Enn eigi margir eftir að gera upp hug sinn um aðildarviðræður Lovísa Arnardóttir skrifar 2. september 2025 23:12 Magnús segir að með aðild komi tækifæri til að móta reglur Evrópusambandsins. Aðsend og Vísir/EPA Magnús Árni Skjöld Magnússon, formaður Evrópuhreyfingarinnar, segir enn nokkuð stóran hóp eiga eftir að gera upp hug sinn hvað varðar aðild að Evrópusambandinu og það sé til því fullt tilefni til að ræða Evrópumálin. Hann fór yfir þau í Reykjavík síðdegis í dag. Í stjórnarsáttmála Samfylkingar, Viðreisnar og Flokks fólksins er fjallað um að halda eigi þjóðaratkvæðagreiðslu um það eigi síðar en árið 2027 hvort Ísland haldi áfram aðildarviðræðum við Evrópusambandið. Evrópuhreyfingin eru frjáls félagasamtök fólks sem hefur áhuga á því að Ísland verði fullvalda Evrópuþjóð að sögn Magnúsar. Þannig geti Íslendingar orðið „alvöru þátttakendur“ í því verkefni að ráðfæra sig hvernig á að halda best á málunum í álfunni. Hann segir Evrópusambandið ekki eiga neina aðkomu að þessum félagasamtökum. Helsta áhersla samtakanna sé núna að hvetja þjóðina til að segja já í boðaðri atkvæðagreiðslu um áframhaldandi viðræður. Magnús segir það misskilning að Evrópusambandið sé eitthvað apparat sem Íslendingar gefi eitthvað með aðild. Evrópusambandið sé samtök 27 fullvalda Evrópuríkja sem hafi sammælst um að deila fullveldi sínu innan samtakanna í ýmsu skyni, og þá sérstaklega til að búa til innri markað. Íslendingar hafi tekið þátt í honum, í gegnum EES-samninginn, frá árinu 1994. Vandamálið sé, að mati samtakanna, það að með því að vera ekki aðili að Evrópusambandinu hafi Ísland ekki aðkomu að því að móta þær reglur sem við þurfum þó að lúta. „Það er auðvitað það sem myndi gerast með aðild að Evrópusambandinu. Við yrðum auðvitað þátttakendur í þeim ákvörðunum sem eru teknar á innri markaði Evrópusambandinu,“ segir hann. Sex þingmenn af 720 Fram hefur komið í umræðu um aðild að vegna smæðar Íslands myndi Ísland aðeins fá um sex þingmenn á Evrópuþinginu af þeim 720 sem eru kjörnir. Magnús segir fjöldann þó ekki endilega aðalmálið. Þingmennirnir starfi allar innan flokka og áhrif þeirra á þinginu fari eftir því hversu duglegir þeir eru að vinna að sínum málefnum. Þingmennirnir myndu væntanlega einbeita sér að þeim málum sem snerti sérstaklega Ísland og yrðu áberandi í til dæmis umræðu um orku- eða fiskveiðimál eða jafnréttismál í stað þess að hella sér út í umræðu um járnbrautalestir. Hann segir Ísland eins fá aðgang að ráðherraráðinu og þar myndi íslenski ráðherrann vera einn af 28. Þar séu greidd atkvæði og atkvæðin telji í hlutfalli við mannfjölda. Þá myndi Ísland fá starfsmenn í allar stofnanir sambandsins og því líklegt að hundruð Íslendinga myndu taka við störfum hjá ýmsum stofnunum sambandsins yrði af aðild. Því geti fylgt mikill kostnaður en slíkri aðild fylgi alltaf kostnaður. Greiðir enginn í Evrópusambandinu lánið upp fjórum sinnum Magnús ræddi einnig vexti og gjaldmiðillinn í viðtalinu. Evrusvæðið sé með evrópskan seðlabanka og hann gefi út sína stýrivexti en ólíkir bankar séu með ólíka vexti. „Það er enginn húsnæðislán sem ég þekki til í Evrópusambandinu sem eru með ámóta vexti og við erum með hér á Íslandi. Það eru engir borgarar Evrópusambandsins sem taka lán í evrum sem eru að borga húsnæðið sitt upp fjórum sinnum yfir líftíma lánsins eins og við erum að gera hér.