Enski boltinn

Þjálfara kvennaliðs Sheffield United vikið tíma­bundið frá störfum

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Ash Thompson er ekki við stjórnvölinn hjá Sheffield United eins og er. Ekki er vitað af hverju.
Ash Thompson er ekki við stjórnvölinn hjá Sheffield United eins og er. Ekki er vitað af hverju. getty/Ed Sykes

Ash Thompson, þjálfari kvennaliðs Sheffield United, hefur verið vikið tímabundið frá störfum. Ástæðan liggur ekki fyrir.

Aðstoðarþjálfari Sheffield United, Luke Turner, hefur séð um æfingar hjá liðinu síðustu vikuna. Samkvæmt talsmanni Sheffield United stýrir Turner liðinu tímabundið.

Sheffield United tapaði 4-0 fyrir Sunderland í 1. umferð ensku B-deildarinnar á föstudaginn. Turner stýrði liðinu í þeim leik.

The Guardian leitaði viðbragða hjá Thompson en hefur ekki orðið ágengt. Hann tók við aðalliði Sheffield United í júlí í fyrra eftir að hafa þjálfað yngri lið félagsins um þriggja ára skeið.

Turner hefur þrisvar sinnum áður tekið tímabundið við Sheffield United sem endaði í neðsta sæti B-deildarinnar á síðasta tímabili. Liðið hélt hins vegar sæti sínu þar sem Blackburn Rovers dró sig úr keppni vegna fjárhagsvandræða.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×