Enski boltinn

Man City og úr­vals­deildin náð sáttum varðandi aug­lýsinga­samninga

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Allir sáttir.
Allir sáttir. Michael Regan/Getty Images

Manchester City hefur náð sáttum við ensku úrvalsdeildina eftir ágreining um regluverk deildarinnar í kringum auglýsingasamning. Samþykkir City að regluverkið sé réttmætt.

Breska ríkisútvarpið, BBC, greinir frá. Þar kemur fram að Man City hafi upphaflega ögrað regluverki ensku úrvalsdeildarinnar og haldið fram að það væri ólögmætt.

Um var að ræða regluverk sem snýr að auglýsingasamningum tengdum eigendum félaga. Máttu slíkir samningar – til að mynda milli Man City og flugfélagsins Etihad - ekki vera langt yfir sem talið er vera „sanngjarnt markaðsvirði.“

Á síðasta ári greindi Vísir frá því að báðir aðilar töldu sig hafa unnið málið. Svo virðist ekki hafa verið og nú, nærri ári síðar, hafa sættir loks náðst.

Hvorki enska úrvalsdeildin né Man City munu tjá sig frekar um málið. Félagið bíður enn eftir niðurstöðu úrvalsdeildarinnar varðandi 115 meint brot sín á fjárhagsreglum deildarinnar. Hvenær niðurstaða í það mál kemur er enn óvíst.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×