„Þegar maður klæðist þessari treyju er maður stór“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 4. september 2025 14:19 Martin Hermannsson var stigahæstur í síðustu tveimur leikjum Íslands á EM. vísir/hulda margrét Martin Hermannsson segir að íslenska karlalandsliðið sé komið til að vera á stærsta sviði körfuboltans þrátt fyrir að vera úr leik á EM. Eftir fjóra jafna leiki steinlá Ísland fyrir Frakklandi í dag, 114-74. Franska liðið byrjaði leikinn af miklum krafti og gaf því íslenska engin grið. „Þetta var kannski viðbúið. Eftir þétt og langt mót kom það bersýnilega í ljós hvort liðið er með meiri breidd og búið að dreifa álaginu aðeins betur. Þeir klikkuðu ekki á skoti strax í 1. leikhluta og þá er rosalega erfitt fyrir okkur að ætla að koma til baka og gera eitthvað,“ sagði Martin í samtali við Val Pál Eiríksson eftir leikinn gegn Frakklandi. „Við höfum lagt allt í þetta verkefni og það er ekki hægt að biðja um meira. Frakkarnir eru enn of stórir fyrir okkur en erum byrjaðir að nálgast þessar þjóðir,“ bætti Martin. Nýbyrjuð að skrifa söguna okkar á þessu stigi Hann segir að tilfinningarnar eftir mótið séu blendnar. „Það er rosa erfitt að standa hérna og ætla að greina þetta. Það var margt mjög gott og margt sem hefði getað farið betur eins og þetta er alltaf á þessum mótum. Eina sem maður getur sagt er að við lögðum okkur 150 prósent fram og við gáfum okkur alla í verkefnið. Mér fannst undirbúningurinn var frábær og þjálfarateymið leggja þetta frábærlega upp,“ sagði Martin. Klippa: Viðtal við Martin „Við erum ennþá nýbyrjuð að skrifa okkar körfuboltasögu á þessu stigi en ég held að fólk sjái það bersýnilega að með frammistöðu liðsins á þessu móti, miðað við EM 2015 og 2017, að við erum komnir til að vera. Við erum með það gott lið að við getum staðið í öllum. Ég trúi því að ef við hefðum mætt Frökkunum í fyrsta leik hefði þetta verið öðruvísi. Þá hefðum við kannski haft meiri orku og lappirnar ferskari. En það er margt gott sem við getum tekið með út úr þessu móti og margt sem er svekkjandi eftir á.“ Ekkert skemmtilegra en að vera með þessum hóp Eftir erfiða byrjun á mótinu spilaði Martin vel í síðustu tveimur leikjunum og var stigahæstur í þeim báðum. „Það var gott að geta sýnt fólki að ég er hér ennþá,“ sagði Martin sem nýtur þess til hins ítrasta að spila fyrir íslenska landsliðið. „Þetta var tilfinningarússíbani. Við renndum kannski blint í sjóinn. Það er enginn okkar með reynslu í að leiða landslið á stórmóti og við erum ekki vanir að spila svona marga leiki á skömmum tíma með landsliðinu. Tilfinningin er bara stolt. Þegar maður klæðist þessari treyju er maður stór. Það er ekkert skemmtilegra en að vera með þessum hóp og þessum gaurum. Það er alltaf gaman. Ég hef verið með þetta að atvinnu í rúman áratug og þetta er ekki alltaf gaman en það er erfitt að lýsa þessu og þú skilur ekki þessa tilfinningu nema vera partur af þessu. Ég trúi því að Ísland sé komið til að vera. Við erum orðnir góðir í körfubolta og nú þurfum við að halda rétt á spilunum, gefa í, halda áfram að bæta okkur og setja metnað á þá