Botna lítið í Amorim: „Hann er ein taugahrúga“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 25. ágúst 2025 09:02 Ruben Amorim á hliðarlínunni á Craven Cottage. getty/Marc Atkins Sérfræðingar Sunnudagsmessunnar botna lítið í sumum ákvörðunum Rubens Amorim, knattspyrnustjóra Manchester United, eins og að nota Altay Bayindir í marki liðsins í stað Andrés Onana. United gerði 1-1 jafntefli við Fulham á Craven Cottage í gær. Rauðu djöflarnir eru með eitt stig eftir fyrstu tvo leiki sína í ensku úrvalsdeildinni á tímabilinu. Bayindir stóð á milli stanganna hjá United annan leikinn í röð og var verulega óöruggur í föstum leikatriðum, líkt og í tapinu fyrir Arsenal í síðustu viku. „Ég skil ekki Amorim. Er hann svona öruggur í starfi að hann er bara að taka sénsa með Bayindir. Hann veit alveg að Onana er betri markmaðurinn,“ sagði Albert Brynjar Ingason í Messunni í gær. „Amorim er með sjö sigra í 29 leikjum með United. Þrír af þeim komu gegn nýliðunum sem féllu í fyrra. Það er ótrúlegt að United hafi ekki fengið á sig mark úr föstum leikatriðum í dag [í gær] eftir eitthvað af þessum mistökum sem Bayindir gerði. Hann hlýtur klárlega að vera að reyna að bola Onana út með þessu en það er stór áhætta og ég furða mig á því.“ Klippa: Sunnudagsmessan - Umræða um Amorim Alberti og Ásgerði Stefaníu Baldursdóttur finnst eins og pressan sé farin að ná tökum á Amorim. „Þegar hann var ráðinn var mikið talað um að [Erik] ten Hag hafi ekki heillað stuðningsmenn United utan vallar og eftir leiki; það vantaði ákveðið svægi í hann. Það var mikið talað um áru hjá Amorim. Hann virkar utan vallar eins og hann sé ógeðslega stressaður,“ sagði Albert. „Mér finnst hann ein taugahrúga. Hann gat ekki horft á vítið þegar Bruno [Fernandes] var að fara að taka það,“ sagði Adda en Fernandes skaut yfir úr vítaspyrnu í fyrri hálfleik. Öddu finnst Amorim hafa sloppið nokkuð billega við gagnrýni miðað við slakan árangur hans í starfi stjóra United en segir að pressan á hann sé farin að aukast. „Já, ekki nema það sé algjörlega nýtt dæmi hjá United. Þegar þú ert stjóri hjá United er alltaf pressa á þér. Mér fannst skrítið hvað hann fékk mikinn slaka í fyrra. Í öllum viðtölum, það var sama hvað hann sagði, hann var aldrei tekinn,“ sagði Adda. „Hann kemur inn og hann ætlar að spila þetta leikkerfi, 3-4-3, sama hvað. Tilfininningin hjá mér er sama hversu mörgum góðum leikmönnum er búið að hrúga inn er þetta ekki að virka.“ Næsti leikur United er gegn nýliðum Burnley á Old Trafford á laugardaginn. Innslagið úr Sunnudagsmessunni má sjá í spilaranum hér fyrir ofan. Enski boltinn Messan Tengdar fréttir Fernandes ósáttur: „Dómarinn baðst ekki afsökunar“ Bruno Fernandes, fyrirliði Manchester United, segir að dómari leiksins gegn Fulham hafi átt þátt í að hann klúðraði vítaspyrnu í fyrri hálfleik. 25. ágúst 2025 07:30 Allt jafnt í Fulham og bæði lið bíða enn eftir fyrsta sigri Manchester United sótti Fulham heim í annarri umferð ensku úrvalsdeildarinnar í fótbolta. United tapaði í fyrstu umferð og bíða enn eftir sínum fyrsta sigri eftir 1-1 jafntefli gegn Fulham í dag. 24. ágúst 2025 15:03 Mest lesið Töpuðu 15-0 í síðasta leik og mættu ekki til leiks í gær Íslenski boltinn Fernandes ósáttur: „Dómarinn baðst ekki afsökunar“ Enski boltinn Botna lítið í Amorim: „Hann er ein taugahrúga“ Enski boltinn „Getur ekki látið 140 milljóna punda mann í varaliðið“ Enski boltinn Fer í aðgerð á föstudag og frá í sex til átta mánuði Íslenski boltinn Í beinni: KR - Stjarnan | Stimpla Stjörnumenn sig inn í toppbaráttuna? Íslenski boltinn Fjármagnar tennisferilinn á OnlyFans Sport Foreldrum Bellinghams bannað að koma í klefann hjá Dortmund Fótbolti „Það urðu smá árekstrar en heilt yfir var þetta ótrúlega vel skipulagt“ Sport Slot hefur enga samúð með Eddie