„Hamfarir og ekkert annað“ Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 14. ágúst 2025 20:26 Gunnar Örn Petersem er framkvæmdastjóri Landssambands veiðifélaga. Vísir/Samsett Framkvæmdastjóri Landssambands veiðifélaga segir mögulegur fundur um hundraðs eldislaxa í neðstu hyljum Haukadalsár í dag hamfarir og ekkert annað. Of snemmt sé að segja til um hvort laxarnir hafi sloppið úr kví Arctic Sea Farm í Dýrafirði en gat fannst þar í dag sem hafði verið á kvínni í nokkurn tíma að sögn Matvælastofnunar. Gunnar Örn Petersen, framkvæmdastjóri Landssambands veiðifélaga segir umfang spjallanna ekki liggja fyrir en að útlitið sé svart. „Það er kannski aðeins of snemmt að segja til um heildarumfang atburðarins en fyrir Haukadalsá lítur þetta mjög illa út. Miðað við þær upplýsingar sem við fengum í dag frá Fiskistofu eru þetta á annað hundrað fiskar sem þeir telja að geti verið eldislaxar sem eru þarna á neðstu stöðunum í ánni. Það gæti bent til þess að þetta sé gríðarlega stór atburður,“ segir Gunnar. Hann segir atburðinn margfalt stærri en slysasleppingin sem varð í kví Arctic Sea Farm árið 2023. Gunnar vonast einnig til þess að megnið af eldislaxinum sloppna hafi leitað í Haukadalsá. Ímynd stangveiða á Íslandi beri tjónið Er hægt að fullyrða að þetta komi frá Arctic Sea Farm? „Nei, það er of snemmt. Það þarf að erfðagreina fiskinn sem verður gengið strax í og í kjölfarið er hægt að greina úr hvað a kví hann kom,“ segir Gunnar. Eftirmál slysasleppingarinnar 2023 sjást enn skýr merki um, að sögn Gunnars. „Villtir laxastofnar bera það tjón enn þá í dag og það náðist ekkert allur fiskurinn sem slapp. Veiðiréttarhafar og veiðifélög bera einnig tjónið og hafa ekki fengið endurgreiddan þann kostnað sem þeir lögðu út. Ímynd stangveiða á Íslandi ber þetta tjón líka,“ segir Gunnar. Eftirliti ábótavant Hann segir eftirliti með sjókvíaeldi verulega ábótavant. „Eins og skýrsla ríkiendurskoðunar á sínum tíma tók á eru margar brotalamir í því. MAST hefur einnig kvartað sáran undan þessu, að þeir hafi bara ekki nægar heimildir og fái ekki skýrslur nógu oft. En stóri gallinn er náttúrlega að fyrirtækin hafi bara eftirlit með sjálfum sér og þriðji aðilinn sér um það eftirlit og það eru engar sérstakar reglur um hvernig hann skuli hljóta viðurkenningu,“ segir hann. Ef þetta er allt saman rétt, er hægt að tala um umhverfisslys? „Það er alveg ljóst. Fyrir Haukadalsá eru þetta þegar orðnar hamfarir. Auðvitað vonar maður það besta en ef útlitið í Haukadalsá gefur einhverja vísbendnigu um dreifinguna á fisknum eru þetta hamfarir og ekkert annað,“ segir Gunnar Örn Petersen framkvæmdastjóri Landssambands veiðifélaga. Lax Sjókvíaeldi Dalabyggð Ísafjarðarbær Fiskeldi Mest lesið Faðirinn í hungurverkfalli í lokaðri móttökustöð og móðirin ein með börnin Innlent Ungir Sjálfstæðismenn fengu áfengi í ferð með Vilhjálmi og fóru svo á kjörstað Innlent „Fyrst og fremst er verið að hafna oddvitanum“ Innlent Maðurinn er fundinn Innlent Icelandair aflýsir flugferðum Innlent Munaði litlu að nýliði skákaði borgarstjóra Innlent Þjóðvarðlið virkjað eftir að ICE skaut mann til bana Erlent Skotinn til bana: Myndefnið þvert á orð ráðherrans Erlent Fyrrverandi yngsti þingmaður sögunnar skiptir um flokk og fer fram Innlent Gripnir á 165 á áttatíu götu og á 157 á sextíu götu Innlent Fleiri fréttir Ungir Sjálfstæðismenn fengu áfengi í ferð með Vilhjálmi og fóru svo á kjörstað Loðna fundist á stóru svæði Metfjöldi vill stíga á svið með Íslenska