Lífið

Leggst undir hnífinn vegna brjóstakrabbameins og frestar túrnum

Magnús Jochum Pálsson skrifar
Tónlistarkonan Jessie J hefur gengið í gegnum ýmsar heilsufarslegar hremmingar.
Tónlistarkonan Jessie J hefur gengið í gegnum ýmsar heilsufarslegar hremmingar. Getty

Tónlistarkonan Jessie J hefur frestað og fellt niður tónleika á yfirvofandi tónleikaferðalagi sínu um Bretland og Bandaríkin vegna skurðaðgerðar sem hún þarf að gangast undir vegna brjóstakrabbameins.

Hin 37 ára Jessie J, sem heitir réttu nafni Jessica Ellen Cornish, greindi frá því í júní að hún hefði greinst með brjóstakrabbamein og myndi fara í krabbameinsmeðferð við því

Hún átti síðan að fara á tónleikaferðalagið „The No Secrets Tour“ um Bretland og Evrópu í október og um Bandaríkin í nóvember en greindi frá því í myndbandi á Instagram að tónleikunum hefði verið frestað eða þeim aflýst.

„Því miður þarf ég að fara í aðra aðgerð, ekkert mjög alvarlegt, en það þarf að gera það fyrir árslok og því miður lendir það í miðjunni á tónleikaferðalaginu sem ég var búin að bóka,“ sagði hún í myndbandinu.

„Ég er pirruð og leið, en þetta er líka eins og það er, og ég þarf að ná mér, ég þarf að verða heil og ég veit að þetta er rétta ákvörðunin sem þarf að taka,“ sagði hún jafnframt.

„Svo ég er að fresta tónleikaferðalaginu fram á næsta ár.“

Jessie J fór í aðgerð vegna krabbameinsins í júní, ekki liggur fyrir hvort um er að ræða allsherjar brjóstnám en hún sagðist hafa misst mikið hár eftir aðgerðina. Brjóstakrabbameinið eru ekki fyrstu heilsuvandræðin sem Jessie glímir við en hún greindist með hjartagalla átta ár, fékk vægt slag átján ár og missti heyrnina tímabundið árið 2020.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.