“ Hvað varðar verðlag segir Magnús allan gang á því hvað myndi gerast. Það sé erfitt að spá fyrir en að með fullum aðgangi að innri markaði Evrópusambandsins sé líklegt að aðild myndi hafa áhrif á vöruverð á einhverjum flokkum. Evrópusambandið Reykjavík síðdegis Félagasamtök Utanríkismál Tengdar fréttir Ekki á dagskrá að flýta atkvæðagreiðslu um ESB-viðræður Kristrún Frostadóttir forsætisráðherra segir ekki á dagskrá að flýta atkvæðagreiðslu um það hvort Ísland eigi að hefja aðildarviðræður við Evrópusambandið. Ríkisstjórnin ætli að ljúka málinu fyrir árslok 2027 en það sé ekki búið að ákveða neina dagsetningu. 14. maí 2025 09:27 Um 44 prósent hlynnt inngöngu í Evrópusambandið Ríflega 44 prósent eru hlynnt því að Ísland gangi í Evrópusambandið en hátt í 36 prósent andvíg. Það kemur fram í nýjum Þjóðarpúlsi Gallup. Þar kemur einnig fram að það sé svipað hlutfall og fyrir þremur árum þegar stuðningur hafði verið að aukast við inngöngu. 8. apríl 2025 07:52 Meirihluti er hlynntur atkvæðagreiðslu um aðildarviðræður Alls eru 45 prósent hlynnt aðild Íslands að Evrópusambandinu og 58 prósent hlynnt atkvæðagreiðslu um aðildarviðræður að Evrópusambandinu. Þetta kemur fram í nýrri könnun sem Prósent framkvæmdi dagana 17. til 31. desember 2024. 9. janúar 2025 08:43 Mest lesið Veðurvaktin: Snjókoman rétt að byrja og víða erfið færð Veður Snjókoman rétt að byrja Innlent Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Innlent Játar að hafa myrt Shinzo Abe Erlent Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Innlent Viðbragðsaðilar í mikilli hættu vegna bíla á sumardekkjum Innlent Undirrituðu samkomulag um fágæta málma Erlent Van de Velde bannað að ferðast til Ástralíu til að keppa á heimsmeistaramótinu Erlent Fleiri fréttir Viðbragðsaðilar í mikilli hættu vegna bíla á sumardekkjum Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Vill heimila Samkeppniseftirlitinu að ráðast í húsleitir Snjókoman rétt að byrja Píratar berjist gegn „rísandi bylgju lýðskrums og fasisma“ Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Misvægi atkvæða bitnar mest á Kraganum Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir „Ég tel ekki tilefni til að íhuga stöðu mína“ Áhyggjur af lánaframboði og ógnarlangar biðraðir Vara við ferðum á Fagradalsfjall þar sem aðstæður geti orðið hættulegar Kristmundur verður lögreglustjóri á Austurlandi „Vonandi klárast þetta á morgun“ Sá látni var á rjúpnaveiðum þegar hann varð fyrir voðaskotinu Kvartanir mannsins um ómannúðlega meðferð áður til skoðunar hjá NEL Ungi ökumaðurinn á Ísafirði úr lífshættu Nefnd SÞ gegn pyndingum skráir erindi hælisleitenda sem vísað var frá Íslandi Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Bíða í allt að þrjá tíma: „Ætli það sé ekki bara helvítis veðurspáin“ Alger óvissa í lánamálum og margra tíma bið eftir dekkjaskiptum Kláfur á Ísafirði fari í opinbera kynningu Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Sjá meira
