Í samtali við norsku kafarana hvort þeir komi aftur Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 14. ágúst 2025 12:11 Norskir kafarar með skutulbyssur að störfum í Langadalsá í Ísafjarðardjúpi árið 2023. Köfun eftir eldislöxum er blómlegur iðnaður í Noregi enda eldislaxar sífellt að sleppa úr sjókvíum. Sigurður Þorvaldsson Þrír eldislaxar voru veiddir af fulltrúum Stangveiðifélags Reykjavíkur í Haukadalsá í Dalabyggð í nótt. Fiskifræðingur segir neyðarástand ríkja í ánni og kallar eftir því að leyfisveitingum til sjókvíaeldis sé hætt þegar í stað. Íslenski náttúruverndarsjóðurinn varaði í gærkvöldi við strokulaxi í Haukadalsá eftir að fjöldi stórra laxa, allt að 90 sentímetrar að stærð, veiddist neðarlega í ánni. Eftir að myndir og myndbönd birtust af löxunum í gær var Jóhannes Sturlaugsson fiskifræðingur kallaður út og fór hann vestur í Dali með fulltrúum Íslenska náttúruverndarsjóðsins og Stangveiðifélags Reykjavíkur. „Ég náði þarna bæði eldislöxum, sem voru sannarlega sjókvíaeldislaxar, og svo einhverjum sem gætu verið það. Ég tók síðan sýni úr öllum og drap alla sem voru sjókvíaelsilaxar og vafalaxar svo náttúran fengi nú að njóta vafans,“ segir Jóhannes Sturlaugsson, fiskifræðingur. „Þyrmir yfir mann“ Samkvæmt upplýsingum frá Fiskistofu er eftirlitsmaður á leiðinni vestur sem mun kanna aðstæður og aðstæður verða jafnframt kannaðar í öðrum laxveiðiám á Norðvesturlandi. Fiskistofa er þá í samtali við norska kafara, sem komu til landsins árið 2023, um hvort tilefni sé til að þeir komi hingað aftur. Jóhannes segir ástandið hafi litið illa út og aðkoman hafi verið slæm. „Þá þyrmir nú aðeins yfir mann því að þetta gæti þýtt að það sé svipað ástand víðar í ánni og ef það er jafnt og þétt í henni allri þá litist manni ekki á blikuna.“ Laxeldin sleppi án afleiðinga Hann vonar að þetta sé ekki vísirinn að álíka slysi og árið 2023, þegar eldislaxar veiddust í fjölda laxveiðiáa á Norðvesturlandi eftir slysasleppingar úr sjókvíum í Patreksfirði. „Ef sjókvíaeeldi er leyft hér við land er þetta það sem raungerist því miður,“ segir Jóhannes. „Það er ótrúlegt nokk að þeir sem valda þessu kannast aldrei við að neitt sleppi fyrr en eftirá og þá klóra þeir sér mikið í kollinum um hvað hafi eiginlega gerst.“ Lax Dalabyggð Sjókvíaeldi Fiskeldi Tengdar fréttir Fleiri eldislaxar í Haukadalsá: „Þetta lítur alls ekki vel út“ Framkvæmdastjóri Stangveiðifélags Reykjavíkur segir þrjá eldislaxa hafa veiðst í Haukadalsá í Dalabyggð á Vesturlandi í nótt og vitað sé um fleiri. Staðan sé verri en menn þorðu að vona en næstu skref sé að senda lífssýni til rannsóknar, greina hvaðan fiskarnir koma og hreinsa ána. 14. ágúst 2025 10:07 Vara við eldislax í Haukadalsá Íslenski náttúruverndarsjóðurinn varar við strokulax í Haukadalsá og segir að fjöldi stórra laxa allt að 90 sentímetrar að stærð hafi fundist neðarlega í ánni. 13. ágúst 2025 21:50 Mest lesið Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Innlent Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Innlent Umferð stýrt eftir að ekið var á grindverk á Austurvegi Innlent Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Innlent Farþegi á bak og burt þegar björgunaraðilar mættu Innlent Diljá hlustaði á Bítið með tárin í augunum Innlent Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Erlent