Segir undirverktaka ekki hafa látið vita af gatinu Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 15. ágúst 2025 15:13 DAníel Jakobsson forstjóri Arctic Sea Farm. Vísir/Vilhelm Daníel Jakobsson forstjóri Arctic Sea Farm segir fyrirtækið ekki hafa vitað af gati í sjókví þess í Dýrafirði fyrr en í gær. Undirverktaki hafi tekið mynd af gatinu við eftirlit í byrjun júlí en ekki greint fyrirtækinu frá því. Matvælastofnun tilkynnti um það í gær að gat hafi fundist í sjókví Arctic Sea Farm í Dýrafirði og að svo virtist vera sem gatið hafi verið í kvínni í nokkurn tíma. Sjókvíaeldi á Vestfjörðum voru í gær beðin af MAST um að kanna hvort skemmdir væru á kvíum eftir að fjöldi eldislaxa fannst í Haukadalsá í Dalabyggð. Framkvæmi mánaðarlegt eftirlit Daníel Jakobsson forstjóri Arctic Sea Farm segir í samtali við fréttastofu að komist hafi upp um gatið um klukkan eitt í gær og Matvælastofnnun hafi verið tilkynnt það samstundis. „Okkur ber að framkvæma neðansjávareftirlit á þrjátíu daga fresti. Við höfum sannarlega gert það og skilað skýrslum um þau eftirlit til MAST,“ segir Daníel. Ekki orðið vör við fisk í Dýrafirði Fyrirtækið nýti þjónustu undirverktaka, sem þjónusti fleiri fyrirtæki á svæðinu, sem hafi áralanga reynslu. „Þegar MAST beinir því til okkar að ahthuga þær staðsetningar sem eru með fiska af þessari stærð förum við að rúlla yfir þetta og sjáum skýrslu frá eftirliti 3. júlí, sem er gerð í tengslum við það að við erum að slátra upp úr kvínni. Þá kemur fram í texta skýrslunnar að ekkert gat sé á henni en á myndum sem fylgja sést gatið,“ segir Daníel. „Þannig að við tilkynnum ekki um gatið vegna þess að okkur hafði ekki verið tilkynnt þetta frá þessum undirverktaka. Það eru engar vísbendingar um að fiskur hafi sloppið frá okkur. Við höfum ekki orðið vör við fisk í Dýrafirði eða í ám á Vestfjörðum.“ Hann segir fyrirtækið fylgjast vel með og auðvitað sé alltaf alvarlegt þegar eldisfiskur finnist í ám. „Þetta virðist reyndar að mestu vera hnúðlax. En einn eldisfiskur er meira en við viljum og nú er vinna í gangi með þartilbærum eftirlitsaðilum að upplýsa málið.“ Tilkynning barst frá Fiskistofu nú síðdegis um að langflestir eldislaxanna hafi reynst vera hnúðlaxar við nánari skoðun. Slíkir laxar eru ekki ræktaðir í sjókvíum hér við land. Næstu daga muni eftirlitsmenn Fiskistofu athuga nærliggjandi ár með drónum. Lax Ísafjarðarbær Sjókvíaeldi Dalabyggð Tengdar fréttir „Maður skilur ekki alveg hvernig á þessu stendur“ Formaður veiðifélags á Norðurlandi óttast að eldislaxar, sem fundust í Dalabyggð í gær, berist í fleiri ár. Hann segir slysasleppinguna umhverfisslys og stjórnvöld verði að bregðast við. 15. ágúst 2025 12:30 „Hamfarir og ekkert annað“ Framkvæmdastjóri Landssambands veiðifélaga segir mögulegur fundur um hundraðs eldislaxa í neðstu hyljum Haukadalsár í dag hamfarir og ekkert annað. Of snemmt sé að segja til um hvort laxarnir hafi sloppið úr kví Arctic Sea Farm í Dýrafirði en gat fannst þar í dag sem hafði verið á kvínni í nokkurn tíma að sögn Matvælastofnunar. 14. ágúst 2025 20:26 „Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði Eftirlitsmaður Fiskistofu telur sig hafa séð hundrað eldislaxa í neðstu hyljum Haukadalsár í dag. Sviðsstjóri hjá Fiskistofu segir að ef rétt reynist sé um stærsta einstaka tilvik eldislaxa í laxveiðiá að ræða. Gat fannst á sjókví Arctic Sea Farm í Dýrafirði. 