Isak sást á æfingasvæði Newcastle í dag Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 20. ágúst 2025 18:27 Alexander Isak hefur hvorki æft né spilað með Newcastle United síðan liðið kom aftur saman eftir sumarfrí. EPA/ADAM VAUGHAN Er eitthvað að gerast í sápuóperu haustsins í ensku úrvalsdeildinni? Það voru flugeldar á samfélagsmiðlum í gærkvöldi og í dag sást aðalpersónan mæta þar sem hann hefur lítið sést undanfarnar vikur. Sænski framherjinn Alexander Isak sást mæta á æfingasvæði Newcastle United í dag, daginn eftir að hann sendi frá sér sína fyrstu yfirlýsingu eftir að hann hætti að æfa og spila með enska félaginu. Isak talaði þar um svikin loforð og það sé ekkert traust lengur milli hans og félagsins. Newcastle var fljótt að senda frá sér svar þar sem félagið tilkynnti sænska framherjanum um það að hann væri enn samningsbundinn félaginu og ekkert væri til í þeirri fullyrðingu Isak um svikin loforð. Isak sást síðan mæta á æfingasvæðið í dag en hann hefur ekkert æft með liðfélögum sínum síðan liðið kom aftur saman eftir sumarfrí. Ljósmyndarar Daily Mail náðu mynd af Isak mæta á jeppanum sínum. Hvað það þýðir er önnur saga. Var hann mættur til að leita sátta eða til að setja meiri pressa á yfirmenn sína um að selja hann til Liverpool? Sumir sjá enga leið fyrir Isak til að koma til baka inn í Newcastle liðið en hann hefur verið málaður sem svikari meðal stuðningsmanna félagsins. Sumir hafa kveikt í Isak treyjum og aðrir eru brjálaðir út í afskipti Liverpool af samingsbundnum leikmanni. Isak var besti leikmaður Newcastle á síðustu leiktíð og liðið saknar hans auðvitað mikið inn á vellinum. Það hefur líka gengið illa að kaupa framherja í sumar sem geirr fjarveru hans að enn meira vandamáli. View this post on Instagram A post shared by Sportbladet (@sportbladet) Enski boltinn Tengdar fréttir Á að reka umboðsmanninn á stundinni Alan Shearer, fyrrum framherji Newcastle United, gagnrýnir Alexander Isak, núverandi framherja liðsins, harðlega vegna yfirlýsingar sem sá sænski birti í gær. 20. ágúst 2025 16:48 „Skilyrði félagsins fyrir sölu hafa ekki verið uppfyllt“ Newcastle brást við í gærkvöldi eftir að Alexander Isak sagði félagið hafa svikið loforð. Í yfirlýsingu Newcastle segir að Isak sé samningsbundinn og engin loforð hafi verið gefin um að hann mætti fara frá félaginu í sumar, en þar er einnig gefið í skyn að Isak geti farið að ákveðnum skilyrðum uppfylltum. 20. ágúst 2025 09:45 Isak rýfur þögnina og segir Newcastle hafa svikið loforð Alexander Isak, sænski framherjinn hjá Newcastle, hefur í fyrsta sinn tjáð sig opinberlega um stöðuna sem er komin upp á milli hans og félagsins. Það er erfitt að sjá hann spila aftur fyrir félagið. 19. ágúst 2025 20:26 Mest lesið Gleði og sorg í sigri Liverpool Enski boltinn Joshua kjálkabraut Paul Sport Gagnrýndi Paul: „Beið eftir að verða sleginn“ Sport Slot fámáll um stöðuna á Isak Enski boltinn Salah bað samherjana afsökunar Enski boltinn Everton - Arsenal | Skytturnar vilja skjóta sér aftur upp á topp Enski boltinn Ronaldo á nærbuxunum lætur Elon Musk efast um sjálfan sig Fótbolti Rekinn af HM eftir að hafa fallið á lyfjaprófi Sport Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Enski boltinn Chelsea vann upp tveggja marka forskot á St