Afmælisdagurinn bara „venjulegur dagur“ og á ekki von á gjöfum Magnús Jochum Pálsson skrifar 1. september 2025 14:06 Brynjar Níelsson var samfellt á Alþingi frá 2013 til 2021 og kom svo aftur inn frá febrúar til apríl 2023 sem varaþingmaður. Vísir/Vilhelm Brynjar Níelsson, dómari við Héraðsdóm Reykjavíkur og fyrrverandi þingmaður, ætlar ekki að halda upp á 65 ára afmælið sitt í dag, á ekki von á neinum óvæntum glaðningum og býst ekki við neinum gjöfum. Dagurinn í dag sé eins og hver annar á skrifstofunni. Brynjar á afmæli í dag og af því tilefni hringdu Heimir Karlsson og Lilja Katrín í afmælisbarnið í Bítinu í morgun, sungu fyrir hann afmælissönginn og ræddu við hann um afmælið. Nú eru ekki nema tvö ár þar til þú færð frítt í Strætó. „Takk fyrir að minna á það,“ sagði Brynjar. Hlakkarðu ekki til? „Jú, ég hlakka til,“ sagði hann. Ertu í vinnunni? „Ég er í vinnunni já.“ Við vorum ekkert á því að þú myndir svara, ertu þá ekki byrjaður að dæma? „Jújú, ég er að skrifa hér merkilega dóma Ertu eitthvað í dómssal í dag? „Nei, nei, enda er ég bara í gallabuxum og illa til hafður.“ Það er nú ekkert nýtt. „Að vísu ekki, að vísu ekki, en ég reyni að vera það ekki í dómssalnum. Venjulegur dagur á skrifstofunni En á ekki að gera eitthvað í tilefni dagsins? „Nei, það er ekkert. Þetta verður bara venjulegur dagur hjá mér. Og hvernig er hann? „Ég sit á skrifstofu minni. Ég segi það ekki, ég fer á kaffistofuna og tek einhver leiðindi, en það er bara venjulegur dagur.“ Brynjar er þekktur spaugari.Vísir/Vilhelm Heldurðu að það taki enginn upp á því að koma þér á óvart? „Ég á ekki von á því nei, ég er það illa þokkaður hér.“ En heima hjá þér, konan hlýtur að bíða með eitthvað? „Ekki varð ég var við það í morgun þegar ég vaknaði.“ En færðu einhverjar gjafir? „Nei, ég er bara einstæðingur.“ Þú hefur svarað öllum þessum spurningum neitandi, er eitthvað að þér þá? „Já, sem blasir við öllum.“ Langar ekki til að hætta að vinna strax En að öllu gamni slepptu, þú ert að leysa af er það ekki í héraðsdómi? „Jújú, ég er að því“ Hvenær er það búið? „Um áramótin.“ Og hvað tekur þá við? „Þá bara veit ég það ekki. Og ég er orðinn það fullorðinn að ég get svosem hætt.“ Langar þig það? „Nei, mig langar það ekki. Ég held að ég væri einn af þeim sem myndu bara deyja fljótlega ef ég hætti alveg að vinna. Ég vil geta gert eitthvað, annars væri ég bara í sófanum og farlama á innan við ári,“ segir Brynjar. Brynjar var settur dómari í Héraðsdómi Reykjavíkur í febrúar og mun sitja í embættinu út árið.Vísir/Vilhelm En fyrir þá sem eru þarna úti að hlusta og vilja koma þér á óvart, hver er uppáhalds maturinn þinn? „Það eru hrossabjúgur með uppstúf,“ segir hann. Til hamingju með afmælið en ég veit samt ekki hvort að maður eins og þú ætti hreinlega að eiga afmæli. „Nei, ég hef aldrei verið afmælisbarn. Ég hélt ekki upp á afmæli þegar ég var barn og mér finnst þau frekar óþörf,“ segir hann. Grín og gaman Bítið Tímamót Mest lesið Jólatónleikar eru ekki tónlist. Þeir eru neyðaraðgerð Gagnrýni Þetta gúggluðu Íslendingar á árinu Lífið Ráðherra tekur sjálfur viðtöl Menning „Það eru forréttindi að eiga systur með Downs“ Lífið Afþakka miðann til Vínar vinni þeir undankeppnina Tónlist Hvert er mest óþolandi orð íslenskunnar? Menning