Beittu sér fyrir keppnisbanni Ísraela: „Ekki fengið nógu marga með okkur í lið“ Valur Páll Eiríksson skrifar 21. ágúst 2025 11:36 Hannes S. Jónsson, framkvæmdastjóri KKÍ. Vísir/Arnar Mikill þrýstingur hefur verið á Körfuknattleikssambandi Íslands að sniðganga leik karlalandsliðsins við Ísrael á EM en mótið hefst eftir eina viku. Framkvæmdastjóri sambandsins segir slíka sniðgöngu myndu hafa í för með sér brottrekstur af mótinu og slæm áhrif á framtíð greinarinnar hér á landi. Ísland hafi beitt sér fyrir að Ísrael verði sett í keppnisbann. Ísland tekur þátt á EM í fyrsta skipti í átta er það hefur leik á fimmtudaginn næsta. Ísrael er fyrsti andstæðingur landsliðsins á mótinu og hefur sá fyrirhugaði leikur valdið usla. Forystufólki KKÍ hafa borist fjölmargar áskoranir um að sniðganga leikinn vegna mannréttindabrota Ísraela í Palestínu. Sambandið sendi frá sér yfirlýsingu í morgun vegna málsins og segir Hannes S. Jónsson, framkvæmdastjóri sambandsins, hafa skilning á kröfunni en að sama skapi sé fórnarkostnaður sniðgöngu hreinlega of mikinn. „Ég skil kröfuna mjög vel. Við höfum fullan skilning á því og öllu sem því tengist vegna þessara hörmunga sem eru þarna niðurfrá. En það er nú þannig að Ísrael er í þessu móti, við þurfum að mæta þeim. Ef við ákveðum að mæta þeim ekki getum það haft mjög alvarlegar afleiðingar fyrir íslenskan körfubolta til framtíðar. Að sjálfsögðu ekki eins og þær afleiðingar og hörmungar sem eru þarna niðurfrá. En það getur aftur á móti sett íslenskan körfubolta mjög niður að mæta ekki í þennan leik,“ segir Hannes og bætir við: „Það mun koma há sekt, við yrðum klárlega dæmd úr leik á EuroBasket, tækjum ekki þátt í mótinu meira. Svo hugsanlega myndi ákvörðun koma síðar um það að við yrðum sett í neðsta styrkleikaflokk og þyrftum að byrja alla grunnvinnu upp á nýtt í íslenskum körfubolta á alþjóðlegum vettvangi.“ Klippa: Framkvæmdastjóri KKÍ skýrir afstöðuna vegna leiks við Ísrael Ísland beitt sér fyrir keppnisbanni, fyrir daufum eyrum Forysta sambandsins hafi þá beitt sér fyrir því að Ísrael sé vísað úr alþjóðlegri keppni, en talað fyrir daufum eyrum. „Við höfum orðið töluvert var við það. Við höfum fengið ýmis skilaboð um þetta og ég hef fullan skilning á því. En afleiðingarnar eru þannig fyrir íslenskan körfubolta að það er ekki hægt að sleppa því að mæta í þennan leik. Enda höfum við svo sem talað fyrir því í alþjóðavettvangi að það sé sama krafa gerð með Ísrael, líkt og verið hefur með Rússlandi og Belarús,“ segir Hannes. „Við erum að nota röddina okkar, en ef við gengjum frá mótinu þá gætum við ekki notað röddina okkar. Það er mikilvægt að nýta hana til að koma mótmælum á framfæri. Við höfum gert það en því miður höfum við ekki fengið nógu marga í íþróttahreyfingunni með okkur í lið.