Bíó og sjónvarp

Sopranos-stjarna látin

Atli Ísleifsson skrifar
Jerry Adler fór með hlutverk Hesh Rabkin í Sopranos-þáttunum.
Jerry Adler fór með hlutverk Hesh Rabkin í Sopranos-þáttunum. AP

Bandaríski leikarinn Jerry Adler, sem þekktastur er fyrir hlutverk sitt sem Herman „Hesh“ Rabkin í þáttunum The Sopranos, er látinn. Hann varð 96 ára.

Fjölskylda Adler staðfesti andlátið í gær segja hann hafa andast á lagardaginn.

Í frétt BBC segir að Adler hafi lengi starfaði í leikhúsi, allt frá upphafi sjöunda áratugarins, bæði sem sviðsmaður og leikstjóri í leikhúsum á Broadway í New York. Hann vann þannig meðal annars með stórstjörnum a borð við Julie Andrews, Angela Lansbury og Richard Burton.

Adler stýrði hinni upprunalegu uppsetningu á My Fair Lady sem skartaði einmitt Andrews í aðalhlutverki, sýningunni Coco með Katerine Hepburn árið 1969, Annie árið 1977 og Camelot með Richard Burton árið 1980.

Þegar Adler hugðst hætta störfum í leikhúsi bauð vinur hans honum svo hlutverk sem leikari í myndinni The Public Eye. Hann átti svo síðar eftir að leika í myndum á borð við Manhattan Murder Mystery frá 1993 og Getting Away with Murder frá árinu 1996.

Hann sló þó fyrst almennilega í gegn sem leikari þegar honum var boðið hlutverk Hesh Rabkin, ráðgjafa mafíósans Tony í túlkun James Gandolfini í þáttunum The Sopranos.

Síðar átti hann svo líka eftir að fara með hlutverk í þáttunum The Good Wife og The Good Fight sem lögmaðurinn Howard Lyman og í þáttunum Northern Exposure og Mad About You. Þá birtist hann einnig í þáttum á borð við Curb Your Enthusiasm og The West Wing.

Adler lætur eftir sig eiginkonuna Joan Laxman sem hann giftist árið 1994.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.