„Höfum þurft að grafa djúpt til að finna leiðina að sigri“ Ólafur Þór Jónsson skrifar 31. ágúst 2025 22:47 Rúnar Kristinsson er þjálfari Fram Vísir/Diego Rúnar Kristinsson þjálfari Fram var að vonum kátur með sigur sinna manna á toppliði Vals í 21. Umferð Bestu deildarinnar í kvöld. Fram skoraði tvö mörk í seinni hálfleik og unnu þar með 2-1 sigur en það var fyrsti sigur liðsins frá 5. Júlí síðastliðnum. Rúnar viðurkenndi í samtali við Vísi eftir leik að það væri mikill léttir að ná í sigurinn en það væri ekki einu tilfinningarnar eftir leikinn. „Menn vilja mikið tala um hvað er langt síðan við unnum síðast en lítið talað um hvað við vorum lengi ósigraðir. Það er jákvæðari frétt en þessi neikvæða hlið sem þú ert að draga upp. Frábær og nauðsynlegur sigur. Höfum þurft að grafa djúpt til að finna réttu leiðina til að vinna leik.“ Sagði Rúnar og bætti við: „Það er kannski asnalegt að segja það en mér finnst við hafa spilað mjög vel í langan tíma án þess að fá eitthvað útúr því. Við risum í dag eftir vont tap gegn KA. Fórum aðeins í skotgrafirnar, vörðumst ofboðslega vel og þegar við vorum með boltann vorum við að færa hann á milli okkar. Skorum tvö mörk og vinnum leikinn ekkert sérstaklega ósanngjarnt.“ Eins og fyrr segir skoraði Fram bæði mörk sín í seinni hálfleik en þrátt fyrir það var Rúnar ekki á því að mikill munur hafi verið á frammistöðunni milli hálfleika. „Bara þetta glæsimark frá Aron Jó sem skildi liðin af í hálfleik. Við eigum fullt af hættulegum fyrirgjöfum og sóknum sem við hefðum getað gert betur. Mér fannst við fínir og við töluðum um það í hálfleik að halda áfram sem við vorum að gera vel.“ sagði Rúnar og bætti við um stöðuna í töfluna eftir leik en Fram stökk í 6. Sæti með sigrinum. „Þessi deild er búin að vera svo ofboðslega skrýtin í sumar og er enn. Þetta er þéttur pakki. Nú er bara hreinn úrslitaleikur framundan gegn FH um sæti í efri hlutanum. Sá leikur ræður úrslitum fyrir okkur, ef við vinnum þá fáum við að taka þátt í efri hlutanum en tap þýðir líklega að við verðum að horfa niður fyrir okkur. Það er stutt á milli í þessu, gætum lent í gríðarlegri fallbaráttu ef við gerum ekki vel í næsta leik.“ Framundan er landsleikjahlé fyrir lokaumferðina fyrir tvískiptinguna. Rúnar hafði ekki áhyggjur af því að halda mönnum á tánum þennan tíma. „Menn þurfa að fá eitthvað frí til að hvíla sig og safna orku. Tökum næstu helgi í frí og svo heil vika í undirbúning fyrir leikinn gegn FH. Þegar menn sjá þetta núna fyrir sér, erum búnir að vera í efri hlutanum allt tímabilið á mjög góðum stað. Svo töpum við þremur í röð og dettum þá niður töfluna en nú erum við komnir aftur þarna inn.“ Sagði Rúnar og bætti við að lokum: „Ég held að menn viti alveg hvað það þýðir að taka þátt í efri hlutanum frekar en í neðri. Við vorum þar í fyrra en viljum ekki vera þar aftur. Við höfum metnað til að gera betur en í fyrra.