14. ágúst 2025 19:16 Mest lesið Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Innlent Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Innlent Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Erlent „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Innlent Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Innlent Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu Innlent Selenskí mun funda með Trump Erlent Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Erlent Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Erlent Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Fleiri fréttir Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Fíkniefnarannsókn á Raufarhöfn „langt frá því að vera lokið“ Segir eldislaxinn sannarlega eldislax: „Það eru þeirra mistök“ Segir undirverktaka ekki hafa látið vita af gatinu „Stórfurðulegt“ að bjóða foreldrum ekki strax á fund Litlu mátti muna þegar ferðamaður svínaði fyrir hjón á Hellu Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Pólitískur refur og samningamaður mætast „Maður skilur ekki alveg hvernig á þessu stendur“ Spá því að vextir muni ekki lækka frekar á árinu Kynferðisbrot gegn barni til rannsóknar, leiðtogafundur og eldislax Netlaust í Ráðhúsinu vegna öryggisráðstafana Bíða þess enn að ráðherra svari neyðarkalli um mönnun Mannanafnanefnd: Nú má heita Kaleo Stefán Kristjánsson er látinn Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Spá eldingum á Vesturlandi Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann „Hamfarir og ekkert annað“ Sjá meira
Matvælastofnun tilkynnti um það í gær að gat hafi fundist í sjókví Arctic Sea Farm í Dýrafirði og að svo virtist vera sem gatið hafi verið í kvínni í nokkurn tíma. Sjókvíaeldi á Vestfjörðum voru í gær beðin af MAST um að kanna hvort skemmdir væru á kvíum eftir að fjöldi eldislaxa fannst í Haukadalsá í Dalabyggð. Framkvæmi mánaðarlegt eftirlit Daníel Jakobsson forstjóri Arctic Sea Farm segir í samtali við fréttastofu að komist hafi upp um gatið um klukkan eitt í gær og Matvælastofnnun hafi verið tilkynnt það samstundis. „Okkur ber að framkvæma neðansjávareftirlit á þrjátíu daga fresti. Við höfum sannarlega gert það og skilað skýrslum um þau eftirlit til MAST,“ segir Daníel. Ekki orðið vör við fisk í Dýrafirði Fyrirtækið nýti þjónustu undirverktaka, sem þjónusti fleiri fyrirtæki á svæðinu, sem hafi áralanga reynslu. „Þegar MAST beinir því til okkar að ahthuga þær staðsetningar sem eru með fiska af þessari stærð förum við að rúlla yfir þetta og sjáum skýrslu frá eftirliti 3. júlí, sem er gerð í tengslum við það að við erum að slátra upp úr kvínni. Þá kemur fram í texta skýrslunnar að ekkert gat sé á henni en á myndum sem fylgja sést gatið,“ segir Daníel. „Þannig að við tilkynnum ekki um gatið vegna þess að okkur hafði ekki verið tilkynnt þetta frá þessum undirverktaka. Það eru engar vísbendingar um að fiskur hafi sloppið frá okkur. Við höfum ekki orðið vör við fisk í Dýrafirði eða í ám á Vestfjörðum.“ Hann segir fyrirtækið fylgjast vel með og auðvitað sé alltaf alvarlegt þegar eldisfiskur finnist í ám. „Þetta virðist reyndar að mestu vera hnúðlax. En einn eldisfiskur er meira en við viljum og nú er vinna í gangi með þartilbærum eftirlitsaðilum að upplýsa málið.“ Tilkynning barst frá Fiskistofu nú síðdegis um að langflestir eldislaxanna hafi reynst vera hnúðlaxar við nánari skoðun. Slíkir laxar eru ekki ræktaðir í sjókvíum hér við land. Næstu daga muni eftirlitsmenn Fiskistofu athuga nærliggjandi ár með drónum.