James' Park Enski boltinn Fleiri fréttir Slot fámáll um stöðuna á Isak Gleði og sorg í sigri Liverpool Everton - Arsenal | Skytturnar vilja skjóta sér aftur upp á topp Dramatík er Broja reyndist hetja Burnley Haaland frábær er Manchester City komst á toppinn Andri Lucas skoraði í langþráðum sigri Blackburn Chelsea vann upp tveggja marka forskot á St James' Park Ekkert fararsnið á Guardiola sem segir að City verði að vera undirbúið Tíu bestu mörkin úr leikjum Liverpool og Tottenham Salah bað samherjana afsökunar Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Fantasýn: „Hann setti allt á 3 og það kom upp 19“ Alexander Isak fékk sænska gullboltann „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Amorim vill Neves Benti á hinn íslenska Dan Burn Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Forsætisráðherrann hótar Roman Abramovich og segir að „klukkan tifi“ „Sýnum kvennaíþróttir af því að þær eru frábærar“ Snéri aftur í fótbolta eftir 35 ára hlé: „Kalla mig Jackie Grealish“ Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Ungstirnið skallaði meistarana áfram Gat ekki komið í veg fyrir að City færi áfram City sagt ætla að keppa við Liverpool og United um Semenyo Man United ósátt við Marokkó og FIFA Sápan trolluð: „Þetta er þessi klikkhaus með röddina“ Stjarnan fór í dulargervi: Setti stuðningsmann United á óþekka listann Garnacho skaut Chelsea áfram í undanúrslit Sjá meira
Sænski framherjinn Alexander Isak sást mæta á æfingasvæði Newcastle United í dag, daginn eftir að hann sendi frá sér sína fyrstu yfirlýsingu eftir að hann hætti að æfa og spila með enska félaginu. Isak talaði þar um svikin loforð og það sé ekkert traust lengur milli hans og félagsins. Newcastle var fljótt að senda frá sér svar þar sem félagið tilkynnti sænska framherjanum um það að hann væri enn samningsbundinn félaginu og ekkert væri til í þeirri fullyrðingu Isak um svikin loforð. Isak sást síðan mæta á æfingasvæðið í dag en hann hefur ekkert æft með liðfélögum sínum síðan liðið kom aftur saman eftir sumarfrí. Ljósmyndarar Daily Mail náðu mynd af Isak mæta á jeppanum sínum. Hvað það þýðir er önnur saga. Var hann mættur til að leita sátta eða til að setja meiri pressa á yfirmenn sína um að selja hann til Liverpool? Sumir sjá enga leið fyrir Isak til að koma til baka inn í Newcastle liðið en hann hefur verið málaður sem svikari meðal stuðningsmanna félagsins. Sumir hafa kveikt í Isak treyjum og aðrir eru brjálaðir út í afskipti Liverpool af samingsbundnum leikmanni. Isak var besti leikmaður Newcastle á síðustu leiktíð og liðið saknar hans auðvitað mikið inn á vellinum. Það hefur líka gengið illa að kaupa framherja í sumar sem geirr fjarveru hans að enn meira vandamáli. View this post on Instagram A post shared by Sportbladet (@sportbladet)
