Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Samúel Karl Ólason skrifar 25. ágúst 2025 16:26 Félagið Evergrande skilur eftir sig um 1.300 ókláraðar byggingar í rúmlega 280 borgum Kína. AP/Mahesh Kumar A. Kínverska fjárfestinga- og fasteignafélagið Evergrande Group, sem var um langt skeið einn af hornsteinum kínverska hagkerfisins, var fjarlægt af mörkuðum í Hong Kong í morgun. Þar var fyrirtækið fyrst skráð fyrir sextán árum og varð fljótt eitt stærsta fasteignafélag heims. Félagið safnaði þó gífurlegum skuldum og fór í vanskil árið 2021. Evergrande varð nokkurs konar táknmynd fyrir vandræði á fasteignamarkaði Kína. Sá markaður er gífurlega stór og var árið 2023 um fjórðungur að landsframleiðslu ríkisins. Árið 2020 breyttu ráðamenn í Kína reglum um magn peninga sem stór fasteignafélög mættu fá lánaða. Það leiddi til þess að forsvarsmenn Evergrande fóru að selja eignir sínar á miklum afslætti, til að halda fyrirtækinu á floti. Það dugði þó ekki til en í leiðinni seldi félagið eignir til fjölda fólks sem situr nú eftir með sárt ennið. Kínverska ríkið hafði lengi keyrt hagvöxt á gífurlegri fasteignauppbyggingu, sem var að miklu leyti fjármögnuð með skuldsetningu. Í heildina voru skuldir félagsins um 37 billjónir króna, samkvæmt frétt New York Times. Lítið fyrir erlenda kröfuhafa að hafa Dómari í Hong Kong komst að þeirri niðurstöðu í fyrra að réttast væri að slíta félaginu. Í frétt New York Times segir að Evergrande skilji eftir sig um 1.300 ókláraðar byggingar í rúmlega 280 borgum bæja. Eftir sitja hundruð þúsunda manna sem hafa borgað fyrir íbúðir í þessum byggingum en ekkert fengið fyrir peninginn. Erlendum skuldhöfum Evergrande hefur einnig reynst sérstaklega erfitt að nálgast eignir úr þrotabúinu, þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir. Að hluta til er það vegna þess að innlendir fjárfestar eða sveitarstjórnir hafa tekið yfir framkvæmdirnar yfir en þær eru í flestum tilfellum sagðar á snærum einhverra af þúsundum dótturfélaga Evergrande. Sjá einnig: Enn vandræði á fasteignamarkaði í Kína Í frétt BBC segir að fyrr í þessum mánuði hafi komið í ljós að félagið skuldaði um 5,5 billjónir króna en þangað til hefði eingöngu tekist að selja eignir fyrir um 31,4 milljarð króna. Kínverjar ekki enn komnir í var þegar kemur að vandræðum á fasteignamarkaði þar í landi. Mörg af stærstu fasteignafélögum landsins eru mjög skuldsett Fasteignaverð hefur lækkað mjög í Kína, eða um að minnsta kosti þrjátíu prósent, og lækkaði meira í síðasta mánuði en það hafði gert í níu mánuði. Kínverska ríkið er sagt hafa komið fjölda fasteignafélaga til aðstoðar, til að koma í veg fyrir almennt hrun á markaðnum og hefur ástandið haldið aftur af hagkerfinu og leitt til minni neyslu. Í samtali við BBC segjast sérfræðingar búast við því að fasteignaverð muni lækka áfram út næsta ár. Kína Mest lesið Ekki gefinn afsláttur á gjaldskyldu í snjókomu Neytendur Eyða óvissunni um verðtrygginguna með vaxtaviðmiði Viðskipti innlent Eigandi skrifstofu í Kringlunni þarf að borga fyrir auglýsingar Viðskipti innlent Stjórnendur Íslandsbanka enn undir feldi Viðskipti