„Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 28. ágúst 2025 22:56 Guðmundur Arnar Sigmundsson er forstöðumaður netöryggissveitarinnar CERT-IS, og Sigríður Mogensen er sviðsstjóri hjá Samtökum iðnaðarins. Vísir/Samsett Sviðsstjóri hjá Samtökum iðnaðarins segist furðu lostin yfir ummælum Guðmundar Arnars Sigmundssonar, forstöðumanns netöryggissveitarinnar CERT-IS, um að Ísland sé útsett fyrir rafmyntaþvott glæpamanna. Ummælin séu óábyrgð af hálfu starfsmanns hins opinbera og ekki á rökum reist. Guðmundur Arnar, forstöðumaður netöryggissveitarinnar CERT-IS, sagði í kvöldfréttum Sýnar að íslenska lagaumgjörðin, eftirlitsleysi og ódýr raforka geri Ísland að aðlaðandi kosti fyrir glæpamenn sem vilja þvætta illa fenginn gróða. „Það er náttúrulega ódýr orka hér, auðvelt aðgengi að gagnaverum. Mikil tæknileg geta. Það er boðið upp á góða innviði til þess að stunda svona námugröft í þessum rafmyntaheimi. Það er ekki nein sérstök löggjöf sem tekur á námugreftri í íslenskum gagnaverum og þeir sem reka gagnaverin eru ekkert endilega meðvitaðir um það sem fer fram inn í kerfunum sjálfum,“ sagði hann meðal annars. Raforkuverð jafnvel hærra hér en annars staðar Sigríður Mogensen, sviðsstjóri hjá Samtökum iðnaðarins, hafnar þessum fullyrðingum algjörlega. Þau fari víðast hvar á skjön við sannleikann, byggi á gömlum mýtum og séu til þess fallin að sverta orðstír mikilvægra fyrirtækja sem skili milljörðum í útflutningstekjur. Öll íslensk gagnaver lúti sama regluverki og í samanburðarlöndum okkar enda séu þau öll með starfsemi erlendis. Strangar kröfur séu gerðar á starfsemina og viðskiptavini sem fari allir í gegnum ítarlegt rýniferli. „Einnig viljum við sérstaklega taka það fram að ummæli Guðmundar Arnars um raforkuverð hér á landi eru ekki sannleikanum samkvæm. Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði. Þarna er um að ræða einhverja tíu, tuttugu ára gamla mýtu um að hér sé seld ódýr orka,“ segir Sigríður. Hún segir að ef allt sé tekið með í reikninginn greiði gagnaver hátt verð fyrir sína raforku sé miðað við aðrar atvinnugreinar. Þar að auki geti verðið á raforku verið hærra á Íslandi en í samanburðar- og samkeppnislöndum okkar, þegar öllu er á botninn hvolft. „Gagnaverin þrjú sem starfa bæði á Íslandi og á hinum Norðurlöndunum þekkja það einna best enda eru þau að kaupa raforku bæði á Íslandi og annars staðar,“ segir hún. Sambærilegt regluverk Sigríður segir jafnframt að regluverk um gagnaversiðnaðinn á Íslandi sé sambærilegt því sem sé í gildi í Noregi og öðrum ríkjum evrópska efnahagssvæðisins. Alltaf megi gott bæta en íslensk gagnaver starfi í samræmi við evrópskt regluverk og séu í eigu evrópskra fjárfesta sem geri ríkar kröfur til sinna fjárfestinga og viðskiptavina. „Um er að ræða gríðarlega flott og mikilvæg fyrirtæki fyrir íslenskt hagkerfi sem skapa tugi milljarða í útflutningstekjur fyrir Ísland, verðmæt þekkingar- og tæknistörf. Við erum í raun bara mjög slegin yfir ummælum forstöðumanns netöryggissveitarinnar um þessa grein í heild sinni.“ Ummælin óábyrg Sigríður segir Guðmund Arnar einnig hafa farið með rangt mál í viðtali sínu í Reykjavík síðdegis fyrr í dag en þar sagði hann auðvelt aðgengi að tölvugetu í íslenskum gagnaverum gera Ísland fýsilegan kost peningaþvættara. Þessu hafnar Sigríður. „Íslenskur gagnaversiðnaður er í raun alþjóðlegur. Gagnaverin eru öll með starfsemi í öðrum löndum og það er ekkert öðruvísi farið hér á Íslandi en annars staðar, til dæmis í Svíþjóð, Danmörku eða Finnlandi,“ segir hún. „Við teljum þetta óábyrg ummæli af hálfu opinbers starfsmanns.