Fótbolti

Kristján tekinn við liði í Portúgal

Sindri Sverrisson skrifar
Kristján Guðmundsson hefur starfað lengi í íslenska boltanum og er nú tekinn við liði í Portúgal.
Kristján Guðmundsson hefur starfað lengi í íslenska boltanum og er nú tekinn við liði í Portúgal. Vísir/Pawel Cieslikiewicz

Fótboltaþjálfarinn Kristján Guðmundsson var ekki lengi án starfs eftir að hafa hætt hjá kvennaliði Vals um síðustu mánaðamót. Hann hefur nú fengið starf í Portúgal.

Kristján hefur verið ráðinn þjálfari kvennaliðs Damaiense sem spilar í efstu deild Portúgals og er samningur hans við félagið til tveggja ára. Þetta kemur fram í tilkynningu félagsins.

Kristján tekur þar með við liðinu sem Þorlákur Árnason stýrði í eitt ár, eða fram í október 2024 áður en hann tók svo við karlaliði ÍBV.

Þrátt fyrir að hlutirnir hafi ekki gengið sem skyldi í sumar hjá Val, sem Kristján stýrði ásamt Matthíasi Guðmundssyni, þá býr Kristján yfir mikilli reynslu og ferilskrá sem Portúgalarnir heilluðust af.

Hann hafði stýrt kvennaliði Stjörnunnar frá 2019-24, eftir langan feril sem þjálfari karlaliða á borð við ÍBV, Leikni, Keflavík og Val. Hann gerði til að mynda Keflavík að bikarmeistara árið 2006 og endurtók leikinn með ÍBV árið 2017.

Damaiense varð í 8. sæti af tólf liðum í portúgölsku úrvalsdeildinni á síðustu leiktíð.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×