Semenyo tjáir sig: „Fótboltinn sýndi sínar bestu hliðar þegar mest á reyndi“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 16. ágúst 2025 12:33 Antoine Semenyo í baráttu við sinn gamla samherja hjá Bournemouth, Milos Kerkez. epa/ADAM VAUGHAN Antoine Semenyo, leikmaður Bournemouth, hefur tjáð sig eftir að hann varð fyrir kynþáttafordómum gegn Liverpool, í upphafsleik tímabilsins í ensku úrvalsdeildinni í gær. Hann kveðst þakklátur fyrir stuðninginn sem hann hefur fengið. Hlé var gert á leik Liverpool og Bournemouth eftir um hálftíma eftir að Semenyo benti dómaranum Anthony Taylor á að hann hefði orðið fyrir kynþáttafordómum. Semenyo benti Taylor á rasistann í stúkunni. Semenyo kom mikið við sögu í leiknum en hann skoraði bæði mörk Bournemouth í 4-2 tapi. Liverpool komst í 2-0 en Semenyo jafnaði með tveimur mörkum áður en Englandsmeistararnir knúðu fram sigur undir lok leiks. Í morgun tjáði Semenyo sig um atburði gærdagsins á X. Þar segir hann að hann muni alltaf muna eftir leiknum á Anfield, ekki vegna orða eins manns heldur fyrir samstöðuna og samhuginn sem honum var sýndur. Semenyo þakkaði samherjum sínum og mótherjum fyrir viðbrögð þeirra og sagði að dómarar leiksins hefðu tekið vel á málinu. Þá sagði hann að fótboltinn hefði sýnt sína bestu hlið þegar mest á reyndi. „Að skora þessi tvö mörk var eins og að tala eina tungumálið sem skiptir raunverulega máli á vellinum. Þetta er ástæðan fyrir því að ég spila; fyrir augnablik eins og þessi, fyrir liðsfélaga mína og alla sem trúa á það sem hinn fallegi leikur getur verið,“ skrifaði Semenyo á X. Hann sagði jafnframt að stuðningurinn sem hann fengið og skilaboðin sem honum hafi borist hafi minnt hann á af hverju hann elskar fótboltann. Last night at Anfield will stay with me forever - not because of one person's words, but because of how the entire football family stood together.To my @afcbournemouth teammates who supported me in that moment, to the @LiverpoolFC players and fans who showed their true… pic.twitter.com/6sNyv3vROK— Antoine Semenyo (@semenyo924) August 16, 2025 Semenyo, sem er 25 ára landsliðsmaður Gana, kom til Bournemouth frá Bristol City fyrir tveimur árum. Enski boltinn Kynþáttafordómar Mest lesið Bíll Shaquille O'Neal enn ófundinn Körfubolti Fluttu fréttir af snjónum í Reykjavík Fótbolti Formaðurinn hjálpaði til við að moka völlinn Fótbolti Búið að finna leiðina til að pirra og vinna Liverpool Enski boltinn Epicbet sýni handboltann í leyfisleysi: „Enda ólöglegar síður“ Handbolti Snjóbræðslukerfi Þróttar kom KSÍ til bjargar Fótbolti Tölur úr Bestu 2025: Klúðraði langflestum dauðafærum í sumar Íslenski boltinn Segja spurningar vakna um stöðu Elísabetar Fótbolti Óskar Hrafn fer ekki fet Íslenski boltinn Skiptiborð hjá stelpunum í kvöld Körfubolti Fleiri fréttir Arteta fyrstur stjóranna á fætur Litu á hann sem risaeðlu en sjáið hvað er í tísku núna Búið að finna leiðina til að pirra og vinna Liverpool Arteta óttast ekki að keppinautarnir steli undrabarninu frá honum Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford flaug áfram Segir að Slot verði að taka tvo leikmenn út úr Liverpool-liðinu Enska úrvalsdeildin í jólaköttinn Segir sitt fyrrum lið í krísu Fylltu í eyðurnar: Vanmetnasti leikmaður deildarinnar? Einkaviðtal við Carrick: „Hálfgerð tískubylgja sem einkennir fótboltann í dag“ Besta liðið aðeins í sautjánda sæti í mörkum í opnum leik „Varnarleikurinn er bara stórslys“ Guardiola: Of snemmt til að hafa áhyggjur af Arsenal Hárið í hættu hjá United manninum Mark úr horni, klippa Eze og punghögg Haalands Aldrei meiri aldursmunur Matty Cash afgreiddi City Eitt mark dugði og Skytturnar enn á toppnum Fimmta tapið í síðustu sex hjá Liverpool Rauðu djöflarnir unnu þriðja deildarsigurinn í röð Sunderland kom til baka gegn Chelsea og dramatík í Newcastle Sjáðu mörkin í verstu byrjun Hamranna í hálfa öld Leeds afgreiddi West Ham Sheffield Wednesday stefnir í gjaldþrot Sjáðu af hverju vörn Arsenal er í algjörum sérflokki „Þetta hafa verið erfiðir tímar fyrir okkur alla“ Stjarna Manchester City hætti næstum því í fótbolta Mo Salah fjarlægði nafn Liverpool af miðlum sínum Fantasýn: Tvær gátur og svarið að losa sig við Pedro Var nálægt því að hætta og fara í körfubolta Sjá meira
