Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Smári Jökull Jónsson skrifar 17. ágúst 2025 19:30 Hér má sjá grjótvarnargarðinn við Miðfjarðará. Aðsend/Magnús Magnússon Miðfjarðará hefur verið lokað með öflugum grjótgarði til að koma í veg fyrir að sjókvíaeldislax komist í ána. Formaður veiðifélags árinnar segir stjórnvöld hafa dregið lappirnar í málaflokki sjókvíaeldis og vill að stigið verði fastar til jarðar í nýju frumvarpi. Fyrir helgi ákvað veiðifélag Miðfjarðarár að loka ánni með grjótgarði neðarlega á laxveiðisvæðinu. Ákvörðunin var tekin eftir fund hagmunaaðila á fimmtudag og í samráði við fiskifræðing og leigutaka Miðfjarðarár. „Við áttum grjót í handraðanum, gjaldeyrisvarasjóð sem við höfðum ætlað að nota í veiðistaðagerð og það kom sér vel í þessu tilfelli og gátum notað hann til að búa til þennan garð,“ sagði Magnús Magnússon formaður Veiðifélags Miðfirðinga í viðtali í kvöldfréttum Sýnar. Stórar vinnuvélar voru fengnar til verkefnisins.Aðsend/Magnús Magnússon Magnús segir að ekki hafi þurft mörg orð til að fá menn á staðinn að vinna verkið en stórvirkar vinnuvélar voru notaðar við grjótgarðagerðina. Hann segir alla meðvitaða um áhættuna sem fylgir því að eldislax komist í ána. Hætta sé á erfðablöndun og sjúkdómum auk áhrifa á gæði árinnar og markaðsstarfsemi. Slys sem þetta virðist vera hluti af mynstri. „Menn voru bara boðnir og búnir. Við höfum rætt þennan vanda og mögulega áhættu á undanförum árum í veiðifélaginu og á aðalfundum margoft.“ Grjótgarðurinn er neðarlega í Miðfjarðar, eins neðarlega og hægt var að sögn Magnúsar. „Þarna fyrir neðan er lax- og silungsveiðisvæði. Þar sem aðstæður voru mögulegar, bakki góður öðru megin og malarkambur hinu megin. Þetta er fyrir neðan hyl sem heitir Teighúsahylur og margir veiðimenn kannast við.“ „Kvíarnar eru ekki nægilega öruggar, það er alveg greinilegt“ Frumvarp um fiskeldi var lagt fyrir vorið 2024 en hlaut ekki afgreiðslu á Alþingi. Magnús segir stjórnvöld hafa dregið lappirnar í málaflokknum og segir það alvarlegt mál ef frumvarpið verði lagt fram á nýjan leik í óbreyttri mynd, stíga verði fastar til jarðar. Sjókvíaeldi í opnum sjókvíum sé gamaldags hugsun. „Ef illa fer þá er ekki bara okkar ár heldur laxveiðiár vítt og breitt um landið í hættu, stofninn í hættu og öll starfsemi sem er í kringum veiðifélög og fyrirtæki leigutaka. Þetta er gríðarleg velta í heildina, þetta varðar starfsemina og byggðafestu í landinu vítt og breitt.“ Hann segir grundvallaratriði að villti laxastofninn fái að njóta vafans. „Kvíarnar eru ekki nægilega öruggar sem er verið að vinna með núna, það er alveg greinilegt. Við getum ekki skrifað upp á það, við getum ekki samþykkt þetta að það verði nýtt eldisfrumvarp þar sem er ekki tekið tillit til villta laxastofnsins og að hann fái að njóta vafans. Það er bara stórt grundvallaratriði.“ Stangveiði Fiskeldi Húnaþing vestra Sjókvíaeldi Mest lesið Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Innlent Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Innlent Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Innlent Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Innlent Grunur um brot gegn fleiri börnum Innlent Algjört hrun í fálkastofninum Innlent Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Fleiri fréttir Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Algjört hrun í fálkastofninum Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Sjá meira
Fyrir helgi ákvað veiðifélag Miðfjarðarár að loka ánni með grjótgarði neðarlega á laxveiðisvæðinu. Ákvörðunin var tekin eftir fund hagmunaaðila á fimmtudag og í samráði við fiskifræðing og leigutaka Miðfjarðarár. „Við áttum grjót í handraðanum, gjaldeyrisvarasjóð sem við höfðum ætlað að nota í veiðistaðagerð og það kom sér vel í þessu tilfelli og gátum notað hann til að búa til þennan garð,“ sagði Magnús Magnússon formaður Veiðifélags Miðfirðinga í viðtali í kvöldfréttum Sýnar. Stórar vinnuvélar voru fengnar til verkefnisins.Aðsend/Magnús Magnússon Magnús segir að ekki hafi þurft mörg orð til að fá menn á staðinn að vinna verkið en stórvirkar vinnuvélar voru notaðar við grjótgarðagerðina. Hann segir alla meðvitaða um áhættuna sem fylgir því að eldislax komist í ána. Hætta sé á erfðablöndun og sjúkdómum auk áhrifa á gæði árinnar og markaðsstarfsemi. Slys sem þetta virðist vera hluti af mynstri. „Menn voru bara boðnir og búnir. Við höfum rætt þennan vanda og mögulega áhættu á undanförum árum í veiðifélaginu og á aðalfundum margoft.“ Grjótgarðurinn er neðarlega í Miðfjarðar, eins neðarlega og hægt var að sögn Magnúsar. „Þarna fyrir neðan er lax- og silungsveiðisvæði. Þar sem aðstæður voru mögulegar, bakki góður öðru megin og malarkambur hinu megin. Þetta er fyrir neðan hyl sem heitir Teighúsahylur og margir veiðimenn kannast við.“ „Kvíarnar eru ekki nægilega öruggar, það er alveg greinilegt“ Frumvarp um fiskeldi var lagt fyrir vorið 2024 en hlaut ekki afgreiðslu á Alþingi. Magnús segir stjórnvöld hafa dregið lappirnar í málaflokknum og segir það alvarlegt mál ef frumvarpið verði lagt fram á nýjan leik í óbreyttri mynd, stíga verði fastar til jarðar. Sjókvíaeldi í opnum sjókvíum sé gamaldags hugsun. „Ef illa fer þá er ekki bara okkar ár heldur laxveiðiár vítt og breitt um landið í hættu, stofninn í hættu og öll starfsemi sem er í kringum veiðifélög og fyrirtæki leigutaka. Þetta er gríðarleg velta í heildina, þetta varðar starfsemina og byggðafestu í landinu vítt og breitt.“ Hann segir grundvallaratriði að villti laxastofninn fái að njóta vafans. „Kvíarnar eru ekki nægilega öruggar sem er verið að vinna með núna, það er alveg greinilegt. Við getum ekki skrifað upp á það, við getum ekki samþykkt þetta að það verði nýtt eldisfrumvarp þar sem er ekki tekið tillit til villta laxastofnsins og að hann fái að njóta vafans. Það er bara stórt grundvallaratriði.“
Stangveiði Fiskeldi Húnaþing vestra Sjókvíaeldi Mest lesið Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Innlent Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Innlent Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Innlent Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Innlent Grunur um brot gegn fleiri börnum Innlent Algjört hrun í fálkastofninum Innlent Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Fleiri fréttir Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Algjört hrun í fálkastofninum Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Sjá meira