Birti bónorðið í Bændablaðinu Magnús Jochum Pálsson skrifar 11. september 2025 11:48 Bónorðið í Bændablaðinu vakti lukku og eru þau Freyr og Guðrún Vaka nú trúlofuð. „Óska eftir hönd Guðrúnar Vöku Steingrímsdóttur: Elsku Guðrún mín, viltu giftast mér? Þinn Freyr Snorrason.“ Þannig hljóðar einkamálaauglýsing sem Freyr Snorrason, verkefnastjóri á skipulagsdeild Kópavogsbæjar, birti í nýjasta tölublaði Bændablaðsins sem var dreift til áskrifenda í gærkvöldi og í morgun. Blaðamaður heyrði í Frey seint í gærkvöldi eftir að hafa rekið augun í auglýsinguna sem var í dreifingu á samfélagsmiðlum. Freyr átti von á að blaðinu yrði dreift í dag og var því á rúnti um bæinn í leit að blaðinu áður en hans heittelskaða ræki augun í auglýsinguna á miðlunum. Guðrún og Freyr eiga saman soninn Steingrím. „Ég er í slökkvistarfi ársins, þetta er bara Rugl.is-dæmi. Ég var bara mjög rólegur í tíðinni og sé þetta á Facebook. Ég er hérna keyrandi um allar trissur að reyna að finna Bændablaðið og var að sækja hringinn í vinnuna núna,“ sagði Freyr við blaðamann í gærkvöldi. Freyr var þá búinn að fara í búðirnar OK Market og Nettó en fann hvergi blaðið. Eftir samtal við blaðamann fór Freyr á bensínstöðina N1 á Hringbraut, fann þar eintak og brunaði heim. Með Bændablaðið í hönd bar Freyr svo upp bónorðið og Guðrún svaraði játandi. „En af hverju Bændablaðið?“ kynni einhver að spyrja. Ástæðan er að Guðrún, sem starfar sem aðstoðarmaður dómara hjá Landsrétti, vann um tíma hjá Bændasamtökunum sem gefa út Bændablaðið. Að sögn Freys talaði hún alltaf svo fallega um bæði Bændasamtökin og Bændablaðið að honum fannst rakið að bera upp bónorðið þar. Spurning hvort Freyr, sem bæði vinnur hjá Kópavogsbæ og er gallharður Bliki, birti ekki tilkynningu um trúlofunina í næsta tölublaði af Kópavogsblaðinu? Ástin og lífið Kópavogur Reykjavík Mest lesið Bríet og Pálmi takast á fyrir dómstólum Lífið Ragga Theó fann ástina hjá Davíð Þór Lífið Eins og gangandi beinagrindur með húðflygsur á sér Lífið Féll eftir tuttugu ára edrúmennsku Lífið Ólst upp með lítið á milli handanna og fór ung að vinna í fiski Lífið Steinunn Ólína í „friðarinnlögn“ með kæró Lífið Kynlífssena sautján ára stúlku hafi splundrað samstarfi bræðranna Bíó og sjónvarp Á móti vasapeningum og gæfi barni aldrei debetkort Lífið „Amma sagði alltaf að við værum líkir“ Lífið Ráðherrann brunar af þingfundi til að horfa á leikinn Lífið Fleiri fréttir Palli og Edgar fagna sambandsafmæli Steinunn Ólína í „friðarinnlögn“ með kæró Kepptu í því að kveikja eld og klifra upp klifurturn Ráðherrann brunar af þingfundi til að horfa á leikinn Á móti vasapeningum og gæfi barni aldrei debetkort Sweeney í vanda fyrir að klæða Hollywood-skiltið í brjóstahaldara Í öndunarvél eftir blóðeitrun Eins og gangandi beinagrindur með húðflygsur á sér Draugur Lilju svífur yfir vötnum Þórdís og Júlí eiga von á öðru barni Gengst við geðhvarfasýki og biðst afsökunar: „Hlutirnir urðu verri því lengur sem ég hundsaði vandamálið“ Forritara stærðfræðileiks tekið eins og rokkstjörnu „Amma sagði alltaf að við værum líkir“ Kristrún, Sólrún Diego og Jón Jónsson sáu Galdrakarlinn í Oz Fréttatían: Pólitíkin, flug og söngleikir Sveppi þvoði hnausþykkt hár Eiðs Smára Féll eftir tuttugu ára edrúmennsku Ragga Theó fann ástina hjá Davíð Þór Ólst upp með lítið á milli handanna og fór ung að vinna í fiski Stjörnulífið: Fáklædd í fimbulkulda Bríet og Pálmi takast á fyrir dómstólum „Er eðlilegt að kynlíf taki af mér stjórn og að ég sé upptekinn af kynlífi flesta daga?“ Gisti þar sem Verdi andaðist fyrir hreina tilviljun Dagurinn þegar Bessastaðatjörn varð vettvangur harmleiks Gæti vaknað einn daginn og ætlað á þing Kannast ekki við að vera genginn til liðs við Samfylkinguna „Sílíkon er eitthvað sem mun fara með mér í gröfina“ Aron Can og Erna selja en elska eldhúsbúrið Brúðurin hljóp grátandi út áður en Victoria dansaði við Brooklyn Fyrrverandi bassaleikari Scorpions látinn Sjá meira