Enski boltinn Tengdar fréttir Á að reka umboðsmanninn á stundinni Alan Shearer, fyrrum framherji Newcastle United, gagnrýnir Alexander Isak, núverandi framherja liðsins, harðlega vegna yfirlýsingar sem sá sænski birti í gær. 20. ágúst 2025 16:48 „Skilyrði félagsins fyrir sölu hafa ekki verið uppfyllt“ Newcastle brást við í gærkvöldi eftir að Alexander Isak sagði félagið hafa svikið loforð. Í yfirlýsingu Newcastle segir að Isak sé samningsbundinn og engin loforð hafi verið gefin um að hann mætti fara frá félaginu í sumar, en þar er einnig gefið í skyn að Isak geti farið að ákveðnum skilyrðum uppfylltum. 20. ágúst 2025 09:45 Isak rýfur þögnina og segir Newcastle hafa svikið loforð Alexander Isak, sænski framherjinn hjá Newcastle, hefur í fyrsta sinn tjáð sig opinberlega um stöðuna sem er komin upp á milli hans og félagsins. Það er erfitt að sjá hann spila aftur fyrir félagið. 19. ágúst 2025 20:26 Mest lesið Gleði og sorg í sigri Liverpool Enski boltinn Joshua kjálkabraut Paul Sport Gagnrýndi Paul: „Beið eftir að verða sleginn“ Sport Slot fámáll um stöðuna á Isak Enski boltinn Salah bað samherjana afsökunar Enski boltinn Everton - Arsenal | Skytturnar vilja skjóta sér aftur upp á topp Enski boltinn Ronaldo á nærbuxunum lætur Elon Musk efast um sjálfan sig Fótbolti Rekinn af HM eftir að hafa fallið á lyfjaprófi Sport Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Enski boltinn Chelsea vann upp tveggja marka forskot á St James' Park Enski boltinn Fleiri fréttir Slot fámáll um stöðuna á Isak Gleði og sorg í sigri Liverpool Everton - Arsenal | Skytturnar vilja skjóta sér aftur upp á topp Dramatík er Broja reyndist hetja Burnley Haaland frábær er Manchester City komst á toppinn Andri Lucas skoraði í langþráðum sigri Blackburn Chelsea vann upp tveggja marka forskot á St James' Park Ekkert fararsnið á Guardiola sem segir að City verði að vera undirbúið Tíu bestu mörkin úr leikjum Liverpool og Tottenham Salah bað samherjana afsökunar Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Fantasýn: „Hann setti allt á 3 og það kom upp 19“ Alexander Isak fékk sænska gullboltann „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Amorim vill Neves Benti á hinn íslenska Dan Burn Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Forsætisráðherrann hótar Roman Abramovich og segir að „klukkan tifi“ „Sýnum kvennaíþróttir af því að þær eru frábærar“ Snéri aftur í fótbolta eftir 35 ára hlé: „Kalla mig Jackie Grealish“ Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Ungstirnið skallaði meistarana áfram Gat ekki komið í veg fyrir að City færi áfram City sagt ætla að keppa við Liverpool og United um Semenyo Man United ósátt við Marokkó og FIFA Sápan trolluð: „Þetta er þessi klikkhaus með röddina“ Stjarnan fór í dulargervi: Setti stuðningsmann United á óþekka listann Garnacho skaut Chelsea áfram í undanúrslit Sjá meira
Á að reka umboðsmanninn á stundinni Alan Shearer, fyrrum framherji Newcastle United, gagnrýnir Alexander Isak, núverandi framherja liðsins, harðlega vegna yfirlýsingar sem sá sænski birti í gær. 20. ágúst 2025 16:48
„Skilyrði félagsins fyrir sölu hafa ekki verið uppfyllt“ Newcastle brást við í gærkvöldi eftir að Alexander Isak sagði félagið hafa svikið loforð. Í yfirlýsingu Newcastle segir að Isak sé samningsbundinn og engin loforð hafi verið gefin um að hann mætti fara frá félaginu í sumar, en þar er einnig gefið í skyn að Isak geti farið að ákveðnum skilyrðum uppfylltum. 20. ágúst 2025 09:45
Isak rýfur þögnina og segir Newcastle hafa svikið loforð Alexander Isak, sænski framherjinn hjá Newcastle, hefur í fyrsta sinn tjáð sig opinberlega um stöðuna sem er komin upp á milli hans og félagsins. Það er erfitt að sjá hann spila aftur fyrir félagið. 19. ágúst 2025 20:26