Rúrik segir að Füllkrug vilji ekki láta laga tennurnar í sér Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 7. september 2025 11:02 Niclas Füllkrug er auðþekkjanlegur á tönninni sem virðist vanta í hann. getty/Jacques Feeney Strákarnir í Fantasýn, hlaðvarpi Sýnar um Fantasy leik ensku úrvalsdeildarinnar, leituðu ráða hjá þúsundþjalasmiðnum Rúrik Gíslasyni hvað ætti að gera með tvo þýska leikmenn í Fantasy. Leikmennirnir sem um ræðir um þeir Florian Wirtz hjá Liverpool og Niclas Füllkrug hjá West Ham United. Rúrik þekkir vel til þess síðarnefnda en þeir léku saman hjá Nürnberg. Sindri Kamban er með Füllkrug í sínu liði í Fantasy en Albert Þór Guðmundsson spurði Rúrik hvort ekki væri best að selja þýska framherjann. „Einfalda svarið er jú, klárlega. Hann kom í fyrra og meiddist. Það er ógeðslega mikilvægt fyrir hann að gera þetta vel núna. Mér finnst ég skynja á honum að vilja ógeðslega mikið en vera ekki neitt sjálfstraust og það er oft mjög slæm blanda,“ sagði Rúrik um Füllkrug. Rúrik Gíslason í leik með Nürnberg.getty/TF-Images Hann sagðist eitt sinn hafa spurt Füllkrug hvort hann ætlaði ekki láta laga í sér tennurnar en það er eins og það vanti eina slíka í stellið hans. „Ég spurði hann einu sinni út í þetta. Ég hef gaman af því þegar fólk er með fallegar tennur og er blátt áfram og sagði við hann: Það er eins og það vanti í þig eina tönn. Hann sagði að ef hann myndi fara og láta gera við tennurnar myndi þetta einkennisútlitseinkenni hans fara. Það er útpælt að gera ekkert í þessu. Hann sagði mér þetta á sínum tíma og mér fannst þetta sérstakt. Honum finnst þetta töff en það eru stundum Þjóðverjar sem finnast þeir vera töff sem eru ekki töff,“ sagði Rúrik. Ekki viss um að hann standi undir pressunni Albert er að vandræðast með hvað hann eigi að gera við Wirtz og leitaði ráða hjá Rúrik. „Án þess að styggja Liverpool-aðdáendur Íslands sem ég hef margoft gert í gegnum Viaplay þættina. Það má ekki blása á þá því þá verður allt vitlaust,“ sagði Rúrik. „Fyrir mitt leyti hef ég smá áhyggjur af þessu því ég veit að þetta er ótrúlega góður gæi og veit líka að munurinn á enska umhverfinu og því þýska er fáránlega mikill. Á Englandi kemstu lengra áfram því meiri skíthæll sem þú ert. Mér finnst smá Timo Werner og Kai Havertz lykt af þessu. Þetta hefur ekki litið vel út. Hann er með tvö skot á mark í þremur leikjum, fjögur skot allt í allt.“ Wirtz var keyptur dýrum dómum frá Bayer Leverkusen og Rúrik hefur áhyggjur af því að hann ráði ekki við pressuna sem fylgir verðmiðanum. „Til standast pressu þarftu að vera tilbúinn að gefa fólki fingurinn og vera stór og mikill sem ég veit að hann er ekki. Hann er svona elsku kútur og ég hef smá áhyggjur af þessu,“ sagði Rúrik. Hlusta má á Fantasýn hér fyrir neðan en þáttinn má finna á öllum helstu hlaðvarpsveitum. Enski boltinn Fantasýn Tengdar fréttir Fantasýn: „Ekki kaupa Isak núna“ Alexander Isak er loksins kominn til Liverpool og margir Fantasy-spilarar velta því eflaust fyrir sér hvað eigi að gera við hann. Strákarnir í Fantasýn freistuðu því að svara því í nýjasta þætti þeirra. 5. september 2025 09:02 Mest lesið Dómarinn hlýtur mikið lof fyrir stundarbræði í garð Jake Paul og Joshua Sport Haaland gaf barnabarni Hareide gjöf Enski boltinn Tvær títanplötur settar í Jake Paul eftir kjálkabrotið Sport Ronaldo á nærbuxunum lætur Elon Musk efast um sjálfan sig Fótbolti Sjáðu mörkin úr enska: Sviptingar, sænskt þema og svakalegar tæklingar Enski boltinn „Ef dómarinn hefði sinnt sínu starfi almennilega hefði Romero ekki fengið spjald“ Enski boltinn Stór nöfn úr leik á HM í pílukasti Sport Gleði og sorg í sigri Liverpool Enski boltinn Slæm fjárhagsstaða HSÍ kemur ekki niður á EM Handbolti Slot fámáll um stöðuna á Isak Enski boltinn Fleiri fréttir Fimmta sinn sem Arsenal er á toppnum um jólin: Unnu ekki titilinn í fyrstu fjögur skiptin „Viljum við að okkar verði minnst fyrir að vera skræfur?