Segir undirverktaka ekki hafa látið vita af gatinu Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 15. ágúst 2025 15:13 DAníel Jakobsson forstjóri Arctic Sea Farm. Vísir/Vilhelm Daníel Jakobsson forstjóri Arctic Sea Farm segir fyrirtækið ekki hafa vitað af gati í sjókví þess í Dýrafirði fyrr en í gær. Undirverktaki hafi tekið mynd af gatinu við eftirlit í byrjun júlí en ekki greint fyrirtækinu frá því. Matvælastofnun tilkynnti um það í gær að gat hafi fundist í sjókví Arctic Sea Farm í Dýrafirði og að svo virtist vera sem gatið hafi verið í kvínni í nokkurn tíma. Sjókvíaeldi á Vestfjörðum voru í gær beðin af MAST um að kanna hvort skemmdir væru á kvíum eftir að fjöldi eldislaxa fannst í Haukadalsá í Dalabyggð. Framkvæmi mánaðarlegt eftirlit Daníel Jakobsson forstjóri Arctic Sea Farm segir í samtali við fréttastofu að komist hafi upp um gatið um klukkan eitt í gær og Matvælastofnnun hafi verið tilkynnt það samstundis. „Okkur ber að framkvæma neðansjávareftirlit á þrjátíu daga fresti. Við höfum sannarlega gert það og skilað skýrslum um þau eftirlit til MAST,“ segir Daníel. Ekki orðið vör við fisk í Dýrafirði Fyrirtækið nýti þjónustu undirverktaka, sem þjónusti fleiri fyrirtæki á svæðinu, sem hafi áralanga reynslu. „Þegar MAST beinir því til okkar að ahthuga þær staðsetningar sem eru með fiska af þessari stærð förum við að rúlla yfir þetta og sjáum skýrslu frá eftirliti 3. júlí, sem er gerð í tengslum við það að við erum að slátra upp úr kvínni. Þá kemur fram í texta skýrslunnar að ekkert gat sé á henni en á myndum sem fylgja sést gatið,“ segir Daníel. „Þannig að við tilkynnum ekki um gatið vegna þess að okkur hafði ekki verið tilkynnt þetta frá þessum undirverktaka. Það eru engar vísbendingar um að fiskur hafi sloppið frá okkur. Við höfum ekki orðið vör við fisk í Dýrafirði eða í ám á Vestfjörðum.“ Hann segir fyrirtækið fylgjast vel með og auðvitað sé alltaf alvarlegt þegar eldisfiskur finnist í ám. „Þetta virðist reyndar að mestu vera hnúðlax. En einn eldisfiskur er meira en við viljum og nú er vinna í gangi með þartilbærum eftirlitsaðilum að upplýsa málið.“ Tilkynning barst frá Fiskistofu nú síðdegis um að langflestir eldislaxanna hafi reynst vera hnúðlaxar við nánari skoðun. Slíkir laxar eru ekki ræktaðir í sjókvíum hér við land. Næstu daga muni eftirlitsmenn Fiskistofu athuga nærliggjandi ár með drónum. Lax Ísafjarðarbær Sjókvíaeldi Dalabyggð Tengdar fréttir „Maður skilur ekki alveg hvernig á þessu stendur“ Formaður veiðifélags á Norðurlandi óttast að eldislaxar, sem fundust í Dalabyggð í gær, berist í fleiri ár. Hann segir slysasleppinguna umhverfisslys og stjórnvöld verði að bregðast við. 15. ágúst 2025 12:30 „Hamfarir og ekkert annað“ Framkvæmdastjóri Landssambands veiðifélaga segir mögulegur fundur um hundraðs eldislaxa í neðstu hyljum Haukadalsár í dag hamfarir og ekkert annað. Of snemmt sé að segja til um hvort laxarnir hafi sloppið úr kví Arctic Sea Farm í Dýrafirði en gat fannst þar í dag sem hafði verið á kvínni í nokkurn tíma að sögn Matvælastofnunar. 14. ágúst 2025 20:26 „Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði Eftirlitsmaður Fiskistofu telur sig hafa séð hundrað eldislaxa í neðstu hyljum Haukadalsár í dag. Sviðsstjóri hjá Fiskistofu segir að ef rétt reynist sé um stærsta einstaka tilvik eldislaxa í laxveiðiá að ræða. Gat fannst á sjókví Arctic Sea Farm í Dýrafirði. 