Óánægja með stjórnarandstöðu í hæstu hæðum Innlent Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Innlent Ekki áfellisdómur yfir kerfinu að farið sé með börn í meðferð í Suður-Afríku Innlent Fleiri fréttir Dæmi um að aðstandendur beri fíkniefni í börn á Stuðlum Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Stofna hreyfingu til undirbúnings íslenskum her Fólk hvatt til að setjast og spjalla á spjallbekknum Diljá hlustaði á Bítið með tárin í augunum Kyngreint nautasæði kemur vel út Samþykkt að kortleggja eignarhald sjávarútvegsfyrirtækja „Þýðir ekki bara að moka yfir hlutina“ Segir stöðuna á sjúkrahúsinu á Akureyri grafalvarlega „Það þarf að gera meira og hraðar“ Ekki áfellisdómur yfir kerfinu að farið sé með börn í meðferð í Suður-Afríku Snjór í Esjunni en ekki víst að hann festist Farþegi á bak og burt þegar björgunaraðilar mættu „Munum fagna þegar riðu hefur verið útrýmt á Íslandi“ „Ekki svo að allir bændur séu að kvarta“ Tvö ár liðin frá árásum Hamas og alvarlegt rútuslys á Snæfellsnesi Vilja heimili á markað en ekki uppboð við nauðungarsölu Þriðjungur telur sumarfrí grunnskólabarna of langt Óánægja með stjórnarandstöðu í hæstu hæðum Mótmæla við ríkisstjórnarfund og kalla eftir aðgerðum Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Umferð stýrt eftir að ekið var á grindverk á Austurvegi Skorið á hjólbarða og spreyjað á bifreiðar Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Telja að eitt prósent þjóðarinnar sé haldið barnagirnd Maður dvaldi í Alþingishúsinu yfir nótt Vilja að Reykjavík lögsæki ríkið „Við viljum bara grípa þau fyrr“ Risaskuld, nýr flokkur og áheyrnarprufur hunda Sjá meira
Íslenski náttúruverndarsjóðurinn varaði í gærkvöldi við strokulaxi í Haukadalsá eftir að fjöldi stórra laxa, allt að 90 sentímetrar að stærð, veiddist neðarlega í ánni. Eftir að myndir og myndbönd birtust af löxunum í gær var Jóhannes Sturlaugsson fiskifræðingur kallaður út og fór hann vestur í Dali með fulltrúum Íslenska náttúruverndarsjóðsins og Stangveiðifélags Reykjavíkur. „Ég náði þarna bæði eldislöxum, sem voru sannarlega sjókvíaeldislaxar, og svo einhverjum sem gætu verið það. Ég tók síðan sýni úr öllum og drap alla sem voru sjókvíaelsilaxar og vafalaxar svo náttúran fengi nú að njóta vafans,“ segir Jóhannes Sturlaugsson, fiskifræðingur. „Þyrmir yfir mann“ Samkvæmt upplýsingum frá Fiskistofu er eftirlitsmaður á leiðinni vestur sem mun kanna aðstæður og aðstæður verða jafnframt kannaðar í öðrum laxveiðiám á Norðvesturlandi. Fiskistofa er þá í samtali við norska kafara, sem komu til landsins árið 2023, um hvort tilefni sé til að þeir komi hingað aftur. Jóhannes segir ástandið hafi litið illa út og aðkoman hafi verið slæm. „Þá þyrmir nú aðeins yfir mann því að þetta gæti þýtt að það sé svipað ástand víðar í ánni og ef það er jafnt og þétt í henni allri þá litist manni ekki á blikuna.“ Laxeldin sleppi án afleiðinga Hann vonar að þetta sé ekki vísirinn að álíka slysi og árið 2023, þegar eldislaxar veiddust í fjölda laxveiðiáa á Norðvesturlandi eftir slysasleppingar úr sjókvíum í Patreksfirði. „Ef sjókvíaeeldi er leyft hér við land er þetta það sem raungerist því miður,“ segir Jóhannes. „Það er ótrúlegt nokk að þeir sem valda þessu kannast aldrei við að neitt sleppi fyrr en eftirá og þá klóra þeir sér mikið í kollinum um hvað hafi eiginlega gerst.“