“ „Ef dómarinn hefði sinnt sínu starfi almennilega hefði Romero ekki fengið spjald“ Haaland gaf barnabarni Hareide gjöf Sjáðu mörkin úr enska: Sviptingar, sænskt þema og svakalegar tæklingar Calvert-Lewin hættir ekki að skora Gyökeres skaut Arsenal aftur á toppinn Slot fámáll um stöðuna á Isak Gleði og sorg í sigri Liverpool Dramatík er Broja reyndist hetja Burnley Haaland frábær er Manchester City komst á toppinn Andri Lucas skoraði í langþráðum sigri Blackburn Chelsea vann upp tveggja marka forskot á St James' Park Ekkert fararsnið á Guardiola sem segir að City verði að vera undirbúið Tíu bestu mörkin úr leikjum Liverpool og Tottenham Salah bað samherjana afsökunar Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Fantasýn: „Hann setti allt á 3 og það kom upp 19“ Alexander Isak fékk sænska gullboltann „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Amorim vill Neves Benti á hinn íslenska Dan Burn Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Forsætisráðherrann hótar Roman Abramovich og segir að „klukkan tifi“ „Sýnum kvennaíþróttir af því að þær eru frábærar“ Snéri aftur í fótbolta eftir 35 ára hlé: „Kalla mig Jackie Grealish“ Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Ungstirnið skallaði meistarana áfram Sjá meira
Leikmennirnir sem um ræðir um þeir Florian Wirtz hjá Liverpool og Niclas Füllkrug hjá West Ham United. Rúrik þekkir vel til þess síðarnefnda en þeir léku saman hjá Nürnberg. Sindri Kamban er með Füllkrug í sínu liði í Fantasy en Albert Þór Guðmundsson spurði Rúrik hvort ekki væri best að selja þýska framherjann. „Einfalda svarið er jú, klárlega. Hann kom í fyrra og meiddist. Það er ógeðslega mikilvægt fyrir hann að gera þetta vel núna. Mér finnst ég skynja á honum að vilja ógeðslega mikið en vera ekki neitt sjálfstraust og það er oft mjög slæm blanda,“ sagði Rúrik um Füllkrug. Rúrik Gíslason í leik með Nürnberg.getty/TF-Images Hann sagðist eitt sinn hafa spurt Füllkrug hvort hann ætlaði ekki láta laga í sér tennurnar en það er eins og það vanti eina slíka í stellið hans. „Ég spurði hann einu sinni út í þetta. Ég hef gaman af því þegar fólk er með fallegar tennur og er blátt áfram og sagði við hann: Það er eins og það vanti í þig eina tönn. Hann sagði að ef hann myndi fara og láta gera við tennurnar myndi þetta einkennisútlitseinkenni hans fara. Það er útpælt að gera ekkert í þessu. Hann sagði mér þetta á sínum tíma og mér fannst þetta sérstakt. Honum finnst þetta töff en það eru stundum Þjóðverjar sem finnast þeir vera töff sem eru ekki töff,“ sagði Rúrik. Ekki viss um að hann standi undir pressunni Albert er að vandræðast með hvað hann eigi að gera við Wirtz og leitaði ráða hjá Rúrik. „Án þess að styggja Liverpool-aðdáendur Íslands sem ég hef margoft gert í gegnum Viaplay þættina. Það má ekki blása á þá því þá verður allt vitlaust,“ sagði Rúrik. „Fyrir mitt leyti hef ég smá áhyggjur af þessu því ég veit að þetta er ótrúlega góður gæi og veit líka að munurinn á enska umhverfinu og því þýska er fáránlega mikill. Á Englandi kemstu lengra áfram því meiri skíthæll sem þú ert. Mér finnst smá Timo Werner og Kai Havertz lykt af þessu. Þetta hefur ekki litið vel út. Hann er með tvö skot á mark í þremur leikjum, fjögur skot allt í allt.“ Wirtz var keyptur dýrum dómum frá Bayer Leverkusen og Rúrik hefur áhyggjur af því að hann ráði ekki við pressuna sem fylgir verðmiðanum. „Til standast pressu þarftu að vera tilbúinn að gefa fólki fingurinn og vera stór og mikill sem ég veit að hann er ekki. Hann er svona elsku kútur og ég hef smá áhyggjur af þessu,“ sagði Rúrik. Hlusta má á Fantasýn hér fyrir neðan en þáttinn má finna á öllum helstu hlaðvarpsveitum.
