Opnunarhátíð í Ríteil Kids „við erum að drukkna í fötum“ RíteilKids 5. september 2025 08:47 Heba Brandsdóttir ásamt eiginmanni og börnum þeirra beggja en fjölskyldan stendur öll á bak við hringrásarverslanirnar Ríteli í Smáralind og nú Ríteil Kids í Holtagörðum. Opnunarhátíð í Holtagörðum fer fram á morgun, laugardag. Á morgun laugardag verður blásið til opnunarhátíðar í versluninni Ríteil Kids í Holtagörðum, splunkunýrri hringrásarverslun með barnaföt sem hóf starfsemi í sumar. Dagskráin byrjar klukkan 13 með pompi og prakt. Lukkuhjól töfrabrögð og blöðrur Lalli töframaður mætir á svæðið og heldur sýningu, öll börn fá helíumblöðrur frá Partýlandi og Sambíóin gefa bíómiða. Gestir fá ís og Flòrídana drykk auk þess sem risa hoppukastali frá KidsCoolshop verður á svæðinu, andlitsmálun, poppvél og lukkuhjól með vinningum þar sem verður meðal annars hægt að vinna gjafabréf frà Sbarro, fría bása í Ríteil og gjafakort. Skemmtilegt barnahorn er að finna í versluninni Níu manna fjölskylda stendur á bak við Ríteil Kids, sú sama og rekur hringrásarverslunina Ríteil í Smáralind. Þau segja hringrásarhagkerfið bæði hagkvæmt fyrir veskið og umhverfið. „Hringrásarverslun, sérstaklega með barnafatnað er win win fyrir alla, börnin vaxa hratt upp úr fötum og þá er hægt að selja þau hér og kaupa önnur. Fólk getur sparað sér ansi mikinn pening. Við erum auk þess gjörsamlega að drukkna í fatnaði, ekki bara við hér á landi heldur allur heimurinn. Bara litla Ísland er að flytja út 2000 tonn af fötum á ári sem er ekkert smáræði,“ segir Heba Brandsdóttir, ein eigenda Ríteil. Hún segir Íslendinga þó meðvitaða um ábyrga neysluhegðun og vilji endurnýta. Ríteil versluninni í Smáralind hafi verið tekið opnum örmum þegar hún var opnuð í mars í fyrra og opnun hringrásarverslunar með barnavörur og -fatnað hafi verið rökrétt framhald. Yfir þúsund fermetra húsnæði Glæsileg aðstaða er í Holtagörðum en Ríteil Kids þekur yfir þúsund fermetra. „Ríteil Kids er í yfir 1000 fermetra húsnæði með flottri aðstöðu hér í Holtagörðum. Hér er breitt á milli ganga, stórt leiksvæði og uppsetningarherbergi þar sem fólk getur sett upp básana en við erum bæði með hillubása og svæði fyrir stærri hluti eins og vagna, stóla og annað. Í Ríteil í Smáralind erum við með styrktarbás og gáfum við Krabbameinsfélaginu yfir milljón króna í fyrra. Við verðum einnig með styrktarbás hér í Ríteil Kids sem mun styrkja málefni sem tengjast börnum. Leikföng frá framhaldslíf Hægt er að losa sig við plássfreka hluti úr geymslunni sem koma öðrum foreldrum vel En hvernig gengur þetta fyrir sig ef fólk vill gefa fatnaði og leikföngum framhaldslíf í Ríteil Kids og næla sér í leiðinni í aukakrónur? Einfalt fyrirkomulag „Þú ferð inn á Riteil.is og bókar bás og tímabil og færð þá tölvupóst til staðfestingar. Þá getur þú sett vörurnar inn á kerfið í tölvunni heima, tekur myndir og skráir þær inn. Þegar tímabilið þitt hefst kemurðu í búðina, við prentum út verðmiða fyrir þig og erum með herðatré og þjófavarnir og allt til alls hér, svo hengirðu bara upp á slá og trillar henni fram á básinn og byrjar að selja.“ Frábær aðstaða er til þess að undirbúa básinn sinn, herðatré, slár, þjófavörn og gufutæki eru til staðar í versluninni. Segja má að hugmyndin að Ríteil hafi kviknað við eldhúsborðið en Heba rekur Ríteil verslanirnar ásamt eiginmanni sínum og börnum. „Við hjónin eigum samtals sjö börn og þau koma öll að rekstrinum á einn eða annan hátt, fimm af þeim starfa í verslununum, í Smáralind og hér í Holtagörðum. Við fórum bara út í þetta af rælni saman til að byrja með en fyrirtækið hefur stækkað hratt og í raun farið fram úr björtustu vonum,“ segir Heba. Tíska og hönnun