Pulp Fiction leikarinn Peter Greene látinn Bíó og sjónvarp Ein áhrifamesta grínleikkona Hollywood á lausu Lífið Fréttatía vikunnar: Afsökunarbeiðni, fréttastef og blaðamannafundur Lífið Dick van Dyke á hundrað ára afmæli Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Ein áhrifamesta grínleikkona Hollywood á lausu „Það eru forréttindi að eiga systur með Downs“ Fréttatía vikunnar: Afsökunarbeiðni, fréttastef og blaðamannafundur Þetta gúggluðu Íslendingar á árinu Klámleikkona slapp með sekt og brottvísun Grunaði strax að ókunnugur maður væri faðir vinkonu sinnar Róbert hættur við að mæta í hlaðvarp vegna viðtals við Albert Sannir Finnar lýsa yfir stuðningi við slaufuðu fegurðardrottninguna Innlit í glænýja mathöll í Smáralindinni Hanskar Gunna Nels, árituð ManU-treyja og Elli Egils á uppboði Húsið fallega í Eyjum komið langt á veg Sigurvegari Eurovision skilar bikarnum Krökkt af kempum í útgáfuhófi Óla Jó Framkvæmdastjóri Eurovision bregst við ákvörðun Íslands Svipt krúnunni eftir að hafa gert sig skáeygða Spígsporandi górilla á fyndnustu dýralífsmynd ársins Tóku áskoruninni og Joey Christ sver af sér sviðsetningu Opnar sig loksins um sambandið umtalaða Þetta þykja flottustu jólaskreytingarnar í miðborginni Listaverkin í World Class sem gjarnan hafa verið á milli tannanna á fólki Hvert er burðarþol íslensks almennings fyrir kjaftæði? Sjö tilnefndir til Íslensku þýðingarverðlaunanna Stærstu stjörnubrúðkaupin á árinu Skorar HúbbaBúbba á hólm: „Sá sem tapar þarf að hætta að gefa út tónlist“ Fannar og Snorri slógust þar til þeir stóðu nánast naktir eftir Höfundur Kaupalkabókanna látinn „Myndi gjarnan vilja að barnið mitt færi líka í heimsókn í mosku“ Einn tenóranna þriggja með tónleika í Hörpu í mars Alltaf til í flipp en nennir ekki að borða vondan mat „Ég nenni ekki að hlusta á 7. október rökstuðninginn enn og aftur“ Sjá meira
Brynjar á afmæli í dag og af því tilefni hringdu Heimir Karlsson og Lilja Katrín í afmælisbarnið í Bítinu í morgun, sungu fyrir hann afmælissönginn og ræddu við hann um afmælið. Nú eru ekki nema tvö ár þar til þú færð frítt í Strætó. „Takk fyrir að minna á það,“ sagði Brynjar. Hlakkarðu ekki til? „Jú, ég hlakka til,“ sagði hann. Ertu í vinnunni? „Ég er í vinnunni já.“ Við vorum ekkert á því að þú myndir svara, ertu þá ekki byrjaður að dæma? „Jújú, ég er að skrifa hér merkilega dóma Ertu eitthvað í dómssal í dag? „Nei, nei, enda er ég bara í gallabuxum og illa til hafður.“ Það er nú ekkert nýtt. „Að vísu ekki, að vísu ekki, en ég reyni að vera það ekki í dómssalnum. Venjulegur dagur á skrifstofunni En á ekki að gera eitthvað í tilefni dagsins? „Nei, það er ekkert. Þetta verður bara venjulegur dagur hjá mér. Og hvernig er hann? „Ég sit á skrifstofu minni. Ég segi það ekki, ég fer á kaffistofuna og tek einhver leiðindi, en það er bara venjulegur dagur.“ Brynjar er þekktur spaugari.Vísir/Vilhelm Heldurðu að það taki enginn upp á því að koma þér á óvart? „Ég á ekki von á því nei, ég er það illa þokkaður hér.“ En heima hjá þér, konan hlýtur að bíða með eitthvað? „Ekki varð ég var við það í morgun þegar ég vaknaði.“ En færðu einhverjar gjafir? „Nei, ég er bara einstæðingur.“ Þú hefur svarað öllum þessum spurningum neitandi, er eitthvað að þér þá? „Já, sem blasir við öllum.