„Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 14. ágúst 2025 19:16 Hrönn Jörundsdóttir forstjóri Matvælastofnunar segir málið grafalvarlegt. Vísir/Einar Eftirlitsmaður Fiskistofu telur sig hafa séð hundrað eldislaxa í neðstu hyljum Haukadalsár í dag. Sviðsstjóri hjá Fiskistofu segir að ef rétt reynist sé um stærsta einstaka tilvik eldislaxa í laxveiðiá að ræða. Gat fannst á sjókví Arctic Sea Farm í Dýrafirði. Jóhannes Sturlaugsson fiskifræðingur fór í nótt ásamt fulltrúum Íslenska náttúruverndarsjóðsins í Haukadalsá í Dalabyggð að veiða strokulaxa. Það var eftir að myndir birtust á samfélagsmiðlum af löxum sem veiðst höfðu í ánni, sem báru augljós merki þess að vera eldislaxar. Þrír slíkir laxar veiddust í nótt og hafa sýni verið send til rannsóknar. „Það er á vettvangi núna eftirlitsmaður til að skoða umfangið, skoða hvort fiska er þar að finna,“ sagði Guðni Magnús Eiríksson sviðsstjóri lax- og silungsveiðisviðs Fiskistofu í samtali við fréttastofu fyrr í dag. Vænta norsku kafaranna á mánudag Síðdegis bárust svo fréttir frá eftirlitsmanninum, sem skoðaði veiðistaði í Haukadalsá með dróna. Hann taldi um fimmtíu eldislaxa við árósana og eftir að hafa myndað tíu af þrjátíu veiðistöðum í ánni, alla í neðri hluta árinnar, hafði hann talið um hundrað eldislaxa. Guðni sagði svo í samtali við fréttastofu síðdegis að ef rétt reynist hafi aldrei eins margir eldislaxar fundist í einu veiðivatni á Íslandi. Beita þurfi öllum leiðum til að fanga laxana, bæði nýta krafta veiðimanna í ánni, leggja gildrur og fá kafara hingað til lands frá Noregi. Þeirra megi vænta í fyrsta lagi á mánudagsmorgun. Líta málið grafalvarlegum augum Tilkynning barst frá MAST klukkan fimm um að gat hafi fundist í sjókví Arctic Sea Farm í Dýrafirði og vísbendingar séu um að gatið hafi verið í kvínni í nokkurn tíma án þess að það hafi verið tilkynnt til Matvælastofnunar. Fram kemur að stofnunin líti málið alvarlegum augum og hafin sé rannsókn. Daníel Jakobsson framkvæmdastjóri Arctic Sea Farm hefur ekki svarað ítrekuðum símtölum fréttastofu í dag. Eldiskvíar Arctic Fish á Haukadalsbót í Dýrafirði. Mýrafell í baksýn.KMU „Það er gríðarlega alvarlegur atburður að það greinist gat á kví sem hefur ekki verið tilkynnt um og að gatið hafi verið í einhvern tíma. Við erum að rannsaka málið og þurfum að fá erfðagreiningu á fiskunum sem fundust í Haukadalsá. Það þarf að staðfesta eða afsanna hvort þetta séu laxar frá Arcitc Sea Farm,“ segir Hrönn Jörundsdóttir forstjóri Matvælastofnunar. Bíða niðurstöðu erfðarannsóknar Þegar risaslysaslepping varð fyrir tveimur árum síðan, þegar fjölmargir eldislaxar fundust í ám á Norðurlandi og nýta þurfti liðsinni norsku kafaranna, reyndust laxarnir koma úr kvíum Arctic Sea Farm. Veiðifélag Hrútafjarðarár og Síkár og Veiðifélag Blöndu og Svartár hafa nú stefnt bæði Arctic Sea Farm og íslenska ríkinu vegna málsins. Sýni úr fiskunum, sem veiddust í nótt, eru nú til erfðarannsókar. Niðurstöðurnar munu leiða í ljós hvort um eldislax sé raunverulega að ræða og þá úr hvaða kvíum þeir koma. Hrönn segir að þessum rannsóknum verði flýtt. „Bæði það að það hafi komið gat á kví, sem hefur ekki verið tilkynnt um, og að það sé að finnast meintur eldislax í á, á Íslandi - þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir. Hvort þetta tengist viljum við vera alveg hundrað prósent viss um áður en við förum að tjá okkur. Atburðirnir eru nálægt hvor öðrum í tíma en við viljum vera algjörlega örugg að við séum að rekja upprunann á réttan stað.