Uppþot í Eyjum: „Í kvöld töpuðu íþróttirnar“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 16. september 2025 09:32 Mikil reikistefna var undir lok leiksins. Handknattleiksdeild Harðar birti harðorðan pistil á Facebook-síðu sinni eftir tap liðsins fyrir ÍBV 2, 36-35, í Powerade-bikar karla í gær. Harðverjar eru afar ósáttir við atvik undir lok leiksins. Pistillinn á Facebook-síðu Harðar hefst á orðunum: Í kvöld töpuðu íþróttirnar. Það á enginn að vilja vinna þegar haft er rangt við. Síðan er atburðarrás kvöldsins rakin. Þar segir að Harðverjar hafi gert athugasemdir við dómara leiksins og framkvæmdastjóra HSÍ vegna starfsmanna á ritaraborði sem þeim þóttu vera full ungir. Jafnframt segir að enginn fulltrúi Eyjamanna hafi verið mættur á tæknifund klukkutíma fyrir leikinn en skýrsla ÍBV hafi verið tilbúin hálftíma fyrir leikinn. Það er hins vegar atvik undir lok leiksins sem Ísfirðingar eru ósáttastir við. Harðverjar voru með boltann í stöðunni 34-35 og gátu komist tveimur mörkum yfir. Þjálfari þeirra, Pedro Daniel Dos Santos Nunes, setti leikhlésspjaldið á ritaraborðið. Leikurinn var hins vegar ekki stöðvaður og nokkrum sekúndum seinna var boltinn dæmdur af Harðverjum, þeim til lítillar ánægju. Atvikið má sjá í myndbandinu hér fyrir neðan. Pedro mótmælti harðlega og fékk rautt spjald og Harðverjar voru því aðeins þrír eftir í vörninni. Eftir leikhlé nýtti ÍBV sér liðsmuninn og Gabríel Martinez Róbertsson jafnaði í 35-35. Hörður fékk tækifæri til að tryggja sér sigurinn, Endijs Kusners fór í gegnum vörn ÍBV en Björn Viðar Björnsson, markvörður Eyjamanna, varði. Boltinn barst svo fram völlinn á Gabríel sem skoraði sigurmark ÍBV, 36-35. Lokamínútur leiksins má sjá í myndbandinu hér fyrir neðan. Í pistlinum á Facebook-síðu Harðar segir að þjálfari ÍBV, Hilmar Ágúst Björnsson, hafi beðið Pedro afsökunar eftir leikinn, að hafa ekkert sagt þegar Hörður óskaði eftir leikhléinu. Jafnframt segir að dómarar leiksins hafi ekki viljað skoða upptöku af atvikinu. Enginn eftirlitsmaður frá HSÍ var á leiknum eins og Handkastið greindi frá. Í frétt Handkastsins í gærkvöldi kemur fram að dómarar leiksins, þeir Árni Þór Þorvaldsson og Bogdan Dumitrel Ana Gherman, hafi þurft lögreglufylgd í Herjólf og að Pedro hafi hótað þeim. Harðverjar segja þetta af og frá. Dómarar leiksins hefðu ekki þurft neina lögreglufylgd og Pedro hafi engum hótað. Powerade-bikarinn Hörður ÍBV Mest lesið Danir láta Gísla heyra það eftir gagnrýni: „Haltu kjafti Ísland“ Handbolti HSÍ ósátt við EHF: Skikkaðir á viðburð morguninn eftir langa nótt Handbolti Leikmaður Dana fór á sjúkrahús eftir leikinn í kvöld Handbolti EM í dag: Pirruðu danska blaðamenn og truflun í boði skattgreiðenda Handbolti Alfreð enn kóngurinn en „jarðaður út og suður“ Handbolti Pytlick: „Ísland átti meira skilið í kvöld“ Handbolti „Ég nenni ekki að eyða orku í þetta EHF lið“ Handbolti Utan vallar: Af hverju töpuðu hetjurnar okkar gegn Dönum? Sport Sjáðu myndirnar: Blá krækiber í helvíti Handbolti „Margar ákvarðanir hjá dómurunum sem ég á erfitt með að lifa með“ Handbolti Fleiri fréttir Bláir í rauðu hafi: „Eins og við værum boðflennur í einkapartýi“ „Mér var nákvæmlega sama um þetta allt saman“ Svaf yfir sig og missti af rútunni „Ég nenni ekki að eyða orku í þetta EHF lið“ Gróf stríðsöxina við framkvæmdastjóra EHF Alfreð enn