Hafdís Huld bæjarlistamaður Mosfellsbæjar Lovísa Arnardóttir skrifar 28. ágúst 2025 19:30 Hafdís Huld var í ár útnefnd bæjarlistamaður Mosfellsbæjar. Hún er sjálf búsett í Mosfellsdal. Helga Dögg Reynisdóttir Hafdís Huld Þrastardóttir var útnefnd bæjarlistamaður Mosfellsbæjar 2025 á sérstakri hátíðardagskrá við setningu bæjarhátíðarinnar Í túninu heima í Mosfellsbæ í dag. Hafdís Huld Þrastardóttir er söngkona og lagahöfundur. Hún hóf feril sinn ung og hefur átt fjölbreyttan feril sem spannar yfir þrjá áratugi. í tilkynningu um útnefninguna segir um feril Hafdísar að hann hafi hafist þegar hún var 15 ára gömul þegar hún gekk til liðs við raftónlistarsveitina GusGus. Hún hafi tekið þátt í gerð fyrstu plötum sveitarinnar og fór í tónleikaferðir víða um heim. Þrátt fyrir ungan aldur hafi hún fengið mikla reynslu og viðurkenningu á þessum tíma. Eftir nokkur ár í GusGus hafi hún svo ákveðið að einbeita sér að sólóferli og flutt til Bretlands þar sem hún stundaði nám í tónsmíðum og söng við London Collage of Creative Media. Þar hafi hún þróað eigin tónlistarstíl og byrjað að semja lög sem áttu síðar eftir að rata á plötur hennar og annarra listamanna. Árið 2006 gaf hún út sína fyrstu sólóplötu, Dirty Paper Cup og hlaut, meðal annars, Íslensku tónlistarverðlaunin sem plata ársins í flokki popptónlistar. Platan innihélt lög á borð við Tomoko og Plastic Halo sem vöktu mikla athygli fyrir grípandi laglínur og frumlega útsetningu. Í kjölfarið gaf Hafdís út fleiri plötur, þar á meðal Synchronised Swimmers (2009), Vögguvísur (2012), Barnavísur (2015), Dare to Dream Small (2017) og Við jólatréð (2021). Hafdís Huld Þrastardóttir ásamt eiginmanni sínum Alisdair Wright og börnum, Regína Ásvaldsdóttir bæjarstjóri Mosfellsbæjar og Sævar Birgisson varaformaður menningar-, íþrótta- og lýðheilsunefndar.Helga Dögg Reynisdóttir Vinsælust á streymisveitum Platan Vögguvísur hefur notið mikilla vinsælla og hefur selst í yfir 20.000 eintökum. Plötunni hefur verið streymt hvað mest íslenskra platna á streymisveitunni Spotify, og lagið Dvel ég í draumahöll af sömu plötu trónir jafnan á toppinum yfir mest streymdu lög landsins. Önnur lög af sömu plötu njóta jafnframt mikillar hylli. Hafdís Huld hefur unnið mikið með eiginmanni sínum, tónlistarmanninum Alisdair Wright, sem sér um upptökur og útsetningar margra laga hennar. Í tilkynningu segir að lokum að Hafdís Huld sé búsett í Mosfellsdal og að hún tengist bænum sterkum böndum bæði í starfi og daglegu lífi. Platan Home var til að mynda tekin upp að miklu leyti heima hjá henni í dalnum. Hafdís hefur ítrekað talað um hversu miklu það máli skiptir fyrir hana og fjölskyldu hennar að búa í samfélagi þar sem nálægð við náttúru, fjölskylduvænt umhverfi og sköpun fara saman. Mosfellsbær Tónlist Menning Mest lesið Klæðist því sem eykur sjálfstraustið Tíska og hönnun Kynlífssena sautján ára stúlku hafi splundrað samstarfi bræðranna Bíó og sjónvarp Steinunn Ólína í „friðarinnlögn“ með kæró Lífið Bríet og Pálmi takast á fyrir dómstólum Lífið Omam gerir góðverk Lífið Skilar ánægðara starfsfólki Menning Eins og gangandi beinagrindur með húðflygsur á sér Lífið Tónlistarmyndband ársins Bíó og sjónvarp Hundar í sokkabuxum Harmageddon Palli og Edgar fagna sambandsafmæli Lífið Fleiri fréttir Palli og Edgar fagna sambandsafmæli Steinunn Ólína í „friðarinnlögn“ með kæró Kepptu í því að kveikja eld og klifra upp klifurturn Ráðherrann brunar af þingfundi til að horfa á leikinn Á móti vasapeningum og gæfi barni aldrei debetkort Sweeney