Hlé var gert á leik Liverpool og Bournemouth eftir um hálftíma eftir að Semenyo benti dómaranum Anthony Taylor á að hann hefði orðið fyrir kynþáttafordómum. Semenyo benti Taylor á rasistann í stúkunni. Semenyo kom mikið við sögu í leiknum en hann skoraði bæði mörk Bournemouth í 4-2 tapi. Liverpool komst í 2-0 en Semenyo jafnaði með tveimur mörkum áður en Englandsmeistararnir knúðu fram sigur undir lok leiks. Í morgun tjáði Semenyo sig um atburði gærdagsins á X. Þar segir hann að hann muni alltaf muna eftir leiknum á Anfield, ekki vegna orða eins manns heldur fyrir samstöðuna og samhuginn sem honum var sýndur. Semenyo þakkaði samherjum sínum og mótherjum fyrir viðbrögð þeirra og sagði að dómarar leiksins hefðu tekið vel á málinu. Þá sagði hann að fótboltinn hefði sýnt sína bestu hlið þegar mest á reyndi. „Að skora þessi tvö mörk var eins og að tala eina tungumálið sem skiptir raunverulega máli á vellinum. Þetta er ástæðan fyrir því að ég spila; fyrir augnablik eins og þessi, fyrir liðsfélaga mína og alla sem trúa á það sem hinn fallegi leikur getur verið,“ skrifaði Semenyo á X. Hann sagði jafnframt að stuðningurinn sem hann fengið og skilaboðin sem honum hafi borist hafi minnt hann á af hverju hann elskar fótboltann. Last night at Anfield will stay with me forever - not because of one person's words, but because of how the entire football family stood together.To my @afcbournemouth teammates who supported me in that moment, to the @LiverpoolFC players and fans who showed their true… pic.twitter.com/6sNyv3vROK— Antoine Semenyo (@semenyo924) August 16, 2025 Semenyo, sem er 25 ára landsliðsmaður Gana, kom til Bournemouth frá Bristol City fyrir tveimur árum.
Enski boltinn Kynþáttafordómar Mest lesið Bíll Shaquille O'Neal enn ófundinn Körfubolti Fluttu fréttir af snjónum í Reykjavík Fótbolti Formaðurinn hjálpaði til við að moka völlinn Fótbolti Búið að finna leiðina til að pirra og vinna Liverpool Enski boltinn Epicbet sýni handboltann í leyfisleysi: „Enda ólöglegar síður“ Handbolti Snjóbræðslukerfi Þróttar kom KSÍ til bjargar Fótbolti Tölur úr Bestu 2025: Klúðraði langflestum dauðafærum í sumar Íslenski boltinn Segja spurningar vakna um stöðu Elísabetar Fótbolti Óskar Hrafn fer ekki fet Íslenski boltinn Skiptiborð hjá stelpunum í kvöld Körfubolti Fleiri fréttir Arteta fyrstur stjóranna á fætur Litu á hann sem risaeðlu en sjáið hvað er í tísku núna Búið að finna leiðina til að pirra og vinna Liverpool Arteta óttast ekki að keppinautarnir steli undrabarninu frá honum Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford flaug áfram Segir að Slot verði að taka tvo leikmenn út úr Liverpool-liðinu Enska úrvalsdeildin í jólaköttinn Segir sitt fyrrum lið í krísu Fylltu í eyðurnar: Vanmetnasti leikmaður deildarinnar? Einkaviðtal við Carrick: „Hálfgerð tískubylgja sem einkennir fótboltann í dag“ Besta liðið aðeins í sautjánda sæti í mörkum í opnum leik „Varnarleikurinn er bara stórslys“ Guardiola: Of snemmt til að hafa áhyggjur af Arsenal Hárið í hættu hjá United manninum Mark úr horni, klippa Eze og punghögg Haalands Aldrei meiri aldursmunur Matty Cash afgreiddi City Eitt mark dugði og Skytturnar enn á toppnum Fimmta tapið í síðustu sex hjá Liverpool Rauðu djöflarnir unnu þriðja deildarsigurinn í röð Sunderland kom til baka gegn Chelsea og dramatík í Newcastle Sjáðu mörkin í verstu byrjun Hamranna í hálfa öld Leeds afgreiddi West Ham Sheffield Wednesday stefnir í gjaldþrot Sjáðu af hverju vörn Arsenal er í algjörum sérflokki „Þetta hafa verið erfiðir tímar fyrir okkur alla“ Stjarna Manchester City hætti næstum því í fótbolta Mo Salah fjarlægði nafn Liverpool af miðlum sínum Fantasýn: Tvær gátur og svarið að losa sig við Pedro Var nálægt því að hætta og fara í körfubolta Sjá meira