Uppgjörið: Fram - Víkingur 2-5 | Markasúpa er Víkingar komust aftur á sigurbraut Andri Már Eggertsson skrifar 20. ágúst 2025 19:53 vísir/Anton Víkingur vann 2-5 sigur gegn Fram á Lambhaga-vellinum í 14. umferð Bestu deildar kvenna. Víkingar voru 0-1 yfir í hálfleik en mörkunum rigndi inn í síðari hálfleik. Þetta var fimmta tap Fram í röð og útlitið svart. Jafnræði var með liðunum fyrstu fimmtán mínúturnar. Það voru svo Víkingar sem brutu ísinn á 17. mínútu þegar Shaina Faiena Ashouri skoraði laglegt mark og kom gestunum yfir. Boltinn fór af varnarmanni og beint í fæturna á Shaina sem átti laglegt skot í vinstra hornið við vítateigslínuna. Gestirnir héldu áfram að hamra járnið á meðan það var heitt og sköpuðu sér töluvert af færum eftir að hafa komist yfir. Það var sérstakt að fylgjast með því hversu mikil orka fór úr Fram liðinu eftir að hafa lent undir en það var fínn taktur í liðinu fram að marki Víkinga. Fleiri urðu mörkin ekki í fyrir hálfleik og staðan var 0-0 í hálfleik. Víkingar bættu við öðru marki þegar tæplega fjórar mínútur voru liðnar af síðari hálfleik. Bergþóra Sól Ásmundsdóttir fékk boltann aftur eftir að hafa tekið hornspyrnu og í annari tilraun átti hún góða sendingu inn í teig á Ísfold Marý Sigtryggsdóttur sem potaði boltanum inn af stuttu færi. Eftir annað mark Víkinga opnaðist leikurinn í báða enda og Víkingar björguðu meðal annars á línu skömmu eftir að hafa skorað. Dominiqe Evangeline Bond-Flasza minnkaði muninn fyrir heimakonur á 64. mínútu. Una Rós Unudóttir tók hornspyrnu og upp úr henni datt boltinn fyrir Dominiqe sem gerði vel í að finna glufu í gegnum þéttan pakka og skoraði. Ashley Jordan Clark róaði taugar Víkinga þegar tuttugu mínútur voru eftir þegar hún skoraði laglegt mark fyrir utan teig eftir að Ísfold Marý Sigtryggsdóttir lagði boltann fyrir hana. Stuðningsmenn Víkings voru ekki lengi íí þægilegri stöðuþar sem Mackenzie Elyze Smith minnkaði muninn þremur mínútum síðar. Eva Ýr Helgadóttir, markmaður Víkings, varði skot beint á Mackenzie sem var við fjærstöngina og gat ekki annað en skorað. Markaveislan hélt áfram. Bergdís Sveinsdóttir var búin að vera inn á í tæplega fjórar mínútur þegar hún gerði fjórða mark Víkings. Ashley átti frábæra sendingu fyrir markið og Bergdís gerði vel í að taka boltann í fyrsta og stýra honum á markið. Bergdís bætti við öðru marki fjórum mínútum fyrir leikslok. Shaina átti sendingu inn fyrir vörn Framara og Bergdís var í engum vandræðum með að koma boltanum framhjá Þóru Rún Ólafsdóttur í marki Fram. Fleiri urðu mörkin ekki og Víkingur vann 2-5 sigur. Atvik leiksins Bergdís Sveinsdóttir, leikmaður Víkings, kom inn á þegar sextán mínútur voru eftir. Bergdís skoraði síðustu tvö mörk Víkinga og kláraði leikinn endanlega. Stjörnur og skúrkar Ashley Jordan Clark var öflug í framlínu Víkinga. Ashley skoraði laglegt mark og lagði einnig upp mark. Shaina Faiena Ashouri braut ísinn og kom Víkingi á bragðið í fyrri hálfleik. Shaina átti einnig stoðsendingu í síðasta marki Víkinga. Það stóð ekki steinn yfir steini í varnarleik Fram. Varnarleikur liðsins var galopinn og Víkingar voru ekki í vandræðum með að búa til færi sem skilaði fimm mörkum. Dómarinn [8] Guðmundur