14. ágúst 2025 19:16 Mest lesið Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Innlent Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Innlent Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Innlent Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Innlent Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Innlent Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Innlent Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Innlent Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Erlent Bandaríkjamenn vilji koma á fríverslunarsvæði í Donbas Erlent Hugrakkir drengir opnuðu sig í fréttum, breyttu kerfinu og skáluðu með Ingu Innlent Fleiri fréttir Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Vilja takmarka fjölda barna sem getin eru með sama sæði Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Fjölskyldur fórnarlamba krefjast ábyrgðar Sádi-Arabíu Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Fjögur ár fyrir smygl á rúmum fjórum kílóum af kókaíni 325 milljónir í næsta áfanga LED-ljósavæðingar í Reykjavík Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Líkamsárásir, heimilisofbeldi og vopnaður ökumaður Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Vestfirðingar sjá fram á þrenn ný jarðgöng Landhelgisgæslan eignast sjálfstýrðan kafbát „Mér persónulega fannst þetta gríðarlega gaman“ Hugrakkir drengir opnuðu sig í fréttum, breyttu kerfinu og skáluðu með Ingu Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Refsing milduð yfir burðardýri Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Þjófar sendir úr landi Fær bara hálft fæðingarorlof og veik leikskólabörn Björn Dagbjartsson er látinn Hvetja til bólusetningar vegna inflúensufaraldurs Slapp ekki með typpamynd til þrettán ára Halda starfsleyfinu þrátt fyrir kröfur íbúa Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Vill skoða úrsögn úr EES Leigubílstjóri og vinur í þriggja ára fangelsi fyrir nauðgun Skaftárhlaup enn yfirstandandi Helgi Valberg tekur við ritarastöðunni Stór áfangi Borgarlínu afgreiddur í skipulagsráði og á leið í kynningu Sjá meira
Matvælastofnun tilkynnti um það í gær að gat hafi fundist í sjókví Arctic Sea Farm í Dýrafirði og að svo virtist vera sem gatið hafi verið í kvínni í nokkurn tíma. Sjókvíaeldi á Vestfjörðum voru í gær beðin af MAST um að kanna hvort skemmdir væru á kvíum eftir að fjöldi eldislaxa fannst í Haukadalsá í Dalabyggð. Framkvæmi mánaðarlegt eftirlit Daníel Jakobsson forstjóri Arctic Sea Farm segir í samtali við fréttastofu að komist hafi upp um gatið um klukkan eitt í gær og Matvælastofnnun hafi verið tilkynnt það samstundis. „Okkur ber að framkvæma neðansjávareftirlit á þrjátíu daga fresti. Við höfum sannarlega gert það og skilað skýrslum um þau eftirlit til MAST,“ segir Daníel. Ekki orðið vör við fisk í Dýrafirði Fyrirtækið nýti þjónustu undirverktaka, sem þjónusti fleiri fyrirtæki á svæðinu, sem hafi áralanga reynslu. „Þegar MAST beinir því til okkar að ahthuga þær staðsetningar sem eru með fiska af þessari stærð förum við að rúlla yfir þetta og sjáum skýrslu frá eftirliti 3. júlí, sem er gerð í tengslum við það að við erum að slátra upp úr kvínni. Þá kemur fram í texta skýrslunnar að ekkert gat sé á henni en á myndum sem fylgja sést gatið,“ segir Daníel. „Þannig að við tilkynnum ekki um gatið vegna þess að okkur hafði ekki verið tilkynnt þetta frá þessum undirverktaka. Það eru engar vísbendingar um að fiskur hafi sloppið frá okkur. Við höfum ekki orðið vör við fisk í Dýrafirði eða í ám á Vestfjörðum.“ Hann segir fyrirtækið fylgjast vel með og auðvitað sé alltaf alvarlegt þegar eldisfiskur finnist í ám. „Þetta virðist reyndar að mestu vera hnúðlax. En einn eldisfiskur er meira en við viljum og nú er vinna í gangi með þartilbærum eftirlitsaðilum að upplýsa málið.“ Tilkynning barst frá Fiskistofu nú síðdegis um að langflestir eldislaxanna hafi reynst vera hnúðlaxar við nánari skoðun. Slíkir laxar eru ekki ræktaðir í sjókvíum hér við land. Næstu daga muni eftirlitsmenn Fiskistofu athuga nærliggjandi ár með drónum.
