Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Jón Ísak Ragnarsson og Tómas Arnar Þorláksson skrifa 6. september 2025 15:11 Roberto Luigi Pagani er staddur út í sveit á Austurlandi í réttum, en hann ræddi við fréttastofu í gegnum fjarfundarbúnað á reiprennandi íslensku. Roberto Luigi Pagani, Ítali sem hefur búið á Íslandi síðan 2014 og hefur starfað meðal annars við kennslu í íslenskum handritafræðum og forníslensku við Háskóla Íslands, fékk ekki samþykkta umsókn um íslenskan ríkisborgararétt vegna þess að hann hafði ekki tilskilið próf í íslensku. Hann segir málið leiðinlegt skrifræðisatriði sem er vonandi hægt að leysa. Roberto flutti til Íslands árið 2014 til að nema íslensk miðaldafræði við Háskóla Íslands og var ætlunin fyrst um sinn að vera bara eitt ár og fara svo aftur til Ítalíu. Svo fór að honum leið vel á Íslandi og ákvað að vera hér áfram og sækja um doktorsnám á Íslandi og kynntist svo íslenskri konu. Roberto hefur verið undanfarin tíu ár á bólakafi í íslenskum fræðum í háskólasamfélaginu, en hann er í dag á lokametrunum í doktorsnámi sínu, og hefur meðfram því sinnt kennslu í handritafræðum miðalda, forníslensku, nútímaíslensku, og er aðjúnkt í íslensku sem öðru máli. Í mars sótti hann um íslenskan ríkisborgararétt, og skilaði öllum þeim gögnum sem eiga að fylgja slíkri umsókn. Roberto lifir og hrærist í íslenskum fræðum í Háskóla Íslands. „Þetta var sakarvottorð og allt saman, svo var líka krafa um íslenskupróf, og þetta var nefnilega málið. Þetta er mjög kostnaðarsamt próf, kostar minnir mig 40 þúsund, og ég hef heyrt frá mörgum útlendingum að þetta sé í rauninni grín.“ „Þetta er formsatriði, eitthvað skrifræðisatriði myndi ég segja, og mér fannst svolítið ósanngjarnt að þurfa eyða 40 þúsund krónum í þetta.“ „Samkvæmt reglugerð er hægt að fá undanþágu, þannig ég fékk bréf frá prófessor í íslenskri menningardeild, sem er leiðbeinandi minn í doktorsnáminu. Hann gerði grein fyrir öllu sem ég var búinn að læra, hvaða námskeið og það sem ég er búinn að vera kenna hingað til.“ „Ég fékk bréf frá Útlendingastofnun í gær þar sem kom í ljós að þetta bréf væri ekki nóg. Það var lagt til að ég myndi senda prófskírteni af þeim námskeiðum sem ég var búinn að taka. En vandamálið er að ég hef ekki fengið svona skírteni.“ Roberto segir að vandinn felist einnig í því að prófið sem beðið er um í bréfinu frá Útlendingastofnun sé bara haldið tvisvar á ári. Næsta próf verði haldið í nóvember, en hann hafi verið krafinn um svar við bréfinu innan 14 daga. Annars falli umsóknin niður dauð. „Ég er ekki reiður út í neinn, ég skil mjög vel að kerfið geri ekki ráð fyrir mér. Þetta er kannski ástæða til að uppfæra kerfið, breyta reglunum, svo það sé aðeins meira svigrúm.“ „Ég myndi alveg taka þetta próf og borga 40 þúsund ef það væri mögulegt, en það er ekki í boði fyrr en í nóvember. Þá er umsóknin fallin niður. “ „Það væri mjög leiðinlegt að byrja upp á nýtt. En þetta er eðli skrifræðisins, það er bara þannig. Ég vona að það verði hægt að leysa vandamálið, en eins og er líður mér rosalega vel, það hefur verið tekið svo vel á móti mér í þessu landi.“ Íslensk tunga Íslensk fræði Ríkisborgararéttur Mest lesið Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Erlent Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Innlent Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Erlent Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Innlent Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Erlent Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Erlent Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Innlent Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Innlent Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Innlent Fleiri fréttir Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Brennu–Njáls saga vekur alltaf lukku í Hvolsskóla Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Beittur piparúða, hótað með rafbyssu og sveltur í fangaklefa Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Ástarbréf eru velkomin á héraðsskjalasöfn landsins Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Hinna látnu minnst í Flateyrarkirkju Sorg á Flateyri og rússnesk kjarnorkueldflaug Er enn að vinna úr því að hafa lifað Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Reyndi að stinga af en endaði utan í vegriði Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Sjá meira
