„Höfum þurft að grafa djúpt til að finna leiðina að sigri“ Ólafur Þór Jónsson skrifar 31. ágúst 2025 22:47 Rúnar Kristinsson er þjálfari Fram Vísir/Diego Rúnar Kristinsson þjálfari Fram var að vonum kátur með sigur sinna manna á toppliði Vals í 21. Umferð Bestu deildarinnar í kvöld. Fram skoraði tvö mörk í seinni hálfleik og unnu þar með 2-1 sigur en það var fyrsti sigur liðsins frá 5. Júlí síðastliðnum. Rúnar viðurkenndi í samtali við Vísi eftir leik að það væri mikill léttir að ná í sigurinn en það væri ekki einu tilfinningarnar eftir leikinn. „Menn vilja mikið tala um hvað er langt síðan við unnum síðast en lítið talað um hvað við vorum lengi ósigraðir. Það er jákvæðari frétt en þessi neikvæða hlið sem þú ert að draga upp. Frábær og nauðsynlegur sigur. Höfum þurft að grafa djúpt til að finna réttu leiðina til að vinna leik.“ Sagði Rúnar og bætti við: „Það er kannski asnalegt að segja það en mér finnst við hafa spilað mjög vel í langan tíma án þess að fá eitthvað útúr því. Við risum í dag eftir vont tap gegn KA. Fórum aðeins í skotgrafirnar, vörðumst ofboðslega vel og þegar við vorum með boltann vorum við að færa hann á milli okkar. Skorum tvö mörk og vinnum leikinn ekkert sérstaklega ósanngjarnt.“ Eins og fyrr segir skoraði Fram bæði mörk sín í seinni hálfleik en þrátt fyrir það var Rúnar ekki á því að mikill munur hafi verið á frammistöðunni milli hálfleika. „Bara þetta glæsimark frá Aron Jó sem skildi liðin af í hálfleik. Við eigum fullt af hættulegum fyrirgjöfum og sóknum sem við hefðum getað gert betur. Mér fannst við fínir og við töluðum um það í hálfleik að halda áfram sem við vorum að gera vel.“ sagði Rúnar og bætti við um stöðuna í töfluna eftir leik en Fram stökk í 6. Sæti með sigrinum. „Þessi deild er búin að vera svo ofboðslega skrýtin í sumar og er enn. Þetta er þéttur pakki. Nú er bara hreinn úrslitaleikur framundan gegn FH um sæti í efri hlutanum. Sá leikur ræður úrslitum fyrir okkur, ef við vinnum þá fáum við að taka þátt í efri hlutanum en tap þýðir líklega að við verðum að horfa niður fyrir okkur. Það er stutt á milli í þessu, gætum lent í gríðarlegri fallbaráttu ef við gerum ekki vel í næsta leik.“ Framundan er landsleikjahlé fyrir lokaumferðina fyrir tvískiptinguna. Rúnar hafði ekki áhyggjur af því að halda mönnum á tánum þennan tíma. „Menn þurfa að fá eitthvað frí til að hvíla sig og safna orku. Tökum næstu helgi í frí og svo heil vika í undirbúning fyrir leikinn gegn FH. Þegar menn sjá þetta núna fyrir sér, erum búnir að vera í efri hlutanum allt tímabilið á mjög góðum stað. Svo töpum við þremur í röð og dettum þá niður töfluna en nú erum við komnir aftur þarna inn.“ Sagði Rúnar og bætti við að lokum: „Ég held að menn viti alveg hvað það þýðir að taka þátt í efri hlutanum frekar en í neðri. Við vorum þar í fyrra en viljum ekki vera þar aftur. Við höfum metnað til að gera betur en í fyrra.