Hafa börn frjálsan vilja? Sigurður Árni Reynisson skrifar 11. september 2025 06:00 Í starfi mínu sem kennari hef ég oft velt því fyrir mér hvert hlutverk mitt sé í lífi barnanna sem ég kenni. Ég kenni þeim lestur og stærðfræði, málfræði og sögu en stundum spyr ég sjálfan mig, hvað meira er ég að kenna? Og hvað ætti ég að kenna meira? Þessar spurningar hafa leitt mig að djúpri og síbreytilegri hugsun um frjálsan vilja. Ekki sem heimspekilegt hugtak eitt og sér, heldur sem raunverulegt afl í lífi barna og í mínu eigin lífi. Hvernig hjálpum við börnum að verða frjálsar manneskjur? Er það ekki í raun kjarni menntunar? Á sama tíma hef ég þurft að horfa inn á við þegar þessar spurningar koma til mín, hversu frjáls er ég sjálfur í eigin vali, í kennsluaðferðum mínum og í því hvernig ég mæti börnum? Hvernig hefur mín eigin fortíð mótað mig sem manneskju og sem kennara og hvernig hefur sjálfsvinna mín hjálpað mér að losa um gömul mynstur til að kenna af meiri meðvitund og mildi? Í þessari grein langar mig að skoða hvernig menntun getur orðið vettvangur frelsis, ekki aðeins með því að miðla þekkingu, heldur með því að vekja meðvitund, styðja sjálfsskilning og bjóða börnum rými til að vaxa út fyrir þær skorður sem fortíðin og samfélag setja þeim. Þetta er hugleiðing, bæði fagleg og persónuleg um hvernig við sem kennarar getum annað hvort orðið meðvirk í mótun manneskju sem lifa eftir forskrift annarra, eða hjálpað þeim að taka þátt í því að móta eigið líf af ábyrgð og von. Hugmyndin um frjálsan vilja er oft tengd einstaklingsfrelsi þ.e.a.s. að við ráðum því sjálf hver við erum og hvað við gerum. En ef við tökum þetta alvarlega þá hljótum við að spyrja, hvar og hvenær lærum við að verða frjáls? Svarið við þeirri spurningu liggur að stórum hluta í menntuninni. Menntun er ekki aðeins það að kenna staðreyndir eða fylgja námskrá, hún er þátttaka í mótun sjálfsins. Hún er ferli þar sem barnið lærir ekki bara hvað á að hugsa, heldur að það eigi að hugsa. Þar kemur frelsið inn. Börn sem læra að efast, að spyrja, að sjá fleiri en eina hlið þekkja eigin tilfinningar og að taka ábyrgð á gjörðum sínum. Þau eru ekki aðeins að verða betri nemendur þau eru að verða frjálsari manneskjur. Ég hef séð hvernig valdeflandi menntun getur kveikt neista í barni, þegar það fær að ræða um verkefni, ræða siðferðileg álitamál, eða finna að rödd þess skiptir máli. Í slíkum augnablikum stígur barnið út úr hlutverki þess sem þiggur og inn í hlutverk þess sem hugsar, metur og velur. En það krefst líka hugrekkis af kennara. Að veita frelsi er ekki að sleppa stjórn heldur að byggja upp traust, rými og virðingu þar sem barnið getur vaxið án þess að vera hrætt við að gera mistök. Ég trúi því að ein stærsta áskorun samtímans sé að þróa menntun sem styður ekki aðeins þekkingu, heldur meðvitund. Að búa nemendur undir að taka ekki bara próf, heldur ákvarðanir í lífi sínu, samböndum sínum og samfélaginu sem þeir taka þátt í að móta. Börn taka ákvarðanir daglega. Þau velja sér sæti í stofunni, vini í frímínútum, og bók til að lesa. En þegar við skoðum þetta dýpra, getum við spurt, hversu frjálst er val sem byggir á væntingum annarra, vananum, ótta eða þörfinni til að falla inn í hópinn? Börn eru sífellt að læra og mikið af því sem þau læra snýst ekki um fróðleik, heldur óskráðar reglur, hvað má, hver ég á að vera og hverjum ég á að hlýða. Ákvarðanir þeirra eru oft teknar innan þess ramma sem umhverfi þeirra setur, fjölskyldan, menningin, nemendahópurinn og auðvitað skólinn. Þess vegna þurfum við sem kennarar að vera meðvituð um hvernig við mótum þennan ramma. Hversu mikið svigrúm gefum við? Er rými til að spyrja og efast eða vera öðruvísi? Ég hef tekið