„Þetta var sjokk fyrir hann“ Valur Páll Eiríksson skrifar 28. ágúst 2025 07:32 Craig Pedersen segir erfitt að mæta Ísraelum en menn reyni að einblína á leikinn sjálfan, fremur en annað. Vísir/Hulda Margrét Craig Pedersen, landsliðsþjálfari karla í körfubolta, segir leikmenn liðsins sjaldan, eða jafnvel aldrei, hafa verið eins vel undirbúna og þeir eru fyrir komandi Evrópumót sem hefst í dag. Ísland mætir Ísrael klukkan tólf. „Mér líður vel. Mér finnst við vel undirbúnir og allt er til staðar. Á æfingu (gær)dagsins förum við bara í örfá smáatriði. En mér finnst við aldrei hafa verið eins vel undirbúnir. Hvað leikmennina varðar finnst mér við á betri stað taktíst en höfum nokkurn tíma verið. Við getum ekki beðið eftir að byrja,“ segir Pedersen í samtali við Vísi. Klippa: Missir af langbesta varnarmanni liðsins Undirbúningur liðsins hafi gengið. „Við erum með plan beggja megin vallarins og erum vel undirbúnir. Við sjáum hvernig boltinn rúllar fyrir okkur á morgun. Undirbúningsleikirnir hafa gengið vel gegn sterkum og stórum liðum. Í töpuðu leikjunum spiluðum við mjög vel og fengum helling út úr þeim. Undirbúningurinn hefur verið mjög góður.“ Haukur Helgi Pálsson heltist úr lestinni skömmu fyrir mót vegna meiðsla á barka. Craig segir fjarveru hans áfall, í ljósi þess að hann sé besti varnarmaður liðsins. „Hann hefur spilað frábærlega í sumar og hann er lang besti varnarmaðurinn okkar. Hann gefur okkur reynslu og veit alltaf hvað hann á að gera við boltann þegar hann fær hann. Það var mikið áfall fyrir liðið. Þetta var sjokk og mikil vonbrigði fyrir hann. En við erum spenntir að hann komi hingað á föstudaginn og verði með okkur,“ segir Craig. Haukur Helgi fór í aðgerð í fyrradag og líkt og Craig nefnir væntanlegur til Póllands á föstudag þar sem hann mun vera með liðinu, þó það verði ekki innan vallar. Ísrael er andstæðingur morgundagsins. Töluverð óánægja ríkir víða vegna þátttöku liðsins á mótinu í ljósi ítrekaðra árása Ísraels á Gasa. Kallað hefur verið eftir sniðgöngu íslenska liðsins á leiknum sem KKÍ hefur ekki í hyggju. Þó hefur sambandið kallað eftir brottreksti Ísraela af mótinu, samkvæmt framkvæmdastjóra þess. Craig vandaði orðaval sitt vel er hann var spurður út í áhrif pressunar sem fylgir á leikmenn liðsins. „Við höfum talað um það og það er erfitt að hugsa um það. Við erum að reyna að spila körfubolta, hvernig á maður að segja þetta? Við virðum erfiðleikana á svæðinu og það sem gengur á, en reynum að halda okkar einbeitingu við körfubolta,“ segir Craig. Fleira kemur fram í viðtalinu sem má sjá í spilaranum. Landslið karla í körfubolta EM 2025 í körfubolta Körfubolti Tengdar fréttir Myndir: Áfallalaus æfing fyrir utan að Hilmar fékk bolta í punginn Strákarnir okkar tóku æfingu í hinni glæsilegu Spodek-höll í Katowice í dag. 27. ágúst 2025 14:37 Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Ísrael 71-83 | Skotin duttu ekki og EM byrjar á tapi Körfubolti „Ég biðst afsökunar“ Körfubolti Sjáðu glaða Íslendinga hita upp í Katowice Körfubolti Fantasýn ræðir framtíð Wirtz: Blóðugur upp fyrir haus að pumpa í hann lífi Enski boltinn Bein útsending: Dregið í Meistaradeild Evrópu Fótbolti Amorim gagnrýndur fyrir að horfa ekki á vítakeppnina Enski boltinn Neyðarleg tölfræði Onana í vítakeppninni Enski boltinn Einkunnir á móti Ísrael: Máttum ekki við svona hauskúpuleik hjá Martin Körfubolti „Þetta var sjokk fyrir hann“ Körfubolti Fantasýn: Varar fólk við Richarlison Enski boltinn Fleiri fréttir EM í dag: Hvar er konsertmeistarinn? „Ef hann fer inn í teig fær hann