“ Besta deild karla Valur Fram Mest lesið Bíll Shaquille O'Neal enn ófundinn Körfubolti Fluttu fréttir af snjónum í Reykjavík Fótbolti Formaðurinn hjálpaði til við að moka völlinn Fótbolti Búið að finna leiðina til að pirra og vinna Liverpool Enski boltinn Epicbet sýni handboltann í leyfisleysi: „Enda ólöglegar síður“ Handbolti Snjóbræðslukerfi Þróttar kom KSÍ til bjargar Fótbolti Tölur úr Bestu 2025: Klúðraði langflestum dauðafærum í sumar Íslenski boltinn Segja spurningar vakna um stöðu Elísabetar Fótbolti Óskar Hrafn fer ekki fet Íslenski boltinn Litu á hann sem risaeðlu en sjáið hvað er í tísku núna Enski boltinn Fleiri fréttir Arteta fyrstur stjóranna á fætur Ísland - Norður-Írland | Snjórinn farinn og slegist um sæti í A-deild Þorsteinn breytir engu á milli leikja Snjóbræðslukerfi Þróttar kom KSÍ til bjargar Tölur úr Bestu 2025: Klúðraði langflestum dauðafærum í sumar Segja spurningar vakna um stöðu Elísabetar Litu á hann sem risaeðlu en sjáið hvað er í tísku núna Formaðurinn hjálpaði til við að moka völlinn Formenn sambandanna hjálpuðu við að moka völlinn Real Madrid mun ekki refsa Vinícius Júnior Fluttu fréttir af snjónum í Reykjavík Sýknaður í alvarlegu ofbeldismáli Búið að finna leiðina til að pirra og vinna Liverpool Sú leikjahæsta leggur skóna á hilluna og klárar læknanámið Stuðningsmaður RB Leipzig lést á bikarleiknum í gærkvöldi Arteta óttast ekki að keppinautarnir steli undrabarninu frá honum FH bíður með að tilkynna nýjan þjálfara Óskar Hrafn fer ekki fet Spánn og Þýskaland mætast í úrslitum Anguissa hetja meistaranna Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford flaug áfram Jón Dagur gulltryggði sigurinn með sínu fyrsta marki Leikið á Þróttaravelli á miðvikudag Vinícius Júnior íhugar að yfirgefa Real Madríd Kaupir sér tveggja milljarða króna hús Alexander Máni með fimm mörk í tveimur leikjum og Ísland áfram Birnir frá Akureyri í Garðabæ Klobbaði íslensku strákana og fór á flug á netmiðlum Hættir með Fram Landsliðskonur aðstoðuðu ökumenn í vanda Sjá meira
Fram skoraði tvö mörk í seinni hálfleik og unnu þar með 2-1 sigur en það var fyrsti sigur liðsins frá 5. Júlí síðastliðnum. Rúnar viðurkenndi í samtali við Vísi eftir leik að það væri mikill léttir að ná í sigurinn en það væri ekki einu tilfinningarnar eftir leikinn. „Menn vilja mikið tala um hvað er langt síðan við unnum síðast en lítið talað um hvað við vorum lengi ósigraðir. Það er jákvæðari frétt en þessi neikvæða hlið sem þú ert að draga upp. Frábær og nauðsynlegur sigur. Höfum þurft að grafa djúpt til að finna réttu leiðina til að vinna leik.“ Sagði Rúnar og bætti við: „Það er kannski asnalegt að segja það en mér finnst við hafa spilað mjög vel í langan tíma án þess að fá eitthvað útúr því. Við risum í dag eftir vont tap gegn KA. Fórum aðeins í skotgrafirnar, vörðumst ofboðslega vel og þegar við vorum með boltann vorum við að færa hann á milli okkar. Skorum tvö mörk og vinnum leikinn ekkert sérstaklega ósanngjarnt.“ Eins og fyrr segir skoraði Fram bæði mörk sín í seinni hálfleik en þrátt fyrir það var Rúnar ekki á því að mikill munur hafi verið á frammistöðunni milli hálfleika. „Bara þetta glæsimark frá Aron Jó sem skildi liðin af í hálfleik. Við eigum fullt af hættulegum fyrirgjöfum og sóknum sem við hefðum getað gert betur. Mér fannst við fínir og við töluðum um það í hálfleik að halda áfram sem við vorum að gera vel.