Tónlist

Laufey treður upp með Justin Bieber

Dóra Júlía Agnarsdóttir skrifar
Laufey og Justin Bieber koma fram á Coachella.
Laufey og Justin Bieber koma fram á Coachella. SAMSETT

Súperstjarnan Laufey Lín kemur fram á tónlistarhátíðinni Coachella í eyðimörkinni í Kaliforníu á næsta ári. Er um að ræða einhverja stærstu tónlistarhátíð í heimi.

Laufey sagði frá þessu á Instagram síðu sinni í gær þar sem hún skrifar: 

„Við munum koma með jazzinn í eyðimörkina.“

Tónlistarhátíðin Coachella er haldin í Coachella Valley í eyðimörkinni Palm Desert á ári hverju tvær helgar í apríl. Þar koma fram heitustu listamenn okkar samtíma hverju sinni og tugþúsundir tónleikagesta gera sér ferð til að berja þá augum. 

Laufey kemur fram á sunnudeginum og er kynnt inn sem eitt af stærstu nöfnum kvöldsins. Hún er ekki í slæmum félagsskap þessa helgina en fleiri sem koma fram eru kanadíska poppstjarnan Justin Bieber, Hollywood bomban Sabrina Carpenter, danssveitin XX, kólumbíska tónlistardrottningin Karol G og ótal fleiri stjörnur. 


Tengdar fréttir

Laufey tróð upp á Coachella

Tónlistarkonan Laufey tróð upp á geysivinsælu útihátíðinni Coachella um helgina. Þar flutti hún nýútgefið lag fyrir framan stóran hóp áhorfenda.

Laufey Lín skartaði íslenska fánanum á Coachella

Tónlistarkonan Laufey Lín Jónsdóttir kom fram á hinni vinsælu tónlistarhátíð Coachella í Kaliforníu síðustu tvær helgar. Hún deildi myndasyrpu frá hátíðinni á Instagram þar sem má sjá hana meðal annars klædda í hvítan hlýrabol með íslenska fánanum frá íslenska fatamerkinu Takk Takk.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.