“ Einnig var pressað á sniðgöngu þegar kvennalandsliðið í handbolta mætti Ísrael í umspili um sæti á HM í vor. Ísland vann báða leiki og fór á HM. Eftir það gagnrýndu leikmenn og þjálfarar liðsins alþjóðaíþróttahreyfinguna fyrir aðgerðaleysi. Hannes segir að þar liggi ábyrgðin. „Á meðan Alþjóðaólympíuhreyfingin bannar Ísraela ekki frá keppni þá heldur þetta áfram. Því á meðan höldum við áfram í keppnum. Sama hvort það sé körfubolta, handbolti, fótbolti, fimleikar eða hvað sem það er, þá myndi það hafa þessar sömu afleiðingar,“ segir Hannes. Leikmenn liðsins óspenntir Leikmenn séu þá heldur ekki spenntir fyrir því að mæta Ísrael í keppni. „Alls ekki. Það er ekki það sem þeir vilja. En þetta er heldur ekki þeirra, það er FIBA, Alþjóðaólympíuhreyfingin, og okkar hjá Körfuknattleikssambandinu. Leikmennirnir mæta í sína leiki, sama hver andstæðingurinn er. Að sjálfsögðu á ekki að beina athyglinni til þeirra, ef þarf eitthvað að beina henni má gera það til okkar,“ segir Hannes að endingu. Viðtalið má sjá í spilaranum. Átök í Ísrael og Palestínu Ísrael EM 2025 í körfubolta Landslið karla í körfubolta KKÍ Körfubolti Mest lesið Danir láta Gísla heyra það eftir gagnrýni: „Haltu kjafti Ísland“ Handbolti HSÍ ósátt við EHF: Skikkaðir á viðburð morguninn eftir langa nótt Handbolti Bláir í rauðu hafi: „Eins og við værum boðflennur í einkapartýi“ Handbolti Leikmaður Dana fór á sjúkrahús eftir leikinn í kvöld Handbolti Alfreð enn kóngurinn en „jarðaður út og suður“ Handbolti Segir Dag hafa beðist afsökunar Handbolti Utan vallar: Af hverju töpuðu hetjurnar okkar gegn Dönum? Sport EM í dag: Pirruðu danska blaðamenn og truflun í boði skattgreiðenda Handbolti Pytlick: „Ísland átti meira skilið í kvöld“ Handbolti „Ég nenni ekki að eyða orku í þetta EHF lið“ Handbolti Fleiri fréttir Paul George dæmdur í 25 leikja bann Sparkaði í og trampaði á mótherja Pargo snýr aftur og klárar tímabilið með Grindavík Uppgjörið: Þór Þ - Keflavík 78 - 98 | Keflavíkurhraðlestin brunaði heim með öll stigin Shabazz látinn fara frá Grindavík Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 125-87 | Meistararnir völtuðu yfir Stólana „Þetta gefur mér vonir um að við getum barist um þetta“ Uppgjörið: Njarðvík - Álftanes 101-96| Gríðarlega mikilvægur sigur fyrir heimamenn Uppgjör og viðtöl: ÍA - KR 98-120 | Fjórði sigur KR-inga í röð Uppgjör og viðtöl: Grindavík - Valur 78-67 | Áfram fullkomnir á heimavelli Uppgjör og viðtal: Ármann - ÍR 74-109 | Fóru létt með kanalausa Ármenninga Valur og KR styrkja sig rétt fyrir lok gluggans Uppgjörið: Valur - Haukar 90-97 | Fimm í röð hjá Haukum Umfjöllun og viðtöl: Grindavík 74-79 KR | Risastór sigur KR Doncic skoraði 46 stig en þjálfarinn segir hann reyna á þolinmæðina Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 98-81 | Keflvíkingar skelltu Stólunum „Miklu skemmtilegra að spila körfubolta þegar fólkið er í húsinu“ Martin fagnaði eftir framlengingu Rose hengdur upp í rjáfur í Chicago Danskur landsliðsmaður greindist með krabbamein Sævar um Keflavík: Eins og allir vilji ekki fá brunasár eða marbletti Tryggvi og félagar sluppu með skrekkinn á móti botnliðinu NBA-leik frestað vegna óeirða í Minneapolis Elvar og félagar köstuðu frá sér sigrinum Njarðvík nær í nýjan miðherja eftir meiðslin Körfuboltakvöld: Betra að temja villtan leikmann en að vera með einhverja rolu Uppgjörið KR - Grindavík 93-71 | KR annað liðið til þess að vinna Grindavík Uppgjör: Tindstóll-Njarðvík 113-92 | Stólarnir léku sér að Njarðvíkingum „Of margir sem reyndu að bjarga leiknum“ „Langar að biðja Stólana afsökunar á því sem ég lét út úr mér í síðustu umferð“ Sjá meira