Howe vegna Isaks Enski boltinn Fleiri fréttir Selja „Isak er rotta“ treyjur fyrir utan völlinn og eldspýtur fylgja með Í beinni: Newcastle - Liverpool | Isak-málið á allra vörum Slot hefur enga samúð með Eddie Howe vegna Isaks „Getur ekki látið 140 milljóna punda mann í varaliðið“ Isak utan vallar en þó í forgrunni Saka frá í mánuð og missir af Liverpool Botna lítið í Amorim: „Hann er ein taugahrúga“ Rooney feginn að Dowman tók ekki vítið Fernandes ósáttur: „Dómarinn baðst ekki afsökunar“ Sjáðu Grealish fara á kostum og öll mörkin í gær Allt jafnt í Fulham og bæði lið bíða enn eftir fyrsta sigri Fullkomin byrjun Everton á nýja heimilinu Áfram í marki Man. Utd eftir mistökin Onana með í dag en Man. Utd að landa markverði Eze í treyju númer tíu og byrjar á stórleik við Liverpool Þrír leikir í enska: Draumabyrjun Outtara en gömlu félagarnir unnu líka Öruggur sigur Arsenal á nýliðunum Skelfileg mistök City og fullkomin byrjun Spurs Sjáðu markaveisluna hjá Chelsea í Austur-Lundúnum Potter niðurlútur: „Ekki margt jákvætt“ Chelsea svaraði með fimm mörkum og pressan á Potter eykst Framlengir við City: „Ég elska Manchester“ Palmer meiddist í upphitun og ekki með gegn West Ham Rodri og Foden klárir í slaginn Viljum ekki leikmenn sem vilja ekki Spurs Ósáttur við aðgerðaleysið: Dreg fram skóna sjálfur Ófriðarbál hjá Forest og stjórinn mögulega rekinn Hvetur fólk til að brjóta reglu og velja Haaland „Ég vil hundrað prósent sjá hann aftur í Newcastle-treyju“ Grét í viku þegar Arsenal vildi hann ekki en sama félag borgar nú marga milljarða Sjá meira
United gerði 1-1 jafntefli við Fulham á Craven Cottage í gær. Rauðu djöflarnir eru með eitt stig eftir fyrstu tvo leiki sína í ensku úrvalsdeildinni á tímabilinu. Bayindir stóð á milli stanganna hjá United annan leikinn í röð og var verulega óöruggur í föstum leikatriðum, líkt og í tapinu fyrir Arsenal í síðustu viku. „Ég skil ekki Amorim. Er hann svona öruggur í starfi að hann er bara að taka sénsa með Bayindir. Hann veit alveg að Onana er betri markmaðurinn,“ sagði Albert Brynjar Ingason í Messunni í gær. „Amorim er með sjö sigra í 29 leikjum með United. Þrír af þeim komu gegn nýliðunum sem féllu í fyrra. Það er ótrúlegt að United hafi ekki fengið á sig mark úr föstum leikatriðum í dag [í gær] eftir eitthvað af þessum mistökum sem Bayindir gerði. Hann hlýtur klárlega að vera að reyna að bola Onana út með þessu en það er stór áhætta og ég furða mig á því.“ Klippa: Sunnudagsmessan - Umræða um Amorim Alberti og Ásgerði Stefaníu Baldursdóttur finnst eins og pressan sé farin að ná tökum á Amorim. „Þegar hann var ráðinn var mikið talað um að [Erik] ten Hag hafi ekki heillað stuðningsmenn United utan vallar og eftir leiki; það vantaði ákveðið svægi í hann. Það var mikið talað um áru hjá Amorim. Hann virkar utan vallar eins og hann sé ógeðslega stressaður,“ sagði Albert. „Mér finnst hann ein taugahrúga. Hann gat ekki horft á vítið þegar Bruno [Fernandes] var að fara að taka það,“ sagði Adda en Fernandes skaut yfir úr vítaspyrnu í fyrri hálfleik. Öddu finnst Amorim hafa sloppið nokkuð billega við gagnrýni miðað við slakan árangur hans í starfi stjóra United en segir að pressan á hann sé farin að aukast. „Já, ekki nema það sé algjörlega nýtt dæmi hjá United. Þegar þú ert stjóri hjá United er alltaf pressa á þér. Mér fannst skrítið hvað hann fékk mikinn slaka í fyrra. Í öllum viðtölum, það var sama hvað hann sagði, hann var aldrei tekinn,“ sagði Adda. „Hann kemur inn og hann ætlar að spila þetta leikkerfi, 3-4-3, sama hvað. Tilfininningin hjá mér er sama hversu mörgum góðum leikmönnum er búið að hrúga inn er þetta ekki að virka.“ Næsti leikur United er gegn nýliðum Burnley á Old Trafford á laugardaginn. Innslagið úr Sunnudagsmessunni má sjá í spilaranum hér fyrir ofan.