“ Lax Sjókvíaeldi Dalabyggð Ísafjarðarbær Fiskeldi Tengdar fréttir Ekki tilkynnt um stórt gat á sjókví í nokkurn tíma þrátt fyrir eftirlit Gat fannst á sjókví númer eitt á eldissvæði Arctic Sea Farm við Eyrarhlíð í Dýrafirði. Gatið var um 20 sinnum 40 sentímetrar að stærð. Vísbendingar eru um að gatið hafi verið á kvínni í nokkurn tíma án þess að framleiðandi hafi tilkynnt um tilvist þess til Matvælastofnunar. 14. ágúst 2025 17:18 Taldi hundrað eldislaxa í neðri hluta Haukadalsár Eftirlitsmaður Fiskistofu, sem hefur verið að störfum við Haukadalsá í Dalabyggð í dag, taldi hundrað eldislaxa, í neðstu tíu af þrjátíu veiðistöðum í ánni. Sviðsstjóri hjá Fiskistofu segir að ef rétt reynist sé um að ræða stærsta tilvik eldislaxa í á, á Íslandi. 14. ágúst 2025 17:02 Í samtali við norsku kafarana hvort þeir komi aftur Þrír eldislaxar voru veiddir af fulltrúum Stangveiðifélags Reykjavíkur í Haukadalsá í Dalabyggð í nótt. Fiskifræðingur segir neyðarástand ríkja í ánni og kallar eftir því að leyfisveitingum til sjókvíaeldis sé hætt þegar í stað. 14. ágúst 2025 12:11 Mest lesið Auglýsingaskilti framar umferðaröryggi barna í forgangsröðinni Innlent Fjögur börn á Íslandi getin með sæði mannsins Innlent Varar Íslendinga við værukærð eftir að „Pólverjar lögleiddu pyntingar“ Innlent Landsmenn sáttir: „Þetta eru bara glæpahundar“ Innlent Krafðist sérlega þungrar refsingar yfir Margréti Höllu Innlent Gummi Emil tekinn í skýrslutöku lögreglu Innlent „Þá sýndu stjórnvöld kjark“ Innlent Ósáttur með ákvörðunina: „Mér finnst Rúv verða aðeins leiðinlegra fyrir vikið“ Innlent Ísland verður ekki með í Eurovision Innlent Krúttlegi jólamarkaðurinn í félagsheimilinu endaði á borði lögreglu Innlent Fleiri fréttir Auglýsingaskilti framar umferðaröryggi barna í forgangsröðinni „Þá sýndu stjórnvöld kjark“ Fjögur börn á Íslandi getin með sæði mannsins Útvarp Sólheimar er vinsæl útvarpsstöð Landsmenn sáttir: „Þetta eru bara glæpahundar“ Varar Íslendinga við værukærð eftir að „Pólverjar lögleiddu pyntingar“ Breiðholtsbrautin opin á ný Áfram gert ráð fyrir gosi þrátt fyrir litla skjálftavirkni Reyndu að kveikja eld í bílastæðahúsi Ekkert Eurovision og hreindýr sem heldur að það sé hundur Til skoðunar hvort ljósin hafi verið græn Ósáttur með ákvörðunina: „Mér finnst Rúv verða aðeins leiðinlegra fyrir vikið“ Maðurinn handtekinn aftur í tengslum við mannslátið Milduðu dóm konu sem braut á drengjum og einn vildi ekki refsa Ísland meðal ríkja sem vilja endurskoða túlkun Mannréttindasáttmálans Ísland verður ekki með í Eurovision Selfoss dreginn til hafnar á Hjaltlandseyjum Reiknar með fljótri og góðri ákvörðun fyrir Ísland Óska eftir vitnum að banaslysinu á Vesturlandsvegi Kalla eftir sérstakri umræðu um málefni skólameistara og framhaldsskóla Tölvuárás á kerfi Grundarheimilanna Úlfar þögull sem gröfin Vörubifreið ekið á undirstöður Breiðholtsbrúar Starfsmenn stefna Hval í samvinnu við fyrirtækið Viðgerð á Seyðisfjarðarlínunni muni taka tíma Hvalveiðimenn ætla í hart og örlög Íslands í Eurovision ráðast í dag Róbert vill leiða lista Viðreisnar í borginni Miðflokkurinn ekki undirritað siðareglur og mæting þingmanna sögð frjálsleg Handtekinn á Akranesi grunaður um nauðgun Slökkviliðsstjóri fer í fullt starf hjá almannavarnanefnd Sjá meira
