Guardiola fer ótroðnar slóðir með Donnarumma milli stanganna Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 2. september 2025 21:17 Guardiola ræðir við Donnarumma í janúar á þessu ári. Rico Brouwer/Soccrates/Getty Images Það var ekki fyrr en löngu eftir að félagaskiptaglugganum var formlega lokað sem fréttir bárust að skipti þeirra Ederson og Gianluigi Donnarumma hefðu farið í gegn. Segja má að um sé að ræða markvarðaskipti sem marki þáttaskil í ferli Pep Guardiola, þjálfara Manhester City. Það var orðið löngu ljóst að Donnarumma, sem átti hvað stærstan þátt í því að París Saint-Germain stóð uppi sem Evrópumeistari síðasta vor, væri fáanlegur á spottprís. Á sama tíma virtist tími Ederson hjá Man City á enda. Ederson er nú farinn til Tyrklands og Donnarumma er mættur til Manchester-borgar. Það sem vekur ef til vill hvað mesta athygli er að Donnarumma er í raun andstæðan við James Trafford, markvörð sem City festi kaup á fyrr í sumar. 🆕🇮🇹🧤 pic.twitter.com/O0ohyI5BBa— Manchester City (@ManCity) September 2, 2025 Á vef BBC, breska ríkisútvarpsins, er samantekt þar sem farið er yfir leikstíl Ederson og svo Donnarumma. Þar segir markvörðurinn fyrrverandi Peter Schmeichel meðal annars að lið hafi hætt að pressa Ederson þar sem hann gat bæði spilað sig út úr pressunni með stuttum, en hnitmiðuðum sendingum, eða einfaldlega með rakettum fram völlinn. Er það ástæðan fyrir því að hann lagði upp sjö mörk á tíma sínum hjá Man City. Ederson hefur í raun verið hinn fullkomni markvörður fyrir Pep sem gat ekki beðið eftir að losa sig við Joe Hart þegar hann tók fyrst við Man City. Donnarumma er enginn Hart, hann er ljósárum betri. Þessi hávaxni Ítali verður hins vegar seint sagður vera frábær með boltann við fætur sér. Það vekur því mikla athygli að Man City hafi sótt Ítalann þar sem Trafford, sem er alinn upp hjá félaginu, er talinn með betri markvörðum ensku úrvalsdeildarinnar þegar kemur að því að spila út frá marki. Það gæti því verið að Guardiola og þjálfarateymi hans þurfi að finna leið til að einfalda uppspil sitt frá markverði til að Donnarumma blómstri. Takist þeim það er aldrei að vita nema City endurtaki leikinn frá því 2023 þegar liðið vann þrennuna. Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti Vara við því að „töfradrykkur“ Haaland geti valdið matareitrun Enski boltinn Þýskaland - Ísland | Strákarnir okkar hafa mikið að sanna Handbolti Úlfarnir ráku Pereira Enski boltinn Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Golf Verður besta sjöþrautakona Íslands villiköttur eða bolabítur? Sport Leggur til breytingar og vill að fótboltinn læri af handboltanum Fótbolti Engin klipping á næstunni: Miður sín en með augun á 8. desember Enski boltinn Hólmbert skoraði í Suður-Kóreu og stjórnaði sigursöngvum eftir leik Fótbolti Bölvun fylgir úrslitaleik Meistaradeildarinnar Fótbolti Fleiri fréttir Man. City - Bournemouth | Mikið undir í Manchester Loksins West Ham-sigur í London Úlfarnir ráku Pereira Engin klipping á næstunni: Miður sín en með augun á 8. desember Vara við því að „töfradrykkur“ Haaland geti valdið matareitrun Liverpool loks á sigurbraut á ný Pedro afgreiddi Tottenham Arsenal með sjö stiga forystu á toppnum Andri Lucas í beinni í Doc Zone: „Við setjum hann í skeytin“ Amad bjargaði stigi fyrir United Andri Lucas var kóngurinn á King Power í dag Liverpool féll síðast þegar liðið tapaði fimm í röð „Ég er ekki Schmeichel í dulargervi“ Arne Slot: „Þetta er síðasta spurningin sem ég átti von á“ Segir sönginn um Jota á tuttugustu mínútu hafa áhrif á leik Liverpool Haaland fór sem Jókerinn að versla bleyjur Fullkomin þrenna kom Lampard úr sjöunda himni Jóladagskráin klár: Hefðin brotin og aðeins einn leikur annan í jólum Sjáðu besta liðið í föstum leikatriðum leika listir sínar Barcelona skuldar mest en Tottenham er númer tvö Mikilvægt fyrir United að hamra járnið meðan það er heitt Félagið í greiðslustöðvun en borgaði öll laun degi fyrr Skortir Liverpool breidd þrátt fyrir gríðarleg fjárútlát síðasta sumar? Hetja Englands á EM sleit krossband Lofar frekari fjárfestingum Fantasýn: „Þessi vörn er eitthvað skrímsli“ Scholes hættir og setur einhverfan son sinn í fyrsta sætið Carrick í einkaviðtali: Sigurinn á Anfield stór stund fyrir Man. Utd Hefur spilað 16 mínútur og fengið tvö rauð spjöld Slot: Engin auka pressa við þetta tap Sjá meira
