Innlent

Netþrjótar hirða meira en hálfan milljarð og verk­taki bendir á borgina

Vésteinn Örn Pétursson skrifar
Erla Björg Gunnarsdóttir les kvöldfréttirnar á Sýn í kvöld.
Erla Björg Gunnarsdóttir les kvöldfréttirnar á Sýn í kvöld. vísir

Áætlað er að það takist að endurheimta innan við tvö prósent þeirra fjármuna sem netsvikahrappar hafa af fórnarlömbum sínum og sendir eru úr landi. 

Fjallað verður um málið í kvöldfréttum Sýnar í kvöld, en tilkynnt hefur verið um að meiri fjármunum hafi verið stolið með netsvikum það sem af er ári en allt árið í fyrra.

Þá verður rætt við forstjóra verktakafyrirtækis, sem svarar ákalli húsnæðismálaráðherra um að verktakar lækki einfaldlega verð á íbúðum. Hann segir borgaryfirvöld þurfa að axla meiri ábyrgð á þeirri stöðu sem uppi sé á húsnæðismarkaði.

Eins verður rætt við formann Ungra umhverfissinna, sem segir ungt fólk upplifa vanmátt gagnvart andvaraleysi stjórnvalda í umhverfismálum. Ný könnun leiðir í ljós að sífellt færri láti umhverfismál sig varða.

Við verðum í beinni útsendingu frá Mosfellsbæ, þar sem bæjarhátíðinni Í túninu heima lýkur með stórtónleikum í kvöld, og við heyrum frá BMX-brósum, sem hafa flakkað landshorna á milli og skemmt fólki á helstu bæjarhátíðum í allt sumar.

Í sportpakkanum fer Ágúst Orri svo um víðan völl og segir frá EM í körfubolta, Bestu deild karla í fótbolta, formúlunni og enska boltanum.

Þetta og fleira í kvöldfréttum Sýnar, í beinni útsendingu á Sýn, Vísi og Bylgjunni klukkan hálf sjö.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×