Afmælisdagurinn bara „venjulegur dagur“ og á ekki von á gjöfum Magnús Jochum Pálsson skrifar 1. september 2025 14:06 Brynjar Níelsson var samfellt á Alþingi frá 2013 til 2021 og kom svo aftur inn frá febrúar til apríl 2023 sem varaþingmaður. Vísir/Vilhelm Brynjar Níelsson, dómari við Héraðsdóm Reykjavíkur og fyrrverandi þingmaður, ætlar ekki að halda upp á 65 ára afmælið sitt í dag, á ekki von á neinum óvæntum glaðningum og býst ekki við neinum gjöfum. Dagurinn í dag sé eins og hver annar á skrifstofunni. Brynjar á afmæli í dag og af því tilefni hringdu Heimir Karlsson og Lilja Katrín í afmælisbarnið í Bítinu í morgun, sungu fyrir hann afmælissönginn og ræddu við hann um afmælið. Nú eru ekki nema tvö ár þar til þú færð frítt í Strætó. „Takk fyrir að minna á það,“ sagði Brynjar. Hlakkarðu ekki til? „Jú, ég hlakka til,“ sagði hann. Ertu í vinnunni? „Ég er í vinnunni já.“ Við vorum ekkert á því að þú myndir svara, ertu þá ekki byrjaður að dæma? „Jújú, ég er að skrifa hér merkilega dóma Ertu eitthvað í dómssal í dag? „Nei, nei, enda er ég bara í gallabuxum og illa til hafður.“ Það er nú ekkert nýtt. „Að vísu ekki, að vísu ekki, en ég reyni að vera það ekki í dómssalnum. Venjulegur dagur á skrifstofunni En á ekki að gera eitthvað í tilefni dagsins? „Nei, það er ekkert. Þetta verður bara venjulegur dagur hjá mér. Og hvernig er hann? „Ég sit á skrifstofu minni. Ég segi það ekki, ég fer á kaffistofuna og tek einhver leiðindi, en það er bara venjulegur dagur.“ Brynjar er þekktur spaugari.Vísir/Vilhelm Heldurðu að það taki enginn upp á því að koma þér á óvart? „Ég á ekki von á því nei, ég er það illa þokkaður hér.“ En heima hjá þér, konan hlýtur að bíða með eitthvað? „Ekki varð ég var við það í morgun þegar ég vaknaði.“ En færðu einhverjar gjafir? „Nei, ég er bara einstæðingur.“ Þú hefur svarað öllum þessum spurningum neitandi, er eitthvað að þér þá? „Já, sem blasir við öllum.“ Langar ekki til að hætta að vinna strax En að öllu gamni slepptu, þú ert að leysa af er það ekki í héraðsdómi? „Jújú, ég er að því“ Hvenær er það búið? „Um áramótin.“ Og hvað tekur þá við? „Þá bara veit ég það ekki. Og ég er orðinn það fullorðinn að ég get svosem hætt.“ Langar þig það? „Nei, mig langar það ekki. Ég held að ég væri einn af þeim sem myndu bara deyja fljótlega ef ég hætti alveg að vinna. Ég vil geta gert eitthvað, annars væri ég bara í sófanum og farlama á innan við ári,“ segir Brynjar. Brynjar var settur dómari í Héraðsdómi Reykjavíkur í febrúar og mun sitja í embættinu út árið.Vísir/Vilhelm En fyrir þá sem eru þarna úti að hlusta og vilja koma þér á óvart, hver er uppáhalds maturinn þinn? „Það eru hrossabjúgur með uppstúf,“ segir hann. Til hamingju með afmælið en ég veit samt ekki hvort að maður eins og þú ætti hreinlega að eiga afmæli. „Nei, ég hef aldrei verið afmælisbarn. Ég hélt ekki upp á afmæli þegar ég var barn og mér finnst þau frekar óþörf,“ segir hann. Grín og gaman Bítið Tímamót Mest lesið Klæðist því sem eykur sjálfstraustið Tíska og hönnun Kynlífssena sautján ára stúlku hafi splundrað samstarfi bræðranna Bíó og sjónvarp Steinunn Ólína í „friðarinnlögn“ með kæró Lífið Bríet og Pálmi takast á fyrir dómstólum Lífið Omam gerir góðverk Lífið Eins og gangandi