innlent Tilboð á uppþvottavél reyndist of gott til að vera satt Neytendur Nvidia metið á 615 billjónir króna Viðskipti erlent Fyrrverandi starfsmenn endurvekja Lagningu Viðskipti innlent Reikna með 1,5 milljarði króna í sjóböðin í Önundarfirði Viðskipti innlent Segja þingmann draga upp skakka mynd af stöðu nýsköpunar Viðskipti innlent Íslensk framleiðsla sem endist Framúrskarandi kynning Fleiri fréttir Nvidia metið á 615 billjónir króna Umfangsmiklar uppsagnir hjá Amazon Framkvæmdastjórnin beinir spjótunum að Meta og TikTok Kæra FIFA fyrir miðasölubrask fyrir HM á næsta ári Þrír Kaupþingsstjórar sektaðir í Lúxemborg eftir fimmtán ára málaferli Stjórn Warner Bros. segir félagið til sölu Svona lögðu Kínverjar framtíðina undir sig Snapchat og Duolingo í basli vegna bilunar hjá Amazon Smáríki græða á tá og fingri á þjóðarlénum í lénaleikjum Skoða hvort miðasölubrask FIFA sé ólögleg veðmálastarfsemi Paramount ber víurnar í Warner Bros Kínverjar hóta frekari hefndum, standi Trump við tollana Deila Nóbelnum fyrir að varpa ljósi á tengsl nýsköpunar og hagvaxtar Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? Rafmyntir hrynja í verði eftir tollahótanir Herða hreðjatakið á birgðakeðjum Vesturlanda Virði gulls í methæðum Fyrrverandi forstjóri félags í eigu Íslendinga dæmdur fyrir fjárdrátt Strava stefnir Garmin AMD upp um fjórðung eftir risasamning við OpenAI Boeing sagt byrjað að þróa arftaka 737 max-þotunnar Rúmlega þriðjungs samdráttur í olíuvinnslu í Rússlandi Burger King opnar fyrsta staðinn á Grænlandi Eigandinn hættir sem forstjóri Trump setur tolla á lyf, vörubíla og húsgögn Murdoch-feðgar verði meðal kaupenda TikTok Ben kveður Jerry Nálgast samkomulag um TikTok Breytingar hjá Microsoft koma fyrirtækinu hjá sektum Ellison klórar í hælana á Musk Sjá meira
Félagið safnaði þó gífurlegum skuldum og fór í vanskil árið 2021. Evergrande varð nokkurs konar táknmynd fyrir vandræði á fasteignamarkaði Kína. Sá markaður er gífurlega stór og var árið 2023 um fjórðungur að landsframleiðslu ríkisins. Árið 2020 breyttu ráðamenn í Kína reglum um magn peninga sem stór fasteignafélög mættu fá lánaða. Það leiddi til þess að forsvarsmenn Evergrande fóru að selja eignir sínar á miklum afslætti, til að halda fyrirtækinu á floti. Það dugði þó ekki til en í leiðinni seldi félagið eignir til fjölda fólks sem situr nú eftir með sárt ennið. Kínverska ríkið hafði lengi keyrt hagvöxt á gífurlegri fasteignauppbyggingu, sem var að miklu leyti fjármögnuð með skuldsetningu. Í heildina voru skuldir félagsins um 37 billjónir króna, samkvæmt frétt New York Times. Lítið fyrir erlenda kröfuhafa að hafa Dómari í Hong Kong komst að þeirri niðurstöðu í fyrra að réttast væri að slíta félaginu. Í frétt New York Times segir að Evergrande skilji eftir sig um 1.300 ókláraðar byggingar í rúmlega 280 borgum bæja. Eftir sitja hundruð þúsunda manna sem hafa borgað fyrir íbúðir í þessum byggingum en ekkert fengið fyrir peninginn. Erlendum skuldhöfum Evergrande hefur einnig reynst sérstaklega erfitt að nálgast eignir úr þrotabúinu, þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir. Að