“ sagði Rúnar og bætti við um stöðuna í töfluna eftir leik en Fram stökk í 6. Sæti með sigrinum. „Þessi deild er búin að vera svo ofboðslega skrýtin í sumar og er enn. Þetta er þéttur pakki. Nú er bara hreinn úrslitaleikur framundan gegn FH um sæti í efri hlutanum. Sá leikur ræður úrslitum fyrir okkur, ef við vinnum þá fáum við að taka þátt í efri hlutanum en tap þýðir líklega að við verðum að horfa niður fyrir okkur. Það er stutt á milli í þessu, gætum lent í gríðarlegri fallbaráttu ef við gerum ekki vel í næsta leik.“ Framundan er landsleikjahlé fyrir lokaumferðina fyrir tvískiptinguna. Rúnar hafði ekki áhyggjur af því að halda mönnum á tánum þennan tíma. „Menn þurfa að fá eitthvað frí til að hvíla sig og safna orku. Tökum næstu helgi í frí og svo heil vika í undirbúning fyrir leikinn gegn FH. Þegar menn sjá þetta núna fyrir sér, erum búnir að vera í efri hlutanum allt tímabilið á mjög góðum stað. Svo töpum við þremur í röð og dettum þá niður töfluna en nú erum við komnir aftur þarna inn.“ Sagði Rúnar og bætti við að lokum: „Ég held að menn viti alveg hvað það þýðir að taka þátt í efri hlutanum frekar en í neðri. Við vorum þar í fyrra en viljum ekki vera þar aftur. Við höfum metnað til að gera betur en í fyrra.“
Besta deild karla Valur Fram Mest lesið Bíll Shaquille O'Neal enn ófundinn Körfubolti Fluttu fréttir af snjónum í Reykjavík Fótbolti Formaðurinn hjálpaði til við að moka völlinn Fótbolti Búið að finna leiðina til að pirra og vinna Liverpool Enski boltinn Epicbet sýni handboltann í leyfisleysi: „Enda ólöglegar síður“ Handbolti Snjóbræðslukerfi Þróttar kom KSÍ til bjargar Fótbolti Tölur úr Bestu 2025: Klúðraði langflestum dauðafærum í sumar Íslenski boltinn Segja spurningar vakna um stöðu Elísabetar Fótbolti Óskar Hrafn fer ekki fet Íslenski boltinn Litu á hann sem risaeðlu en sjáið hvað er í tísku núna Enski boltinn Fleiri fréttir Arteta fyrstur stjóranna á fætur Ísland - Norður-Írland | Snjórinn farinn og slegist um sæti í A-deild Þorsteinn breytir engu á milli leikja Snjóbræðslukerfi Þróttar kom KSÍ til bjargar Tölur úr Bestu 2025: Klúðraði langflestum dauðafærum í sumar Segja spurningar vakna um stöðu Elísabetar Litu á hann sem risaeðlu en sjáið hvað er í tísku núna Formaðurinn hjálpaði til við að moka völlinn Formenn sambandanna hjálpuðu við að moka völlinn Real Madrid mun ekki refsa Vinícius Júnior Fluttu fréttir af snjónum í Reykjavík Sýknaður í alvarlegu ofbeldismáli Búið að finna leiðina til að pirra og vinna Liverpool Sú leikjahæsta leggur skóna á hilluna og klárar læknanámið Stuðningsmaður RB Leipzig lést á bikarleiknum í gærkvöldi Arteta óttast ekki að keppinautarnir steli undrabarninu frá honum FH bíður með að tilkynna nýjan þjálfara Óskar Hrafn fer ekki fet Spánn og Þýskaland mætast í úrslitum Anguissa hetja meistaranna Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford flaug áfram Jón Dagur gulltryggði sigurinn með sínu fyrsta marki Leikið á Þróttaravelli á miðvikudag Vinícius Júnior íhugar að yfirgefa Real Madríd Kaupir sér tveggja milljarða króna hús Alexander Máni með fimm mörk í tveimur leikjum og Ísland áfram Birnir frá Akureyri í Garðabæ Klobbaði íslensku strákana og fór á flug á netmiðlum Hættir með Fram Landsliðskonur aðstoðuðu ökumenn í vanda Sjá meira