eftir því að þegar börn treysta því að rödd þeirra sé tekin alvarlega, að þau megi gera mistök án þess að missa virðingu, þá verða ákvarðanir þeirra djarfari og jafnframt sjálfstæðari. Þau velja ekki bara það sem er „rétt“ heldur það sem skiptir þau máli. En við getum ekki gert ráð fyrir því að börn viti hvernig á að velja. Við þurfum að kenna þeim það með því að bjóða þeim raunverulega valkosti, hlusta með opnum huga, og bregðast ekki við með sjálfvirkum aga þegar þau fara út fyrir kassann. Frjálst val krefst þjálfunar. Börn þurfa ekki bara upplýsingar, þau þurfa lífsrými til að geta valið, meta afleiðingar og að endurmeta sjálfan sig. Þar liggur ábyrgð okkar sem kennara. Börnin í bekknum mínum koma með lífsreynslu sem mótar hvernig þau læra, bregðast við og tengjast öðrum. Sum koma úr umhverfi þar sem þau hafa lært að þau séu örugg og metin að verðleikum. Önnur hafa lært að það sé best að halda sér til hlés, lesa aðstæður áður en þau tjá sig, eða gera alltaf „rétt“ til að forðast árekstra. Þegar ég horfi á börn hegða sér á ákveðinn hátt í skólastofunni, spyr ég mig oft, er þetta frelsi eða lært viðbragð? Er þessi nemandi að velja sjálfur hvernig hann hegðar sér eða er hann að bregðast við því sem lífið hefur kennt honum um hvernig heimurinn virkar? Sama spurning á við um okkur fullorðna. Ég hef þurft að takast á við eigin fortíð, mína eigin skólagöngu, samfélagslegar væntingar, fjölskyldumynstur og sé hvernig það hefur haft áhrif á hvernig ég kenni. Hvernig ég svara þegar barn mætir mér með mótþróa. Hvernig ég met hvað telst „góður“ nemandi. Hvernig ég túlka hegðun, sem áskorun eða ákall. Það er ekki auðvelt að horfast í augu við að við séum öll mótuð, að jafnvel þegar við teljum okkur vera frjáls séum við oft að endurtaka ósýnileg mynstur. Það var ekki fyrr en ég fór að horfa inn á við sem ég fór að skilja betur hvernig ég mætti öðrum, sérstaklega börnum. Ég áttaði mig á því að viðbrögð mín við hegðun, kvíða, áhugaleysi eða spurningu barns áttu oft meira með mig að gera en barnið sjálft. Þau voru mótuð af minni eigin fortíð, óöryggi og væntingum. Ég fór að spyrja mig, af hverju pirraðist ég svona mikið þegar nemandi svarar öðruvísi en „hann átti að gera“? Af hverju fann ég fyrir stolti þegar annar nemandi var „stilltur og duglegur“, er það virkilega mælikvarði á gildi barnsins? Í gegnum sjálfsskoðun og eftir samtöl við aðra kennara hef ég hægt og rólega byrjað að losa um mynstrin sem ég áður tók sem sjálfsögð. Ég lærði að hlusta betur, ekki bara á börnin heldur líka á sjálfan mig. Ég lærði að þekkja hvaðan viðbrögð mín komu og í því fólst kraftur, valið um að bregðast öðruvísi við. Ég trúi því í dag að enginn kennari geti hjálpað nemanda að verða meðvitaðri um sjálfan sig nema hann hafi sjálfur farið þá leið. Sjálfsskilningur er ekki munaður í kennslu hann er grundvöllur þess að við getum búið til öruggt, frelsandi og mannlegt námsumhverfi. Þegar við vinnum með okkur sjálf, þ.e.a.s. þegar við mætum eigin takmörkunum, tilfinningum og þörfum af hreinskilni þá getum við líka mætt börnunum af meiri skilningi og minni dómhörku. Við förum að sjá þau ekki sem „vandamál“ heldur sem manneskjur í mótun, rétt eins og við sjálf. Höfundur er mannvinur og kennari. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skóla- og menntamál Börn og uppeldi Sigurður Árni Reynisson Mest lesið Skattaferðalandið Ísland Björn Ragnarsson Skoðun Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir Skoðun Öryggisgæslu í Mjódd, núna, takk fyrir! Helgi Áss Grétarsson Skoðun Erum við ennþá hrædd við Davíð Oddsson? Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Ríkisstjórnin ræðst gegn launafólki og atvinnulausum Finnbjörn A. Hermannson Skoðun Saman getum við komið í veg fyrir slag Alma D. Möller Skoðun Eru álverin á Íslandi útlensk? Guðríður Eldey Arnardóttir Skoðun Einkavæðing orkunnar, skattasniðganga og lífeyrissjóðir Ögmundur Jónasson Skoðun Svar til stjórnunarlegs ábyrgðarmanns frá Keflavík Soffía Sigurðardóttir Skoðun Skjáheimsókn getur dimmu í dagsljós breytt Auður Guðmundsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Þjóðkirkjan engu svarar – hylur sig í fræðilegri þoku Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Borgarstefna kallar á aðgerðir og fjármagn Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun Skjáheimsókn getur dimmu í dagsljós breytt Auður Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Eru álverin á Íslandi útlensk? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Öryggisgæslu í Mjódd, núna, takk fyrir! Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Erum við ennþá hrædd við Davíð Oddsson? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Saman getum við komið í veg fyrir slag Alma D. Möller skrifar Skoðun Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir skrifar Skoðun Blóðtaka er ekki landbúnaður Guðrún Scheving Thorsteinsson,Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Svar til stjórnunarlegs ábyrgðarmanns frá Keflavík Soffía Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin ræðst gegn launafólki og atvinnulausum Finnbjörn A. Hermannson skrifar Skoðun 764/O9A: Kannt þú að vernda barnið á netinu? Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Opinberir starfsmenn kjósa síður áminningarskyldu Ísak Einar Rúnarsson skrifar Skoðun Einkavæðing orkunnar, skattasniðganga og lífeyrissjóðir Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Er gervigreindarprestur trúlaus eða trúaður? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Skattaferðalandið Ísland Björn Ragnarsson skrifar Skoðun Til hamingju Víkingur Heiðar! Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Sjálfbærni með í för – Vegagerðin stígur skref í átt að loftslagsvænni framkvæmdum Hólmfríður Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar krónur skipta meira máli en velferð barna: Ástæður þess að enginn bauð í skólamáltíðir í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Líf eftir afplánun – þegar stuðningur gerir frelsið raunverulegt Steinunn Ósk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Á hvorum endanum viljum við byrja að skera af? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Þegar krónur skipta meira máli en velferð barna Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Bakslag í opinberri þróunarsamvinnu Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Fyrirmyndar forvarnarstefna í Mosfellsbæ Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun Hvernig léttum við daglega lífið þitt? Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Kína mun ekki bjarga Vesturlöndum að þessu sinni Sæþór Randalsson skrifar Skoðun Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Átta mýtur klesstar inn í raunveruleikann - hvað er satt og hvað er logið um gervigreindina? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Glerbrotin í ryksugupokanum Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Túrverkir og hitakóf – má ræða það í vinnunni? Já endilega! Katrín Björg Ríkarðsdóttir skrifar Sjá meira