villu en við fáum lítið“ „Ég biðst afsökunar“ „Verðum að geta skotið betur“ Einkunnir á móti Ísrael: Máttum ekki við svona hauskúpuleik hjá Martin Myndasyrpa: Íslendingapartý tók yfir Katowice „Það er alltaf raunhæft að stefna á sigur“ Uppgjörið: Ísland - Ísrael 71-83 | Skotin duttu ekki og EM byrjar á tapi Sjáðu glaða Íslendinga hita upp í Katowice „Við erum bara að hugsa um körfubolta“ Íslendingapartý í Katowice „Þetta var sjokk fyrir hann“ Æfðu miðjuskotin: Síðasta æfing strákanna fyrir stóru stundina í myndum Söknuður af æskufélaganum: „Áttum að vera gömlu karlarnir“ Finnar byrjuðu EM á naumum sigri í Norðurlandaslag „Margir tittir í þessum hópi og máttum ekki við því að missa stóran mann“ Setji skugga á fyrsta leik að hann sé við Ísrael EM í dag: Ætli Katowice sé enn versta borg í heimi og leðurjakki í hitabylgju Svona var EM-Pallborðið Myndir: Áfallalaus æfing fyrir utan að Hilmar fékk bolta í punginn Strákarnir ekki fengið neinar hótanir Gætt af Interpol og sagt að fela fána fyrir leikinn við Ísland Tryggvi setti „að moka skít“ í annað sætið Nýliðarnir sömdu við danska stelpu með Íslandstengingu Pólverjar bæta við sig Kana fyrir EM Tap í síðasta leik fyrir EM „Lukkudýrið“ í mál við félagið ÍR-ingar sækja Grikkja á Álftanesið: „Sannkallaðar gleðifréttir“ Brotnaði saman þegar hann bar liðsfélögum tíðindin Faðir Boston Celtics stjörnu handtekinn fyrir morðtilraun Sjá meira
„Mér líður vel. Mér finnst við vel undirbúnir og allt er til staðar. Á æfingu (gær)dagsins förum við bara í örfá smáatriði. En mér finnst við aldrei hafa verið eins vel undirbúnir. Hvað leikmennina varðar finnst mér við á betri stað taktíst en höfum nokkurn tíma verið. Við getum ekki beðið eftir að byrja,“ segir Pedersen í samtali við Vísi. Klippa: Missir af langbesta varnarmanni liðsins Undirbúningur liðsins hafi gengið. „Við erum með plan beggja megin vallarins og erum vel undirbúnir. Við sjáum hvernig boltinn rúllar fyrir okkur á morgun. Undirbúningsleikirnir hafa gengið vel gegn sterkum og stórum liðum. Í töpuðu leikjunum spiluðum við mjög vel og fengum helling út úr þeim. Undirbúningurinn hefur verið mjög góður.“ Haukur Helgi Pálsson heltist úr lestinni skömmu fyrir mót vegna meiðsla á barka. Craig segir fjarveru hans áfall, í ljósi þess að hann sé besti varnarmaður liðsins. „Hann hefur spilað frábærlega í sumar og hann er lang besti varnarmaðurinn okkar. Hann gefur okkur reynslu og veit alltaf hvað hann á að gera við boltann þegar hann fær hann. Það var mikið áfall fyrir liðið. Þetta var sjokk og mikil vonbrigði fyrir hann. En við erum spenntir að hann komi hingað á föstudaginn og verði með okkur,“ segir Craig. Haukur Helgi fór í aðgerð í fyrradag og líkt og Craig nefnir væntanlegur til Póllands á föstudag þar sem hann mun vera með liðinu, þó það verði ekki innan vallar. Ísrael er andstæðingur morgundagsins. Töluverð óánægja ríkir víða vegna þátttöku liðsins á mótinu í ljósi ítrekaðra árása Ísraels á Gasa. Kallað hefur verið eftir sniðgöngu íslenska liðsins á leiknum sem KKÍ hefur ekki í hyggju. Þó hefur sambandið kallað eftir brottreksti Ísraela af mótinu, samkvæmt framkvæmdastjóra þess. Craig vandaði orðaval sitt vel er hann var spurður út í áhrif pressunar sem fylgir á leikmenn liðsins. „Við höfum talað um það og það er erfitt að hugsa um það. Við erum að reyna að spila körfubolta, hvernig á maður að segja þetta? Við virðum erfiðleikana á svæðinu og það sem gengur á, en reynum að halda okkar einbeitingu við körfubolta,“ segir Craig. Fleira kemur fram í viðtalinu sem má sjá í spilaranum.