Ísland tekur þátt á EM í fyrsta skipti í átta er það hefur leik á fimmtudaginn næsta. Ísrael er fyrsti andstæðingur landsliðsins á mótinu og hefur sá fyrirhugaði leikur valdið usla. Forystufólki KKÍ hafa borist fjölmargar áskoranir um að sniðganga leikinn vegna mannréttindabrota Ísraela í Palestínu. Sambandið sendi frá sér yfirlýsingu í morgun vegna málsins og segir Hannes S. Jónsson, framkvæmdastjóri sambandsins, hafa skilning á kröfunni en að sama skapi sé fórnarkostnaður sniðgöngu hreinlega of mikinn. „Ég skil kröfuna mjög vel. Við höfum fullan skilning á því og öllu sem því tengist vegna þessara hörmunga sem eru þarna niðurfrá. En það er nú þannig að Ísrael er í þessu móti, við þurfum að mæta þeim. Ef við ákveðum að mæta þeim ekki getum það haft mjög alvarlegar afleiðingar fyrir íslenskan körfubolta til framtíðar. Að sjálfsögðu ekki eins og þær afleiðingar og hörmungar sem eru þarna niðurfrá. En það getur aftur á móti sett íslenskan körfubolta mjög niður að mæta ekki í þennan leik,“ segir Hannes og bætir við: „Það mun koma há sekt, við yrðum klárlega dæmd úr leik á EuroBasket, tækjum ekki þátt í mótinu meira. Svo hugsanlega myndi ákvörðun koma síðar um það að við yrðum sett í neðsta styrkleikaflokk og þyrftum að byrja alla grunnvinnu upp á nýtt í íslenskum körfubolta á alþjóðlegum vettvangi.“ Klippa: Framkvæmdastjóri KKÍ skýrir afstöðuna vegna leiks við Ísrael Ísland beitt sér fyrir keppnisbanni, fyrir daufum eyrum Forysta sambandsins hafi þá beitt sér fyrir því að Ísrael sé vísað úr alþjóðlegri keppni, en talað fyrir daufum eyrum. „Við höfum orðið töluvert var við það. Við höfum fengið ýmis skilaboð um þetta og ég hef fullan skilning á því. En afleiðingarnar eru þannig fyrir íslenskan körfubolta að það er ekki hægt að sleppa því að mæta í þennan leik. Enda höfum við svo sem talað fyrir því í alþjóðavettvangi að það sé sama krafa gerð með Ísrael, líkt og verið hefur með Rússlandi og Belarús,“ segir Hannes. „Við erum að nota röddina okkar, en ef við gengjum frá mótinu þá gætum við ekki notað röddina okkar. Það er mikilvægt að nýta hana til að koma mótmælum á framfæri. Við höfum gert það en því miður höfum við ekki fengið nógu marga í íþróttahreyfingunni með okkur í lið.“ Einnig var pressað á sniðgöngu þegar kvennalandsliðið í handbolta mætti Ísrael í umspili um sæti á HM í vor. Ísland vann báða leiki og fór á HM. Eftir það gagnrýndu leikmenn og þjálfarar liðsins alþjóðaíþróttahreyfinguna fyrir aðgerðaleysi. Hannes segir að þar liggi ábyrgðin. „Á meðan Alþjóðaólympíuhreyfingin bannar Ísraela ekki frá keppni þá heldur þetta áfram. Því á meðan höldum við áfram í keppnum. Sama hvort það sé körfubolta, handbolti, fótbolti, fimleikar eða hvað sem það er, þá myndi það hafa þessar sömu afleiðingar,“ segir Hannes. Leikmenn liðsins