Dagleg mótmæli trufla Spánarhjólreiðarnar Ágúst Orri Arnarson skrifar 11. september 2025 14:00 Hjólreiðamenn hafa hótað því að hætta keppni. Tim de Waele/Getty Images Hinar árlegu Spánarhjólreiðar hafa farið fram við daglega truflun vegna mótmæla við þátttöku ísraelsks liðs. Keppendur hafa hótað því að hætta vegna þess að keppnir hafa ítrekað verið styttar og stundum hefur sigurvegari ekki verið úrskurðaður vegna öryggisráðstafana. Íþróttamálaráðherra Spánar styður bann við þátttöku liða frá Ísrael. Frá því að keppnin hófst þann 23. ágúst hafa mótmæli við hliðarlínuna, skreytt fánum Palestínu verið dagleg sjón og oft og tíðum truflun fyrir keppendur. Þrisvar hefur þurft að stytta keppnisleiðina til að sveigja framhjá skipulögðum mótmælum og á 11. og 16. stigi keppninnar var sigurvegari ekki úrskurðaður vegna mótmæla við endamarkið. Ísraelska liðið Premier Tech keppir en var skipað taka ísraelska fánann af búningnum eftir að mótmælin hófust. Dario Belingheri/Getty Images Í gær kusu hjólreiðamenn um hvort halda ætti áfram keppni, ákveðið var að gera það en á sama tíma ekki útilokað að hætta ef öryggi þeirra yrði áfram stefnt í hættu. Keppninni á að ljúka á sunnudaginn í Madríd og þar verður mesta öryggisgæsla sem sést hefur í borginni síðan NATO þing var haldið þar árið 2022. Keppendur lenda í öngstræti mótmælenda. Dario Belingheri/Getty Images Í dag lýsti íþróttamálaráðherra Spánar, Pilar Alegría, yfir stuðningi við mótmælendur sem vilja banna Ísrael frá íþróttakeppnum á alþjóðavísu. „Við skiljum og sjáum að fleira og fleira fólk fer út götu, hneykslað á blóðbaðinu sem á sér stað á Gaza.“ Alegría benti á Rússland í því samhengi en Rússlandi var bönnuð þátttaka eftir að stríðið við Úkraínu hófst árið 2022. „Í ljósi áframhaldandi stríðsreksturs finnst mér þetta misvísandi skilaboð.“ Vingegaard leiðir keppnina. Tim de Waele/Getty Images Spánarhjólreiðarnar, sem voru stofnaðar með Tour de France að fyrirmynd, eru í heildina 23 daga keppni með tveimur hvíldardögum, 3.151 kílómetra löng en keppnin hefur verið stytt um 26 kílómetra. Keppendur eiga núna rétt rúmlega 450 kílómetra. Daninn Jonas Vingegaard hefur verið með forystuna síðustu átta daga og er með fimmtíu sekúndna forystu á næsta mann, Joao Almeida, en þarf að halda út næstu fjóra daga. Ef keppninni verður ekki hætt áður en hún endar í Madríd á sunnudag. Hjólreiðar Spánn Átök í Ísrael og Palestínu Mest lesið Sakna Orra enn sárt og vandræðin aukast Fótbolti Fimmtugur og fúlskeggjaður Svíi stal senunni á HM Sport Spara margar milljónir vegna ráðningar Rúnars Handbolti Salah snýr aftur eftir sáttafundinn Enski boltinn Álftanes - Tindastóll 78-137 | Metin slegin í stórsigri Stólanna Körfubolti „Held að ég gæti ekki hætt í fótbolta“ Enski boltinn Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Algjörir yfirburðir Noregs halda áfram Handbolti Uppgjörið:Njarðvík - Þór Þorlákshöfn 92-93| Stigin til Þorlákshafnar eftir háspennu Körfubolti Kærasta Haaland hefur fengið nóg Enski boltinn Fleiri fréttir Fimmtugur og fúlskeggjaður Svíi stal senunni á HM Spara margar milljónir vegna ráðningar Rúnars Sakna Orra enn sárt og vandræðin aukast Algjörir yfirburðir Noregs halda áfram Uppgjörið:Njarðvík - Þór Þorlákshöfn 92-93| Stigin til Þorlákshafnar eftir háspennu Álftanes - Tindastóll 78-137 | Metin slegin í stórsigri Stólanna Varalesturinn flæktist fyrir þýska tvíeykinu „Held að ég gæti ekki hætt í fótbolta“ Langri þrautagöngu Þýskalands lokið Salah snýr aftur eftir sáttafundinn Boða uppsagnir hjá Íslendingaliðinu Þjálfari meistaranna á hálum ís „Ég held ég viti núna hversu hröð ég er“ Rúnar snýr aftur í þýsku úrvalsdeildina Axel verður áfram hjá Aftureldingu 38 ára Jamie Vardy að skrifa söguna fyrir enska leikmenn á Ítalíu ÓL í hættu: Hólmfríður Dóra brotnaði á æfingu Launað ríkulega fyrir að koma Norðmönnum á HM Kveður pabba sinn í Laugardalnum og fer til FH Sólin komin upp á ný hjá Selmu Sól eftir krefjandi ár Isak tæpur og Gakpo frá Freyr ekki hrifinn af „hrokafullum dómara“ Rooney var hótað lífláti eftir að hann fór til Man Utd Breytti um nafn til að „sýna þeim fingurinn“ „Félag sem var í basli með að ná endum saman og greiða laun á réttum tíma“ Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Slot fundar með Salah í dag: „Mun ákvarða hver næstu skref verða“ Saka FIFA um okurverð á miðum á HM næsta sumar „Liverpool hefði ekkert unnið ef það væri ekki fyrir Mo Salah“ Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Sjá meira