Landslið karla í körfubolta EM 2025 í körfubolta Körfubolti Tengdar fréttir Myndir: Áfallalaus æfing fyrir utan að Hilmar fékk bolta í punginn Strákarnir okkar tóku æfingu í hinni glæsilegu Spodek-höll í Katowice í dag. 27. ágúst 2025 14:37 Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Ísrael 71-83 | Skotin duttu ekki og EM byrjar á tapi Körfubolti „Ég biðst afsökunar“ Körfubolti Sjáðu glaða Íslendinga hita upp í Katowice Körfubolti Fantasýn ræðir framtíð Wirtz: Blóðugur upp fyrir haus að pumpa í hann lífi Enski boltinn Bein útsending: Dregið í Meistaradeild Evrópu Fótbolti Amorim gagnrýndur fyrir að horfa ekki á vítakeppnina Enski boltinn Neyðarleg tölfræði Onana í vítakeppninni Enski boltinn Einkunnir á móti Ísrael: Máttum ekki við svona hauskúpuleik hjá Martin Körfubolti „Þetta var sjokk fyrir hann“ Körfubolti Fantasýn: Varar fólk við Richarlison Enski boltinn Fleiri fréttir EM í dag: Hvar er konsertmeistarinn? „Ef hann fer inn í teig fær hann villu en við fáum lítið“ „Ég biðst afsökunar“ „Verðum að geta skotið betur“ Einkunnir á móti Ísrael: Máttum ekki við svona hauskúpuleik hjá Martin Myndasyrpa: Íslendingapartý tók yfir Katowice „Það er alltaf raunhæft að stefna á sigur“ Uppgjörið: Ísland - Ísrael 71-83 | Skotin duttu ekki og EM byrjar á tapi Sjáðu glaða Íslendinga hita upp í Katowice „Við erum bara að hugsa um körfubolta“ Íslendingapartý í Katowice „Þetta var sjokk fyrir hann“ Æfðu miðjuskotin: Síðasta æfing strákanna fyrir stóru stundina í myndum Söknuður af æskufélaganum: „Áttum að vera gömlu karlarnir“ Finnar byrjuðu EM á naumum sigri í Norðurlandaslag „Margir tittir í þessum hópi og máttum ekki við því að missa stóran mann“ Setji skugga á fyrsta leik að hann sé við Ísrael EM í dag: Ætli Katowice sé enn versta borg í heimi og leðurjakki í hitabylgju Svona var EM-Pallborðið Myndir: Áfallalaus æfing fyrir utan að Hilmar fékk bolta í punginn Strákarnir ekki fengið neinar hótanir Gætt af Interpol og sagt að fela fána fyrir leikinn við Ísland Tryggvi setti „að moka skít“ í annað sætið Nýliðarnir sömdu við danska stelpu með Íslandstengingu Pólverjar bæta við sig Kana fyrir EM Tap í síðasta leik fyrir EM „Lukkudýrið“ í mál við félagið ÍR-ingar sækja Grikkja á Álftanesið: „Sannkallaðar gleðifréttir“ Brotnaði saman þegar hann bar liðsfélögum tíðindin Faðir Boston Celtics stjörnu handtekinn fyrir morðtilraun Sjá meira
Myndir: Áfallalaus æfing fyrir utan að Hilmar fékk bolta í punginn Strákarnir okkar tóku æfingu í hinni glæsilegu Spodek-höll í Katowice í dag. 27. ágúst 2025 14:37