óspenntir Leikmenn séu þá heldur ekki spenntir fyrir því að mæta Ísrael í keppni. „Alls ekki. Það er ekki það sem þeir vilja. En þetta er heldur ekki þeirra, það er FIBA, Alþjóðaólympíuhreyfingin, og okkar hjá Körfuknattleikssambandinu. Leikmennirnir mæta í sína leiki, sama hver andstæðingurinn er. Að sjálfsögðu á ekki að beina athyglinni til þeirra, ef þarf eitthvað að beina henni má gera það til okkar,“ segir Hannes að endingu. Viðtalið má sjá í spilaranum.
Átök í Ísrael og Palestínu Ísrael EM 2025 í körfubolta Landslið karla í körfubolta KKÍ Körfubolti Mest lesið Danir láta Gísla heyra það eftir gagnrýni: „Haltu kjafti Ísland“ Handbolti HSÍ ósátt við EHF: Skikkaðir á viðburð morguninn eftir langa nótt Handbolti Bláir í rauðu hafi: „Eins og við værum boðflennur í einkapartýi“ Handbolti Leikmaður Dana fór á sjúkrahús eftir leikinn í kvöld Handbolti Alfreð enn kóngurinn en „jarðaður út og suður“ Handbolti Segir Dag hafa beðist afsökunar Handbolti Utan vallar: Af hverju töpuðu hetjurnar okkar gegn Dönum? Sport EM í dag: Pirruðu danska blaðamenn og truflun í boði skattgreiðenda Handbolti Pytlick: „Ísland átti meira skilið í kvöld“ Handbolti „Ég nenni ekki að eyða orku í þetta EHF lið“ Handbolti Fleiri fréttir Paul George dæmdur í 25 leikja bann Sparkaði í og trampaði á mótherja Pargo snýr aftur og klárar tímabilið með Grindavík Uppgjörið: Þór Þ - Keflavík 78 - 98 | Keflavíkurhraðlestin brunaði heim með öll stigin Shabazz látinn fara frá Grindavík Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 125-87 | Meistararnir völtuðu yfir Stólana „Þetta gefur mér vonir um að við getum barist um þetta“ Uppgjörið: Njarðvík - Álftanes 101-96| Gríðarlega mikilvægur sigur fyrir heimamenn Uppgjör og viðtöl: ÍA - KR 98-120 | Fjórði sigur KR-inga í röð Uppgjör og viðtöl: Grindavík - Valur 78-67 | Áfram fullkomnir á heimavelli Uppgjör og viðtal: Ármann - ÍR 74-109 | Fóru létt með kanalausa Ármenninga Valur og KR styrkja sig rétt fyrir lok gluggans Uppgjörið: Valur - Haukar 90-97 | Fimm í röð hjá Haukum Umfjöllun og viðtöl: Grindavík 74-79 KR | Risastór sigur KR Doncic skoraði 46 stig en þjálfarinn segir hann reyna á þolinmæðina Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 98-81 | Keflvíkingar skelltu Stólunum „Miklu skemmtilegra að spila körfubolta þegar fólkið er í húsinu“ Martin fagnaði eftir framlengingu Rose hengdur upp í rjáfur í Chicago Danskur landsliðsmaður greindist með krabbamein Sævar um Keflavík: Eins og allir vilji ekki fá brunasár eða marbletti Tryggvi og félagar sluppu með skrekkinn á móti botnliðinu NBA-leik frestað vegna óeirða í Minneapolis Elvar og félagar köstuðu frá sér sigrinum Njarðvík nær í nýjan miðherja eftir meiðslin Körfuboltakvöld: Betra að temja villtan leikmann en að vera með einhverja rolu Uppgjörið KR - Grindavík 93-71 | KR annað liðið til þess að vinna Grindavík Uppgjör: Tindstóll-Njarðvík 113-92 | Stólarnir léku sér að Njarðvíkingum „Of margir sem reyndu að bjarga leiknum“ „Langar að biðja Stólana afsökunar á því sem ég lét út úr mér í síðustu umferð“ Sjá meira