dansflokknum Faðirinn í hungurverkfalli í lokaðri móttökustöð og móðirin ein með börnin Aðeins tíu prósent sem leita til Stígamóta kæra ofbeldið Spyr hvort að Rúv finnist hún „hundleiðinleg t***a“ „Örstutt þunglyndi yfir niðurstöðunum“ Maðurinn er fundinn Kerfið hafi brugðist Sjálfstæðismenn mynda bandalag á Akureyri Sundabraut og Fljótagöng verkefni innviðafélagsins Háværar flugvélar sem vöktu athygli í gær voru á æfingu „Fyrst og fremst er verið að hafna oddvitanum“ Fyrrverandi yngsti þingmaður sögunnar skiptir um flokk og fer fram Heiðu hafnað og fjöldi niðurfellinga heimilisofbeldismála hjá lögreglu Segir Heiðu hafa átt betra skilið Icelandair aflýsir flugferðum Fyrrverandi ráðherrar ræða alþjóðamálin Gripnir á 165 á áttatíu götu og á 157 á sextíu götu Tvö pör handtekin grunuð um líkamsárásir Munaði litlu að nýliði skákaði borgarstjóra Stóra verkefnið að vinna aftur traust borgarbúa Gríðarleg vonbrigði að reyndri konu sé ekki treyst Pétur Marteinsson kjörinn oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavík Samfylkingin valdi sér borgarstjóraefni Valið á milli gömlu og nýju Samfylkingarinnar Gullhúðað afnám jafnlaunavottunar Tvöfalt fleiri aldraðir leituðu hjálpar vegna ofbeldis Vandræðagangur með skilaboð á versta tíma fyrir Heiðu Leita að öðrum til að taka við Ísafjarðarfluginu Sjá meira
Gunnar Örn Petersen, framkvæmdastjóri Landssambands veiðifélaga segir umfang spjallanna ekki liggja fyrir en að útlitið sé svart. „Það er kannski aðeins of snemmt að segja til um heildarumfang atburðarins en fyrir Haukadalsá lítur þetta mjög illa út. Miðað við þær upplýsingar sem við fengum í dag frá Fiskistofu eru þetta á annað hundrað fiskar sem þeir telja að geti verið eldislaxar sem eru þarna á neðstu stöðunum í ánni. Það gæti bent til þess að þetta sé gríðarlega stór atburður,“ segir Gunnar. Hann segir atburðinn margfalt stærri en slysasleppingin sem varð í kví Arctic Sea Farm árið 2023. Gunnar vonast einnig til þess að megnið af eldislaxinum sloppna hafi leitað í Haukadalsá. Ímynd stangveiða á Íslandi beri tjónið Er hægt að fullyrða að þetta komi frá Arctic Sea Farm? „Nei, það er of snemmt. Það þarf að erfðagreina fiskinn sem verður gengið strax í og í kjölfarið er hægt að greina úr hvað a kví hann kom,“ segir Gunnar. Eftirmál slysasleppingarinnar 2023 sjást enn skýr merki um, að sögn Gunnars. „Villtir laxastofnar bera það tjón enn þá í dag og það náðist ekkert allur fiskurinn sem slapp. Veiðiréttarhafar og veiðifélög bera einnig tjónið og hafa ekki fengið endurgreiddan þann kostnað sem þeir lögðu út. Ímynd stangveiða á Íslandi ber þetta tjón líka,“ segir Gunnar. Eftirliti ábótavant Hann segir eftirliti með sjókvíaeldi verulega ábótavant. „Eins og skýrsla ríkiendurskoðunar á sínum tíma tók á eru margar brotalamir í því. MAST hefur einnig kvartað sáran undan þessu, að þeir hafi bara ekki nægar heimildir og fái ekki skýrslur nógu oft. En stóri gallinn er náttúrlega að fyrirtækin hafi bara eftirlit með sjálfum sér og þriðji aðilinn sér um það eftirlit og það eru engar sérstakar reglur um hvernig hann skuli hljóta viðurkenningu,“ segir hann. Ef þetta er allt saman rétt, er hægt að tala um umhverfisslys? „Það er alveg ljóst. Fyrir Haukadalsá eru þetta þegar orðnar hamfarir. Auðvitað vonar maður það besta en ef útlitið í Haukadalsá gefur einhverja vísbendnigu um dreifinguna á fisknum eru þetta hamfarir og ekkert annað,“ segir Gunnar Örn Petersen framkvæmdastjóri Landssambands veiðifélaga.