Enski boltinn Messan Tengdar fréttir Fernandes ósáttur: „Dómarinn baðst ekki afsökunar“ Bruno Fernandes, fyrirliði Manchester United, segir að dómari leiksins gegn Fulham hafi átt þátt í að hann klúðraði vítaspyrnu í fyrri hálfleik. 25. ágúst 2025 07:30 Allt jafnt í Fulham og bæði lið bíða enn eftir fyrsta sigri Manchester United sótti Fulham heim í annarri umferð ensku úrvalsdeildarinnar í fótbolta. United tapaði í fyrstu umferð og bíða enn eftir sínum fyrsta sigri eftir 1-1 jafntefli gegn Fulham í dag. 24. ágúst 2025 15:03 Mest lesið Töpuðu 15-0 í síðasta leik og mættu ekki til leiks í gær Íslenski boltinn Fernandes ósáttur: „Dómarinn baðst ekki afsökunar“ Enski boltinn Botna lítið í Amorim: „Hann er ein taugahrúga“ Enski boltinn „Getur ekki látið 140 milljóna punda mann í varaliðið“ Enski boltinn Fer í aðgerð á föstudag og frá í sex til átta mánuði Íslenski boltinn Í beinni: KR - Stjarnan | Stimpla Stjörnumenn sig inn í toppbaráttuna? Íslenski boltinn Fjármagnar tennisferilinn á OnlyFans Sport Foreldrum Bellinghams bannað að koma í klefann hjá Dortmund Fótbolti „Það urðu smá árekstrar en heilt yfir var þetta ótrúlega vel skipulagt“ Sport Slot hefur enga samúð með Eddie Howe vegna Isaks Enski boltinn Fleiri fréttir Selja „Isak er rotta“ treyjur fyrir utan völlinn og eldspýtur fylgja með Í beinni: Newcastle - Liverpool | Isak-málið á allra vörum Slot hefur enga samúð með Eddie Howe vegna Isaks „Getur ekki látið 140 milljóna punda mann í varaliðið“ Isak utan vallar en þó í forgrunni Saka frá í mánuð og missir af Liverpool Botna lítið í Amorim: „Hann er ein taugahrúga“ Rooney feginn að Dowman tók ekki vítið Fernandes ósáttur: „Dómarinn baðst ekki afsökunar“ Sjáðu Grealish fara á kostum og öll mörkin í gær Allt jafnt í Fulham og bæði lið bíða enn eftir fyrsta sigri Fullkomin byrjun Everton á nýja heimilinu Áfram í marki Man. Utd eftir mistökin Onana með í dag en Man. Utd að landa markverði Eze í treyju númer tíu og byrjar á stórleik við Liverpool Þrír leikir í enska: Draumabyrjun Outtara en gömlu félagarnir unnu líka Öruggur sigur Arsenal á nýliðunum Skelfileg mistök City og fullkomin byrjun Spurs Sjáðu markaveisluna hjá Chelsea í Austur-Lundúnum Potter niðurlútur: „Ekki margt jákvætt“ Chelsea svaraði með fimm mörkum og pressan á Potter eykst Framlengir við City: „Ég elska Manchester“ Palmer meiddist í upphitun og ekki með gegn West Ham Rodri og Foden klárir í slaginn Viljum ekki leikmenn sem vilja ekki Spurs Ósáttur við aðgerðaleysið: Dreg fram skóna sjálfur Ófriðarbál hjá Forest og stjórinn mögulega rekinn Hvetur fólk til að brjóta reglu og velja Haaland „Ég vil hundrað prósent sjá hann aftur í Newcastle-treyju“ Grét í viku þegar Arsenal vildi hann ekki en sama félag borgar nú marga milljarða Sjá meira
Fernandes ósáttur: „Dómarinn baðst ekki afsökunar“ Bruno Fernandes, fyrirliði Manchester United, segir að dómari leiksins gegn Fulham hafi átt þátt í að hann klúðraði vítaspyrnu í fyrri hálfleik. 25. ágúst 2025 07:30
Allt jafnt í Fulham og bæði lið bíða enn eftir fyrsta sigri Manchester United sótti Fulham heim í annarri umferð ensku úrvalsdeildarinnar í fótbolta. United tapaði í fyrstu umferð og bíða enn eftir sínum fyrsta sigri eftir 1-1 jafntefli gegn Fulham í dag. 24. ágúst 2025 15:03