Lífið samstarf

Sjö rétta líbönsk veisla sem þú mátt alls ekki missa af!

Sumac
Meistarakokkarnir Joyce og Gab eru báðar frá Líbanon. Þær taka yfireldhúsið á veitingastaðnum Sumac dagana 26.-27. september og munu bjóða upp á eftirminnilega 7 rétta líbanska veislu.
Meistarakokkarnir Joyce og Gab eru báðar frá Líbanon. Þær taka yfireldhúsið á veitingastaðnum Sumac dagana 26.-27. september og munu bjóða upp á eftirminnilega 7 rétta líbanska veislu.

Veitingastaðurinn Sumac blæs til líbanskrar veislu föstudaginn og laugardaginn 26.-27. september en þá mæta tveir gestakokkar í hús, þær Joyce og Gab sem báðar eru frá Líbanon.

„Við erum hrikalega spennt fyrir því að fá Joyce og Gab til okkar í eldhúsið á Sumac,“ segir Þráinn Freyr Vigfússon, matreiðslumeistari og eigandi Sumac sem er veitingastaður vikunnar á Vísi.

„Þær hafa báðar unnið á mörgum af bestu veitingastöðum í Beirút, þar á meðal Baron sem er á Worlds 50 best listanum yfir bestu veitingastaði í Miðausturlöndum og í Norður Afríku. Saman ætla þær að bjóða upp á sjö rétta líbanska veislu og ég get lofað því að þetta verður bragðgóð og eftirminnileg upplifun.“

Hægt er að panta borð á viðburðinn hér.

Sumac opnaði við Laugaveg 28 sumarið 2017 og hefur alla tíð boðið upp á matseðil með sterkum innblæstri frá seiðandi stemningu Beirút í Líbanon og tælandi áhrifum frá Norður Afríku. Barinn býður upp á ferska og freistandi kokteila og sjarmerandi vínseðil með blönduðum innblæstri frá Evrópu, Marokkó og Líbanon.

Hálfdán Pedersen hannaði staðinn en hjarta hans er opið eldhúsið þar sem gestir geta fylgst með töfrandi réttum fæðast. Hráir steyptir veggir, stílhreinir ljósir bekkir og hlýleg lýsing bjóða gesti velkomna og gefa fyrirheit um ljúfa kvöldstund.

Nánari upplýsingar má finna á vef Sumac






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.