Roberto flutti til Íslands árið 2014 til að nema íslensk miðaldafræði við Háskóla Íslands og var ætlunin fyrst um sinn að vera bara eitt ár og fara svo aftur til Ítalíu. Svo fór að honum leið vel á Íslandi og ákvað að vera hér áfram og sækja um doktorsnám á Íslandi og kynntist svo íslenskri konu. Roberto hefur verið undanfarin tíu ár á bólakafi í íslenskum fræðum í háskólasamfélaginu, en hann er í dag á lokametrunum í doktorsnámi sínu, og hefur meðfram því sinnt kennslu í handritafræðum miðalda, forníslensku, nútímaíslensku, og er aðjúnkt í íslensku sem öðru máli. Í mars sótti hann um íslenskan ríkisborgararétt, og skilaði öllum þeim gögnum sem eiga að fylgja slíkri umsókn. Roberto lifir og hrærist í íslenskum fræðum í Háskóla Íslands. „Þetta var sakarvottorð og allt saman, svo var líka krafa um íslenskupróf, og þetta var nefnilega málið. Þetta er mjög kostnaðarsamt próf, kostar minnir mig 40 þúsund, og ég hef heyrt frá mörgum útlendingum að þetta sé í rauninni grín.“ „Þetta er formsatriði, eitthvað skrifræðisatriði myndi ég segja, og mér fannst svolítið ósanngjarnt að þurfa eyða 40 þúsund krónum í þetta.“ „Samkvæmt reglugerð er hægt að fá undanþágu, þannig ég fékk bréf frá prófessor í íslenskri menningardeild, sem er leiðbeinandi minn í doktorsnáminu. Hann gerði grein fyrir öllu sem ég var búinn að læra, hvaða námskeið og það sem ég er búinn að vera kenna hingað til.“ „Ég fékk bréf frá Útlendingastofnun í gær þar sem kom í ljós að þetta bréf væri ekki nóg. Það var lagt til að ég myndi senda prófskírteni af þeim námskeiðum sem ég var búinn að taka. En vandamálið er að ég hef ekki fengið svona skírteni.“ Roberto segir að vandinn felist einnig í því að prófið sem beðið er um í bréfinu frá Útlendingastofnun sé bara haldið tvisvar á ári. Næsta próf verði haldið í nóvember, en hann hafi verið krafinn um svar við bréfinu innan 14 daga. Annars falli umsóknin niður dauð. „Ég er ekki reiður út í neinn, ég skil mjög vel að kerfið geri ekki ráð fyrir mér. Þetta er kannski ástæða til að uppfæra kerfið, breyta reglunum, svo það sé aðeins meira svigrúm.“ „Ég myndi alveg taka þetta próf og borga 40 þúsund ef það væri mögulegt, en það er ekki í boði fyrr en í nóvember. Þá er umsóknin fallin niður. “ „Það væri mjög leiðinlegt að byrja upp á nýtt. En þetta er eðli skrifræðisins, það er bara þannig. Ég vona að það verði hægt að leysa vandamálið, en eins og er líður mér rosalega vel, það hefur verið tekið svo vel á móti mér í þessu landi.“
Íslensk tunga Íslensk fræði Ríkisborgararéttur Mest lesið Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Erlent Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Innlent Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Erlent Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Innlent Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Erlent Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Erlent Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Innlent Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Innlent Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Innlent Fleiri fréttir Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Brennu–Njáls saga vekur alltaf lukku í Hvolsskóla Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Beittur piparúða, hótað með rafbyssu og sveltur í fangaklefa Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Ástarbréf eru velkomin á héraðsskjalasöfn landsins Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Hinna látnu minnst í Flateyrarkirkju Sorg á Flateyri og rússnesk kjarnorkueldflaug Er enn að vinna úr því að hafa lifað Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Reyndi að stinga af en endaði utan í vegriði Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Sjá meira