“ Langar ekki til að hætta að vinna strax En að öllu gamni slepptu, þú ert að leysa af er það ekki í héraðsdómi? „Jújú, ég er að því“ Hvenær er það búið? „Um áramótin.“ Og hvað tekur þá við? „Þá bara veit ég það ekki. Og ég er orðinn það fullorðinn að ég get svosem hætt.“ Langar þig það? „Nei, mig langar það ekki. Ég held að ég væri einn af þeim sem myndu bara deyja fljótlega ef ég hætti alveg að vinna. Ég vil geta gert eitthvað, annars væri ég bara í sófanum og farlama á innan við ári,“ segir Brynjar. Brynjar var settur dómari í Héraðsdómi Reykjavíkur í febrúar og mun sitja í embættinu út árið.Vísir/Vilhelm En fyrir þá sem eru þarna úti að hlusta og vilja koma þér á óvart, hver er uppáhalds maturinn þinn? „Það eru hrossabjúgur með uppstúf,“ segir hann. Til hamingju með afmælið en ég veit samt ekki hvort að maður eins og þú ætti hreinlega að eiga afmæli. „Nei, ég hef aldrei verið afmælisbarn. Ég hélt ekki upp á afmæli þegar ég var barn og mér finnst þau frekar óþörf,“ segir hann.
Grín og gaman Bítið Tímamót Mest lesið Jólatónleikar eru ekki tónlist. Þeir eru neyðaraðgerð Gagnrýni Þetta gúggluðu Íslendingar á árinu Lífið Ráðherra tekur sjálfur viðtöl Menning „Það eru forréttindi að eiga systur með Downs“ Lífið Afþakka miðann til Vínar vinni þeir undankeppnina Tónlist Hvert er mest óþolandi orð íslenskunnar? Menning Pulp Fiction leikarinn Peter Greene látinn Bíó og sjónvarp Ein áhrifamesta grínleikkona Hollywood á lausu Lífið Fréttatía vikunnar: Afsökunarbeiðni, fréttastef og blaðamannafundur Lífið Dick van Dyke á hundrað ára afmæli Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Ein áhrifamesta grínleikkona Hollywood á lausu „Það eru forréttindi að eiga systur með Downs“ Fréttatía vikunnar: Afsökunarbeiðni, fréttastef og blaðamannafundur Þetta gúggluðu Íslendingar á árinu Klámleikkona slapp með sekt og brottvísun Grunaði strax að ókunnugur maður væri faðir vinkonu sinnar Róbert hættur við að mæta í hlaðvarp vegna viðtals við Albert Sannir Finnar lýsa yfir stuðningi við slaufuðu fegurðardrottninguna Innlit í glænýja mathöll í Smáralindinni Hanskar Gunna Nels, árituð ManU-treyja og Elli Egils á uppboði Húsið fallega í Eyjum komið langt á veg Sigurvegari Eurovision skilar bikarnum Krökkt af kempum í útgáfuhófi Óla Jó Framkvæmdastjóri Eurovision bregst við ákvörðun Íslands Svipt krúnunni eftir að hafa gert sig skáeygða Spígsporandi górilla á fyndnustu dýralífsmynd ársins Tóku áskoruninni og Joey Christ sver af sér sviðsetningu Opnar sig loksins um sambandið umtalaða Þetta þykja flottustu jólaskreytingarnar í miðborginni Listaverkin í World Class sem gjarnan hafa verið á milli tannanna á fólki Hvert er burðarþol íslensks almennings fyrir kjaftæði? Sjö tilnefndir til Íslensku þýðingarverðlaunanna Stærstu stjörnubrúðkaupin á árinu Skorar HúbbaBúbba á hólm: „Sá sem tapar þarf að hætta að gefa út tónlist“ Fannar og Snorri slógust þar til þeir stóðu nánast naktir eftir Höfundur Kaupalkabókanna látinn „Myndi gjarnan vilja að barnið mitt færi líka í heimsókn í mosku“ Einn tenóranna þriggja með tónleika í Hörpu í mars Alltaf til í flipp en nennir ekki að borða vondan mat „Ég nenni ekki að hlusta á 7. október rökstuðninginn enn og aftur“ Sjá meira