Í starfi mínu sem kennari hef ég oft velt því fyrir mér hvert hlutverk mitt sé í lífi barnanna sem ég kenni. Ég kenni þeim lestur og stærðfræði, málfræði og sögu en stundum spyr ég sjálfan mig, hvað meira er ég að kenna? Og hvað ætti ég að kenna meira? Þessar spurningar hafa leitt mig að djúpri og síbreytilegri hugsun um frjálsan vilja. Ekki sem heimspekilegt hugtak eitt og sér, heldur sem raunverulegt afl í lífi barna og í mínu eigin lífi. Hvernig hjálpum við börnum að verða frjálsar manneskjur? Er það ekki í raun kjarni menntunar? Á sama tíma hef ég þurft að horfa inn á við þegar þessar spurningar koma til mín, hversu frjáls er ég sjálfur í eigin vali, í kennsluaðferðum mínum og í því hvernig ég mæti börnum? Hvernig hefur mín eigin fortíð mótað mig sem manneskju og sem kennara og hvernig hefur sjálfsvinna mín hjálpað mér að losa um gömul mynstur til að kenna af meiri meðvitund og mildi? Í þessari grein langar mig að skoða hvernig menntun getur orðið vettvangur frelsis, ekki aðeins með því að miðla þekkingu, heldur með því að vekja meðvitund, styðja sjálfsskilning og bjóða börnum rými til að vaxa út fyrir þær skorður sem fortíðin og samfélag setja þeim. Þetta er hugleiðing, bæði fagleg og persónuleg um hvernig við sem kennarar getum annað hvort orðið meðvirk í mótun manneskju sem lifa eftir forskrift annarra, eða hjálpað þeim að taka þátt í því að móta eigið líf af ábyrgð og von. Hugmyndin um frjálsan vilja er oft tengd einstaklingsfrelsi þ.e.a.s. að við ráðum því sjálf hver við erum og hvað við gerum. En ef við tökum þetta alvarlega þá hljótum við að spyrja, hvar og hvenær lærum við að verða frjáls? Svarið við þeirri spurningu liggur að stórum hluta í menntuninni. Menntun er ekki aðeins það að kenna staðreyndir eða fylgja námskrá, hún er þátttaka í mótun sjálfsins. Hún er ferli þar sem barnið lærir ekki bara hvað á að hugsa, heldur að það eigi að hugsa. Þar kemur frelsið inn. Börn sem læra að efast, að spyrja, að sjá fleiri en eina hlið þekkja eigin tilfinningar og að taka ábyrgð á gjörðum sínum. Þau eru ekki aðeins að verða betri nemendur þau eru að verða frjálsari manneskjur. Ég hef séð hvernig valdeflandi menntun getur kveikt neista í barni, þegar það fær að ræða um verkefni, ræða siðferðileg álitamál, eða finna að rödd þess skiptir máli. Í slíkum augnablikum stígur barnið út úr hlutverki þess sem þiggur og inn í hlutverk þess sem hugsar, metur og velur. En það krefst líka hugrekkis af kennara. Að veita frelsi er ekki að sleppa stjórn heldur að byggja upp traust, rými og virðingu þar sem barnið getur vaxið án þess að vera hrætt við að gera mistök. Ég trúi því að ein stærsta áskorun samtímans sé að þróa menntun sem styður ekki aðeins þekkingu, heldur meðvitund. Að búa nemendur undir að taka ekki bara próf, heldur ákvarðanir í lífi sínu, samböndum sínum og samfélaginu sem þeir taka þátt í að móta. Börn taka ákvarðanir daglega. Þau velja sér sæti í stofunni, vini í frímínútum, og bók til að lesa. En þegar við skoðum þetta dýpra, getum við spurt, hversu frjálst er val sem byggir á væntingum annarra, vananum, ótta eða þörfinni til að falla inn í hópinn? Börn eru sífellt að læra og mikið af því sem þau læra snýst ekki um fróðleik, heldur óskráðar reglur, hvað má, hver ég á að vera og hverjum ég á að hlýða. Ákvarðanir þeirra eru oft teknar innan þess ramma sem umhverfi þeirra setur, fjölskyldan, menningin, nemendahópurinn og auðvitað skólinn. Þess vegna þurfum við sem kennarar að vera meðvituð um hvernig við mótum þennan ramma. Hversu mikið svigrúm gefum við? Er rými til að spyrja og efast eða vera öðruvísi? Ég hef tekið eftir því að þegar börn treysta því að rödd þeirra sé tekin alvarlega, að þau megi gera mistök án þess að missa virðingu, þá verða ákvarðanir þeirra djarfari og jafnframt sjálfstæðari. Þau velja ekki bara það sem er „rétt“ heldur það sem skiptir þau máli. En við getum ekki gert ráð fyrir því að börn viti hvernig á að velja. Við þurfum að kenna þeim það með því að bjóða þeim raunverulega valkosti, hlusta með opnum huga, og bregðast ekki við