Rauðu djöflarnir horfa til framtíðar með nýjum markverði Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 3. september 2025 07:02 Örvæntið ekki, Lammens er mættur til að bjarga málunum. Kannski allavega. Í besta falli mögulega seinna meir. Manchester United Hinn 23 ára gamli Senne Lammens er genginn í raðir Manchester United. Hann á að vera svarið við markmannsvandræðum þeirra en það gæti þó tekið tíma fyrir þann draum að verða að veruleika. „Project 150“ er hugtak sem notað hefur verið um markmið forráðamanna Rauðu djöflanna að verða Englandsmeistari vorið 2028 en þá verða liðin 150 ár frá stofnun Newton Heath sem síðar meir varð Manchester United. Það er erfitt að sjá hvernig lið sem endaði í 15. sæti á síðustu leiktíð ætlar að fara úr því að falla niður töfluna ár eftir ár í að standa uppi sem Englandsmeistari eftir rétt rúm þrjú ár. Ef til vill er byrjunin að sækja ungan og óreyndan markvörð með mikla hæfileika. Senne knows ✨ pic.twitter.com/gos7N9LUlh— Manchester United (@ManUtd) September 2, 2025 Það fer ekkert á milli mála að Lammens er efnilegur en hann er að sama skapi gríðarlega óreyndur. Hann hefur aðeins verið aðalmarkvörður í tvö tímabil og þrátt fyrir fjölda yngri landsleikja hefur hann ekki enn leikið sinn fyrsta A-landsleik. Af hverju vildu forráðamenn Man United frekar Lammens heldur en hinn þaulreynda og mjög svo leiðinlega Emiliano Martínez? Svarið virðist hreinlega vera „Project 150.“ Ef það var ekki ljóst í sumar að Man United þyrfti nýjan aðalmarkvörð þá varð það endanlega ljóst eftir afhroð liðsins gegn D-deildarliði Grimsby Town í enska deildarbikarnum. André Onana, sem átti að umbylta markvarðarstöðu félagsins, er ekki starfi sínu vaxinn og sama má segja um varaskeifuna Altay Bayındır. Gianluigi Donnarumma var um tíma orðaður við Manchester United en það virtist aldrei möguleiki eftir að nágrannarnir í City stigu upp á svið. Hinn 33 ára gamli Martínez vildi hins vegar burt frá Aston Villa og var Man United talið líklegur áfangastaður. Á endanum fór svo að Rauðu djöflarnir sóttu mann sem nærri áratug yngri. Eflaust með þann draum í maganum að Lammens verði betri með hverju árinu sem líður og mögulega einn af betri markvörðum heims vorið 2028. Lammens er nú einn af sjö leikmönnum 23 ára eða yngri sem ættu að vera í stóru hlutverki hjá liðinu á komandi árum. Hinir eru Leny Yoro, Ayden Heaven, Patrick Dorgu, Kobbie Mainoo, Amad Diallo og Benjamin Šeško. Mun leiða línuna.Ash Donelon/Getty Images Aðeins tíminn mun leiða í ljós hvort þessir sjö muni mynd hryggjarsúlu meistaraliðs Man Utd vorið 2028 en sem stendur verður það að teljast ansi ólíklegt ef marka má leikmannakaup félagsins undanfarin ár. Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti Vara við því að „töfradrykkur“ Haaland geti valdið matareitrun Enski boltinn Þýskaland - Ísland | Strákarnir okkar hafa mikið að sanna Handbolti Úlfarnir ráku Pereira Enski boltinn Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Golf Verður besta sjöþrautakona Íslands villiköttur eða bolabítur? Sport Leggur til breytingar og vill að fótboltinn læri af handboltanum Fótbolti Engin klipping á næstunni: Miður sín en með augun á 8. desember Enski boltinn Hólmbert skoraði í Suður-Kóreu og stjórnaði sigursöngvum eftir leik Fótbolti Bölvun fylgir úrslitaleik Meistaradeildarinnar Fótbolti Fleiri fréttir Man. City - Bournemouth | Mikið undir í Manchester Loksins West Ham-sigur í London Úlfarnir ráku Pereira Engin klipping á næstunni: Miður sín en með augun á 8. desember Vara við því að „töfradrykkur“ Haaland geti valdið matareitrun Liverpool loks á sigurbraut á ný Pedro afgreiddi Tottenham Arsenal með sjö stiga forystu á toppnum Andri Lucas í beinni í Doc Zone: „Við setjum hann í skeytin“ Amad bjargaði stigi fyrir United Andri Lucas var kóngurinn á King Power í dag Liverpool féll síðast þegar liðið tapaði fimm í röð „Ég er ekki Schmeichel í dulargervi“ Arne Slot: „Þetta er síðasta spurningin sem ég átti von á“ Segir sönginn um Jota á tuttugustu mínútu hafa áhrif á leik Liverpool Haaland fór sem Jókerinn að versla bleyjur Fullkomin þrenna kom Lampard úr sjöunda himni Jóladagskráin klár: Hefðin brotin og aðeins einn leikur annan í jólum Sjáðu besta liðið í föstum leikatriðum leika listir sínar Barcelona skuldar mest en Tottenham er númer tvö Mikilvægt fyrir United að hamra járnið meðan það er heitt Félagið í greiðslustöðvun en borgaði öll laun degi fyrr Skortir Liverpool breidd þrátt fyrir gríðarleg fjárútlát síðasta sumar? Hetja Englands á EM sleit krossband Lofar frekari fjárfestingum Fantasýn: „Þessi vörn er eitthvað skrímsli“ Scholes hættir og setur einhverfan son sinn í fyrsta sætið Carrick í einkaviðtali: Sigurinn á Anfield stór stund fyrir Man. Utd Hefur spilað 16 mínútur og fengið tvö rauð spjöld Slot: Engin auka pressa við þetta tap Sjá meira