Frá því að keppnin hófst þann 23. ágúst hafa mótmæli við hliðarlínuna, skreytt fánum Palestínu verið dagleg sjón og oft og tíðum truflun fyrir keppendur. Þrisvar hefur þurft að stytta keppnisleiðina til að sveigja framhjá skipulögðum mótmælum og á 11. og 16. stigi keppninnar var sigurvegari ekki úrskurðaður vegna mótmæla við endamarkið. Ísraelska liðið Premier Tech keppir en var skipað taka ísraelska fánann af búningnum eftir að mótmælin hófust. Dario Belingheri/Getty Images Í gær kusu hjólreiðamenn um hvort halda ætti áfram keppni, ákveðið var að gera það en á sama tíma ekki útilokað að hætta ef öryggi þeirra yrði áfram stefnt í hættu. Keppninni á að ljúka á sunnudaginn í Madríd og þar verður mesta öryggisgæsla sem sést hefur í borginni síðan NATO þing var haldið þar árið 2022. Keppendur lenda í öngstræti mótmælenda. Dario Belingheri/Getty Images Í dag lýsti íþróttamálaráðherra Spánar, Pilar Alegría, yfir stuðningi við mótmælendur sem vilja banna Ísrael frá íþróttakeppnum á alþjóðavísu. „Við skiljum og sjáum að fleira og fleira fólk fer út götu, hneykslað á blóðbaðinu sem á sér stað á Gaza.“ Alegría benti á Rússland í því samhengi en Rússlandi var bönnuð þátttaka eftir að stríðið við Úkraínu hófst árið 2022. „Í ljósi áframhaldandi stríðsreksturs finnst mér þetta misvísandi skilaboð.“ Vingegaard leiðir keppnina. Tim de Waele/Getty Images Spánarhjólreiðarnar, sem voru stofnaðar með Tour de France að fyrirmynd, eru í heildina 23 daga keppni með tveimur hvíldardögum, 3.151 kílómetra löng en keppnin hefur verið stytt um 26 kílómetra. Keppendur eiga núna rétt rúmlega 450 kílómetra. Daninn Jonas Vingegaard hefur verið með forystuna síðustu átta daga og er með fimmtíu sekúndna forystu á næsta mann, Joao Almeida, en þarf að halda út næstu fjóra daga. Ef keppninni verður ekki hætt áður en hún endar í Madríd á sunnudag.
Hjólreiðar Spánn Átök í Ísrael og Palestínu Mest lesið Sakna Orra enn sárt og vandræðin aukast Fótbolti Fimmtugur og fúlskeggjaður Svíi stal senunni á HM Sport Spara margar milljónir vegna ráðningar Rúnars Handbolti Salah snýr aftur eftir sáttafundinn Enski boltinn Álftanes - Tindastóll 78-137 | Metin slegin í stórsigri Stólanna Körfubolti „Held að ég gæti ekki hætt í fótbolta“ Enski boltinn Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Algjörir yfirburðir Noregs halda áfram Handbolti Uppgjörið:Njarðvík - Þór Þorlákshöfn 92-93| Stigin til Þorlákshafnar eftir háspennu Körfubolti Kærasta Haaland hefur fengið nóg Enski boltinn Fleiri fréttir Fimmtugur og fúlskeggjaður Svíi stal senunni á HM Spara margar milljónir vegna ráðningar Rúnars Sakna Orra enn sárt og vandræðin aukast Algjörir yfirburðir Noregs halda áfram Uppgjörið:Njarðvík - Þór Þorlákshöfn 92-93| Stigin til Þorlákshafnar eftir háspennu Álftanes - Tindastóll 78-137 | Metin slegin í stórsigri Stólanna Varalesturinn flæktist fyrir þýska tvíeykinu „Held að ég gæti ekki hætt í fótbolta“ Langri þrautagöngu Þýskalands lokið Salah snýr aftur eftir sáttafundinn Boða uppsagnir hjá Íslendingaliðinu Þjálfari meistaranna á hálum ís „Ég held ég viti núna hversu hröð ég er“ Rúnar snýr aftur í þýsku úrvalsdeildina Axel verður áfram hjá Aftureldingu 38 ára Jamie Vardy að skrifa söguna fyrir enska leikmenn á Ítalíu ÓL í hættu: Hólmfríður Dóra brotnaði á æfingu Launað ríkulega fyrir að koma Norðmönnum á HM Kveður pabba sinn í Laugardalnum og fer til FH Sólin komin upp á ný hjá Selmu Sól eftir krefjandi ár Isak tæpur og Gakpo frá Freyr ekki hrifinn af „hrokafullum dómara“ Rooney var hótað lífláti eftir að hann fór til Man Utd Breytti um nafn til að „sýna þeim fingurinn“ „Félag sem var í basli með að ná endum saman og greiða laun á réttum tíma“ Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Slot fundar með Salah í dag: „Mun ákvarða hver næstu skref verða“ Saka FIFA um okurverð á miðum á HM næsta sumar „Liverpool hefði ekkert unnið ef það væri ekki fyrir Mo Salah“ Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Sjá meira