Það var orðið löngu ljóst að Donnarumma, sem átti hvað stærstan þátt í því að París Saint-Germain stóð uppi sem Evrópumeistari síðasta vor, væri fáanlegur á spottprís. Á sama tíma virtist tími Ederson hjá Man City á enda. Ederson er nú farinn til Tyrklands og Donnarumma er mættur til Manchester-borgar. Það sem vekur ef til vill hvað mesta athygli er að Donnarumma er í raun andstæðan við James Trafford, markvörð sem City festi kaup á fyrr í sumar. 🆕🇮🇹🧤 pic.twitter.com/O0ohyI5BBa— Manchester City (@ManCity) September 2, 2025 Á vef BBC, breska ríkisútvarpsins, er samantekt þar sem farið er yfir leikstíl Ederson og svo Donnarumma. Þar segir markvörðurinn fyrrverandi Peter Schmeichel meðal annars að lið hafi hætt að pressa Ederson þar sem hann gat bæði spilað sig út úr pressunni með stuttum, en hnitmiðuðum sendingum, eða einfaldlega með rakettum fram völlinn. Er það ástæðan fyrir því að hann lagði upp sjö mörk á tíma sínum hjá Man City. Ederson hefur í raun verið hinn fullkomni markvörður fyrir Pep sem gat ekki beðið eftir að losa sig við Joe Hart þegar hann tók fyrst við Man City. Donnarumma er enginn Hart, hann er ljósárum betri. Þessi hávaxni Ítali verður hins vegar seint sagður vera frábær með boltann við fætur sér. Það vekur því mikla athygli að Man City hafi sótt Ítalann þar sem Trafford, sem er alinn upp hjá félaginu, er talinn með betri markvörðum ensku úrvalsdeildarinnar þegar kemur að því að spila út frá marki. Það gæti því verið að Guardiola og þjálfarateymi hans þurfi að finna leið til að einfalda uppspil sitt frá markverði til að Donnarumma blómstri. Takist þeim það er aldrei að vita nema City endurtaki leikinn frá því 2023 þegar liðið vann þrennuna.
Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti Vara við því að „töfradrykkur“ Haaland geti valdið matareitrun Enski boltinn Þýskaland - Ísland | Strákarnir okkar hafa mikið að sanna Handbolti Úlfarnir ráku Pereira Enski boltinn Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Golf Verður besta sjöþrautakona Íslands villiköttur eða bolabítur? Sport Leggur til breytingar og vill að fótboltinn læri af handboltanum Fótbolti Engin klipping á næstunni: Miður sín en með augun á 8. desember Enski boltinn Hólmbert skoraði í Suður-Kóreu og stjórnaði sigursöngvum eftir leik Fótbolti Bölvun fylgir úrslitaleik Meistaradeildarinnar Fótbolti Fleiri fréttir Man. City - Bournemouth | Mikið undir í Manchester Loksins West Ham-sigur í London Úlfarnir ráku Pereira Engin klipping á næstunni: Miður sín en með augun á 8. desember Vara við því að „töfradrykkur“ Haaland geti valdið matareitrun Liverpool loks á sigurbraut á ný Pedro afgreiddi Tottenham Arsenal með sjö stiga forystu á toppnum Andri Lucas í beinni í Doc Zone: „Við setjum hann í skeytin“ Amad bjargaði stigi fyrir United Andri Lucas var kóngurinn á King Power í dag Liverpool féll síðast þegar liðið tapaði fimm í röð „Ég er ekki Schmeichel í dulargervi“ Arne Slot: „Þetta er síðasta spurningin sem ég átti von á“ Segir sönginn um Jota á tuttugustu mínútu hafa áhrif á leik Liverpool Haaland fór sem Jókerinn að versla bleyjur Fullkomin þrenna kom Lampard úr sjöunda himni Jóladagskráin klár: Hefðin brotin og aðeins einn leikur annan í jólum Sjáðu besta liðið í föstum leikatriðum leika listir sínar Barcelona skuldar mest en Tottenham er númer tvö Mikilvægt fyrir United að hamra járnið meðan það er heitt Félagið í greiðslustöðvun en borgaði öll laun degi fyrr Skortir Liverpool breidd þrátt fyrir gríðarleg fjárútlát síðasta sumar? Hetja Englands á EM sleit krossband Lofar frekari fjárfestingum Fantasýn: „Þessi vörn er eitthvað skrímsli“ Scholes hættir og setur einhverfan son sinn í fyrsta sætið Carrick í einkaviðtali: Sigurinn á Anfield stór stund fyrir Man. Utd Hefur spilað 16 mínútur og fengið tvö rauð spjöld Slot: Engin auka pressa við þetta tap Sjá meira