Páll Friðbertsson dæmdi leik kvöldsins. Það var gott flæði í leiknum og Guðmundur komst vel frá sínu. Stemning og umgjörð Það var rjómablíða í Úlfarsárdalnum þegar Fram og Víkingur áttust við. Allur ágóði af leiknum rann í Minningarsjóð Bryndísar Klöru og heimakonur léku í treyju sem var merkt Bryndísi. View this post on Instagram A post shared by FRAM Reykjavík (@fram_knattspyrna) „Þetta lið er stútfullt af hæfileikum“ Einar Guðnason, þjálfari Víkings, var ánægður með sigurinnVísir/Pawel Cieslikiewicz Einar Guðnason, þjálfari Víkings, var afar ánægður eftir 2-5 sigur gegn Fram. „Þetta var opinn og skemmtilegur leikur. Eftir að við skoruðum hefðum við átt að bæta við marki í fyrri hálfleik. Við fengum góð færi en síðustu fimm mínúturnar vorum við heppin að fá ekki á okkur mark og við vorum fegin að það kom hálfleikur.“ „Í síðari hálfleik fannst mér við vera með yfirhöndina en maður var aldrei rólegur því þær eru með hættulega leikmenn fram á við en við gerðum vel og áttum flottar sóknir og skoruðum glæsileg mörk,“ sagði Einar í viðtali eftir leik. Einar var ánægður með að liðið hafi skorað fjögur mörk í síðari hálfleik eftir að hafa verið 0-1 yfir í hálfleik. „Fyrsta tilfinning er að við höfum verið rólegri við teiginn. Það var smá æsingur þegar við vorum að fá boltann inn í teig.“ Fram minnkaði muninn niður í eitt mark í tvígang í síðari hálfleik en hugarfarið í Víkingum var gott þar sem gestirnir svöruðu alltaf með því að bæta við marki sem gladdi Einar. „Það var flott hugarfar í liðinu. Þetta lið er stútfullt af hæfileikum og það er gott hugarfar í því og ég hef fulla trú á liðinu,“ sagði Einar að lokum. Besta deild kvenna Fram Víkingur Reykjavík
Víkingur vann 2-5 sigur gegn Fram á Lambhaga-vellinum í 14. umferð Bestu deildar kvenna. Víkingar voru 0-1 yfir í hálfleik en mörkunum rigndi inn í síðari hálfleik. Þetta var fimmta tap Fram í röð og útlitið svart. Jafnræði var með liðunum fyrstu fimmtán mínúturnar. Það voru svo Víkingar sem brutu ísinn á 17. mínútu þegar Shaina Faiena Ashouri skoraði laglegt mark og kom gestunum yfir. Boltinn fór af varnarmanni og beint í fæturna á Shaina sem átti laglegt skot í vinstra hornið við vítateigslínuna. Gestirnir héldu áfram að hamra járnið á meðan það var heitt og sköpuðu sér töluvert af færum eftir að hafa komist yfir. Það var sérstakt að fylgjast með því hversu mikil orka fór úr Fram liðinu eftir að hafa lent undir en það var fínn taktur í liðinu fram að marki Víkinga. Fleiri urðu mörkin ekki í fyrir hálfleik og staðan var 0-0 í hálfleik. Víkingar bættu við öðru marki þegar tæplega fjórar mínútur voru liðnar af síðari hálfleik. Bergþóra Sól Ásmundsdóttir fékk boltann aftur eftir að hafa tekið hornspyrnu og í annari tilraun átti hún góða sendingu inn í teig á Ísfold Marý Sigtryggsdóttur sem potaði boltanum inn af stuttu færi. Eftir annað mark Víkinga opnaðist leikurinn í báða enda og Víkingar björguðu meðal annars á línu skömmu eftir að hafa skorað. Dominiqe Evangeline Bond-Flasza minnkaði muninn fyrir heimakonur á 64. mínútu. Una Rós Unudóttir tók hornspyrnu og upp úr henni datt boltinn fyrir Dominiqe sem gerði vel í að finna glufu í gegnum þéttan pakka og skoraði. Ashley