“ Besta deild karla Valur Fram Mest lesið Sauð á Degi sem lét þá sem ráða heyra það Handbolti Haukur í hópnum gegn Slóvenum Handbolti „Hún er í afneitun“ Sport Tekur Ómar hlutverki fyrirliða Íslands of alvarlega? Handbolti Hver er staðan og hvað tekur við? Handbolti Daninn leggur orð í belg eftir gagnrýni Dags og Gísla Þorgeirs Handbolti Slóvenía - Ísland | Allra síðasti séns Handbolti Skotið sem geigaði og breytti öllu fyrir Ísland Handbolti Íslendingar bregðast við stórtíðindum kvöldsins: „Takk fyrir Jesú“ Handbolti Elvar skráður inn á EM Handbolti Fleiri fréttir Allt undir á lokakvöldi: Sex ensk lið gætu farið beint í 16-liða úrslit Varafyrirliða FH sagt að finna sér nýtt félag Víkingur og Valur mætast í úrslitum Reykjavíkurmótsins Hlín á láni til Fiorentina FH selur Sigurð Bjart til Spánar Sjáðu laglega afgreiðslu hins sjóðheita Barrys Sjóðheitur Dorgu frá í um tíu vikur Börsungar ósáttir eftir að PSG náði táningi frá þeim Barry bjargaði stigi fyrir Everton Berglind Björg ólétt Fram fær liðsstyrk úr Mosó og markvörðurinn framlengir Kristall snýr aftur „þroskaðri og fullorðnari“ Sagðir borga 200 milljónir fyrir Kristal Mána Ekki gerst hjá Arsenal í átján ár Sjáðu draumamark Dorgu og öll hin í sigri United á Arsenal Hákon í leikbanni og Lille steinlá á heimavelli Orri sneri aftur eftir meiðsli Varamaðurinn tryggði United sigur gegn Arsenal Sjáðu Yamal skora „besta mark tímabilsins“ Tókst bara að jafna gegn tíu mönnum í toppslagnum Logi skoraði sjálfsmark í sigri Mikael Egill fagnaði endurkomusigri Aston Villa lifði af orrahríð fyrir norðan og náði Manchester City Heiðdís leggur skóna á hilluna Hlín utan hóps er Lehmann kom að marki í fyrsta leik Estevao með mark og stoðsendingu gegn lánlausu Palace liði Ásdís Karen lagði upp í öruggum sigri gegn botnliðinu Sjáðu alla dramatíkina úr enska boltanum Mbappé skaut Real Madrid upp í toppsætið Van Dijk segir að það hafi „klárlega verið brotið á sér“ í sigurmarkinu Sjá meira
Fram skoraði tvö mörk í seinni hálfleik og unnu þar með 2-1 sigur en það var fyrsti sigur liðsins frá 5. Júlí síðastliðnum. Rúnar viðurkenndi í samtali við Vísi eftir leik að það væri mikill léttir að ná í sigurinn en það væri ekki einu tilfinningarnar eftir leikinn. „Menn vilja mikið tala um hvað er langt síðan við unnum síðast en lítið talað um hvað við vorum lengi ósigraðir. Það er jákvæðari frétt en þessi neikvæða hlið sem þú ert að draga upp. Frábær og nauðsynlegur sigur. Höfum þurft að grafa djúpt til að finna réttu leiðina til að vinna leik.“ Sagði Rúnar og bætti við: „Það er kannski asnalegt að segja það en mér finnst við hafa spilað mjög vel í langan tíma án þess að fá eitthvað útúr því. Við risum í dag eftir vont tap gegn KA. Fórum aðeins í skotgrafirnar, vörðumst ofboðslega vel og þegar við vorum með boltann vorum við að færa hann á milli okkar. Skorum tvö mörk og vinnum leikinn ekkert sérstaklega ósanngjarnt.“ Eins og fyrr segir skoraði Fram bæði mörk sín í seinni hálfleik en þrátt fyrir það var Rúnar ekki á því að mikill munur hafi verið á frammistöðunni milli hálfleika. „Bara þetta glæsimark frá Aron Jó sem skildi liðin af í hálfleik. Við eigum fullt af hættulegum fyrirgjöfum og sóknum sem við hefðum getað gert betur. Mér fannst við fínir og við töluðum um það í hálfleik að halda áfram sem við vorum að gera vel.