Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Kjartan Kjartansson skrifar 9. september 2025 11:15 Séð yfir áhrifasvæði Hvammsvirkjunar. Þjórsá verður stífluð á móts við Skarðsfjall, sem sést hægra megin fyrir miðju. Kirkjustaðurinn Stórinúpur lengst til vinstri. Fjær sjást Búrfell fyrir miðri mynd og Hekla til hægri. Landsvirkjun Tæp sextíu prósent svarenda í skoðanakönnun segjast hlynnt Hvammsvirkjun í Þjórsá en aðeins rúmur fimmtungur er andsnúinn. Gríðarlegur munur er á afstöðu kynjanna til virkjunarinnar en mun fleiri karlar eru fylgjandi henni en konur. Lengi hefur verið deilt um virkjunarframkvæmdir Landsvirkjunnar í Þjórsá. Tekist hefur verið á um þær fyrir dómstólum og hjá opinberum úrskurðarnefndum. Eins og sakir standa hefur Landsvirkjun bráðabirgðaframkvæmdaleyfi fyrir undirbúningsframkvæmdir eftir að Hæstiréttur staðfesti ógildingu neðri dómstiga á virkjunarleyfi í sumar. Landsmenn eru almennt hlynntir Hvammsvirkjun ef marka má niðurstöður könnunar Maskínu sem voru birtar í dag. Þar sögðust 59 prósent fylgjandi, þar af rúmlega þriðjungur mjög hlynntur. Tuttugu og eitt prósent sögðust andvíg, þar af 10,3 prósent mjög andvíg. Heil 71,1 prósent karla sagðist hlynnt virkjuninni en aðeins 39,6 prósent kvenna. Hátt í þriðjungur kvenna sagðist andvígur en innan við fimmtán prósent karla. Meirihluti er hlynntur Hvammsvirkjun í öllum landshlutum. Stuðningurinn er minnstur í Reykjavík, 51,5 prósent fylgjandi en 27,2 prósent andvíg. Mestur stuðningur við verkefnið mælist á Vesturlandi og Vestfjörðum þar sem nærri því þrír af hverjum fjórum sögðust hlynntir virkjuninni. Stuðningur við virkjunina er meiri á meðal kjósenda stjórnarandstöðuflokkanna á þingi en stjórnarflokkanna. Þannig eru allt frá 81 og upp í 85 prósent kjósenda Framsóknarflokksins, Miðflokksins og Sjálfstæðisflokksins fylgjandi virkjuninni en 47,8 prósent samfylkingarfólks, 66 prósent viðreisnar fólks en aðeins rúm þrjátíu prósent kjósenda Flokks fólksins. Könnunin var framkvæmd dagana 18.-21. ágúst. Orkumál Umhverfismál Skoðanakannanir Deilur um Hvammsvirkjun Mest lesið Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir Innlent Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Innlent Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Innlent Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Innlent Hafa fundið Cessna-vélina Erlent Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Innlent Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Erlent Mildari spá í kortunum Veður Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Innlent Fleiri fréttir Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Misvægi atkvæða bitnar mest á Kraganum Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir „Ég tel ekki tilefni til að íhuga stöðu mína“ Áhyggjur af lánaframboði og ógnarlangar biðraðir Vara við ferðum á Fagradalsfjall þar sem aðstæður geti orðið hættulegar Kristmundur verður lögreglustjóri á Austurlandi „Vonandi klárast þetta á morgun“ Sá látni var á rjúpnaveiðum þegar hann varð fyrir voðaskotinu Kvartanir mannsins um ómannúðlega meðferð áður til skoðunar hjá NEL Ungi ökumaðurinn á Ísafirði úr lífshættu Nefnd SÞ gegn pyndingum skráir erindi hælisleitenda sem vísað var frá Íslandi Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Bíða í allt að þrjá tíma: „Ætli það sé ekki bara helvítis veðurspáin“ Alger óvissa í lánamálum og margra tíma bið eftir dekkjaskiptum Kláfur á Ísafirði fari í opinbera kynningu Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Brennu–Njáls saga vekur alltaf lukku í Hvolsskóla Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Beittur piparúða, hótað með rafbyssu og sveltur í fangaklefa Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Sjá meira
Lengi hefur verið deilt um virkjunarframkvæmdir Landsvirkjunnar í Þjórsá. Tekist hefur verið á um þær fyrir dómstólum og hjá opinberum úrskurðarnefndum. Eins og sakir standa hefur Landsvirkjun bráðabirgðaframkvæmdaleyfi fyrir undirbúningsframkvæmdir eftir að Hæstiréttur staðfesti ógildingu neðri dómstiga á virkjunarleyfi í sumar. Landsmenn eru almennt hlynntir Hvammsvirkjun ef marka má niðurstöður könnunar Maskínu sem voru birtar í dag. Þar sögðust 59 prósent fylgjandi, þar af rúmlega þriðjungur mjög hlynntur. Tuttugu og eitt prósent sögðust andvíg, þar af 10,3 prósent mjög andvíg. Heil 71,1 prósent karla sagðist hlynnt virkjuninni en aðeins 39,6 prósent kvenna. Hátt í þriðjungur kvenna sagðist andvígur en innan við fimmtán prósent karla. Meirihluti er hlynntur Hvammsvirkjun í öllum landshlutum. Stuðningurinn er minnstur í Reykjavík, 51,5 prósent fylgjandi en 27,2 prósent andvíg. Mestur stuðningur við verkefnið mælist á Vesturlandi og Vestfjörðum þar sem nærri því þrír af hverjum fjórum sögðust hlynntir virkjuninni. Stuðningur við virkjunina er meiri á meðal kjósenda stjórnarandstöðuflokkanna á þingi en stjórnarflokkanna. Þannig eru allt frá 81 og upp í 85 prósent kjósenda Framsóknarflokksins, Miðflokksins og Sjálfstæðisflokksins fylgjandi virkjuninni en 47,8 prósent samfylkingarfólks, 66 prósent viðreisnar fólks en aðeins rúm þrjátíu prósent kjósenda Flokks fólksins. Könnunin var framkvæmd dagana 18.-21. ágúst.
Orkumál Umhverfismál Skoðanakannanir Deilur um Hvammsvirkjun Mest lesið Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir Innlent Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Innlent Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Innlent Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Innlent Hafa fundið Cessna-vélina Erlent Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Innlent Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Erlent Mildari spá í kortunum Veður Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Innlent Fleiri fréttir Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Misvægi atkvæða bitnar mest á Kraganum Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir „Ég tel ekki tilefni til að íhuga stöðu mína“ Áhyggjur af lánaframboði og ógnarlangar biðraðir Vara við ferðum á Fagradalsfjall þar sem aðstæður geti orðið hættulegar Kristmundur verður lögreglustjóri á Austurlandi „Vonandi klárast þetta á morgun“ Sá látni var á rjúpnaveiðum þegar hann varð fyrir voðaskotinu Kvartanir mannsins um ómannúðlega meðferð áður til skoðunar hjá NEL Ungi ökumaðurinn á Ísafirði úr lífshættu Nefnd SÞ gegn pyndingum skráir erindi hælisleitenda sem vísað var frá Íslandi Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Bíða í allt að þrjá tíma: „Ætli það sé ekki bara helvítis veðurspáin“ Alger óvissa í lánamálum og margra tíma bið eftir dekkjaskiptum Kláfur á Ísafirði fari í opinbera kynningu Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Brennu–Njáls saga vekur alltaf lukku í Hvolsskóla Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Beittur piparúða, hótað með rafbyssu og sveltur í fangaklefa Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Sjá meira