í vanda fyrir að klæða Hollywood-skiltið í brjóstahaldara Í öndunarvél eftir blóðeitrun Eins og gangandi beinagrindur með húðflygsur á sér Draugur Lilju svífur yfir vötnum Þórdís og Júlí eiga von á öðru barni Gengst við geðhvarfasýki og biðst afsökunar: „Hlutirnir urðu verri því lengur sem ég hundsaði vandamálið“ Forritara stærðfræðileiks tekið eins og rokkstjörnu „Amma sagði alltaf að við værum líkir“ Kristrún, Sólrún Diego og Jón Jónsson sáu Galdrakarlinn í Oz Fréttatían: Pólitíkin, flug og söngleikir Sveppi þvoði hnausþykkt hár Eiðs Smára Féll eftir tuttugu ára edrúmennsku Ragga Theó fann ástina hjá Davíð Þór Ólst upp með lítið á milli handanna og fór ung að vinna í fiski Stjörnulífið: Fáklædd í fimbulkulda Bríet og Pálmi takast á fyrir dómstólum „Er eðlilegt að kynlíf taki af mér stjórn og að ég sé upptekinn af kynlífi flesta daga?“ Gisti þar sem Verdi andaðist fyrir hreina tilviljun Dagurinn þegar Bessastaðatjörn varð vettvangur harmleiks Gæti vaknað einn daginn og ætlað á þing Kannast ekki við að vera genginn til liðs við Samfylkinguna „Sílíkon er eitthvað sem mun fara með mér í gröfina“ Aron Can og Erna selja en elska eldhúsbúrið Brúðurin hljóp grátandi út áður en Victoria dansaði við Brooklyn Fyrrverandi bassaleikari Scorpions látinn Sjá meira
í tilkynningu um útnefninguna segir um feril Hafdísar að hann hafi hafist þegar hún var 15 ára gömul þegar hún gekk til liðs við raftónlistarsveitina GusGus. Hún hafi tekið þátt í gerð fyrstu plötum sveitarinnar og fór í tónleikaferðir víða um heim. Þrátt fyrir ungan aldur hafi hún fengið mikla reynslu og viðurkenningu á þessum tíma. Eftir nokkur ár í GusGus hafi hún svo ákveðið að einbeita sér að sólóferli og flutt til Bretlands þar sem hún stundaði nám í tónsmíðum og söng við London Collage of Creative Media. Þar hafi hún þróað eigin tónlistarstíl og byrjað að semja lög sem áttu síðar eftir að rata á plötur hennar og annarra listamanna. Árið 2006 gaf hún út sína fyrstu sólóplötu, Dirty Paper Cup og hlaut, meðal annars, Íslensku tónlistarverðlaunin sem plata ársins í flokki popptónlistar. Platan innihélt lög á borð við Tomoko og Plastic Halo sem vöktu mikla athygli fyrir grípandi laglínur og frumlega útsetningu. Í kjölfarið gaf Hafdís út fleiri plötur, þar á meðal Synchronised Swimmers (2009), Vögguvísur (2012), Barnavísur (2015), Dare to Dream Small (2017) og Við jólatréð (2021). Hafdís Huld Þrastardóttir ásamt eiginmanni sínum Alisdair Wright og börnum, Regína Ásvaldsdóttir bæjarstjóri Mosfellsbæjar og Sævar Birgisson varaformaður menningar-, íþrótta- og lýðheilsunefndar.Helga Dögg Reynisdóttir Vinsælust á streymisveitum Platan Vögguvísur hefur notið mikilla vinsælla og hefur selst í yfir 20.000 eintökum. Plötunni hefur verið streymt hvað mest íslenskra platna á streymisveitunni Spotify, og lagið Dvel ég í draumahöll af sömu plötu trónir jafnan á toppinum yfir mest streymdu lög landsins. Önnur lög af sömu plötu njóta jafnframt mikillar hylli. Hafdís Huld hefur unnið mikið með eiginmanni sínum, tónlistarmanninum Alisdair Wright, sem sér um upptökur og útsetningar margra laga hennar. Í tilkynningu segir að lokum að Hafdís Huld sé búsett í Mosfellsdal og að hún tengist bænum sterkum böndum bæði í starfi og daglegu lífi. Platan Home var til að mynda tekin upp að miklu leyti heima hjá henni í dalnum. Hafdís hefur ítrekað talað um hversu miklu það máli skiptir fyrir hana og fjölskyldu hennar að búa í samfélagi þar sem nálægð við náttúru, fjölskylduvænt umhverfi og sköpun fara saman.