hluta til er það vegna þess að innlendir fjárfestar eða sveitarstjórnir hafa tekið yfir framkvæmdirnar yfir en þær eru í flestum tilfellum sagðar á snærum einhverra af þúsundum dótturfélaga Evergrande. Sjá einnig: Enn vandræði á fasteignamarkaði í Kína Í frétt BBC segir að fyrr í þessum mánuði hafi komið í ljós að félagið skuldaði um 5,5 billjónir króna en þangað til hefði eingöngu tekist að selja eignir fyrir um 31,4 milljarð króna. Kínverjar ekki enn komnir í var þegar kemur að vandræðum á fasteignamarkaði þar í landi. Mörg af stærstu fasteignafélögum landsins eru mjög skuldsett Fasteignaverð hefur lækkað mjög í Kína, eða um að minnsta kosti þrjátíu prósent, og lækkaði meira í síðasta mánuði en það hafði gert í níu mánuði. Kínverska ríkið er sagt hafa komið fjölda fasteignafélaga til aðstoðar, til að koma í veg fyrir almennt hrun á markaðnum og hefur ástandið haldið aftur af hagkerfinu og leitt til minni neyslu. Í samtali við BBC segjast sérfræðingar búast við því að fasteignaverð muni lækka áfram út næsta ár.
Kína Mest lesið Ekki gefinn afsláttur á gjaldskyldu í snjókomu Neytendur Eyða óvissunni um verðtrygginguna með vaxtaviðmiði Viðskipti innlent Eigandi skrifstofu í Kringlunni þarf að borga fyrir auglýsingar Viðskipti innlent Stjórnendur Íslandsbanka enn undir feldi Viðskipti innlent Tilboð á uppþvottavél reyndist of gott til að vera satt Neytendur Nvidia metið á 615 billjónir króna Viðskipti erlent Fyrrverandi starfsmenn endurvekja Lagningu Viðskipti innlent Reikna með 1,5 milljarði króna í sjóböðin í Önundarfirði Viðskipti innlent Segja þingmann draga upp skakka mynd af stöðu nýsköpunar Viðskipti innlent Íslensk framleiðsla sem endist Framúrskarandi kynning Fleiri fréttir Nvidia metið á 615 billjónir króna Umfangsmiklar uppsagnir hjá Amazon Framkvæmdastjórnin beinir spjótunum að Meta og TikTok Kæra FIFA fyrir miðasölubrask fyrir HM á næsta ári Þrír Kaupþingsstjórar sektaðir í Lúxemborg eftir fimmtán ára málaferli Stjórn Warner Bros. segir félagið til sölu Svona lögðu Kínverjar framtíðina undir sig Snapchat og Duolingo í basli vegna bilunar hjá Amazon Smáríki græða á tá og fingri á þjóðarlénum í lénaleikjum Skoða hvort miðasölubrask FIFA sé ólögleg veðmálastarfsemi Paramount ber víurnar í Warner Bros Kínverjar hóta frekari hefndum, standi Trump við tollana Deila Nóbelnum fyrir að varpa ljósi á tengsl nýsköpunar og hagvaxtar Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? Rafmyntir hrynja í verði eftir tollahótanir Herða hreðjatakið á birgðakeðjum Vesturlanda Virði gulls í methæðum Fyrrverandi forstjóri félags í eigu Íslendinga dæmdur fyrir fjárdrátt Strava stefnir Garmin AMD upp um fjórðung eftir risasamning við OpenAI Boeing sagt byrjað að þróa arftaka 737 max-þotunnar Rúmlega þriðjungs samdráttur í olíuvinnslu í Rússlandi Burger King opnar fyrsta staðinn á Grænlandi Eigandinn hættir sem forstjóri Trump setur tolla á lyf, vörubíla og húsgögn Murdoch-feðgar verði meðal kaupenda TikTok Ben kveður Jerry Nálgast samkomulag um TikTok Breytingar hjá Microsoft koma fyrirtækinu hjá sektum Ellison klórar í hælana á Musk Sjá meira