Þannig hljóðar einkamálaauglýsing sem Freyr Snorrason, verkefnastjóri á skipulagsdeild Kópavogsbæjar, birti í nýjasta tölublaði Bændablaðsins sem var dreift til áskrifenda í gærkvöldi og í morgun. Blaðamaður heyrði í Frey seint í gærkvöldi eftir að hafa rekið augun í auglýsinguna sem var í dreifingu á samfélagsmiðlum. Freyr átti von á að blaðinu yrði dreift í dag og var því á rúnti um bæinn í leit að blaðinu áður en hans heittelskaða ræki augun í auglýsinguna á miðlunum. Guðrún og Freyr eiga saman soninn Steingrím. „Ég er í slökkvistarfi ársins, þetta er bara Rugl.is-dæmi. Ég var bara mjög rólegur í tíðinni og sé þetta á Facebook. Ég er hérna keyrandi um allar trissur að reyna að finna Bændablaðið og var að sækja hringinn í vinnuna núna,“ sagði Freyr við blaðamann í gærkvöldi. Freyr var þá búinn að fara í búðirnar OK Market og Nettó en fann hvergi blaðið. Eftir samtal við blaðamann fór Freyr á bensínstöðina N1 á Hringbraut, fann þar eintak og brunaði heim. Með Bændablaðið í hönd bar Freyr svo upp bónorðið og Guðrún svaraði játandi. „En af hverju Bændablaðið?“ kynni einhver að spyrja. Ástæðan er að Guðrún, sem starfar sem aðstoðarmaður dómara hjá Landsrétti, vann um tíma hjá Bændasamtökunum sem gefa út Bændablaðið. Að sögn Freys talaði hún alltaf svo fallega um bæði Bændasamtökin og Bændablaðið að honum fannst rakið að bera upp bónorðið þar. Spurning hvort Freyr, sem bæði vinnur hjá Kópavogsbæ og er gallharður Bliki, birti ekki tilkynningu um trúlofunina í næsta tölublaði af Kópavogsblaðinu?
Ástin og lífið Kópavogur Reykjavík Mest lesið Bríet og Pálmi takast á fyrir dómstólum Lífið Ragga Theó fann ástina hjá Davíð Þór Lífið Eins og gangandi beinagrindur með húðflygsur á sér Lífið Féll eftir tuttugu ára edrúmennsku Lífið Ólst upp með lítið á milli handanna og fór ung að vinna í fiski Lífið Steinunn Ólína í „friðarinnlögn“ með kæró Lífið Kynlífssena sautján ára stúlku hafi splundrað samstarfi bræðranna Bíó og sjónvarp Á móti vasapeningum og gæfi barni aldrei debetkort Lífið „Amma sagði alltaf að við værum líkir“ Lífið Ráðherrann brunar af þingfundi til að horfa á leikinn Lífið Fleiri fréttir Palli og Edgar fagna sambandsafmæli Steinunn Ólína í „friðarinnlögn“ með kæró Kepptu í því að kveikja eld og klifra upp klifurturn Ráðherrann brunar af þingfundi til að horfa á leikinn Á móti vasapeningum og gæfi barni aldrei debetkort Sweeney í vanda fyrir að klæða Hollywood-skiltið í brjóstahaldara Í öndunarvél eftir blóðeitrun Eins og gangandi beinagrindur með húðflygsur á sér Draugur Lilju svífur yfir vötnum Þórdís og Júlí eiga von á öðru barni Gengst við geðhvarfasýki og biðst afsökunar: „Hlutirnir urðu verri því lengur sem ég hundsaði vandamálið“ Forritara stærðfræðileiks tekið eins og rokkstjörnu „Amma sagði alltaf að við værum líkir“ Kristrún, Sólrún Diego og Jón Jónsson sáu Galdrakarlinn í Oz Fréttatían: Pólitíkin, flug og söngleikir Sveppi þvoði hnausþykkt hár Eiðs Smára Féll eftir tuttugu ára edrúmennsku Ragga Theó fann ástina hjá Davíð Þór Ólst upp með lítið á milli handanna og fór ung að vinna í fiski Stjörnulífið: Fáklædd í fimbulkulda Bríet og Pálmi takast á fyrir dómstólum „Er eðlilegt að kynlíf taki af mér stjórn og að ég sé upptekinn af kynlífi flesta daga?“ Gisti þar sem Verdi andaðist fyrir hreina tilviljun Dagurinn þegar Bessastaðatjörn varð vettvangur harmleiks Gæti vaknað einn daginn og ætlað á þing Kannast ekki við að vera genginn til liðs við Samfylkinguna „Sílíkon er eitthvað sem mun fara með mér í gröfina“ Aron Can og Erna selja en elska eldhúsbúrið Brúðurin hljóp grátandi út áður en Victoria dansaði við Brooklyn Fyrrverandi bassaleikari Scorpions látinn Sjá meira
Gengst við geðhvarfasýki og biðst afsökunar: „Hlutirnir urðu verri því lengur sem ég hundsaði vandamálið“