Handbolti

Stór­leikur Söndru tryggði ÍBV sigur

Siggeir Ævarsson skrifar
Sandra Erlingsdóttir á fleygiferð með íslenska landsliðinu. Hún snéri heim til Eyja fyrir tímabilið í ár
Sandra Erlingsdóttir á fleygiferð með íslenska landsliðinu. Hún snéri heim til Eyja fyrir tímabilið í ár IHF

ÍBV vann góðan fimm marka sigur á Fram í fyrstu umferð Olís-deildar kvenna í handbolta í dag þar sem Sandra Erlingsdóttir fór á kostum og skoraði 13 mörk.

Eftir nokkuð jafnan fyrri hálfleik sigu heimakonur smám saman fram úr í þeim seinni og náðu að halda gestunum í nokkuð þægilegri fjarlægð allt til enda en lokatölur leiksins urðu 35-30.

Sandra lék sinn fyrsta leik með ÍBV síðan 2020 en hún sneri heim úr atvinnumennsku í Þýskalandi í vor. Hún lét sér ekki nægja að skora 13 mörk úr aðeins 14 skotum heldur gaf hún átta stoðsendingar að auki. Sannkölluð draumaheimkoma hjá Söndru í dag.

Birna Berg Haraldsdóttir kom næst í markaskorun hjá ÍBV í dag með níu mörk. Markahæst í liði fram í dag voru þær Alfa Brá Oddsdóttir Hagalín og Hulda Dagsdóttir með sjö mörk hvor.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×