Jóhannes Sturlaugsson fiskifræðingur fór í nótt ásamt fulltrúum Íslenska náttúruverndarsjóðsins í Haukadalsá í Dalabyggð að veiða strokulaxa. Það var eftir að myndir birtust á samfélagsmiðlum af löxum sem veiðst höfðu í ánni, sem báru augljós merki þess að vera eldislaxar. Þrír slíkir laxar veiddust í nótt og hafa sýni verið send til rannsóknar. „Það er á vettvangi núna eftirlitsmaður til að skoða umfangið, skoða hvort fiska er þar að finna,“ sagði Guðni Magnús Eiríksson sviðsstjóri lax- og silungsveiðisviðs Fiskistofu í samtali við fréttastofu fyrr í dag. Vænta norsku kafaranna á mánudag Síðdegis bárust svo fréttir frá eftirlitsmanninum, sem skoðaði veiðistaði í Haukadalsá með dróna. Hann taldi um fimmtíu eldislaxa við árósana og eftir að hafa myndað tíu af þrjátíu veiðistöðum í ánni, alla í neðri hluta árinnar, hafði hann talið um hundrað eldislaxa. Guðni sagði svo í samtali við fréttastofu síðdegis að ef rétt reynist hafi aldrei eins margir eldislaxar fundist í einu veiðivatni á Íslandi. Beita þurfi öllum leiðum til að fanga laxana, bæði nýta krafta veiðimanna í ánni, leggja gildrur og fá kafara hingað til lands frá Noregi. Þeirra megi vænta í fyrsta lagi á mánudagsmorgun. Líta málið grafalvarlegum augum Tilkynning barst frá MAST klukkan fimm um að gat hafi fundist í sjókví Arctic Sea Farm í Dýrafirði og vísbendingar séu um að gatið hafi verið í kvínni í nokkurn tíma án þess að það hafi verið tilkynnt til Matvælastofnunar. Fram kemur að stofnunin líti málið alvarlegum augum og hafin sé rannsókn. Daníel Jakobsson framkvæmdastjóri Arctic Sea Farm hefur ekki svarað ítrekuðum símtölum fréttastofu í dag. Eldiskvíar Arctic Fish á Haukadalsbót í Dýrafirði. Mýrafell í baksýn.KMU „Það er gríðarlega alvarlegur atburður að það greinist gat á kví sem hefur ekki verið tilkynnt um og að gatið hafi verið í einhvern tíma. Við erum að rannsaka málið og þurfum að fá erfðagreiningu á fiskunum sem fundust í Haukadalsá. Það þarf að staðfesta eða afsanna hvort þetta séu laxar frá Arcitc Sea Farm,“ segir Hrönn Jörundsdóttir forstjóri Matvælastofnunar. Bíða niðurstöðu erfðarannsóknar Þegar risaslysaslepping varð fyrir tveimur árum síðan, þegar fjölmargir eldislaxar fundust í ám á Norðurlandi og nýta þurfti liðsinni norsku kafaranna, reyndust laxarnir koma úr kvíum Arctic Sea Farm. Veiðifélag Hrútafjarðarár og Síkár og Veiðifélag Blöndu og Svartár hafa nú stefnt bæði Arctic Sea Farm og íslenska ríkinu vegna málsins. Sýni úr fiskunum, sem veiddust í nótt, eru nú til erfðarannsókar. Niðurstöðurnar munu leiða í ljós hvort um eldislax sé raunverulega að ræða og þá úr hvaða kvíum þeir koma. Hrönn segir að þessum rannsóknum verði flýtt. „Bæði það að það hafi komið gat á kví, sem hefur ekki verið tilkynnt um, og að það sé að finnast meintur eldislax í á, á Íslandi - þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir. Hvort þetta tengist viljum við vera alveg hundrað prósent viss um áður en við förum að tjá okkur. Atburðirnir eru nálægt hvor öðrum í tíma en við viljum vera algjörlega örugg að við séum að rekja upprunann á réttan stað.“
Lax Sjókvíaeldi Dalabyggð Ísafjarðarbær Fiskeldi Tengdar fréttir Ekki tilkynnt um stórt gat á sjókví í nokkurn tíma þrátt fyrir eftirlit Gat fannst á sjókví númer eitt á eldissvæði Arctic Sea Farm við Eyrarhlíð í Dýrafirði. Gatið var um 20 sinnum 40 sentímetrar að stærð. Vísbendingar eru um að gatið hafi verið á kvínni í nokkurn tíma án þess að framleiðandi hafi tilkynnt um tilvist þess til Matvælastofnunar. 14. ágúst 2025 17:18 Taldi hundrað eldislaxa í neðri hluta Haukadalsár Eftirlitsmaður Fiskistofu, sem hefur verið að störfum við Haukadalsá í Dalabyggð í dag, taldi hundrað eldislaxa, í neðstu tíu af þrjátíu veiðistöðum í ánni. Sviðsstjóri hjá Fiskistofu segir að ef rétt reynist sé um að ræða stærsta tilvik eldislaxa í á, á Íslandi. 