Lax Dalabyggð Sjókvíaeldi Fiskeldi Tengdar fréttir Fleiri eldislaxar í Haukadalsá: „Þetta lítur alls ekki vel út“ Framkvæmdastjóri Stangveiðifélags Reykjavíkur segir þrjá eldislaxa hafa veiðst í Haukadalsá í Dalabyggð á Vesturlandi í nótt og vitað sé um fleiri. Staðan sé verri en menn þorðu að vona en næstu skref sé að senda lífssýni til rannsóknar, greina hvaðan fiskarnir koma og hreinsa ána. 14. ágúst 2025 10:07 Vara við eldislax í Haukadalsá Íslenski náttúruverndarsjóðurinn varar við strokulax í Haukadalsá og segir að fjöldi stórra laxa allt að 90 sentímetrar að stærð hafi fundist neðarlega í ánni. 13. ágúst 2025 21:50 Mest lesið Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Innlent Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Innlent Umferð stýrt eftir að ekið var á grindverk á Austurvegi Innlent Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Innlent Farþegi á bak og burt þegar björgunaraðilar mættu Innlent Diljá hlustaði á Bítið með tárin í augunum Innlent Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Erlent Óánægja með stjórnarandstöðu í hæstu hæðum Innlent Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Innlent Ekki áfellisdómur yfir kerfinu að farið sé með börn í meðferð í Suður-Afríku Innlent Fleiri fréttir Dæmi um að aðstandendur beri fíkniefni í börn á Stuðlum Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Stofna hreyfingu til undirbúnings íslenskum her Fólk hvatt til að setjast og spjalla á spjallbekknum Diljá hlustaði á Bítið með tárin í augunum Kyngreint nautasæði kemur vel út Samþykkt að kortleggja eignarhald sjávarútvegsfyrirtækja „Þýðir ekki bara að moka yfir hlutina“ Segir stöðuna á sjúkrahúsinu á Akureyri grafalvarlega „Það þarf að gera meira og hraðar“ Ekki áfellisdómur yfir kerfinu að farið sé með börn í meðferð í Suður-Afríku Snjór í Esjunni en ekki víst að hann festist Farþegi á bak og burt þegar björgunaraðilar mættu „Munum fagna þegar riðu hefur verið útrýmt á Íslandi“ „Ekki svo að allir bændur séu að kvarta“ Tvö ár liðin frá árásum Hamas og alvarlegt rútuslys á Snæfellsnesi Vilja heimili á markað en ekki uppboð við nauðungarsölu Þriðjungur telur sumarfrí grunnskólabarna of langt Óánægja með stjórnarandstöðu í hæstu hæðum Mótmæla við ríkisstjórnarfund og kalla eftir aðgerðum Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Umferð stýrt eftir að ekið var á grindverk á Austurvegi Skorið á hjólbarða og spreyjað á bifreiðar Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Telja að eitt prósent þjóðarinnar sé haldið barnagirnd Maður dvaldi í Alþingishúsinu yfir nótt Vilja að Reykjavík lögsæki ríkið „Við viljum bara grípa þau fyrr“ Risaskuld, nýr flokkur og áheyrnarprufur hunda Sjá meira
Fleiri eldislaxar í Haukadalsá: „Þetta lítur alls ekki vel út“ Framkvæmdastjóri Stangveiðifélags Reykjavíkur segir þrjá eldislaxa hafa veiðst í Haukadalsá í Dalabyggð á Vesturlandi í nótt og vitað sé um fleiri. Staðan sé verri en menn þorðu að vona en næstu skref sé að senda lífssýni til rannsóknar, greina hvaðan fiskarnir koma og hreinsa ána. 14. ágúst 2025 10:07
Vara við eldislax í Haukadalsá Íslenski náttúruverndarsjóðurinn varar við strokulax í Haukadalsá og segir að fjöldi stórra laxa allt að 90 sentímetrar að stærð hafi fundist neðarlega í ánni. 13. ágúst 2025 21:50