“ sagði Rúnar og bætti við um stöðuna í töfluna eftir leik en Fram stökk í 6. Sæti með sigrinum. „Þessi deild er búin að vera svo ofboðslega skrýtin í sumar og er enn. Þetta er þéttur pakki. Nú er bara hreinn úrslitaleikur framundan gegn FH um sæti í efri hlutanum. Sá leikur ræður úrslitum fyrir okkur, ef við vinnum þá fáum við að taka þátt í efri hlutanum en tap þýðir líklega að við verðum að horfa niður fyrir okkur. Það er stutt á milli í þessu, gætum lent í gríðarlegri fallbaráttu ef við gerum ekki vel í næsta leik.“ Framundan er landsleikjahlé fyrir lokaumferðina fyrir tvískiptinguna. Rúnar hafði ekki áhyggjur af því að halda mönnum á tánum þennan tíma. „Menn þurfa að fá eitthvað frí til að hvíla sig og safna orku. Tökum næstu helgi í frí og svo heil vika í undirbúning fyrir leikinn gegn FH. Þegar menn sjá þetta núna fyrir sér, erum búnir að vera í efri hlutanum allt tímabilið á mjög góðum stað. Svo töpum við þremur í röð og dettum þá niður töfluna en nú erum við komnir aftur þarna inn.“ Sagði Rúnar og bætti við að lokum: „Ég held að menn viti alveg hvað það þýðir að taka þátt í efri hlutanum frekar en í neðri. Við vorum þar í fyrra en viljum ekki vera þar aftur. Við höfum metnað til að gera betur en í fyrra.“
Besta deild karla Valur Fram Mest lesið Sauð á Degi sem lét þá sem ráða heyra það Handbolti Haukur í hópnum gegn Slóvenum Handbolti „Hún er í afneitun“ Sport Tekur Ómar hlutverki fyrirliða Íslands of alvarlega? Handbolti Hver er staðan og hvað tekur við? Handbolti Daninn leggur orð í belg eftir gagnrýni Dags og Gísla Þorgeirs Handbolti Slóvenía - Ísland | Allra síðasti séns Handbolti Skotið sem geigaði og breytti öllu fyrir Ísland Handbolti Íslendingar bregðast við stórtíðindum kvöldsins: „Takk fyrir Jesú“ Handbolti Elvar skráður inn á EM Handbolti Fleiri fréttir Allt undir á lokakvöldi: Sex ensk lið gætu farið beint í 16-liða úrslit Varafyrirliða FH sagt að finna sér nýtt félag Víkingur og Valur mætast í úrslitum Reykjavíkurmótsins Hlín á láni til Fiorentina FH selur Sigurð Bjart til Spánar Sjáðu laglega afgreiðslu hins sjóðheita Barrys Sjóðheitur Dorgu frá í um tíu vikur Börsungar ósáttir eftir að PSG náði táningi frá þeim Barry bjargaði stigi fyrir Everton Berglind Björg ólétt Fram fær liðsstyrk úr Mosó og markvörðurinn framlengir Kristall snýr aftur „þroskaðri og fullorðnari“ Sagðir borga 200 milljónir fyrir Kristal Mána Ekki gerst hjá Arsenal í átján ár Sjáðu draumamark Dorgu og öll hin í sigri United á Arsenal Hákon í leikbanni og Lille steinlá á heimavelli Orri sneri aftur eftir meiðsli Varamaðurinn tryggði United sigur gegn Arsenal Sjáðu Yamal skora „besta mark tímabilsins“ Tókst bara að jafna gegn tíu mönnum í toppslagnum Logi skoraði sjálfsmark í sigri Mikael Egill fagnaði endurkomusigri Aston Villa lifði af orrahríð fyrir norðan og náði Manchester City Heiðdís leggur skóna á hilluna Hlín utan hóps er Lehmann kom að marki í fyrsta leik Estevao með mark og stoðsendingu gegn lánlausu Palace liði Ásdís Karen lagði upp í öruggum sigri gegn botnliðinu Sjáðu alla dramatíkina úr enska boltanum Mbappé skaut Real Madrid upp í toppsætið Van Dijk segir að það hafi „klárlega verið brotið á sér“ í sigurmarkinu Sjá meira