Umhverfismál Krakkar Neytendur Verslun Mest lesið Róbert hættur við að mæta í hlaðvarp vegna viðtals við Albert Lífið Íslenskt La(m)bubu úr gæru, soðnu kindahorni og fiskaugum Tíska og hönnun Framkvæmdastjóri Eurovision bregst við ákvörðun Íslands Lífið Sannir Finnar lýsa yfir stuðningi við slaufuðu fegurðardrottninguna Lífið Húsið fallega í Eyjum komið langt á veg Lífið Innlit í glænýja mathöll í Smáralindinni Lífið Frumsýning á Vísi: „Sýna fólki hver Bubbi er í raun og veru“ Bíó og sjónvarp Sigurvegari Eurovision skilar bikarnum Lífið Svipt krúnunni eftir að hafa gert sig skáeygða Lífið Stiklusúpa: Allt það helsta sem kynnt var á Game awards Leikjavísir Fleiri fréttir EKOhúsið sér um umhverfisvænu jólagjafirnar Ekkert betra en sú þerapía að rifja sitt eigið líf upp Næturserum fyrir hárið – bylting í hárumhirðu Glóandi hættulestur Árni Már og Unnar Ari opna vinnustofuna á laugardaginn Fólk hafði af því miklar áhyggjur að ég ætlaði að „pipra“ Fallegu jólagjafirnar fást í Maí Alvöru ítalskur veitingastaður í hjarta borgarinnar Pöbbkviss 5 söluhæsta spil landsins Gefðu töfrandi skemmtun í jólagjöf Epli með nýja stórglæsilega verslun Konfektleikur í tilefni 90 ára afmælis Nóa Síríus Samsæri á Paradísareyjunni Bjóða upp á jólakaffi allar helgar fram að jólum Fröken Dúlla og konurnar sem báru skömmina 48% aukið áhorf á sjónvarpsstöðvar Sýnar Snörp og áhrifamikil bók Jólagjafahugmyndir sem hitta í mark Vestfirsk náttúra skapar dulúð í nýjustu bók Margrétar S. Höskuldsdóttur Elvis heimsmeistari snýr aftur til Íslands Útreiðartúrinn leiðir lesendur inn í flókið net fjölskyldu, vináttu og leyndarmála Himnesk rúmföt úr egypskri bómull Nóvella sem leiðir lesandann inn í söguna á nýjan hátt Uppselt á stórtónleika Bubba – aukatónleikar fara í sölu á morgun Þegar vitvél fær spurningu um nasisma og allt fer í háaloft The Barricade Boys koma til Íslands með Broadway Party Nýtt lúxushótel við svarta strönd býður upp á kyrrð og fegurð Breyta bíóinu í risastórt skemmtisvæði í tilefni afmælis „Nýju hverfin eintómar stafsetningarvillur“ Nýjasta bók Gunna Helga sprengdi TikTok Sjá meira
Lukkuhjól töfrabrögð og blöðrur Lalli töframaður mætir á svæðið og heldur sýningu, öll börn fá helíumblöðrur frá Partýlandi og Sambíóin gefa bíómiða. Gestir fá ís og Flòrídana drykk auk þess sem risa hoppukastali frá KidsCoolshop verður á svæðinu, andlitsmálun, poppvél og lukkuhjól með vinningum þar sem verður meðal annars hægt að vinna gjafabréf frà Sbarro, fría bása í Ríteil og gjafakort. Skemmtilegt barnahorn er að finna í versluninni Níu manna fjölskylda stendur á bak við Ríteil Kids, sú sama og rekur hringrásarverslunina Ríteil í Smáralind. Þau segja hringrásarhagkerfið bæði hagkvæmt fyrir veskið og umhverfið. „Hringrásarverslun, sérstaklega með barnafatnað er win win fyrir alla, börnin vaxa hratt upp úr fötum og þá er hægt að selja þau hér og kaupa önnur. Fólk getur sparað sér ansi mikinn pening. Við erum auk þess gjörsamlega að drukkna í fatnaði, ekki bara við hér á landi heldur allur heimurinn. Bara litla Ísland er að flytja út 2000 tonn af fötum á ári sem er ekkert smáræði,“ segir Heba Brandsdóttir, ein eigenda Ríteil. Hún segir Íslendinga þó meðvitaða um ábyrga neysluhegðun og vilji endurnýta. Ríteil versluninni í Smáralind hafi verið tekið opnum örmum þegar hún var opnuð í mars í fyrra og opnun hringrásarverslunar með barnavörur og -fatnað hafi verið rökrétt framhald. Yfir þúsund fermetra húsnæði Glæsileg aðstaða er í Holtagörðum en Ríteil Kids þekur yfir þúsund fermetra. „Ríteil Kids er í yfir 1000 fermetra húsnæði með flottri aðstöðu hér í Holtagörðum. Hér er breitt á milli ganga, stórt leiksvæði og uppsetningarherbergi þar