Innlent

Kári Stefáns­son í beinni, erfiður hraðbanki og Dönum ekki skemmt

Sunna Sæmundsdóttir skrifar
Telma Tómasson les kvöldfréttir í kvöld.
Telma Tómasson les kvöldfréttir í kvöld. Vísir

Hægt er að stórefla forvarnir, greiningar og meðferðir sjúkdóma með því að nýta upplýsingar úr stórum gagna- og lífsýnasöfnum. Heilbrigðisráðherra telur að Ísland geti orðið leiðandi á sviðinu og undirbýr þingsályktun. Í kvöldfréttum Sýnar verður rætt við konu sem fékk vitneskju um erfðasjúkdóm með slíkri aðferð og leggur áherslu á að þjónusta fylgi með. Þá mætir Kári Stefánsson í beina útsendingu og ræðir þessa mögulegu byltingu í heilbrigðisþjónustu.

Við sjáum einnig myndir frá vettvangi hryllilegrar skotárásar við kaþólskan skóla í Bandaríkjunum og ræðum við lögreglu um hraðbankaþjófnaðinn sem vakið hefur þjóðarathygli. Hraðbankinn bar þess merki að reynt hafi verið að brjótast inn í hann án árangurs.

Auk þess sjáum við nýjar myndir frá réttarhöldunum í Gufunesmálinu svokallaða og heyrum frá dönskum stjórnvöldum um meintar njósnir og áróður Bandaríkjamanna á Grænlandi. Málið er litið alvarlegum augum og diplómatar voru teknir á teppið í dag.

Þá fylgjumst við með svonefndum föður plokksins og umhverfisráðherra plokka við Geldingarnes í dag og verðum í beinni með tónlistarfólki frá Djasshátíð í Reykjavík.

Í Sportpakkanum verðum við í Póllandi og hittum liðsmenn íslenska landsliðsins í körfubolta sem eru að gera sig klára fyrir fyrsta leikinn sinn á EM á morgun og í Íslandi í dag skyggnumst við á bak við tjöldin í kvimyndinni Ástin sem eftir er, sem verður framlag Íslands til næstu óskarsverðlauna.

Þetta og margt fleira á samtengdum rásum Sýnar, Bylgjunnar og Vísis klukkan 18:30.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×