Innlent

For­sætis­ráð­herra segir tíma stór­fram­kvæmda runninn upp

Gunnar Reynir Valþórsson skrifar
Hádegismynd

Í hádegisfréttum fjöllum við um nýja atvinnustefnu sem Kristrún Frostadóttir forsætisráðherra kynnti í morgun. 

Ríkisstjórnin segist ætla að beita sér sérstaklega fyrir svæðisbundnum hagvexti úti á landi og segir Kristrún að tími stórframkvæmda sé hafinn að nýju. 

Þá verður rætt við formann Samtaka áhugafólks um spilafíkn sem fagnar frumkvæði eigenda Ölvers sem ætla að hætta að halda úti spilakössum á stað sínum. 

Að auki hitum við upp fyrir hina árlegu Ljósanótt sem verður haldin um helgina í Reykjanesbæ. 

Í íþróttunum verður landsleikur Íslands og Frakklands í körfubolta síðan í forgrunni. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×