Lax Sjókvíaeldi Dalabyggð Ísafjarðarbær Fiskeldi Mest lesið Faðirinn í hungurverkfalli í lokaðri móttökustöð og móðirin ein með börnin Innlent Ungir Sjálfstæðismenn fengu áfengi í ferð með Vilhjálmi og fóru svo á kjörstað Innlent „Fyrst og fremst er verið að hafna oddvitanum“ Innlent Maðurinn er fundinn Innlent Icelandair aflýsir flugferðum Innlent Munaði litlu að nýliði skákaði borgarstjóra Innlent Þjóðvarðlið virkjað eftir að ICE skaut mann til bana Erlent Skotinn til bana: Myndefnið þvert á orð ráðherrans Erlent Fyrrverandi yngsti þingmaður sögunnar skiptir um flokk og fer fram Innlent Gripnir á 165 á áttatíu götu og á 157 á sextíu götu Innlent Fleiri fréttir Ungir Sjálfstæðismenn fengu áfengi í ferð með Vilhjálmi og fóru svo á kjörstað Loðna fundist á stóru svæði Metfjöldi vill stíga á svið með Íslenska dansflokknum Faðirinn í hungurverkfalli í lokaðri móttökustöð og móðirin ein með börnin Aðeins tíu prósent sem leita til Stígamóta kæra ofbeldið Spyr hvort að Rúv finnist hún „hundleiðinleg t***a“ „Örstutt þunglyndi yfir niðurstöðunum“ Maðurinn er fundinn Kerfið hafi brugðist Sjálfstæðismenn mynda bandalag á Akureyri Sundabraut og Fljótagöng verkefni innviðafélagsins Háværar flugvélar sem vöktu athygli í gær voru á æfingu „Fyrst og fremst er verið að hafna oddvitanum“ Fyrrverandi yngsti þingmaður sögunnar skiptir um flokk og fer fram Heiðu hafnað og fjöldi niðurfellinga heimilisofbeldismála hjá lögreglu Segir Heiðu hafa átt betra skilið Icelandair aflýsir flugferðum Fyrrverandi ráðherrar ræða alþjóðamálin Gripnir á 165 á áttatíu götu og á 157 á sextíu götu Tvö pör handtekin grunuð um líkamsárásir Munaði litlu að nýliði skákaði borgarstjóra Stóra verkefnið að vinna aftur traust borgarbúa Gríðarleg vonbrigði að reyndri konu sé ekki treyst Pétur Marteinsson kjörinn oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavík Samfylkingin valdi sér borgarstjóraefni Valið á milli gömlu og nýju Samfylkingarinnar Gullhúðað afnám jafnlaunavottunar Tvöfalt fleiri aldraðir leituðu hjálpar vegna ofbeldis Vandræðagangur með skilaboð á versta tíma fyrir Heiðu Leita að öðrum til að taka við Ísafjarðarfluginu Sjá meira