Enski boltinn Fantasýn Tengdar fréttir Fantasýn: „Ekki kaupa Isak núna“ Alexander Isak er loksins kominn til Liverpool og margir Fantasy-spilarar velta því eflaust fyrir sér hvað eigi að gera við hann. Strákarnir í Fantasýn freistuðu því að svara því í nýjasta þætti þeirra. 5. september 2025 09:02 Mest lesið Dómarinn hlýtur mikið lof fyrir stundarbræði í garð Jake Paul og Joshua Sport Haaland gaf barnabarni Hareide gjöf Enski boltinn Tvær títanplötur settar í Jake Paul eftir kjálkabrotið Sport Ronaldo á nærbuxunum lætur Elon Musk efast um sjálfan sig Fótbolti Sjáðu mörkin úr enska: Sviptingar, sænskt þema og svakalegar tæklingar Enski boltinn „Ef dómarinn hefði sinnt sínu starfi almennilega hefði Romero ekki fengið spjald“ Enski boltinn Stór nöfn úr leik á HM í pílukasti Sport Gleði og sorg í sigri Liverpool Enski boltinn Slæm fjárhagsstaða HSÍ kemur ekki niður á EM Handbolti Slot fámáll um stöðuna á Isak Enski boltinn Fleiri fréttir Fimmta sinn sem Arsenal er á toppnum um jólin: Unnu ekki titilinn í fyrstu fjögur skiptin „Viljum við að okkar verði minnst fyrir að vera skræfur?“ „Ef dómarinn hefði sinnt sínu starfi almennilega hefði Romero ekki fengið spjald“ Haaland gaf barnabarni Hareide gjöf Sjáðu mörkin úr enska: Sviptingar, sænskt þema og svakalegar tæklingar Calvert-Lewin hættir ekki að skora Gyökeres skaut Arsenal aftur á toppinn Slot fámáll um stöðuna á Isak Gleði og sorg í sigri Liverpool Dramatík er Broja reyndist hetja Burnley Haaland frábær er Manchester City komst á toppinn Andri Lucas skoraði í langþráðum sigri Blackburn Chelsea vann upp tveggja marka forskot á St James' Park Ekkert fararsnið á Guardiola sem segir að City verði að vera undirbúið Tíu bestu mörkin úr leikjum Liverpool og Tottenham Salah bað samherjana afsökunar Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Fantasýn: „Hann setti allt á 3 og það kom upp 19“ Alexander Isak fékk sænska gullboltann „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Amorim vill Neves Benti á hinn íslenska Dan Burn Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Forsætisráðherrann hótar Roman Abramovich og segir að „klukkan tifi“ „Sýnum kvennaíþróttir af því að þær eru frábærar“ Snéri aftur í fótbolta eftir 35 ára hlé: „Kalla mig Jackie Grealish“ Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Ungstirnið skallaði meistarana áfram Sjá meira
Fantasýn: „Ekki kaupa Isak núna“ Alexander Isak er loksins kominn til Liverpool og margir Fantasy-spilarar velta því eflaust fyrir sér hvað eigi að gera við hann. Strákarnir í Fantasýn freistuðu því að svara því í nýjasta þætti þeirra. 5. september 2025 09:02