Lax Ísafjarðarbær Sjókvíaeldi Dalabyggð Tengdar fréttir „Maður skilur ekki alveg hvernig á þessu stendur“ Formaður veiðifélags á Norðurlandi óttast að eldislaxar, sem fundust í Dalabyggð í gær, berist í fleiri ár. Hann segir slysasleppinguna umhverfisslys og stjórnvöld verði að bregðast við. 15. ágúst 2025 12:30 „Hamfarir og ekkert annað“ Framkvæmdastjóri Landssambands veiðifélaga segir mögulegur fundur um hundraðs eldislaxa í neðstu hyljum Haukadalsár í dag hamfarir og ekkert annað. Of snemmt sé að segja til um hvort laxarnir hafi sloppið úr kví Arctic Sea Farm í Dýrafirði en gat fannst þar í dag sem hafði verið á kvínni í nokkurn tíma að sögn Matvælastofnunar. 14. ágúst 2025 20:26 „Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði Eftirlitsmaður Fiskistofu telur sig hafa séð hundrað eldislaxa í neðstu hyljum Haukadalsár í dag. Sviðsstjóri hjá Fiskistofu segir að ef rétt reynist sé um stærsta einstaka tilvik eldislaxa í laxveiðiá að ræða. Gat fannst á sjókví Arctic Sea Farm í Dýrafirði. 14. ágúst 2025 19:16 Mest lesið Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Innlent Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Innlent Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Innlent Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Innlent Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Innlent Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Innlent Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Innlent Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Erlent Bandaríkjamenn vilji koma á fríverslunarsvæði í Donbas Erlent Hugrakkir drengir opnuðu sig í fréttum, breyttu kerfinu og skáluðu með Ingu Innlent Fleiri fréttir Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Vilja takmarka fjölda barna sem getin eru með sama sæði Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Fjölskyldur fórnarlamba krefjast ábyrgðar Sádi-Arabíu Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Fjögur ár fyrir smygl á rúmum fjórum kílóum af kókaíni 325 milljónir í næsta áfanga LED-ljósavæðingar í Reykjavík Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Líkamsárásir, heimilisofbeldi og vopnaður ökumaður Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Vestfirðingar sjá fram á þrenn ný jarðgöng Landhelgisgæslan eignast sjálfstýrðan kafbát „Mér persónulega fannst þetta gríðarlega gaman“ Hugrakkir drengir opnuðu sig í fréttum, breyttu kerfinu og skáluðu með Ingu Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Refsing milduð yfir burðardýri Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Þjófar sendir úr landi Fær bara hálft fæðingarorlof og veik leikskólabörn Björn Dagbjartsson er látinn Hvetja til bólusetningar vegna inflúensufaraldurs Slapp ekki með typpamynd til þrettán ára Halda starfsleyfinu þrátt fyrir kröfur íbúa Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Vill skoða úrsögn úr EES Leigubílstjóri og vinur í þriggja ára fangelsi fyrir nauðgun Skaftárhlaup enn yfirstandandi Helgi Valberg tekur við ritarastöðunni Stór áfangi Borgarlínu afgreiddur í skipulagsráði og á leið í kynningu Sjá meira
„Maður skilur ekki alveg hvernig á þessu stendur“ Formaður veiðifélags á Norðurlandi óttast að eldislaxar, sem fundust í Dalabyggð í gær, berist í fleiri ár. Hann segir slysasleppinguna umhverfisslys og stjórnvöld verði að bregðast við. 15. ágúst 2025 12:30
„Hamfarir og ekkert annað“ Framkvæmdastjóri Landssambands veiðifélaga segir mögulegur fundur um hundraðs eldislaxa í neðstu hyljum Haukadalsár í dag hamfarir og ekkert annað. Of snemmt sé að segja til um hvort laxarnir hafi sloppið úr kví Arctic Sea Farm í Dýrafirði en gat fannst þar í dag sem hafði verið á kvínni í nokkurn tíma að sögn Matvælastofnunar. 14. ágúst 2025 20:26
„Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði Eftirlitsmaður Fiskistofu telur sig hafa séð hundrað eldislaxa í neðstu hyljum Haukadalsár í dag. Sviðsstjóri hjá Fiskistofu segir að ef rétt reynist sé um stærsta einstaka tilvik eldislaxa í laxveiðiá að ræða. Gat fannst á sjókví Arctic Sea Farm í Dýrafirði. 14. ágúst 2025 19:16