Lífið

Milli­e Bobby Brown og Bongio­vi hafa ætt­leitt stúlku

Atli Ísleifsson skrifar
Millie Bobby Brown og Jake Bongiovi giftust fyrir fimmtán mánuðum.
Millie Bobby Brown og Jake Bongiovi giftust fyrir fimmtán mánuðum. EPA

Bandaríska leikkonan Millie Bobby Brown og eiginmaður hennar, Jake Bongiovi, eru orðnir foreldrar. Þau hafa ættleitt stúlku.

Hin 21 árs gamla Brown, sem þekkt er fyrir hlutverk sitt í þáttunum Stranger Things og Enola Holmes-myndunum, greindi frá tíðindunum á Instagram í gær og sagði parið hafa ættleitt stúlkuna í sumar.

Hún segir þau spennt að hefja „þennan næsta fallega kafla sem foreldrar“ og óska jafnframt eftir því að fá svigrúm til að takast á við verkefnið. „Og þá urðu þau þrjú. Ást, Millie og Jake Bongiovi,“ segir í færslunni.

Ekkert segir um nafn barnsins, en með færslunni fylgdi teiknuð mynd af víðitré.

Brown og hinn 23 ára Bongiovi gengu í það heilaga fyrir fimmtán mánuðum, en Bongiovi er sonur rokksöngvarans Jon Bon Jovi. Þau kynntust í gegnum sameiginlega vini og búa nú á búgarði í Georgíu-ríki og halda þar ýmis dýr.

Í lok síðasta árs lauk tökum á síðustu þáttaröð Stranger Things sem er ein vinsælasta þáttaröðin í sögu streymisveitunnar Netflix. Brown sló í gegn þegar þættirnir hófu göngu sína árið 2016, þegar hún var tólf ára gömul.

Brown hefur auk þess leikið í þremur Enola Holmes-myndum, auk kvikmyndanna Damsel og The Electric State og tveimur Godzilla-myndum.


Tengdar fréttir

Millie Bobby Brown í hóp Íslandsvina

Stranger Things-stjarnan Millie Bobby Brown birtir mynd tekna í Reykjavík í nýrri Instagram færslu. Af því má ráða að hún sé komin í hóp fjölmargra Íslandsvina úr röðum fræga fólksins.

Millie Bobby Brown og sonur Bon Jovi orðin hjón

Breska leikkonan Millie Bobby Brown og bandaríska fyrirsætan Jake Bongiovi giftu sig við leynilega athöfn síðustu helgi. Parið hefur verið saman í tvö ár og trúlofuðu sig fyrir rúmu ári.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.