kóngurinn en „jarðaður út og suður“ Danir láta Gísla heyra það eftir gagnrýni: „Haltu kjafti Ísland“ Tekur Gísli of mikið pláss frá Ómari? Sjáðu myndirnar: Blá krækiber í helvíti HSÍ ósátt við EHF: Skikkaðir á viðburð morguninn eftir langa nótt „Allt til staðar svo að þetta lið geti barist við Dani um gull“ EM í dag: Pirruðu danska blaðamenn og truflun í boði skattgreiðenda Pytlick: „Ísland átti meira skilið í kvöld“ Leikmaður Dana fór á sjúkrahús eftir leikinn í kvöld Skýrsla Henrys: Strákarnir okkar eru orðnir stórir „Við reyndum og það bara gekk ekki“ Tap hjá Mikael eftir mikla dramatík og marga VAR dóma Einkunnir Strákanna okkar á móti Danmörku: Hetjuleg frammistaða gegn heimsmeisturunum „Margar ákvarðanir hjá dómurunum sem ég á erfitt með að lifa með“ Tölurnar á móti Dönum: Danir náðu fjörutíu stoppum og fjögur vítaklúður „Ætla ekkert að fara að fela mig á bak við það“ „Þetta svíður en við gáfum þeim alvöru leik“ Danmörk - Ísland 31-28 | Strákarnir okkar spila um bronsið „Ég hugsa að þetta sé EM-met“ „Held að ég hafi sagt allt sem ég ætlaði að segja“ Sigvaldi verður ekki með í kvöld Alfreð í úrslitaleikinn eftir sigur á Degi „Við munum þurfa eitthvað extra til að vinna“ Séra Guðni mættur til Herning: „Trúi að það verði kraftaverk í kvöld“ Portúgölsku bræðurnir sendu Svía sára heim Sjá meira
Pistillinn á Facebook-síðu Harðar hefst á orðunum: Í kvöld töpuðu íþróttirnar. Það á enginn að vilja vinna þegar haft er rangt við. Síðan er atburðarrás kvöldsins rakin. Þar segir að Harðverjar hafi gert athugasemdir við dómara leiksins og framkvæmdastjóra HSÍ vegna starfsmanna á ritaraborði sem þeim þóttu vera full ungir. Jafnframt segir að enginn fulltrúi Eyjamanna hafi verið mættur á tæknifund klukkutíma fyrir leikinn en skýrsla ÍBV hafi verið tilbúin hálftíma fyrir leikinn. Það er hins vegar atvik undir lok leiksins sem Ísfirðingar eru ósáttastir við. Harðverjar voru með boltann í stöðunni 34-35 og gátu komist tveimur mörkum yfir. Þjálfari þeirra, Pedro Daniel Dos Santos Nunes, setti leikhlésspjaldið á ritaraborðið. Leikurinn var hins vegar ekki stöðvaður og nokkrum sekúndum seinna var boltinn dæmdur af Harðverjum, þeim til lítillar ánægju. Atvikið má sjá í myndbandinu hér fyrir neðan. Pedro mótmælti harðlega og fékk rautt spjald og Harðverjar voru því aðeins þrír eftir í vörninni. Eftir leikhlé nýtti ÍBV sér liðsmuninn og Gabríel Martinez Róbertsson jafnaði í 35-35. Hörður fékk tækifæri til að tryggja sér sigurinn, Endijs Kusners fór í gegnum vörn ÍBV en Björn Viðar Björnsson, markvörður Eyjamanna, varði. Boltinn barst svo fram völlinn á Gabríel sem skoraði sigurmark ÍBV, 36-35. Lokamínútur leiksins má sjá í myndbandinu hér fyrir neðan. Í pistlinum á Facebook-síðu Harðar segir að þjálfari ÍBV, Hilmar Ágúst Björnsson, hafi beðið Pedro afsökunar eftir leikinn, að hafa ekkert sagt þegar Hörður óskaði eftir leikhléinu. Jafnframt segir að dómarar leiksins hafi ekki viljað skoða upptöku af atvikinu. Enginn eftirlitsmaður frá HSÍ var á leiknum eins og Handkastið greindi frá. Í frétt Handkastsins í gærkvöldi kemur fram að dómarar leiksins, þeir Árni Þór Þorvaldsson og Bogdan Dumitrel Ana Gherman, hafi þurft lögreglufylgd í Herjólf og að Pedro hafi hótað þeim. Harðverjar segja þetta af og frá. Dómarar leiksins hefðu ekki þurft neina lögreglufylgd og Pedro hafi engum hótað.
