍR tók toppslaginn með minnsta mun Vissi ekki að hann hafði ekki klikkað á skoti: „Það er bara geggjað“ „Margar góðar hendur í Krikanum komið að verki“ „Þetta var bara skita“ FH - KA 45-32 | KA-menn kjöldregnir í Kaplakrika Bjarki Már minnti rækilega á sig í Meistaradeildinni Afleit tíðindi: Andrea í kapphlaupi við tímann fyrir HM Sjá meira