Uppgjörið: Twente - Breiðablik 2-0 | Blikar á leið í Evrópubikarinn Sesselja Ósk Gunnarsdóttir skrifar 30. ágúst 2025 16:18 Breiðablik tapaði 2-0 gegn FC Twente í Hollandi í 2. umferð undankeppni Meistaradeildar Evrópu í dag. Ævintýrinu í Evrópu er þó ekki lokið, heldur fer liðið áfram í nýja Evrópukeppni. Twente var með yfirhöndina og hélt boltanum mest allan tímann. Breiðablik lá djúpt og var vel skipulagt varnarlega í fyrri hálfleik. Seinni hálfleikur byrjaði með miklu jafnræði, en á 49. mínútu fékk Twente vítaspyrnu eftir brot Áslaugar Mundu. Markvörður Blika, Katherine Devine, gerði sér lítið fyrir og varði spyrnuna. Á 64. mínútu braut Twente ísinn þegar Sophie Proost skoraði fyrsta mark leiksins. Eftir það tók Twente meira og minna öll völd á vellinum. Blikar áttu erfitt með að komast í gegnum miðju heimsliðsins og gátu lítið ógnað marki þeirra. Jaimy Ravensberger innsiglaði svo sigurinn á 78. mínútu. Hvað þýðir tapið? Breiðablik kemst ekki áfram í umspil um sæti í Meistaradeildinni. Liðið fellur niður í keppni sem heitir Evrópubikarinn, en sú keppni tekur við liðum sem detta snemma úr Meistaradeildinni. Evrópuævintýri Breiðabliks heldur því áfram. Atvik leiksins Þegar Katherine Devine varði víti snemma í seinni hálfleik. Sú varsla hélt Blikum inni í leiknum aðeins lengur. Dómarar Hristiyana Guteva frá Búlgaríu var á flautunni í dag. Henni til aðstoðar voru Pavleta Rashkova frá Búlgaríu og Zoi Papadopoulou frá Grikklandi, svona eins og nafnið gefur til kynna. Aðstoðardómari var Anastasia Mylopoulou, einnig frá Grikklandi. Meistaradeild Evrópu í fótbolta kvenna
Breiðablik tapaði 2-0 gegn FC Twente í Hollandi í 2. umferð undankeppni Meistaradeildar Evrópu í dag. Ævintýrinu í Evrópu er þó ekki lokið, heldur fer liðið áfram í nýja Evrópukeppni. Twente var með yfirhöndina og hélt boltanum mest allan tímann. Breiðablik lá djúpt og var vel skipulagt varnarlega í fyrri hálfleik. Seinni hálfleikur byrjaði með miklu jafnræði, en á 49. mínútu fékk Twente vítaspyrnu eftir brot Áslaugar Mundu. Markvörður Blika, Katherine Devine, gerði sér lítið fyrir og varði spyrnuna. Á 64. mínútu braut Twente ísinn þegar Sophie Proost skoraði fyrsta mark leiksins. Eftir það tók Twente meira og minna öll völd á vellinum. Blikar áttu erfitt með að komast í gegnum miðju heimsliðsins og gátu lítið ógnað marki þeirra. Jaimy Ravensberger innsiglaði svo sigurinn á 78. mínútu. Hvað þýðir tapið? Breiðablik kemst ekki áfram í umspil um sæti í Meistaradeildinni. Liðið fellur niður í keppni sem heitir Evrópubikarinn, en sú keppni tekur við liðum sem detta snemma úr Meistaradeildinni. Evrópuævintýri Breiðabliks heldur því áfram. Atvik leiksins Þegar Katherine Devine varði víti snemma í seinni hálfleik. Sú varsla hélt Blikum inni í leiknum aðeins lengur. Dómarar Hristiyana Guteva frá Búlgaríu var á flautunni í dag. Henni til aðstoðar voru Pavleta Rashkova frá Búlgaríu og Zoi Papadopoulou frá Grikklandi, svona eins og nafnið gefur til kynna. Aðstoðardómari var Anastasia Mylopoulou, einnig frá Grikklandi.
Uppgjörið: Víkingur - Breiðablik 2-2 | Tíu Blikar nældu í sterkt stig á erfiðum útivelli Íslenski boltinn
Uppgjörið: Stjarnan - KA 3-2 | Guðmundur Baldvin fullkomnaði endurkomu Stjörnunnar með flautumarki
Uppgjörið: Víkingur - Breiðablik 2-2 | Tíu Blikar nældu í sterkt stig á erfiðum útivelli Íslenski boltinn