beinagrindur með húðflygsur á sér Lífið Skilar ánægðara starfsfólki Menning Tíminn og vatnið frumsýnd á Sundance: „Viska afa í Teigó sigraði hjörtu þeirra“ Bíó og sjónvarp Palli og Edgar fagna sambandsafmæli Lífið Tónlistarmyndband ársins Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Palli og Edgar fagna sambandsafmæli Steinunn Ólína í „friðarinnlögn“ með kæró Kepptu í því að kveikja eld og klifra upp klifurturn Ráðherrann brunar af þingfundi til að horfa á leikinn Á móti vasapeningum og gæfi barni aldrei debetkort Sweeney í vanda fyrir að klæða Hollywood-skiltið í brjóstahaldara Í öndunarvél eftir blóðeitrun Eins og gangandi beinagrindur með húðflygsur á sér Draugur Lilju svífur yfir vötnum Þórdís og Júlí eiga von á öðru barni Gengst við geðhvarfasýki og biðst afsökunar: „Hlutirnir urðu verri því lengur sem ég hundsaði vandamálið“ Forritara stærðfræðileiks tekið eins og rokkstjörnu „Amma sagði alltaf að við værum líkir“ Kristrún, Sólrún Diego og Jón Jónsson sáu Galdrakarlinn í Oz Fréttatían: Pólitíkin, flug og söngleikir Sveppi þvoði hnausþykkt hár Eiðs Smára Féll eftir tuttugu ára edrúmennsku Ragga Theó fann ástina hjá Davíð Þór Ólst upp með lítið á milli handanna og fór ung að vinna í fiski Stjörnulífið: Fáklædd í fimbulkulda Bríet og Pálmi takast á fyrir dómstólum „Er eðlilegt að kynlíf taki af mér stjórn og að ég sé upptekinn af kynlífi flesta daga?“ Gisti þar sem Verdi andaðist fyrir hreina tilviljun Dagurinn þegar Bessastaðatjörn varð vettvangur harmleiks Gæti vaknað einn daginn og ætlað á þing Kannast ekki við að vera genginn til liðs við Samfylkinguna „Sílíkon er eitthvað sem mun fara með mér í gröfina“ Aron Can og Erna selja en elska eldhúsbúrið Brúðurin hljóp grátandi út áður en Victoria dansaði við Brooklyn Fyrrverandi bassaleikari Scorpions látinn Sjá meira
Brynjar á afmæli í dag og af því tilefni hringdu Heimir Karlsson og Lilja Katrín í afmælisbarnið í Bítinu í morgun, sungu fyrir hann afmælissönginn og ræddu við hann um afmælið. Nú eru ekki nema tvö ár þar til þú færð frítt í Strætó. „Takk fyrir að minna á það,“ sagði Brynjar. Hlakkarðu ekki til? „Jú, ég hlakka til,“ sagði hann. Ertu í vinnunni? „Ég er í vinnunni já.“ Við vorum ekkert á því að þú myndir svara, ertu þá ekki byrjaður að dæma? „Jújú, ég er að skrifa hér merkilega dóma Ertu eitthvað í dómssal í dag? „Nei, nei, enda er ég bara í gallabuxum og illa til hafður.“ Það er nú ekkert nýtt. „Að vísu ekki, að vísu ekki, en ég reyni að vera það ekki í dómssalnum. Venjulegur dagur á skrifstofunni En á ekki að gera eitthvað í tilefni dagsins? „Nei, það er ekkert. Þetta verður bara venjulegur dagur hjá mér. Og hvernig er hann? „Ég sit á skrifstofu minni. Ég segi það ekki, ég fer á kaffistofuna og tek einhver leiðindi, en það er bara venjulegur dagur.“ Brynjar er þekktur spaugari.Vísir/Vilhelm Heldurðu að það taki enginn upp á því að koma þér á óvart? „Ég á ekki von á því nei, ég er það illa þokkaður hér.“ En heima hjá þér, konan hlýtur að bíða með eitthvað? „Ekki varð ég var við það í morgun þegar ég vaknaði.“ En færðu einhverjar gjafir? „Nei, ég er bara einstæðingur.“ Þú hefur svarað öllum þessum spurningum neitandi, er eitthvað að þér þá? „Já, sem blasir við öllum.