Innlent

Skýr mynd dregin upp í dómsal og minningarstund

Sunna Sæmundsdóttir skrifar
Telma Tómasson les kvöldfréttir í kvöld.
Telma Tómasson les kvöldfréttir í kvöld. Vísir

Tveir sakborningar játuðu að hafa frelsissvipt og rænt karlmann með heilabilun á sjötugsaldri við upphaf aðalmeðferðar í Gufunesmálinu svonefnda í Héraðsdómi Suðurlands í morgun. Fréttamaður okkar var í dómsal og fer ítarlega yfir það sem kom þar fram í kvöldfréttum á Sýn.

Leikmenn KR í meistaraflokki karla í knattspyrnu spila með sorgarbönd í leik liðsins við Stjörnuna í kvöld. Við verðum í beinni frá Frostaskjóli þar sem ungs iðkanda sem lést úr malaríu í síðustu viku verður minnst.

Unglingadrykkja er sögð hafa aukist verulega og lögregla hafði afskipti af fjölmörgum ungmennum á Menningarnótt vegna drykkju. Við ræðum við forvarnarfulltrúa hjá Reykjavíkurborg sem segir foreldra þurfa að vakna.

Við verðum einnig í beinni með forstjóra MAST vegna greiningar á eldislöxum í ám og sjáum myndir frá hundasýningu. Þá kíkjum við á nýjan íslandsmeistara í sleggjukasti og í Íslandi í dag hittir Kristján Már söngkonu sem varð flugfreyja og síðar myndlistamaður.

Þetta og margt fleira á samtengdum rásum Sýnar, Bylgjunnar og Vísis klukkan 18:30.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×