Lífið

Örn Eld­járn kaupir hús Jóns Ólafs­sonar

Svava Marín Óskarsdóttir skrifar
Húsið við Skeljagranda seldist á 126 milljónir árið 2021 en hefur hækkað í virði um 64 milljónir á fjórum árum.
Húsið við Skeljagranda seldist á 126 milljónir árið 2021 en hefur hækkað í virði um 64 milljónir á fjórum árum.

Gítarleikarinn Örn Eldjárn og eiginkona hans, Karen Lena Óskarsdóttir, hafa fest kaup á einbýlishús við Skeljagranda í Vesturbæ Reykjavíkur. Húsið var áður í eigu tónlistarhjónanna Jóns Ólafssonar og Hildar Völu Einarsdóttur. Kaupverðið nam 189,9 milljóna króna.

Kaupsamningur var undirritaður þann 6. ágúst síðastliðinn. 

Um er að ræða 288 fermetra hús á þremur hæðum sem var byggt árið 1983. Eignin hefur verið mikið endurnýjuð á liðnum árum með smekklegum hætti. 

Miðhæðin skiptist í forstofu, opið og bjart stofurými gestasnyrtingu, þvottahús og bílskúr. Eldhúsið er opið við stofu, prýtt stílhreinni hvítri innréttingu með góðu skápaplássi. Úr borðstofu er útgengt út í skjólsælan garð.

Teppalagður viðarstígi leiðir upp á efri hæð hússins sem skiptist í tvö barnaherbergi, rúmgott hjónaherbergi með fataskápum og flísalagt baðherbergi. Þar er einnig sjónvarpshol og góð lofthæð.

Kjallarinn er með sérinngangi og skiptist í þrjú svefnherbergi, opið alrými, flísalagt baðherbergi með sturtu og rúmgóða geymslu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.