“ Langar ekki til að hætta að vinna strax En að öllu gamni slepptu, þú ert að leysa af er það ekki í héraðsdómi? „Jújú, ég er að því“ Hvenær er það búið? „Um áramótin.“ Og hvað tekur þá við? „Þá bara veit ég það ekki. Og ég er orðinn það fullorðinn að ég get svosem hætt.“ Langar þig það? „Nei, mig langar það ekki. Ég held að ég væri einn af þeim sem myndu bara deyja fljótlega ef ég hætti alveg að vinna. Ég vil geta gert eitthvað, annars væri ég bara í sófanum og farlama á innan við ári,“ segir Brynjar. Brynjar var settur dómari í Héraðsdómi Reykjavíkur í febrúar og mun sitja í embættinu út árið.Vísir/Vilhelm En fyrir þá sem eru þarna úti að hlusta og vilja koma þér á óvart, hver er uppáhalds maturinn þinn? „Það eru hrossabjúgur með uppstúf,“ segir hann. Til hamingju með afmælið en ég veit samt ekki hvort að maður eins og þú ætti hreinlega að eiga afmæli. „Nei, ég hef aldrei verið afmælisbarn. Ég hélt ekki upp á afmæli þegar ég var barn og mér finnst þau frekar óþörf,“ segir hann.
Grín og gaman Bítið Tímamót Mest lesið Klæðist því sem eykur sjálfstraustið Tíska og hönnun Kynlífssena sautján ára stúlku hafi splundrað samstarfi bræðranna Bíó og sjónvarp Steinunn Ólína í „friðarinnlögn“ með kæró Lífið Bríet og Pálmi takast á fyrir dómstólum Lífið Omam gerir góðverk Lífið Eins og gangandi beinagrindur með húðflygsur á sér Lífið Skilar ánægðara starfsfólki Menning Tíminn og vatnið frumsýnd á Sundance: „Viska afa í Teigó sigraði hjörtu þeirra“ Bíó og sjónvarp Palli og Edgar fagna sambandsafmæli Lífið Tónlistarmyndband ársins Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Palli og Edgar fagna sambandsafmæli Steinunn Ólína í „friðarinnlögn“ með kæró Kepptu í því að kveikja eld og klifra upp klifurturn Ráðherrann brunar af þingfundi til að horfa á leikinn Á móti vasapeningum og gæfi barni aldrei debetkort Sweeney í vanda fyrir að klæða Hollywood-skiltið í brjóstahaldara Í öndunarvél eftir blóðeitrun Eins og gangandi beinagrindur með húðflygsur á sér Draugur Lilju svífur yfir vötnum Þórdís og Júlí eiga von á öðru barni Gengst við geðhvarfasýki og biðst afsökunar: „Hlutirnir urðu verri því lengur sem ég hundsaði vandamálið“ Forritara stærðfræðileiks tekið eins og rokkstjörnu „Amma sagði alltaf að við værum líkir“ Kristrún, Sólrún Diego og Jón Jónsson sáu Galdrakarlinn í Oz Fréttatían: Pólitíkin, flug og söngleikir Sveppi þvoði hnausþykkt hár Eiðs Smára Féll eftir tuttugu ára edrúmennsku Ragga Theó fann ástina hjá Davíð Þór Ólst upp með lítið á milli handanna og fór ung að vinna í fiski Stjörnulífið: Fáklædd í fimbulkulda Bríet og Pálmi takast á fyrir dómstólum „Er eðlilegt að kynlíf taki af mér stjórn og að ég sé upptekinn af kynlífi flesta daga?“ Gisti þar sem Verdi andaðist fyrir hreina tilviljun Dagurinn þegar Bessastaðatjörn varð vettvangur harmleiks Gæti vaknað einn daginn og ætlað á þing Kannast ekki við að vera genginn til liðs við Samfylkinguna „Sílíkon er eitthvað sem mun fara með mér í gröfina“ Aron Can og Erna selja en elska eldhúsbúrið Brúðurin hljóp grátandi út áður en Victoria dansaði við Brooklyn Fyrrverandi bassaleikari Scorpions látinn Sjá meira
Gengst við geðhvarfasýki og biðst afsökunar: „Hlutirnir urðu verri því lengur sem ég hundsaði vandamálið“