Jordan Clark róaði taugar Víkinga þegar tuttugu mínútur voru eftir þegar hún skoraði laglegt mark fyrir utan teig eftir að Ísfold Marý Sigtryggsdóttir lagði boltann fyrir hana. Stuðningsmenn Víkings voru ekki lengi íí þægilegri stöðuþar sem Mackenzie Elyze Smith minnkaði muninn þremur mínútum síðar. Eva Ýr Helgadóttir, markmaður Víkings, varði skot beint á Mackenzie sem var við fjærstöngina og gat ekki annað en skorað. Markaveislan hélt áfram. Bergdís Sveinsdóttir var búin að vera inn á í tæplega fjórar mínútur þegar hún gerði fjórða mark Víkings. Ashley átti frábæra sendingu fyrir markið og Bergdís gerði vel í að taka boltann í fyrsta og stýra honum á markið. Bergdís bætti við öðru marki fjórum mínútum fyrir leikslok. Shaina átti sendingu inn fyrir vörn Framara og Bergdís var í engum vandræðum með að koma boltanum framhjá Þóru Rún Ólafsdóttur í marki Fram. Fleiri urðu mörkin ekki og Víkingur vann 2-5 sigur. Atvik leiksins Bergdís Sveinsdóttir, leikmaður Víkings, kom inn á þegar sextán mínútur voru eftir. Bergdís skoraði síðustu tvö mörk Víkinga og kláraði leikinn endanlega. Stjörnur og skúrkar Ashley Jordan Clark var öflug í framlínu Víkinga. Ashley skoraði laglegt mark og lagði einnig upp mark. Shaina Faiena Ashouri braut ísinn og kom Víkingi á bragðið í fyrri hálfleik. Shaina átti einnig stoðsendingu í síðasta marki Víkinga. Það stóð ekki steinn yfir steini í varnarleik Fram. Varnarleikur liðsins var galopinn og Víkingar voru ekki í vandræðum með að búa til færi sem skilaði fimm mörkum. Dómarinn [8] Guðmundur Páll Friðbertsson dæmdi leik kvöldsins. Það var gott flæði í leiknum og Guðmundur komst vel frá sínu. Stemning og umgjörð Það var rjómablíða í Úlfarsárdalnum þegar Fram og Víkingur áttust við. Allur ágóði af leiknum rann í Minningarsjóð Bryndísar Klöru og heimakonur léku í treyju sem var merkt Bryndísi. View this post on Instagram A post shared by FRAM Reykjavík (@fram_knattspyrna) „Þetta lið er stútfullt af hæfileikum“ Einar Guðnason, þjálfari Víkings, var ánægður með sigurinnVísir/Pawel Cieslikiewicz Einar Guðnason, þjálfari Víkings, var afar ánægður eftir 2-5 sigur gegn Fram. „Þetta var opinn og skemmtilegur leikur. Eftir að við skoruðum hefðum við átt að bæta við marki í fyrri hálfleik. Við fengum góð færi en síðustu fimm mínúturnar vorum við heppin að fá ekki á okkur mark og við vorum fegin að það kom hálfleikur.“ „Í síðari hálfleik fannst mér við vera með yfirhöndina en maður var aldrei rólegur því þær eru með hættulega leikmenn fram á við en við gerðum vel og áttum flottar sóknir og skoruðum glæsileg mörk,“ sagði Einar í viðtali eftir leik. Einar var ánægður með að liðið hafi skorað fjögur mörk í síðari hálfleik eftir að hafa verið 0-1 yfir í hálfleik. „Fyrsta tilfinning er að við höfum verið rólegri við teiginn. Það var smá æsingur þegar við vorum að fá boltann inn í teig.“ Fram minnkaði muninn niður í eitt mark í tvígang í síðari hálfleik en hugarfarið í Víkingum var gott þar sem gestirnir svöruðu alltaf með því að bæta við marki sem gladdi Einar. „Það var flott hugarfar í liðinu. Þetta lið er stútfullt af hæfileikum og það er gott hugarfar í því og ég hef fulla trú á liðinu,“ sagði Einar að lokum.