Lax Ísafjarðarbær Sjókvíaeldi Dalabyggð Tengdar fréttir „Maður skilur ekki alveg hvernig á þessu stendur“ Formaður veiðifélags á Norðurlandi óttast að eldislaxar, sem fundust í Dalabyggð í gær, berist í fleiri ár. Hann segir slysasleppinguna umhverfisslys og stjórnvöld verði að bregðast við. 15. ágúst 2025 12:30 „Hamfarir og ekkert annað“ Framkvæmdastjóri Landssambands veiðifélaga segir mögulegur fundur um hundraðs eldislaxa í neðstu hyljum Haukadalsár í dag hamfarir og ekkert annað. Of snemmt sé að segja til um hvort laxarnir hafi sloppið úr kví Arctic Sea Farm í Dýrafirði en gat fannst þar í dag sem hafði verið á kvínni í nokkurn tíma að sögn Matvælastofnunar. 14. ágúst 2025 20:26 „Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði Eftirlitsmaður Fiskistofu telur sig hafa séð hundrað eldislaxa í neðstu hyljum Haukadalsár í dag. Sviðsstjóri hjá Fiskistofu segir að ef rétt reynist sé um stærsta einstaka tilvik eldislaxa í laxveiðiá að ræða. Gat fannst á sjókví Arctic Sea Farm í Dýrafirði. 14. ágúst 2025 19:16 Mest lesið Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Innlent Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Innlent Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Erlent „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Innlent Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Innlent Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu Innlent Selenskí mun funda með Trump Erlent Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Erlent Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Erlent Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Fleiri fréttir Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Fíkniefnarannsókn á Raufarhöfn „langt frá því að vera lokið“ Segir eldislaxinn sannarlega eldislax: „Það eru þeirra mistök“ Segir undirverktaka ekki hafa látið vita af gatinu „Stórfurðulegt“ að bjóða foreldrum ekki strax á fund Litlu mátti muna þegar ferðamaður svínaði fyrir hjón á Hellu Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Pólitískur refur og samningamaður mætast „Maður skilur ekki alveg hvernig á þessu stendur“ Spá því að vextir muni ekki lækka frekar á árinu Kynferðisbrot gegn barni til rannsóknar, leiðtogafundur og eldislax Netlaust í Ráðhúsinu vegna öryggisráðstafana Bíða þess enn að ráðherra svari neyðarkalli um mönnun Mannanafnanefnd: Nú má heita Kaleo Stefán Kristjánsson er látinn Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Spá eldingum á Vesturlandi Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann „Hamfarir og ekkert annað“ Sjá meira
„Maður skilur ekki alveg hvernig á þessu stendur“ Formaður veiðifélags á Norðurlandi óttast að eldislaxar, sem fundust í Dalabyggð í gær, berist í fleiri ár. Hann segir slysasleppinguna umhverfisslys og stjórnvöld verði að bregðast við. 15. ágúst 2025 12:30
„Hamfarir og ekkert annað“ Framkvæmdastjóri Landssambands veiðifélaga segir mögulegur fundur um hundraðs eldislaxa í neðstu hyljum Haukadalsár í dag hamfarir og ekkert annað. Of snemmt sé að segja til um hvort laxarnir hafi sloppið úr kví Arctic Sea Farm í Dýrafirði en gat fannst þar í dag sem hafði verið á kvínni í nokkurn tíma að sögn Matvælastofnunar. 14. ágúst 2025 20:26
„Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði Eftirlitsmaður Fiskistofu telur sig hafa séð hundrað eldislaxa í neðstu hyljum Haukadalsár í dag. Sviðsstjóri hjá Fiskistofu segir að ef rétt reynist sé um stærsta einstaka tilvik eldislaxa í laxveiðiá að ræða. Gat fannst á sjókví Arctic Sea Farm í Dýrafirði. 14. ágúst 2025 19:16