Í stjórnarsáttmála Samfylkingar, Viðreisnar og Flokks fólksins er fjallað um að halda eigi þjóðaratkvæðagreiðslu um það eigi síðar en árið 2027 hvort Ísland haldi áfram aðildarviðræðum við Evrópusambandið. Evrópuhreyfingin eru frjáls félagasamtök fólks sem hefur áhuga á því að Ísland verði fullvalda Evrópuþjóð að sögn Magnúsar. Þannig geti Íslendingar orðið „alvöru þátttakendur“ í því verkefni að ráðfæra sig hvernig á að halda best á málunum í álfunni. Hann segir Evrópusambandið ekki eiga neina aðkomu að þessum félagasamtökum. Helsta áhersla samtakanna sé núna að hvetja þjóðina til að segja já í boðaðri atkvæðagreiðslu um áframhaldandi viðræður. Magnús segir það misskilning að Evrópusambandið sé eitthvað apparat sem Íslendingar gefi eitthvað með aðild. Evrópusambandið sé samtök 27 fullvalda Evrópuríkja sem hafi sammælst um að deila fullveldi sínu innan samtakanna í ýmsu skyni, og þá sérstaklega til að búa til innri markað. Íslendingar hafi tekið þátt í honum, í gegnum EES-samninginn, frá árinu 1994. Vandamálið sé, að mati samtakanna, það að með því að vera ekki aðili að Evrópusambandinu hafi Ísland ekki aðkomu að því að móta þær reglur sem við þurfum þó að lúta. „Það er auðvitað það sem myndi gerast með aðild að Evrópusambandinu. Við yrðum auðvitað þátttakendur í þeim ákvörðunum sem eru teknar á innri markaði Evrópusambandinu,“ segir hann. Sex þingmenn af 720 Fram hefur komið í umræðu um aðild að vegna smæðar Íslands myndi Ísland aðeins fá um sex þingmenn á Evrópuþinginu af þeim 720 sem eru kjörnir. Magnús segir fjöldann þó ekki endilega aðalmálið. Þingmennirnir starfi allar innan flokka og áhrif þeirra á þinginu fari eftir því hversu duglegir þeir eru að vinna að sínum málefnum. Þingmennirnir myndu væntanlega einbeita sér að þeim málum sem snerti sérstaklega Ísland og yrðu áberandi í til dæmis umræðu um orku- eða fiskveiðimál eða jafnréttismál í stað þess að hella sér út í umræðu um járnbrautalestir. Hann segir Ísland eins fá aðgang að ráðherraráðinu og þar myndi íslenski ráðherrann vera einn af 28. Þar séu greidd atkvæði og atkvæðin telji í hlutfalli við mannfjölda. Þá myndi Ísland fá starfsmenn í allar stofnanir sambandsins og því líklegt að hundruð Íslendinga myndu taka við störfum hjá ýmsum stofnunum sambandsins yrði af aðild. Því geti fylgt mikill kostnaður en slíkri aðild fylgi alltaf kostnaður. Greiðir enginn í Evrópusambandinu lánið upp fjórum sinnum Magnús ræddi einnig vexti og gjaldmiðillinn í viðtalinu. Evrusvæðið sé með evrópskan seðlabanka og hann gefi út sína stýrivexti en ólíkir bankar séu með ólíka vexti. „Það er enginn húsnæðislán sem ég þekki til í Evrópusambandinu sem eru með ámóta vexti og við erum með hér á Íslandi. Það eru engir borgarar Evrópusambandsins sem taka lán í evrum sem eru að borga húsnæðið sitt upp fjórum sinnum yfir líftíma lánsins eins og við erum að gera hér.“ Hvað varðar verðlag segir Magnús allan gang á því hvað myndi gerast. Það sé erfitt að spá fyrir en að með fullum aðgangi að innri markaði Evrópusambandsins sé líklegt að aðild myndi hafa áhrif á vöruverð á einhverjum flokkum.