Powerade-bikarinn Hörður ÍBV Mest lesið Danir láta Gísla heyra það eftir gagnrýni: „Haltu kjafti Ísland“ Handbolti HSÍ ósátt við EHF: Skikkaðir á viðburð morguninn eftir langa nótt Handbolti Leikmaður Dana fór á sjúkrahús eftir leikinn í kvöld Handbolti EM í dag: Pirruðu danska blaðamenn og truflun í boði skattgreiðenda Handbolti Alfreð enn kóngurinn en „jarðaður út og suður“ Handbolti Pytlick: „Ísland átti meira skilið í kvöld“ Handbolti „Ég nenni ekki að eyða orku í þetta EHF lið“ Handbolti Utan vallar: Af hverju töpuðu hetjurnar okkar gegn Dönum? Sport Sjáðu myndirnar: Blá krækiber í helvíti Handbolti „Margar ákvarðanir hjá dómurunum sem ég á erfitt með að lifa með“ Handbolti Fleiri fréttir Bláir í rauðu hafi: „Eins og við værum boðflennur í einkapartýi“ „Mér var nákvæmlega sama um þetta allt saman“ Svaf yfir sig og missti af rútunni „Ég nenni ekki að eyða orku í þetta EHF lið“ Gróf stríðsöxina við framkvæmdastjóra EHF Alfreð enn kóngurinn en „jarðaður út og suður“ Danir láta Gísla heyra það eftir gagnrýni: „Haltu kjafti Ísland“ Tekur Gísli of mikið pláss frá Ómari? Sjáðu myndirnar: Blá krækiber í helvíti HSÍ ósátt við EHF: Skikkaðir á viðburð morguninn eftir langa nótt „Allt til staðar svo að þetta lið geti barist við Dani um gull“ EM í dag: Pirruðu danska blaðamenn og truflun í boði skattgreiðenda Pytlick: „Ísland átti meira skilið í kvöld“ Leikmaður Dana fór á sjúkrahús eftir leikinn í kvöld Skýrsla Henrys: Strákarnir okkar eru orðnir stórir „Við reyndum og það bara gekk ekki“ Tap hjá Mikael eftir mikla dramatík og marga VAR dóma Einkunnir Strákanna okkar á móti Danmörku: Hetjuleg frammistaða gegn heimsmeisturunum „Margar ákvarðanir hjá dómurunum sem ég á erfitt með að lifa með“ Tölurnar á móti Dönum: Danir náðu fjörutíu stoppum og fjögur vítaklúður „Ætla ekkert að fara að fela mig á bak við það“ „Þetta svíður en við gáfum þeim alvöru leik“ Danmörk - Ísland 31-28 | Strákarnir okkar spila um bronsið „Ég hugsa að þetta sé EM-met“ „Held að ég hafi sagt allt sem ég ætlaði að segja“ Sigvaldi verður ekki með í kvöld Alfreð í úrslitaleikinn eftir sigur á Degi „Við munum þurfa eitthvað extra til að vinna“ Séra Guðni mættur til Herning: „Trúi að það verði kraftaverk í kvöld“ Portúgölsku bræðurnir sendu Svía sára heim Sjá meira