staði sem þurfa að vera í lagi. Þá er framtíðin björt. Martin langar á fleiri stórmót með íslenska liðinu. „Það eru bara tvö ár í HM og verður EM 2029. Auðvitað verða einhverjar breytingar og menn eru ekkert að yngjast en ég á fullt eftir. Þrjátíu ára er ekkert í þessum körfubolta lengur,“ sagði Martin að lokum. Viðtalið við Martin má sjá í spilaranum hér fyrir ofan. EM 2025 í körfubolta Landslið karla í körfubolta Tengdar fréttir Einkunnir á móti Frakklandi: Engin orka og engin trú Íslenska körfuboltalandsliðið tapaði fimmta leiknum sínum í röð á Evrópumótinu í Póllandi en að þessu sinni kom stóri skellurinn sem liðið hafði ekki kynnst hingað til í mótinu. 4. september 2025 13:58 Mest lesið Ísland - Slóvenía 39-31 | Strákarnir okkar eru á leið í undanúrslit Handbolti Áfall fyrir Króata Dags skömmu fyrir úrslitastundu Handbolti Sauð á Degi sem lét þá sem ráða heyra það Handbolti Dagur og lærisveinar í undanúrslit og sendu Ísland niður í annað sætið Handbolti Haukur í hópnum gegn Slóvenum Handbolti „Hún er í afneitun“ Sport Alfreð stýrði Þjóðverjum inn í undanúrslitin á EM Handbolti Danmörk-Noregur: Velja Danir sér mótherja í undanúrslitunum? Handbolti Daninn leggur orð í belg eftir gagnrýni Dags og Gísla Þorgeirs Handbolti Tekur Ómar hlutverki fyrirliða Íslands of alvarlega? Handbolti Fleiri fréttir Valur - Haukar | Berjast um að vera með á toppnum Umfjöllun og viðtöl: Grindavík 74-79 KR | Risastór sigur KR Doncic skoraði 46 stig en þjálfarinn segir hann reyna á þolinmæðina Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 98-81 | Keflvíkingar skelltu Stólunum „Miklu skemmtilegra að spila körfubolta þegar fólkið er í húsinu“ Martin fagnaði eftir framlengingu Rose hengdur upp í rjáfur í Chicago Danskur landsliðsmaður greindist með krabbamein Sævar um Keflavík: Eins og allir vilji ekki fá brunasár eða marbletti Tryggvi og félagar sluppu með skrekkinn á móti botnliðinu NBA-leik frestað vegna óeirða í Minneapolis Elvar og félagar köstuðu frá sér sigrinum Njarðvík nær í nýjan miðherja eftir meiðslin Körfuboltakvöld: Betra að temja villtan leikmann en að vera með einhverja rolu Uppgjörið KR - Grindavík 93-71 | KR annað liðið til þess að vinna Grindavík Uppgjör: Tindstóll-Njarðvík 113-92 | Stólarnir léku sér að Njarðvíkingum „Of margir sem reyndu að bjarga leiknum“ „Langar að biðja Stólana afsökunar á því sem ég lét út úr mér í síðustu umferð“ Uppgjörið: Keflavík - Ármann 93-102 | Ármenningar unnu í Keflavík Uppgjörið: Álftanes - ÍA 89-83 | Justin James afþiðnaði á réttum tíma Kári: Það koma dalir á hverju tímabili Leik lokið: ÍR - Stjarnan 109-118 | Stjörnumenn áfram á sigurbraut Uppgjörið: Valur - Þór Þ. 80-71 | Valsmenn unnu framlengdan leik Uppgjörið: Njarðvík-Keflavík 88-77 | Danielle og Brittany fóru á kostum Tryggvi og félagar eru áfram með fullt hús í Evrópubikarnum Abby með sigurkörfuna 0,8 sekúndum fyrir leikslok Áfall Njarðvíkur fyrir grannaslag kvöldsins Fyrsta Evróputap Stólanna í Síkinu Fjórði sigur Haukakvenna í röð KR - Valur 66-77 | Valur komst upp fyrir KR eftir sigur í rimmu liðanna Sjá meira