Evrópusambandið Reykjavík síðdegis Félagasamtök Utanríkismál Tengdar fréttir Ekki á dagskrá að flýta atkvæðagreiðslu um ESB-viðræður Kristrún Frostadóttir forsætisráðherra segir ekki á dagskrá að flýta atkvæðagreiðslu um það hvort Ísland eigi að hefja aðildarviðræður við Evrópusambandið. Ríkisstjórnin ætli að ljúka málinu fyrir árslok 2027 en það sé ekki búið að ákveða neina dagsetningu. 14. maí 2025 09:27 Um 44 prósent hlynnt inngöngu í Evrópusambandið Ríflega 44 prósent eru hlynnt því að Ísland gangi í Evrópusambandið en hátt í 36 prósent andvíg. Það kemur fram í nýjum Þjóðarpúlsi Gallup. Þar kemur einnig fram að það sé svipað hlutfall og fyrir þremur árum þegar stuðningur hafði verið að aukast við inngöngu. 8. apríl 2025 07:52 Meirihluti er hlynntur atkvæðagreiðslu um aðildarviðræður Alls eru 45 prósent hlynnt aðild Íslands að Evrópusambandinu og 58 prósent hlynnt atkvæðagreiðslu um aðildarviðræður að Evrópusambandinu. Þetta kemur fram í nýrri könnun sem Prósent framkvæmdi dagana 17. til 31. desember 2024. 9. janúar 2025 08:43 Mest lesið Veðurvaktin: Snjókoman rétt að byrja og víða erfið færð Veður Snjókoman rétt að byrja Innlent Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Innlent Játar að hafa myrt Shinzo Abe Erlent Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Innlent Viðbragðsaðilar í mikilli hættu vegna bíla á sumardekkjum Innlent Undirrituðu samkomulag um fágæta málma Erlent Van de Velde bannað að ferðast til Ástralíu til að keppa á heimsmeistaramótinu Erlent Fleiri fréttir Viðbragðsaðilar í mikilli hættu vegna bíla á sumardekkjum Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Vill heimila Samkeppniseftirlitinu að ráðast í húsleitir Snjókoman rétt að byrja Píratar berjist gegn „rísandi bylgju lýðskrums og fasisma“ Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Misvægi atkvæða bitnar mest á Kraganum Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir „Ég tel ekki tilefni til að íhuga stöðu mína“ Áhyggjur af lánaframboði og ógnarlangar biðraðir Vara við ferðum á Fagradalsfjall þar sem aðstæður geti orðið hættulegar Kristmundur verður lögreglustjóri á Austurlandi „Vonandi klárast þetta á morgun“ Sá látni var á rjúpnaveiðum þegar hann varð fyrir voðaskotinu Kvartanir mannsins um ómannúðlega meðferð áður til skoðunar hjá NEL Ungi ökumaðurinn á Ísafirði úr lífshættu Nefnd SÞ gegn pyndingum skráir erindi hælisleitenda sem vísað var frá Íslandi Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Bíða í allt að þrjá tíma: „Ætli það sé ekki bara helvítis veðurspáin“ Alger óvissa í lánamálum og margra tíma bið eftir dekkjaskiptum Kláfur á Ísafirði fari í opinbera kynningu Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Sjá meira
Ekki á dagskrá að flýta atkvæðagreiðslu um ESB-viðræður Kristrún Frostadóttir forsætisráðherra segir ekki á dagskrá að flýta atkvæðagreiðslu um það hvort Ísland eigi að hefja aðildarviðræður við Evrópusambandið. Ríkisstjórnin ætli að ljúka málinu fyrir árslok 2027 en það sé ekki búið að ákveða neina dagsetningu. 14. maí 2025 09:27
Um 44 prósent hlynnt inngöngu í Evrópusambandið Ríflega 44 prósent eru hlynnt því að Ísland gangi í Evrópusambandið en hátt í 36 prósent andvíg. Það kemur fram í nýjum Þjóðarpúlsi Gallup. Þar kemur einnig fram að það sé svipað hlutfall og fyrir þremur árum þegar stuðningur hafði verið að aukast við inngöngu. 8. apríl 2025 07:52
Meirihluti er hlynntur atkvæðagreiðslu um aðildarviðræður Alls eru 45 prósent hlynnt aðild Íslands að Evrópusambandinu og 58 prósent hlynnt atkvæðagreiðslu um aðildarviðræður að Evrópusambandinu. Þetta kemur fram í nýrri könnun sem Prósent framkvæmdi dagana 17. til 31. desember 2024. 9. janúar 2025 08:43