14. ágúst 2025 17:02 Í samtali við norsku kafarana hvort þeir komi aftur Þrír eldislaxar voru veiddir af fulltrúum Stangveiðifélags Reykjavíkur í Haukadalsá í Dalabyggð í nótt. Fiskifræðingur segir neyðarástand ríkja í ánni og kallar eftir því að leyfisveitingum til sjókvíaeldis sé hætt þegar í stað. 14. ágúst 2025 12:11 Mest lesið Auglýsingaskilti framar umferðaröryggi barna í forgangsröðinni Innlent Fjögur börn á Íslandi getin með sæði mannsins Innlent Varar Íslendinga við værukærð eftir að „Pólverjar lögleiddu pyntingar“ Innlent Landsmenn sáttir: „Þetta eru bara glæpahundar“ Innlent Krafðist sérlega þungrar refsingar yfir Margréti Höllu Innlent Gummi Emil tekinn í skýrslutöku lögreglu Innlent „Þá sýndu stjórnvöld kjark“ Innlent Ósáttur með ákvörðunina: „Mér finnst Rúv verða aðeins leiðinlegra fyrir vikið“ Innlent Ísland verður ekki með í Eurovision Innlent Krúttlegi jólamarkaðurinn í félagsheimilinu endaði á borði lögreglu Innlent Fleiri fréttir Auglýsingaskilti framar umferðaröryggi barna í forgangsröðinni „Þá sýndu stjórnvöld kjark“ Fjögur börn á Íslandi getin með sæði mannsins Útvarp Sólheimar er vinsæl útvarpsstöð Landsmenn sáttir: „Þetta eru bara glæpahundar“ Varar Íslendinga við værukærð eftir að „Pólverjar lögleiddu pyntingar“ Breiðholtsbrautin opin á ný Áfram gert ráð fyrir gosi þrátt fyrir litla skjálftavirkni Reyndu að kveikja eld í bílastæðahúsi Ekkert Eurovision og hreindýr sem heldur að það sé hundur Til skoðunar hvort ljósin hafi verið græn Ósáttur með ákvörðunina: „Mér finnst Rúv verða aðeins leiðinlegra fyrir vikið“ Maðurinn handtekinn aftur í tengslum við mannslátið Milduðu dóm konu sem braut á drengjum og einn vildi ekki refsa Ísland meðal ríkja sem vilja endurskoða túlkun Mannréttindasáttmálans Ísland verður ekki með í Eurovision Selfoss dreginn til hafnar á Hjaltlandseyjum Reiknar með fljótri og góðri ákvörðun fyrir Ísland Óska eftir vitnum að banaslysinu á Vesturlandsvegi Kalla eftir sérstakri umræðu um málefni skólameistara og framhaldsskóla Tölvuárás á kerfi Grundarheimilanna Úlfar þögull sem gröfin Vörubifreið ekið á undirstöður Breiðholtsbrúar Starfsmenn stefna Hval í samvinnu við fyrirtækið Viðgerð á Seyðisfjarðarlínunni muni taka tíma Hvalveiðimenn ætla í hart og örlög Íslands í Eurovision ráðast í dag Róbert vill leiða lista Viðreisnar í borginni Miðflokkurinn ekki undirritað siðareglur og mæting þingmanna sögð frjálsleg Handtekinn á Akranesi grunaður um nauðgun Slökkviliðsstjóri fer í fullt starf hjá almannavarnanefnd Sjá meira
Ekki tilkynnt um stórt gat á sjókví í nokkurn tíma þrátt fyrir eftirlit Gat fannst á sjókví númer eitt á eldissvæði Arctic Sea Farm við Eyrarhlíð í Dýrafirði. Gatið var um 20 sinnum 40 sentímetrar að stærð. Vísbendingar eru um að gatið hafi verið á kvínni í nokkurn tíma án þess að framleiðandi hafi tilkynnt um tilvist þess til Matvælastofnunar. 14. ágúst 2025 17:18
Taldi hundrað eldislaxa í neðri hluta Haukadalsár Eftirlitsmaður Fiskistofu, sem hefur verið að störfum við Haukadalsá í Dalabyggð í dag, taldi hundrað eldislaxa, í neðstu tíu af þrjátíu veiðistöðum í ánni. Sviðsstjóri hjá Fiskistofu segir að ef rétt reynist sé um að ræða stærsta tilvik eldislaxa í á, á Íslandi. 14. ágúst 2025 17:02
Í samtali við norsku kafarana hvort þeir komi aftur Þrír eldislaxar voru veiddir af fulltrúum Stangveiðifélags Reykjavíkur í Haukadalsá í Dalabyggð í nótt. Fiskifræðingur segir neyðarástand ríkja í ánni og kallar eftir því að leyfisveitingum til sjókvíaeldis sé hætt þegar í stað. 14. ágúst 2025 12:11