Mosfellsbær Tónlist Menning Mest lesið Klæðist því sem eykur sjálfstraustið Tíska og hönnun Kynlífssena sautján ára stúlku hafi splundrað samstarfi bræðranna Bíó og sjónvarp Steinunn Ólína í „friðarinnlögn“ með kæró Lífið Bríet og Pálmi takast á fyrir dómstólum Lífið Omam gerir góðverk Lífið Skilar ánægðara starfsfólki Menning Eins og gangandi beinagrindur með húðflygsur á sér Lífið Tónlistarmyndband ársins Bíó og sjónvarp Hundar í sokkabuxum Harmageddon Palli og Edgar fagna sambandsafmæli Lífið Fleiri fréttir Palli og Edgar fagna sambandsafmæli Steinunn Ólína í „friðarinnlögn“ með kæró Kepptu í því að kveikja eld og klifra upp klifurturn Ráðherrann brunar af þingfundi til að horfa á leikinn Á móti vasapeningum og gæfi barni aldrei debetkort Sweeney í vanda fyrir að klæða Hollywood-skiltið í brjóstahaldara Í öndunarvél eftir blóðeitrun Eins og gangandi beinagrindur með húðflygsur á sér Draugur Lilju svífur yfir vötnum Þórdís og Júlí eiga von á öðru barni Gengst við geðhvarfasýki og biðst afsökunar: „Hlutirnir urðu verri því lengur sem ég hundsaði vandamálið“ Forritara stærðfræðileiks tekið eins og rokkstjörnu „Amma sagði alltaf að við værum líkir“ Kristrún, Sólrún Diego og Jón Jónsson sáu Galdrakarlinn í Oz Fréttatían: Pólitíkin, flug og söngleikir Sveppi þvoði hnausþykkt hár Eiðs Smára Féll eftir tuttugu ára edrúmennsku Ragga Theó fann ástina hjá Davíð Þór Ólst upp með lítið á milli handanna og fór ung að vinna í fiski Stjörnulífið: Fáklædd í fimbulkulda Bríet og Pálmi takast á fyrir dómstólum „Er eðlilegt að kynlíf taki af mér stjórn og að ég sé upptekinn af kynlífi flesta daga?“ Gisti þar sem Verdi andaðist fyrir hreina tilviljun Dagurinn þegar Bessastaðatjörn varð vettvangur harmleiks Gæti vaknað einn daginn og ætlað á þing Kannast ekki við að vera genginn til liðs við Samfylkinguna „Sílíkon er eitthvað sem mun fara með mér í gröfina“ Aron Can og Erna selja en elska eldhúsbúrið Brúðurin hljóp grátandi út áður en Victoria dansaði við Brooklyn Fyrrverandi bassaleikari Scorpions látinn Sjá meira
Gengst við geðhvarfasýki og biðst afsökunar: „Hlutirnir urðu verri því lengur sem ég hundsaði vandamálið“