Eftir fjóra jafna leiki steinlá Ísland fyrir Frakklandi í dag, 114-74. Franska liðið byrjaði leikinn af miklum krafti og gaf því íslenska engin grið. „Þetta var kannski viðbúið. Eftir þétt og langt mót kom það bersýnilega í ljós hvort liðið er með meiri breidd og búið að dreifa álaginu aðeins betur. Þeir klikkuðu ekki á skoti strax í 1. leikhluta og þá er rosalega erfitt fyrir okkur að ætla að koma til baka og gera eitthvað,“ sagði Martin í samtali við Val Pál Eiríksson eftir leikinn gegn Frakklandi. „Við höfum lagt allt í þetta verkefni og það er ekki hægt að biðja um meira. Frakkarnir eru enn of stórir fyrir okkur en erum byrjaðir að nálgast þessar þjóðir,“ bætti Martin. Nýbyrjuð að skrifa söguna okkar á þessu stigi Hann segir að tilfinningarnar eftir mótið séu blendnar. „Það er rosa erfitt að standa hérna og ætla að greina þetta. Það var margt mjög gott og margt sem hefði getað farið betur eins og þetta er alltaf á þessum mótum. Eina sem maður getur sagt er að við lögðum okkur 150 prósent fram og við gáfum okkur alla í verkefnið. Mér fannst undirbúningurinn var frábær og þjálfarateymið leggja þetta frábærlega upp,“ sagði Martin. Klippa: Viðtal við Martin „Við erum ennþá nýbyrjuð að skrifa okkar körfuboltasögu á þessu stigi en ég held að fólk sjái það bersýnilega að með frammistöðu liðsins á þessu móti, miðað við EM 2015 og 2017, að við erum komnir til að vera. Við erum með það gott lið að við getum staðið í öllum. Ég trúi því að ef við hefðum mætt Frökkunum í fyrsta leik hefði þetta verið öðruvísi. Þá hefðum við kannski haft meiri orku og lappirnar ferskari. En það er margt gott sem við getum tekið með út úr þessu móti og margt sem er svekkjandi eftir á.“ Ekkert skemmtilegra en að vera með þessum hóp Eftir erfiða byrjun á mótinu spilaði Martin vel í síðustu tveimur leikjunum og var stigahæstur í þeim báðum. „Það var gott að geta sýnt fólki að ég er hér ennþá,“ sagði Martin sem nýtur þess til hins ítrasta að spila fyrir íslenska landsliðið. „Þetta var tilfinningarússíbani. Við renndum kannski blint í sjóinn. Það er enginn okkar með reynslu í að leiða landslið á stórmóti og við erum ekki vanir að spila svona marga leiki á skömmum tíma með landsliðinu. Tilfinningin er bara stolt. Þegar maður klæðist þessari treyju er maður stór. Það er ekkert skemmtilegra en að vera með þessum hóp og þessum gaurum. Það er alltaf gaman. Ég hef verið með þetta að atvinnu í rúman áratug og þetta er ekki alltaf gaman en það er erfitt að lýsa þessu og þú skilur ekki þessa tilfinningu nema vera partur af þessu. Ég trúi því að Ísland sé komið til að vera. Við erum orðnir góðir í körfubolta og nú þurfum við að halda rétt á spilunum, gefa í, halda áfram að bæta okkur og setja metnað á þá staði sem þurfa að vera í lagi. Þá er framtíðin björt. Martin langar á fleiri stórmót með íslenska liðinu. „Það eru bara tvö ár í HM og verður EM 2029. Auðvitað verða einhverjar breytingar og menn eru ekkert að yngjast en ég á fullt eftir. Þrjátíu ára er ekkert í þessum körfubolta lengur,“ sagði Martin að lokum. Viðtalið við Martin má sjá í spilaranum hér fyrir ofan.