“ Athugasemd ritstjórnar: Í upphaflegri útgáfu fréttarinnar sagði að netöryggissveitin CERT-IS heyrði undir Fjarskiptastofu. Hið rétta er að hún heyrir nú undir utanríkisráðuneytið í kjölfar breytinga á varnarmálalögum í sumar. Rafmyntir Netöryggi Netglæpir Tækni Orkumál Mest lesið Bovino sendur til Kaliforníu og Leavitt dregur í land Erlent Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni Innlent Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Innlent Lét þingmenn heyra það og sagði Evrópu ekki geta varið sig sjálfa Erlent Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Innlent Starfslokasamningar kostað undirstofnanir fleiri hundruð milljónir Innlent Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Innlent Hundrað ára gamalt hús sem varð myglu að bráð Innlent Franska þingið samþykkti símabann hjá börnum Erlent Evrópusambandið og Indland ganga frá fríverslunarsamningi Erlent Fleiri fréttir Starfslokasamningar kostað undirstofnanir fleiri hundruð milljónir Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Öflugur 92 ára dósa og plast plokkari á Suðurlandi Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni „Förum strax í lífsbjargandi aðgerðir“ Ekki fleiri barnaníðsmál í fimmtán ár Eldsvoði, Bjarni Ben og fjölskylduerjur Veitir ekki viðtöl að sinni Hundrað ára gamalt hús sem varð myglu að bráð Aukin veikindaforföll ekki vegna einstaklingsbundinna vandamála Elsti Íslendingurinn 105 ára gömul kona „Margt óráðið í minni framtíð“ Ein fjölskylda aðstoðuð með gistingu vegna brunans Sigurður Helgi kjörinn varaforseti „Ég hafði ekki ímyndunaraflið í að sjá þetta fyrir mér“ Þrjú dæmd fyrir að flytja inn BMW fullan af kókaíni Ein í framboði og áfram formaður Einar og Magnea í efstu sætum Framsóknar í Reykjavík Konur hafi þurft að afgreiða áttatíu vændiskaupendur á þremur dögum Sprenging í vændi og handboltafár eftir sigur á Svíum Gríðarleg andstaða við lagareldisdrög Hönnu Katrínar Kona þungt haldin og sjö hundar hennar brunnu inni Tekur ekki undir greiningu Heiðu Bjargar um konur í Samfylkingunni Svarar gagnrýni vegna umdeildra gistihýsa í Skaftafelli Brunavarnir Suðurnesja luku störfum á öðrum tímanum í nótt Handtekinn grunaður um íkveikju „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Inni í húsinu þegar eldur logaði í fjölbýlishúsi Sjá meira
Guðmundur Arnar, forstöðumaður netöryggissveitarinnar CERT-IS, sagði í kvöldfréttum Sýnar að íslenska lagaumgjörðin, eftirlitsleysi og ódýr raforka geri Ísland að aðlaðandi kosti fyrir glæpamenn sem vilja þvætta illa fenginn gróða. „Það er náttúrulega ódýr orka hér, auðvelt aðgengi að gagnaverum. Mikil tæknileg geta. Það er boðið upp á góða innviði til þess að stunda svona námugröft í þessum rafmyntaheimi. Það er ekki nein sérstök löggjöf sem tekur á námugreftri í íslenskum gagnaverum og þeir sem reka gagnaverin eru ekkert endilega meðvitaðir um það sem fer fram inn í kerfunum sjálfum,“ sagði hann meðal annars. Raforkuverð jafnvel hærra hér en annars staðar Sigríður Mogensen, sviðsstjóri hjá Samtökum iðnaðarins, hafnar þessum fullyrðingum algjörlega. Þau fari víðast hvar á skjön við sannleikann, byggi á gömlum mýtum og séu til þess fallin að sverta orðstír mikilvægra fyrirtækja sem skili milljörðum í útflutningstekjur. Öll íslensk gagnaver lúti sama regluverki og í samanburðarlöndum okkar enda séu þau öll með starfsemi erlendis. Strangar kröfur séu gerðar á starfsemina og viðskiptavini sem fari allir í gegnum ítarlegt rýniferli. „Einnig viljum við sérstaklega taka það fram að ummæli Guðmundar Arnars um raforkuverð hér á landi eru ekki sannleikanum samkvæm. Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði. Þarna er um að ræða einhverja tíu, tuttugu ára gamla mýtu um að hér sé seld ódýr orka,“ segir Sigríður. Hún segir að ef allt sé tekið með í reikninginn greiði gagnaver hátt verð fyrir sína raforku sé miðað við aðrar atvinnugreinar. Þar að auki geti verðið á raforku verið hærra á Íslandi en í samanburðar- og samkeppnislöndum okkar, þegar öllu er á botninn hvolft. „Gagnaverin þrjú sem starfa bæði á Íslandi og á hinum Norðurlöndunum þekkja það einna best enda eru þau að kaupa raforku bæði á Íslandi og annars staðar,“ segir hún. Sambærilegt regluverk Sigríður segir jafnframt að regluverk um gagnaversiðnaðinn á Íslandi sé sambærilegt því sem sé í gildi í Noregi og öðrum ríkjum evrópska efnahagssvæðisins. Alltaf megi gott bæta en íslensk gagnaver starfi í samræmi við evrópskt regluverk og séu í eigu evrópskra fjárfesta sem geri ríkar kröfur til sinna fjárfestinga og viðskiptavina. „Um er að ræða gríðarlega flott og mikilvæg fyrirtæki fyrir íslenskt hagkerfi sem skapa tugi milljarða í útflutningstekjur fyrir Ísland, verðmæt þekkingar- og tæknistörf. Við erum í raun bara mjög slegin yfir ummælum forstöðumanns netöryggissveitarinnar um þessa grein í heild sinni.“ Ummælin óábyrg Sigríður segir Guðmund Arnar einnig hafa farið með rangt mál í viðtali sínu í Reykjavík síðdegis fyrr í dag en þar sagði hann auðvelt aðgengi að tölvugetu í íslenskum gagnaverum gera Ísland fýsilegan kost peningaþvættara. Þessu hafnar Sigríður. „Íslenskur gagnaversiðnaður er í raun alþjóðlegur. Gagnaverin eru öll með starfsemi í öðrum löndum og það er ekkert öðruvísi farið hér á Íslandi en annars staðar, til dæmis í Svíþjóð, Danmörku eða Finnlandi,“ segir hún. „Við teljum þetta óábyrg ummæli af hálfu opinbers starfsmanns.“ Athugasemd ritstjórnar: Í upphaflegri útgáfu fréttarinnar sagði að netöryggissveitin CERT-IS heyrði undir Fjarskiptastofu. Hið rétta er að hún heyrir nú undir utanríkisráðuneytið í kjölfar breytinga á varnarmálalögum í sumar.
Rafmyntir Netöryggi Netglæpir Tækni Orkumál Mest lesið Bovino sendur til Kaliforníu og Leavitt dregur í land Erlent Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni Innlent Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Innlent Lét þingmenn heyra það og sagði Evrópu ekki geta varið sig sjálfa Erlent Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Innlent Starfslokasamningar kostað undirstofnanir fleiri hundruð milljónir Innlent Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Innlent Hundrað ára gamalt hús sem varð myglu að bráð Innlent Franska þingið samþykkti símabann hjá börnum Erlent Evrópusambandið og Indland ganga frá fríverslunarsamningi Erlent Fleiri fréttir Starfslokasamningar kostað undirstofnanir fleiri hundruð milljónir Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Öflugur 92 ára dósa og plast plokkari á Suðurlandi Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni „Förum strax í lífsbjargandi aðgerðir“ Ekki fleiri barnaníðsmál í fimmtán ár Eldsvoði, Bjarni Ben og fjölskylduerjur Veitir ekki viðtöl að sinni Hundrað ára gamalt hús sem varð myglu að bráð Aukin veikindaforföll ekki vegna einstaklingsbundinna vandamála Elsti Íslendingurinn 105 ára gömul kona „Margt óráðið í minni framtíð“ Ein fjölskylda aðstoðuð með gistingu vegna brunans Sigurður Helgi kjörinn varaforseti „Ég hafði ekki ímyndunaraflið í að sjá þetta fyrir mér“ Þrjú dæmd fyrir að flytja inn BMW fullan af kókaíni Ein í framboði og áfram formaður Einar og Magnea í efstu sætum Framsóknar í Reykjavík Konur hafi þurft að afgreiða áttatíu vændiskaupendur á þremur dögum Sprenging í vændi og handboltafár eftir sigur á Svíum Gríðarleg andstaða við lagareldisdrög Hönnu Katrínar Kona þungt haldin og sjö hundar hennar brunnu inni Tekur ekki undir greiningu Heiðu Bjargar um konur í Samfylkingunni Svarar gagnrýni vegna umdeildra gistihýsa í Skaftafelli Brunavarnir Suðurnesja luku störfum á öðrum tímanum í nótt Handtekinn grunaður um íkveikju „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Inni í húsinu þegar eldur logaði í fjölbýlishúsi Sjá meira