með sjálfvirkum aga þegar þau fara út fyrir kassann. Frjálst val krefst þjálfunar. Börn þurfa ekki bara upplýsingar, þau þurfa lífsrými til að geta valið, meta afleiðingar og að endurmeta sjálfan sig. Þar liggur ábyrgð okkar sem kennara. Börnin í bekknum mínum koma með lífsreynslu sem mótar hvernig þau læra, bregðast við og tengjast öðrum. Sum koma úr umhverfi þar sem þau hafa lært að þau séu örugg og metin að verðleikum. Önnur hafa lært að það sé best að halda sér til hlés, lesa aðstæður áður en þau tjá sig, eða gera alltaf „rétt“ til að forðast árekstra. Þegar ég horfi á börn hegða sér á ákveðinn hátt í skólastofunni, spyr ég mig oft, er þetta frelsi eða lært viðbragð? Er þessi nemandi að velja sjálfur hvernig hann hegðar sér eða er hann að bregðast við því sem lífið hefur kennt honum um hvernig heimurinn virkar? Sama spurning á við um okkur fullorðna. Ég hef þurft að takast á við eigin fortíð, mína eigin skólagöngu, samfélagslegar væntingar, fjölskyldumynstur og sé hvernig það hefur haft áhrif á hvernig ég kenni. Hvernig ég svara þegar barn mætir mér með mótþróa. Hvernig ég met hvað telst „góður“ nemandi. Hvernig ég túlka hegðun, sem áskorun eða ákall. Það er ekki auðvelt að horfast í augu við að við séum öll mótuð, að jafnvel þegar við teljum okkur vera frjáls séum við oft að endurtaka ósýnileg mynstur. Það var ekki fyrr en ég fór að horfa inn á við sem ég fór að skilja betur hvernig ég mætti öðrum, sérstaklega börnum. Ég áttaði mig á því að viðbrögð mín við hegðun, kvíða, áhugaleysi eða spurningu barns áttu oft meira með mig að gera en barnið sjálft. Þau voru mótuð af minni eigin fortíð, óöryggi og væntingum. Ég fór að spyrja mig, af hverju pirraðist ég svona mikið þegar nemandi svarar öðruvísi en „hann átti að gera“? Af hverju fann ég fyrir stolti þegar annar nemandi var „stilltur og duglegur“, er það virkilega mælikvarði á gildi barnsins? Í gegnum sjálfsskoðun og eftir samtöl við aðra kennara hef ég hægt og rólega byrjað að losa um mynstrin sem ég áður tók sem sjálfsögð. Ég lærði að hlusta betur, ekki bara á börnin heldur líka á sjálfan mig. Ég lærði að þekkja hvaðan viðbrögð mín komu og í því fólst kraftur, valið um að bregðast öðruvísi við. Ég trúi því í dag að enginn kennari geti hjálpað nemanda að verða meðvitaðri um sjálfan sig nema hann hafi sjálfur farið þá leið. Sjálfsskilningur er ekki munaður í kennslu hann er grundvöllur þess að við getum búið til öruggt, frelsandi og mannlegt námsumhverfi. Þegar við vinnum með okkur sjálf, þ.e.a.s. þegar við mætum eigin takmörkunum, tilfinningum og þörfum af hreinskilni þá getum við líka mætt börnunum af meiri skilningi og minni dómhörku. Við förum að sjá þau ekki sem „vandamál“ heldur sem manneskjur í mótun, rétt eins og við sjálf. Höfundur er mannvinur og kennari.
Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir Skoðun
Skoðun Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir skrifar
Skoðun Sjálfbærni með í för – Vegagerðin stígur skref í átt að loftslagsvænni framkvæmdum Hólmfríður Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Þegar krónur skipta meira máli en velferð barna: Ástæður þess að enginn bauð í skólamáltíðir í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar
Skoðun Líf eftir afplánun – þegar stuðningur gerir frelsið raunverulegt Steinunn Ósk Óskarsdóttir skrifar
Skoðun Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Átta mýtur klesstar inn í raunveruleikann - hvað er satt og hvað er logið um gervigreindina? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Túrverkir og hitakóf – má ræða það í vinnunni? Já endilega! Katrín Björg Ríkarðsdóttir skrifar
Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir Skoðun