„Project 150“ er hugtak sem notað hefur verið um markmið forráðamanna Rauðu djöflanna að verða Englandsmeistari vorið 2028 en þá verða liðin 150 ár frá stofnun Newton Heath sem síðar meir varð Manchester United. Það er erfitt að sjá hvernig lið sem endaði í 15. sæti á síðustu leiktíð ætlar að fara úr því að falla niður töfluna ár eftir ár í að standa uppi sem Englandsmeistari eftir rétt rúm þrjú ár. Ef til vill er byrjunin að sækja ungan og óreyndan markvörð með mikla hæfileika. Senne knows ✨ pic.twitter.com/gos7N9LUlh— Manchester United (@ManUtd) September 2, 2025 Það fer ekkert á milli mála að Lammens er efnilegur en hann er að sama skapi gríðarlega óreyndur. Hann hefur aðeins verið aðalmarkvörður í tvö tímabil og þrátt fyrir fjölda yngri landsleikja hefur hann ekki enn leikið sinn fyrsta A-landsleik. Af hverju vildu forráðamenn Man United frekar Lammens heldur en hinn þaulreynda og mjög svo leiðinlega Emiliano Martínez? Svarið virðist hreinlega vera „Project 150.“ Ef það var ekki ljóst í sumar að Man United þyrfti nýjan aðalmarkvörð þá varð það endanlega ljóst eftir afhroð liðsins gegn D-deildarliði Grimsby Town í enska deildarbikarnum. André Onana, sem átti að umbylta markvarðarstöðu félagsins, er ekki starfi sínu vaxinn og sama má segja um varaskeifuna Altay Bayındır. Gianluigi Donnarumma var um tíma orðaður við Manchester United en það virtist aldrei möguleiki eftir að nágrannarnir í City stigu upp á svið. Hinn 33 ára gamli Martínez vildi hins vegar burt frá Aston Villa og var Man United talið líklegur áfangastaður. Á endanum fór svo að Rauðu djöflarnir sóttu mann sem nærri áratug yngri. Eflaust með þann draum í maganum að Lammens verði betri með hverju árinu sem líður og mögulega einn af betri markvörðum heims vorið 2028. Lammens er nú einn af sjö leikmönnum 23 ára eða yngri sem ættu að vera í stóru hlutverki hjá liðinu á komandi árum. Hinir eru Leny Yoro, Ayden Heaven, Patrick Dorgu, Kobbie Mainoo, Amad Diallo og Benjamin Šeško. Mun leiða línuna.Ash Donelon/Getty Images Aðeins tíminn mun leiða í ljós hvort þessir sjö muni mynd hryggjarsúlu meistaraliðs Man Utd vorið 2028 en sem stendur verður það að teljast ansi ólíklegt ef marka má leikmannakaup félagsins undanfarin ár.
Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti Vara við því að „töfradrykkur“ Haaland geti valdið matareitrun Enski boltinn Þýskaland - Ísland | Strákarnir okkar hafa mikið að sanna Handbolti Úlfarnir ráku Pereira Enski boltinn Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Golf Verður besta sjöþrautakona Íslands villiköttur eða bolabítur? Sport Leggur til breytingar og vill að fótboltinn læri af handboltanum Fótbolti Engin klipping á næstunni: Miður sín en með augun á 8. desember Enski boltinn Hólmbert skoraði í Suður-Kóreu og stjórnaði sigursöngvum eftir leik Fótbolti Bölvun fylgir úrslitaleik Meistaradeildarinnar Fótbolti Fleiri fréttir Man. City - Bournemouth | Mikið undir í Manchester Loksins West Ham-sigur í London Úlfarnir ráku Pereira Engin klipping á næstunni: Miður sín en með augun á 8. desember Vara við því að „töfradrykkur“ Haaland geti valdið matareitrun Liverpool loks á sigurbraut á ný Pedro afgreiddi Tottenham Arsenal með sjö stiga forystu á toppnum Andri Lucas í beinni í Doc Zone: „Við setjum hann í skeytin“ Amad bjargaði stigi fyrir United Andri Lucas var kóngurinn á King Power í dag Liverpool féll síðast þegar liðið tapaði fimm í röð „Ég er ekki Schmeichel í dulargervi“ Arne Slot: „Þetta er síðasta spurningin sem ég átti von á“ Segir sönginn um Jota á tuttugustu mínútu hafa áhrif á leik Liverpool Haaland fór sem Jókerinn að versla bleyjur Fullkomin þrenna kom Lampard úr sjöunda himni Jóladagskráin klár: Hefðin brotin og aðeins einn leikur annan í jólum Sjáðu besta liðið í föstum leikatriðum leika listir sínar Barcelona skuldar mest en Tottenham er númer tvö Mikilvægt fyrir United að hamra járnið meðan það er heitt Félagið í greiðslustöðvun en borgaði öll laun degi fyrr Skortir Liverpool breidd þrátt fyrir gríðarleg fjárútlát síðasta sumar? Hetja Englands á EM sleit krossband Lofar frekari fjárfestingum Fantasýn: „Þessi vörn er eitthvað skrímsli“ Scholes hættir og setur einhverfan son sinn í fyrsta sætið Carrick í einkaviðtali: Sigurinn á Anfield stór stund fyrir Man. Utd Hefur spilað 16 mínútur og fengið tvö rauð spjöld Slot: Engin auka pressa við þetta tap Sjá meira