EM 2025 í körfubolta Landslið karla í körfubolta Tengdar fréttir Einkunnir á móti Frakklandi: Engin orka og engin trú Íslenska körfuboltalandsliðið tapaði fimmta leiknum sínum í röð á Evrópumótinu í Póllandi en að þessu sinni kom stóri skellurinn sem liðið hafði ekki kynnst hingað til í mótinu. 4. september 2025 13:58 Mest lesið Ísland - Slóvenía 39-31 | Strákarnir okkar eru á leið í undanúrslit Handbolti Áfall fyrir Króata Dags skömmu fyrir úrslitastundu Handbolti Sauð á Degi sem lét þá sem ráða heyra það Handbolti Dagur og lærisveinar í undanúrslit og sendu Ísland niður í annað sætið Handbolti Haukur í hópnum gegn Slóvenum Handbolti „Hún er í afneitun“ Sport Alfreð stýrði Þjóðverjum inn í undanúrslitin á EM Handbolti Danmörk-Noregur: Velja Danir sér mótherja í undanúrslitunum? Handbolti Daninn leggur orð í belg eftir gagnrýni Dags og Gísla Þorgeirs Handbolti Tekur Ómar hlutverki fyrirliða Íslands of alvarlega? Handbolti Fleiri fréttir Valur - Haukar | Berjast um að vera með á toppnum Umfjöllun og viðtöl: Grindavík 74-79 KR | Risastór sigur KR Doncic skoraði 46 stig en þjálfarinn segir hann reyna á þolinmæðina Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 98-81 | Keflvíkingar skelltu Stólunum „Miklu skemmtilegra að spila körfubolta þegar fólkið er í húsinu“ Martin fagnaði eftir framlengingu Rose hengdur upp í rjáfur í Chicago Danskur landsliðsmaður greindist með krabbamein Sævar um Keflavík: Eins og allir vilji ekki fá brunasár eða marbletti Tryggvi og félagar sluppu með skrekkinn á móti botnliðinu NBA-leik frestað vegna óeirða í Minneapolis Elvar og félagar köstuðu frá sér sigrinum Njarðvík nær í nýjan miðherja eftir meiðslin Körfuboltakvöld: Betra að temja villtan leikmann en að vera með einhverja rolu Uppgjörið KR - Grindavík 93-71 | KR annað liðið til þess að vinna Grindavík Uppgjör: Tindstóll-Njarðvík 113-92 | Stólarnir léku sér að Njarðvíkingum „Of margir sem reyndu að bjarga leiknum“ „Langar að biðja Stólana afsökunar á því sem ég lét út úr mér í síðustu umferð“ Uppgjörið: Keflavík - Ármann 93-102 | Ármenningar unnu í Keflavík Uppgjörið: Álftanes - ÍA 89-83 | Justin James afþiðnaði á réttum tíma Kári: Það koma dalir á hverju tímabili Leik lokið: ÍR - Stjarnan 109-118 | Stjörnumenn áfram á sigurbraut Uppgjörið: Valur - Þór Þ. 80-71 | Valsmenn unnu framlengdan leik Uppgjörið: Njarðvík-Keflavík 88-77 | Danielle og Brittany fóru á kostum Tryggvi og félagar eru áfram með fullt hús í Evrópubikarnum Abby með sigurkörfuna 0,8 sekúndum fyrir leikslok Áfall Njarðvíkur fyrir grannaslag kvöldsins Fyrsta Evróputap Stólanna í Síkinu Fjórði sigur Haukakvenna í röð KR - Valur 66-77 | Valur komst upp fyrir KR eftir sigur í rimmu liðanna Sjá meira
Einkunnir á móti Frakklandi: Engin orka og engin trú Íslenska körfuboltalandsliðið tapaði fimmta leiknum sínum í röð á Evrópumótinu í Póllandi en að þessu sinni kom stóri skellurinn sem liðið hafði ekki kynnst hingað til í mótinu. 4. september 2025 13:58