sem fólk getur sett upp básana en við erum bæði með hillubása og svæði fyrir stærri hluti eins og vagna, stóla og annað. Í Ríteil í Smáralind erum við með styrktarbás og gáfum við Krabbameinsfélaginu yfir milljón króna í fyrra. Við verðum einnig með styrktarbás hér í Ríteil Kids sem mun styrkja málefni sem tengjast börnum. Leikföng frá framhaldslíf Hægt er að losa sig við plássfreka hluti úr geymslunni sem koma öðrum foreldrum vel En hvernig gengur þetta fyrir sig ef fólk vill gefa fatnaði og leikföngum framhaldslíf í Ríteil Kids og næla sér í leiðinni í aukakrónur? Einfalt fyrirkomulag „Þú ferð inn á Riteil.is og bókar bás og tímabil og færð þá tölvupóst til staðfestingar. Þá getur þú sett vörurnar inn á kerfið í tölvunni heima, tekur myndir og skráir þær inn. Þegar tímabilið þitt hefst kemurðu í búðina, við prentum út verðmiða fyrir þig og erum með herðatré og þjófavarnir og allt til alls hér, svo hengirðu bara upp á slá og trillar henni fram á básinn og byrjar að selja.“ Frábær aðstaða er til þess að undirbúa básinn sinn, herðatré, slár, þjófavörn og gufutæki eru til staðar í versluninni. Segja má að hugmyndin að Ríteil hafi kviknað við eldhúsborðið en Heba rekur Ríteil verslanirnar ásamt eiginmanni sínum og börnum. „Við hjónin eigum samtals sjö börn og þau koma öll að rekstrinum á einn eða annan hátt, fimm af þeim starfa í verslununum, í Smáralind og hér í Holtagörðum. Við fórum bara út í þetta af rælni saman til að byrja með en fyrirtækið hefur stækkað hratt og í raun farið fram úr björtustu vonum,“ segir Heba.
Tíska og hönnun Umhverfismál Krakkar Neytendur Verslun Mest lesið Róbert hættur við að mæta í hlaðvarp vegna viðtals við Albert Lífið Íslenskt La(m)bubu úr gæru, soðnu kindahorni og fiskaugum Tíska og hönnun Framkvæmdastjóri Eurovision bregst við ákvörðun Íslands Lífið Sannir Finnar lýsa yfir stuðningi við slaufuðu fegurðardrottninguna Lífið Húsið fallega í Eyjum komið langt á veg Lífið Innlit í glænýja mathöll í Smáralindinni Lífið Frumsýning á Vísi: „Sýna fólki hver Bubbi er í raun og veru“ Bíó og sjónvarp Sigurvegari Eurovision skilar bikarnum Lífið Svipt krúnunni eftir að hafa gert sig skáeygða Lífið Stiklusúpa: Allt það helsta sem kynnt var á Game awards Leikjavísir Fleiri fréttir EKOhúsið sér um umhverfisvænu jólagjafirnar Ekkert betra en sú þerapía að rifja sitt eigið líf upp Næturserum fyrir hárið – bylting í hárumhirðu Glóandi hættulestur Árni Már og Unnar Ari opna vinnustofuna á laugardaginn Fólk hafði af því miklar áhyggjur að ég ætlaði að „pipra“ Fallegu jólagjafirnar fást í Maí Alvöru ítalskur veitingastaður í hjarta borgarinnar Pöbbkviss 5 söluhæsta spil landsins Gefðu töfrandi skemmtun í jólagjöf Epli með nýja stórglæsilega verslun Konfektleikur í tilefni 90 ára afmælis Nóa Síríus Samsæri á Paradísareyjunni Bjóða upp á jólakaffi allar helgar fram að jólum Fröken Dúlla og konurnar sem báru skömmina 48% aukið áhorf á sjónvarpsstöðvar Sýnar Snörp og áhrifamikil bók Jólagjafahugmyndir sem hitta í mark Vestfirsk náttúra skapar dulúð í nýjustu bók Margrétar S. Höskuldsdóttur Elvis heimsmeistari snýr aftur til Íslands Útreiðartúrinn leiðir lesendur inn í flókið net fjölskyldu, vináttu og leyndarmála Himnesk rúmföt úr egypskri bómull Nóvella sem leiðir lesandann inn í söguna á nýjan hátt Uppselt á stórtónleika Bubba – aukatónleikar fara í sölu á morgun Þegar vitvél fær spurningu um nasisma og allt fer í háaloft The Barricade Boys koma til Íslands með Broadway Party Nýtt lúxushótel við svarta strönd býður upp á kyrrð og fegurð Breyta bíóinu í risastórt skemmtisvæði í tilefni afmælis „Nýju hverfin eintómar stafsetningarvillur“ Nýjasta bók Gunna Helga sprengdi TikTok Sjá meira